Þjóðviljinn - 06.11.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Blaðsíða 3
9 IBAG 6. nóvember er miðvikudagur. Leonardusmessa. 310. dagur ársins. Nýtt tungl (vetrartungl). Sólarupprás I Reykjavík kl. 9.25 - sólarlag kl. 16.57. Viðburðir Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum stofnað 1932. Stofnþing Æskulýðsfylk- ingarinnar 1938. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Finnlandi boðið að ganga til samstarfs við lýð- ræðisríkin. 12 Norðmenn falla fyrir böðulshendi nazista. Styrjaldarhættan á Kyrrahafi magnast. Stórskotalið rauða hersins eyðir þýzkri skrið- drekasókn á Moskvavígstöðv- unum. fyrir 25 árum Það er farið að likja metsölu- bókinni um Tómas Jónsson við Vefarann mikla frá Kasmir. Því ekki það. Það er a.m.k. líklegt að þær hafi svipaða þýðingu. Það verður bæði auðveldara og erfiðara að skrifa skáldsögu á íslenzku eftir tilkomu Tómasar Jóns- sonar. (áb i ritdómi um Tómas Jóns- son metsölubók.) Sá spaki Það stórkostlega við tvíræða brandara er að aðeins önnur meiningin gildir. (Ronnie Barker) á viðvarandi fóstruskorti á Is- landi. Arna Jónsdóttir, varaformaður Fóstrufélags Islands Það er staðreynd að fjöldi út- skrifaðra fóstra hefúr ekki í langan tíma haldist í hendur við uppbyggingu leikskóla- kerfisins. Það þarf þvi stórátak í menntunarmálum fóstra ef takast á að fúllmanna fóstru- stöður leikskóla og skóladag- heimila. Fóstrufélag Islands hefúr jafnframt þá stefnu að menntun fóstra skuli vera á háskólastigi. Það er óviðun- andi að menntun þeirra skuli vera á lægra skólastigi en til dæmis menntun grunnskóla- kennara. Önnur staðreynd, eins og alþjóð veit, er að laun fóstra eru hróplega lág. Fóstrufélagið mun því fylgja fast eftir kröfum fóstra um aukinn kaupmátt launa í yfir- standandi kjarasamningum. FiÉrnR Reykj avíkurborg borgar minna en aðrir Launakjör starfsmanna Reykjavíkurborgar og annarra sveit- arfélaga í sambærilegum störfum eru misgóð, ef marka má nýlega könnun sem Reykjavíkurborg og starfsmannafélag borgarinnar hafa gert. 1 einstökum störfum munar ailt að 13% og segir Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður starfsmannafélagsins, að þessi launamismunur sé eitt af undirstöðuatriðum kröfugerðar fé- lagsins gagnvart borginni í kjarasamningaviðræðunum. I niðurstöðum könnunarinnar, sem birtust í fréttabréfi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, kemur fram að launamismunurinn í heild er 6%, borgarstarfsmenn fá greiddar 64 þúsund krónur að meðaltali, á móti 68 þúsund krón- um landsbyggðarfólks. Umtals- verður munur er á milli einstakra starfsgreina, má þar nefna fólk á skrifstofúm þar sem starfsmenn borgarinnar fá að meðaltali 66 þús- und krónur á mánuði, móti 73 þús- und krónum sem landsbyggðin greiðir skrifstofúfólki sínu í laun. Brunaverðir í Reykjavík fá að meðaltali 64 þúsund krónur á mán- uði, en séu þeir starfandi fyrir utan Reykjavík fá þeir 11% hærri laun eða 71 þúsund. Mesti mismunur- inn var hjá sjúkraliðum. í Reykja- vík fá þeir að meðaltali 62 þúsund krónur á mánuði, en á landsbyggð- inni fá þeir 70 þúsund krónur, sem gerir mun upp á 13%. Sjöfn segir að þessar tölur hafi ekki komið þeim á óvart og niður- stöður könnunarinnar séu staðfest- ing á því sem félagið hafi fundið út áður. „Það er meginuppistaðan í kröfúgerð okkar að fá skýr svör ffá borginni um þennan mismun og hvort þetta eigi að vera viðvarandi ástand.“ Sjöfn sagðist ekki sjá laun bæj- arstarfsmanna í öðrum sveitarfé- lögum í einhverjum hillingum, þvert á móti, en það væri eðlilegt að tekið væri mið af þessum mun í gerð næstu samninga. I viðtali við Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóra, i sama blaði er hann spurður um þennan launamismun. „Þetta er hægt í litl- um sveitarfélögum. Þar er kannski einn starfsmaður sem virkilega þörf er á að fá og þá sameinast allir í hreppsnefndinni og starfsmanna- félagið á viðkomandi stað um að fá þann starfsmann og þá er yfirborg- að,“ sagði Davíð. Hann segir einnig í viðtalinu að ef Reykjavíkurborg með 7000 manns í vinnu hleypi upp kjara- samningum stöðvist það ekki þar, það fari út um allt. En þó t.d. Kópasker hleypi upp kjarasamn- ingi, fari það ekki út um allt. -sþ Könnun Reykjavíkurborgar og starfsmannafélags hennar sýnir að brunaverðir í Reykjavík eru mun verr launaðir en kollegar þeirra sem starfa utan Reykjavíkur. ... en það er nú annað mál Fiskirí og fiskvinnsla er um þessar mundir á hlemmiskeiði sameiningar og hagræðingar. Hefur maður gengið undir manns hönd í nokkur ár og reiknað út að þjóðin fái ekki lif- að í landinu nema hún sameini öll þau fyrirtæki í sjávarút- vegi sem mögulegt er að sameina, með góðu eða illu. Hagræðingarátak stendur nú sem hæst með því að ein útgerð kaupir skip og kvóta af annarri, ekki til að gera út, heldur til hins gagnstæða. Þarf ekki að fara mörg- um orðum um að vitrir menn í há- um stöðum hafa á þessu mikla trú, en segja má að gleðin af þessum ráðstöfunum sé þeim mun minni í litlum byggðarlögum sem meira er selt af kvóta til annarra. Þetta er auðvitað skiljanlegt því það eru hvorki fiskiskip í útgerð né mann- virki til fiskvinnslu sem nú ráða úrslitum um velgengni manna og byggðarlaga heldur eignarhald fárra á óveiddum fiski sem þjóðin er þó búin að kasta sameign sinni á. Neyðin kennir naktri konu að spinna, stendur þar og má hafa það sem nú er að gerast í sjávarútvegi til marks um að í þessum gömlu sannindum felst nokkur vísdómur. En hafi menn haldið að heimspeki hagræðingar og sameiningar næði til allra þátta samfélagsins er það mikill misskilningur. Hún endar þar sem umsýslan um veraldleg málefni lýkur en málefni guð- dómsins taka við. Þetta má greini- lega merkja í nokkuð sérkennileg- um deiium um kirkjubyggingu sem risið hafa í Kópavogi. Safnað- arstjómin hefur fengið öll tilskilin veraldleg leyfi til að reisa nýja kirkju á landi sem væntanlegir ná- grannar geta ekki hugsað sér að iáta undir mannvirki af neinu tagi. Deila menn nú heitt um málið, meðal annars um þá mikilvægu spumingu hvort það samrýmist kristilegu siðgæði að neyða vænt- anleg sóknarböm til að sætta sig við að sett verði niður kirkja þessa heims á stað sem álfar og huldu- fólk, ásamt mannanna bömum, hafa haft til írjálsra afnota hingað til. Formaður sóknamefndar Digra- nessafnaðar ritar um þetta vanda- sama mál í Morgunblaðið í gær og segir þessa „kveinendur" harma að ætlunin sé „að eyðileggja sparkvöll bama og unglinga í hverfinu“. For- maðurinn kemur víða við í grein sinn og segir m.a. þetta: „Þá gerðist það að forráða- menn Hjallasafnaðar, sem gengið höfðu að vísri lóð fyrir sína kirkju- byggingu eflir að Digranessöfnuði hafði verið skipt, fengu þá hug- mynd að söfnuðimir sameinuðust um eina stóra kirkjubygg- ingu....Við sem vorum fulltrúar Digranessafnaðar leituðum ráða og álits margra aðila leikra og lærðra sem mikla reynslu höfðu af kirkju- og safnaðarstarfi, um kosti og galla svona samstarfs. Það var nærri ein- róma álit viðmælenda okkar að þvílíkt fyrirkomulag væri slæmt. í fljótu bragði gæti það virst jjár- hagslega hagkvæmt, en þegar lengra væri litið og hugað að þeim þáttum sem snerti sameiginlegan rekstur, samvinnu og verkaskipt- ingu presta, áherslur á einstaka þætti i safnaðarstarfinu o.fl. o.fl. þá væri þetta afleitt fyrirkomulag." Haft er fyrir satt að sæmilega röskur göngumaður yrði heilar tíu mínútur að ganga á milli væntan- legra guðshúsa. Ekki ætlar Þrándur að skipta sér af málefnum annars heims eða safnaðanna i Kópavogi, þaðan af síður að hann hafi skoðun á því hvar reisa skuli kirkjur í bæn- um. Það eru aftur á móti nýjar upp- lýsingar fyrir hann að svo „afleitt" sé fyrir tvo söfnuði og tvo presta eða fleiri að starfa í sömu kirkju- byggingunni að ekki komi til greina að spara nokkur hundruð miljónir í veraldlegum peningum með þvi að reisa eina kirkju í stað tveggja. Hélt hann þó að umræddir söfnuðir tilheyrðu sömu kirkjunni sem boðaði sama fagnaðarerindið þar sem hverjum og einum er ekki aðeins ætlað að umbera náungann heldur að elska hann og virða. Hef- ur áreiðanlega oft verið hagrætt og sameinað á ótraustari grunni og í þágu lakari málstaðar - en það er nú annað mál. - Þrándur Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.