Þjóðviljinn - 06.11.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.11.1991, Blaðsíða 9
Mtoinmg________ Steinunn Anna Olafsdóttir Fædd 14.4. 1956 - Dáin 25.10. 1991 Við Steina fluttumst bæði til Kaupmannahafnar 1976, en borgin var þá athvarf leitandi íslenskra ungmenna. Suma rak undan straumum og vindi, en lífsleit Steinu var af öðrum og virkari toga. Hún varð strax eins og fiskur í vatni hins danska mannhafs og eignaðist marga danska vini. Jafn- framt vann hún eins og íslending- ur, þ.e. meira en fulla vinnu, og keypti sér fljótlega íbúð. Samt gat hún líka tekið þátt í lífi Haftiarís- lendinga af þeim lífskrafli sem alltaf einkenndi hana. Lífsleit Steinu bar hana aftur til Islands, en að ári liðnu kom hún aftur til Hafnar, og það var um það leyti, árið 1982, sem við bundumst vinaböndum. Hópur íslendinga, sem hafði verið í Kaupmannahöfh um 5-10 ára skeið, þjappaðist sam- an á þeim misserum sem þá fóru í hönd. Við tókum öll virkan þátt í dönsku mannlífi, en sú ramma ís- lenska taug dró okkur jafnffamt saman. Ég kynntist mörgum Dönum og fólki af öðru þjóðemi í gegnum Steinu. Samskiptin ristu ofl dýpra en venjulegur kunningsskapur, og nú átta ég mig á því að það var ekki síst vegna þess að Steina leiddi okkur saman. Hún var þess eðlis að samræðumar urðu aldrei yfirborðslegar þar sem hún sat í hóp. Hún var bæði einlæg og gerði óspart grin að sjálfri sér, svo að enginn gat tekið sjálfan sig of há- tíðlega í návist hennar. Svo vin- mörg var Steina, að þegar hún hélt upp á þrítugsafmæli sitt í Kaup- mannahöfn, bauð hún bara nánum vinum til veislu, en þar vom 50 manns. Þó vissi ég að hún ræktaði vináttu sina við allt þetta fólk, ekki með reglubundnum skylduheim- sóknum eða kurteisissímtölum, heldur gaf hún sig alla þegar hún var með fólki, hvort sem hún fór í stuttar helgarferðir með því eða sat með því einstök kvöld sem oft teygðust ffam undir morgun. Meðal danskra vina Steinu var ljóðskáldið F. P. Jac, eitt fremsta ljóðskáld sinnar kynslóðar. Hann var svo gagntekinn af Steinu að eina ljóðabók sína, Misfats, orti hann að vemlegu leyti til hennar. Hún varð honum að tákni sjálfrar náttúrunnar og uppmnaleikans, í gegnum hana smíðaði hann draum- mynd um ísland, þar sem mann- eskjan og náttúran em enn óspillt, andstætt ómennskri Evrópu. Steina var ekki allt of hrifin af því að vera gerð svona að tákni, hún leit á sig sem manneskju af holdi og blóði, en þessi ljóð em til marks um það hversu sterk áhrif Steina hafði á fólk. Sjálf orti Steina ljóð og þeir sem sáu þau hvöttu hana áfram á þeirri braut. Hún var þó lengi í vafa um það hvort hún hefði næg tök á tungumálinu; henni fannst hún hafa tekið út of mikinn þroska i Danmörku til að geta notað is- lensku og hún minnti fólk gjaman á að danskan var ekki móðurmál hennar. Um þrítugt dreif hún sig svo að ljúka stúdentsprófi, og dönskukennarar hennar hvöttu hana til að rækta ffekar ritleikni sína og næmi á bókmenntir. Einu sinni var henni úthlutað ritgerðar- verkefninu „Samanburður á per- sónusköpun Sölku Völku og Uglu með tilliti til þróunar í ritferli Hall- dórs Laxness og þeirra samfélags- breytinga sem urðu milli útkomu þessara tveggja bóka.“ Þetta var í raun efni í doktorsritgerð, en Steina komst frá því með sóma. Mér er sérstaklega minnisstætt að henni fannst Ugla óraunvemleg persóna, en Salka Valka snerti strengi í Steinu og kaflinn um hana var ritaður af miklu innsæi. Steina vildi fá betri þjálfún í að skrifa, og það var held ég helsti hvatinn að því að hún sótti um inn- göngu í Blaðamannaskólann í Ár- ósum. Þrátt fyrir harða samkeppni komst Steina í skólann, og fýrstu misserin spurði hún oft sjálfa sig og vini sína: „Er ég á réttum stað? Mig langar mest til að skrifa bók- menntir og það á margt betur við mig en harðar staðreyndir frétta- mennskunnar." En Steina vildi ekki gera neitt öðm vísi en vel, og fljótlega náði hún slíkum tökum á blaðamennskunni, að henni stóðu opnar dyr til starfsþjálfúnar á Po- litiken. Þar var hún ekki heldur sett í nein léttaverkefhi, því að hún skrifaði oft forsíðufréttir og annað „hot stuff' á svo til öllum sviðum blaðamennsku. Síðustu misserin hugsaði hún um það með sívaxandi alvöru, hvar hún gæti best notið sín í íslenskum fjölmiðlaheimi, helst strax að námi loknu. Minningarnar um samveru- stundir með Steinu em legíó. Það einkenndi hana að henni fannst sárt að kveðja, og oft fékk hún vini sína til að drekka einn bjór eða einn kaffibolla í viðbót, og svo annan, á meðan samræðumar dýpkuðu. Það vom margir strengir í lundarfari Steinu. Stundum fíflað- ist hún og kom í veg fyrir að nokk- ur í nágrenni hennar segði orð af viti. Stundum var hún málefnaleg, stundum lét hún innsæi og tilfinn- ingar ráða ferðinni, og hún gat bæði verið ofsakát og leið. Aldrei lét hún þó þunglyndi ná tökum á sér, og seiglan og lífskrafturinn einkenndi hana hvort sem hún var stödd í öldudal eða á toppnum. Hún var trygg vinum sínum, en þó ekki eigingjöm. Hún samgladdist mér í einlægni þegar ég sagði henni að ég hefði fúndið lífsföra- naut minn, og þegar Kristín kom í heimsókn til Kaupmannahafnar, skipulagði Steina í snatri eitt kvöld þar sem þær gætu hist í fyrsta sinn, án mín, og þær urðu strax mestu mátar. Síðan andlátsfféttin barst, hefúr mér verið tregt tungu að hræra. Þóm og öðrum sem eiga um sárast að binda get ég sagt það eitt til huggunar, að Steina gaf umhverfi sínu meira á skammri ævi en flest- um auðnast á langri. Hennar er víða minnst, ekki aðeins með eftir- sjá, heldur líka þakklæti. Gestur Guðmundsson Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Þórshöfn og nágrenni Fundur verður I Alþýðubandalagsfélaginu fimmtudaginn 7. nóvember kl. 18 I Félagsheimilinu, kaffistofunni. Þingmennimir Ólafur Ragnar Grímsson, Kristinn H. Gunnarsson og Steingrlmur J. Sigfússon mæta á fundinn og ræða málin. Einnig verða kosnir fúlltrúar á landsfund AB. Stjómln Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Raufarhöfn Fundur verður I Alþýðubandalagsfélaginu föstudaginn 8. nóv- ember kl. 18 I Félagsheimilinu. Þingmennimir Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrlmur J. Sig- fússon mæta á fundinn og ræða málin. Stjórnin AB Akureyrí Félagsfundur Alþýðubandalag Akureyrar heldur almennan félagsfund laugar- daginn 9. nóvember I Lárusarhúsi kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Félagar I nefndum sitja fyrir svörum. Heitt á könnunni. Mætum öll. Stjórnln Tíundi landsfundur Alþýðubandalagsins Tlundi landsfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn dagana 21.-24. nóvember 1991 I Reykjavík. Fundurinn verður settur fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:30 og lýkur sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00. Dagskrá auglýst siðar. Alþýðubandalaglö Alþýðubandalagið I Reykjavlk Evrópska efnahagssvæðið Undirbúningur fyrir landsfund. Vinnuhópur undir stjórn Stefaníu Traustadóttur um þátt- töku íslands f EES er boðaður á fund I kvöld, miðvikudaginn 6. nóvember, kl. 20.30 að Laugavegi 3. Stjórnln ABR Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins I Reykjavlk að Laugavegi 3 er opin á mánudögum frá klukkan 17-19. Stjómin Alþýðubandalagið I Reykjavík Umhverfismál Undirbúningur fyrir landsfund Alþýðu- bandalagsins. Vinnuhópur undir stjórn Auöar Sveinsdóttur heldur fund mið- vikudaginn 6. nóvember kl. 20.30 að Laugavegi 3. Stjórnin Alþýðubandalagið I Kópavogi Laugardagskaffi Alþýðubandalagið I Kópavogi býður upp á morgunkaffi laugardagsmorguninn 9. nóv- ember klukkan 10-12. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi verður á staðnum. Allir velkomnir Bæjarmálaráö ABK FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn (framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjómvöld að veita Islenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við stofnun Árna Magnússonar ^et Arnamagnæanske Institut) i Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar og nemur nú um 16.100 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat) Með sameiningu eftirtalinna sjóða, Det Arnamagnæ- anske Legat (frá 1760), Konrad Gíslasons Fond (frá 1891) og Bogi Th. Melsteds Historikerfond (frá 1926) hefur verið stofnaður einn sjóður, Det Arnamagnæ- anske Legat. Verkefni hins nýja sjóðs er að veita (s- lenskum ríkisborgumm styrki til rannsókna í Árna- safni eða í öðrum söfnum I Kaupmannahöfn. Styrkir verða veittir námsmönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á sviði norrænnar eða islenskrar tungu, sögu eða bókmennta, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þessum grein- um, sem þættu skara fram úr. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki er til 25. nóv- ember n.k., en umsóknir ber að stila til Ámanefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaupmanna- höfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Áma Magnússonar á (slandi og skrifstofu heimspeki- deildar Háskóla (slands. Menntamálaráðuneytið 4. nóvember 1991 RAFRÚN H.F. IIÍLSICÚHS Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafvcrktakaþjónusta — -■■■■ Allt efni til raflagna GLÓFAXI HF. Sími641012 ÁRMÚLA 42 10^ REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 J7/ Orkumælar frá KAMflTHlTT hirrRO A/H Á :ur MF. Innflutnlngur — Tfcknlpjónust* Rennslismælar frá HYDROMETER Sími652633 Síða 9 ÞJÓÖVILJINN Miðvikudagur 6. nóvember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.