Þjóðviljinn - 05.12.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1991, Blaðsíða 2
Bankamir bregðast enn Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um það að nauösynlegt sé að lækka vaxtastigið í landinu og hefur verkalýðshreyfingin gert það að kröfti sinni til að hægt sé að ná ným' þjóðarsátt, byggðri á lágri verðbólgu og hóflegum launahækkunum. Atvinnurekendur eru sammála, enda eru okurvextir bankanna að sliga fýrir- tækin f landinu. Hjá þeim gætir hinsvegar tvískinnungs þegar fbrystumenn þeirra halda því fram að það skipti ekki máli hvort vaxtalækkunin sé forsenda eða afleiðing samninga. Þá hefur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra lýst því yfir að nauðsyn sé nú á handleiðslu til að ná vöxtunum niður. Hér hefur verið margbent á það að það voru pen- ingastofhanimar sem brugðust þjóðarsáttarsamningun- um. Þrátt fyrir að verðbólgan færi fljótlega niður í eins- stafs tölu héldu bankar og aðrar peningastofnanir áfram að kreflast himinhárra vaxta. Nafnvextir lækkuðu lítillega en raunvaxtastigið var áfram úr algjörum takti við að- stæður í þjóðfélaginu og við það sem gerist í nágranna- löndum okkar. Og enn bregðast bankamir. Þeir hafa neitað að koma til móts við samningsaðila og lækka nafnvexti í 11 pró- sent einsog Verkamannasambandið hefúr krafist. Nafn- vaxtastigið í dag er um 14 prósent, sem er ekkert annað en okurvextir þegar lánskjaravísitalan mælist í mínus. í helstu viðskiptalöndum okkar eru raunvextir á bilinu 3 til 9,5 prósent, þar sem þeir gerast hæstir. Okrið er hom- steinn þeirrar vaxtapólitíkur sem rekin er hér á landi og afleiðingin blasir allsstaðar við í þjóðfélaginu. Steingrímur Hermannsson og Ólafúr Ragnar Gríms- son hafa lagt fram ffumvarp á Alþingi þar sem Seðla- bankanum er gert skylt að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofnana verði á næsta ári ekki hæni en að jafn- aði gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. Samkvæmt núgildandi lögum er Seðlabankanum hins vegar heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, að binda vaxtaákvarðanir innlánsstofnana takmörkunum til að tryggja að raunvext- imir verði eigi hærri en að jafnaði í viðskiptalöndunum. Seðlabankinn hefur hinsvegar ekki notað þá heimild, enda raunvextir hér mun hærri en gengur og gerist ann- arsstaðar í heiminum. í tíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar stóð Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í veginum fýrir því að gripið yrði til handafls til að ná niður vöxtunum. Hann er ekki lengur einangraður í þeirri afstöðu sinni því nú stendur öll ríkisstjómin með honum utan Þorsteinn Páls- son, sem gerir sér grein fýrir því að lengur verður ekki haldið áfram á þessari braut. Sú afstaða ríkisstjómarinnar og bankanna að hafa að engu þá kröfú aðila vinnumarkaðarins að vextir verði keyrðir niður tafarlaust, hefur minnkað líkur á að þjóðar- sátt náist um kjarasamninga. í allt haust hefur verkalýðs- hreyfingin reynt að koma á alvöru viðræðum við atvinnu- rekendur og sljómvöld um kjarasamninga sem ekki leiða til verðbólgusprengingar í þjóðfélaginu. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði í Þjóðviljanum í gær að vaxtalækkun væri frumskilyrði kjarasamninga og að með þvermóðsku sinni stæðu bankamir í vegi fyrir því að samningar gætu náðst. Samningar hafa nú verið lausir síðan í september og launafólk hefur ekki fengið neinar hækkanir síðan í júní þannig að kaupmáttur launa hefur versnað til muna. Við- semjendur launafólks, VSÍ og samninganefnd ríkisins, hafa sýnt mjög alvörulaus vinnubrögð. Lítið sem ekkert hefúr miðað í sérkjaraviðræðum og samninganefnd rík- isins setti fram tilboð, sem menn héldu fýrst að væri lé- legur brandari, en smám saman hafa menn áttað sig á að tilboð þetta var bláköld alvara. Síðustu tíðindi um uppsagnir 600 opinberra starfsmanna og viðbrögð pen- ingastofhana við kröfunni um tafariausa vaxtalækkun sýna að nú á að láta sverfa til stáls. Það er hinn almenni launamaður sem á að bera þær byrðar sem aflasam- drátturinn hefur í för með sér. Um það ríkir sátt á milli peningaaflanna og ríkisstjómarinnar. -Sáf Þtóovioimm Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjómarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. Hvað er krati? Það hefúr ekki farið fram hjá klippara hvað þeir Alþýðuflokks- menn eru viðkvæmir fyrir nafhgift- inni ,jafnaðarmaður“. Eftir að lands- fundur Alþýðubandalagsins í síðasta mánuði dró fram stefnu og störf flokksins og benti rækilega á að Al- þýðubandalagið væri jafnaðar- mannaflokkur, hafa fomir kratar í Alþýðuflokknum ekki linnt látum. Þeir vita augljóslega upp á sig skömmina, þeir vita að þeir standa ekki undir nafni sem jafnaðarmenn, og þar breytir engu þótt þeir hafi á síðasta flokksþingi sínu hengt aftan í nafo sitt orðin „Jafnaðarmannaflokk- ur Islands". Það er nefhilega eins um þetta og það sem Morgunblaðið seg- ir um ríkisfjármálastjóm Sjálfstæðis- flokksins; það em verkin sem tala. Eða nánar tiltekið: enginn verður af orðum krati! Það kemur líka glögglega í ljós þegar þjóðin er spurð álits á stjóm- málaflokkunum að hún hefur misst alla trú á Alþýðuflokkinn, og kann- ski er það gagnkvæmt, kannski hefur Alþýðuflokkurinn líka misst trúna á fólkið í landinu. Að minnsta kosti benda verk flokksforystunnar ein- dregið til að svo sé. Ungkratar og aðrirkratar Framkvæmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna sendi nýlega frá sér auglýsingu sem birtist í Al- þýðublaðinu (klippari hefur ekki barið hana augum annars staðar). Þar em þulin upp boðorðin tíu sem í augum ungkrata gera Alþýðuflokk- inn að Jafnaðarmannaflokki jslands en Alþýðubandalagið ekki. I raun- inni væri það efni í ffamhaldssögu að fara yfir boðorðin tíu ungkratanna en hér verður það gert með hraðri yfirferð. I fyrsta boðorðinu er því haldið ffarn að Alþýðuflokkurinn hafi kom- ið á mikilvægustu lögum um réttindi launafólkis, svo sem um almanna- tryggingar, verkamannabústaði, or- lof, lifeyrissjóði, námslán, jafhrétti kynja og réttindi fatlaðra. Ekki skal dregið úr hlut Alþýðuflokksins við að koma þessum þjóðþrifamálum I gegn. Þó má minna á að núgildandi lög um námslán vom sett í stjómar- tíð Gunnars Thoroddsens en þá var Alþýðuflokkurinn í stjómarand- stöðu. Auk þess fór Alþýðubanda- lagið með félagsmál í vinstri stjóm- inni 1956-58 þegar fjölmörg velferð- armál vom samþykkt. Alþýðubanda- lagið hefur óvart verið íiíca í ríkis- stjóm þegar þessi mál hafa verið leidd til farsælla lykta. Annað boðorðið segir að Al- þýðuflokkurinn hafí ámm saman barist fyrir hagsmunum neytenda með afdráttarlausri stefnu í landbún- aðarmálum. Ekki er klippara ljóst hvað afdráttarlaus stefna í landbún- aðarmálum þýðir, en ef hún felst í því að leggja niður innlenda Iand- búnaðarframleiðslu og fá bændum í hendum innflutningsverslun með landbúnaðarafurðir þá er það rétt að Alþýðubandalagið hefur ekki mælt með slíku. Það em líka vafasamir hagsmunir neytenda þegar til lengri tima er litið. Forysta Alþýðuflokksins í við- ræðum um evrópskt efnahagssvæði er þriðja boðorðið um jafnaðar- stefnu. Það er kynleg jafnaðar- mennska að vilja aíhenda útlending- um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar, svo ekki sé meira sagt! Atvinnulífið, verðbólgan o.fl. Fjórða boðorð ungkrata um jafh- aðarmennsku segir að Alþýðuflokk- urinn hafi beitt sér íyrir eflingu stór- iðju til að treysta undirstöður at- vinnulífs í landinu. Er þetta ekki svolítið broslegt í ljósi afreka Jóns Sigurðssonar í álmálinu? Alþýðu- flokkurinn hefur haft álver á næsta leiti i langan tíma og ekkert sinnt annarri atvinnuuppbyggingu. Það er jafnaðarmennskan á þeim bæ! Samkvæmt fimmta boðorðinu hefur Alþýðuflokkurinn alltaf verið í stjóm þegar verðbólga hefur farið niður fyrir tíu prósent. En Alþýðu- flokkurinn hefur líka verið í stjóm þegar verðbólgan hefur rokið upp! Hvers vegna Alþýðuflokkurinn er Jafnaðarmannaflokkur íslands en Alþýðuhamlalaglð ekki 1 Alþýðuflokkurinn hefur komið á mikilvægustu lögum um réttindi launafólks. Svo sem um: almannatryggingaj. jdcamannabús* ', orlof, lífeyrissjóði, námslán, jafnrétti kyni^ fatl-' "Av • Það hefur Alþýðubandalagið ekb' 2 Alþýðuflokkurinn hefur árum s/ neytenda með afdráttarlausri stefn' * 0 Það hefur Alþýðubandalagi/ > 3 Alþýðuflokkurinn hefur töku íslands í evrópska ' • Það hefur Alþý^, 4 Alþýðuflok/ undirstöður a/ • Það hef’- _ 5 jjí rystu um þátt- J ’ -i iðju til að treysta verið i stjórn þegar verðbólga hefur _<idalagið ekki. 6. ^ veinn hefur á síðustu fjórum árum byggt upp helming félákv^ .usnæðis í landinu. • Þáv aefur Alþýðubandalagið ekki gert. 7 AiþýðUy 4/ a inga a auo t fJ 0 Það he ’rist fyrir raunveru1-^ ’ "ameign íslend- rist ivnr rauuvcii1 ^ -tiuetun ^7% ----- 1 L ^ U / /) átt- 8 Alþýðuflokkurinnnt?!■ um og orkunýtingu fallvatna ós“7 • Það hefur Alþýðubandalagið eknT 9 Alþýðuflokkurinn hefur fylgt ábyrgri stefnu í ríkisfjárnS> til að tryggja framtíð og sjálfstæði islensku þjóðarinnar. • Það hefur Alþýðubandalagið ekki gert. 10 Alþýðuflokkurinn hefur ávallt staðið fyrir lýðræði, frelsi og jafn- rétti. • Það hefur Alþýðubandalagið ekki gert. Á þessu sést að Alþýðuflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um velferð og réttlæti í islensku þjóðfélagi. Alþýðuflokkurinn var, er og verður hinn eini og sanni Jafnaðarmannaflokkur ís- lands. Framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna. Hvemig má það vera? Má ekki benda á að það var Alþýðubandalag- ið sem fór með stjóm ríkisfjármála þegar þjóðarsáttin var gerð og varan- legri verðhjöðnun var komið á? Sjötta boðorðið er boðorð Jó- hönnu. Það fjallar um félagslega íbúðakerfíð á síðustu fjórum árum. Klippara er satt að segja ekkert vel við að senda Jóhönnu tóninnu en engu að síður er það svo að félags- legar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu em alltof fáar og úti á landi em þær allt of dýrar. Þar að auki má minna á að Jóhanna lofaði því á sínum tíma að vextimir myndu ekki hækka, en við það loforð gat hún að sjálfsögðu ekki staðið þegar á átti að herða. Boðorð númer sjö, átta og níu má í raun taka saman í eitt. Þau fjalla um að Alþýðuflokkurinn hafi staðið vörð um sameign Islendinga á auðlindum sínum, hafinu, fallvötn- um og landinu, og ennfremur að flokkurinn hafi tryggt sjálfstæði þjóðarinnar með ábyrgri fjármála- stjóm. Ef þetta er nú allt satt og rétt, sem reyndar margar efasemdir em um, þá þykir það ekki góð latína að Jafhaðarmannaflokkurinn skuli ætla að fóma ölium þessum stóm málum sínum með því að afhenda Evrópu- bandlaaginu og miðstjómarvaldinu í Briissel auðlindimar og sjálfstæði þjóðarinnar í formi afsals á dóms- valdi og löggjafarvaldi. Það ætlar Alþýðuflokkurinn sér nefnilega að gera! Tíunda boðorðið segir að Alþýðuflokkurinn hafi ávallt staðið fyrir lýðræði, frelsi og jafnrétti en það hafi Alþýðubanda- lagið ekki gert. Þetta er sérkennileg fullyrðing. Um þessar mundir hamast nefnilega ráðherrar Alþýðutlokksins gegn þessum meginatriðum lýðræðislegs þjóðfélags. Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins, neitar að fallast á lýðræðislega kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn, þrátt fyrir að virtir lög- spekingar telji ekki loku fyrir það skotið að samningurinn bijóti í bága við stjómarskrána. Heilbrigðisráð- herrann ætlar sér augljóslega að koma á nýskipan heilbrigðismála sem felst í því að jafnrétti þegnanna verði afnumið og forréttindum hinna ríku komið á fót. Það er frelsið sem frjálshyggjupostulamir hafa boðað um áralangt skeið og Alþýðuflokk- urinn hefiir tekið upp þann boðskap í bólinu með íhaldinu. Sagan kennir okkur að Alþýðu- flokkurinn fer ávallt illa út úr sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að kjósendur Alþýðuflokksins vilja að hann sé jafnaðarmanna- flokkur. í íhaldsstjómum kastar for- ysta flokksins hins vegar öllum prinsippum fyrir ráðherrastólana og þess vegna refsa kjósendur flokkn- um. Skoðanakannanir undanfama mánuði staðfesta þetta svo ekki verður um villst. Alþýðubandalagið þarf hins veg- ar ekki að hengja á sig einhveija merkimiða sem reynast haldlitlir. Það eru verkin sem tala. Alþýðu- bandalagið er nefnilega jafnaðar- mannaflokkur með litlum staf, hann er flokkur jafnaðarmennskunnar og félagshyggju. Alþýðuflokkurinn aft- ur á móti hefiir hengt á sig merki- miða með orðunum „Jafnaðar- mannaflokkur Islands" með stómm staf en það er bara heiti sem er í engu samræmi við innihaldið. Kjósendur hafa nú áttað sig á þessum reginmun - og er það vel. ÁÞS ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. desember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.