Þjóðviljinn - 05.12.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1991, Blaðsíða 6
FKÉTTIM Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráöherra. Mynd: Jim Smart Syndaaflausn kirkjumálaráðherrans Ióundirbúnum fyrirspurna- tíma á Alþingi á þriðjudag spurði Guðni Agústsson, Frfl., Þorstein Pálsson kirkju- málaráðherra hver hefði verið syndaaflausnin fyrir „að vilja ekki skila þýfí haustsins“. Þing- maðurinn vitnaði hér til orða Þorsteins áður en hann varð ráðherra um að skerðing á kirkjugarðsgjöldum væri þjófn- aður. Þorsteinn svaraði að kirkjunni hefði verið gert ljóst að þessi skerðing yrði aíhumin á fjárlögum fyrir ánð 1993. Hann sagði hug- myndir um að færa kirkjunni kirkjujarðir væri óskylt mál og ef samningar um það næðust væri markmiðið að auka sjálfstæði kirkjunnar. Þorsteinn sagði að þannig mætti hugsa sér að kirkjan tæki að sér aukin verkefni, svo sem viðhald embættisbústaða. Guðni hafði spurt hvort það gæti verið að 400 kirkjujarðir væru syndaaflausn ráðherrans. -gpm Handafl eða markaður Steingrímur Hermannsson Frfl. telur að ákvæði laga um Seðlabanka Islands hafi ekki haldið að undan- förnu. Þess vegna hefur hann, ásamt Olafí Ragnari Grímssyni Abl., lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um að Seðlabankanum verði gert skylt að tryggja að raunvextir útlána innlánsstofn- ana verði ekki hærri á árinu 199? en í helstu viðskiptalönd- um Islands. Menn greinir á um leiðir til að ná niður vaxtastiginu í landinu. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vill treysta á markaðinn þótt hann tali um að leita verði allra leiða til að ná niður vöxtum. Davíð Odds- son forsætisráðherra fylgir svip- aðri línu. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra talar hinsvegar um þandleiðslu af hálfu Seðlabanka Islands. I 9.gr. laga um Seðlabankann stendur að bankinn geti bundið vaxtaákvarðanir innlansstofnana að fengnu samþykki ráðherra. Frumvarp Steingríms tekur út ' ann þátt að samþykki ráðherra _ urfi til. Steingrímur benti á í sam- tali við Þjóðviljann að vaxtastig hefði verið lágt hér á landi 1989 tiegar þessari grein Seðlabanka- aga var beitt en síðan hafl Seðla- bankinn haldið að sér höndum á árinu 1990. Meðalraunvextir óverðtryggðra skuldabréfa voru 4,7 prósent árið 1989 en hækkuðu í 9,1 prósent á árinu 1990. Verð- tryggðu skuldabréfm hækkuðu úr sex prósentum í átta. Steingrímur sagði að keyrt hefði um þverbak í pessum efnum í ár, sérstaklega vegna þess að við- skiptaráðherra hefði neitað að beita Seðlabankann þrýstingi. Nú eru raunvextir óverðtryggðu lán- anna 14,3 prósent en meðalvextir verðtryggðra lána eru 10 prósent. Steingrímur sagði að enginn atvinnurekstur gæti staðið undir þessu vaxtastigi, og ef menn ætl- uðu ekki að kyrkja atvinnulífið yrði að beita Seðalabankanum og skylda hann til að þrýsta niður vöxtum. -gpm Þorsteinn þjófstartaði Friðrik Sophusson sagði á Alþingi á þriðjudag að til- lögur í efnahagsmálum kæmu fram í dagsljósið fyrir miðjan þennan mánuð þar sem enn væri verið að safna efniviði í þær. Hann sagði að tillögur Þor- steins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra væru þar á meðal. Þetta kom fram í svari hans til Finns Ingólfssonar, Frfl., sem í óundirbúnum fyrirspurnatíma hafði spurt hvað Friðrik hefði átt við í Morgunblaðinu um helgina þegar hann sagði að Þor- steinn hefði með tillögum sínum þjófstartað. Friðrik sagðist hafa átt við að til þess að ná sem mestum áragnri í efhahagsmálunum þyrfti sem mest samstaða að vera um tilög- umar og þær þyrfti að undirbúa með samræmdum hætti og vera tímasettar, auk þess sem þær þyrftu að koma frá rikisstjóminni. Finnur spurði aftur hveijar þær tillögur Þorsteins væra sem ekki væra tímabærar. Þvi svaraði Friðrik til, að ekki væri verið að borga af lánum At- vinnutryggingasjóðs, verið væri að vinna að framvarpi sem stöðvaði inngreiðslur í Verðjöfnunarsjóð, auk fleiri atriða sem tengjast til- lögum Þorsteins. Um þær hug- myndir Þorsteins ,um að hand- leiðsla Seðlaban'.ca íslands komi til til lækkunar vaxta, sagði Friðrik, að rétta leiðin væri sú sem ríkis- stjómin hyggðist fara, það er að segja að draga úr umfangi ríkisins. Minnka þannig eftirspumina eftir lánsfé, sem héldi vöxtum uppi. -gpm Fyrstu lögin afgreidd mánudag varð frumvarp 'irið Ar til fjáraukalaga fyrir árið 1991 að lögum á Alþingi og er þetta fyrsta frumvarp vetr- arins sem sent er til ríkisstjórn- arinnar sem lög. Við þriðju umræðu framvarps- ins vora lagðar fram breytingatil- lögur um aukin útgjöld upp á tæp- lega 577 miljónir króna. Stærsti liðurinn þar var 300 miljóna króna framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og 100 miljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins vegna Íífeyristiygginga. Með þessum breytingum er hallinn á tjárlögum fyrir árið 1991 orðinn 10.346 miljónir króna. Af því era rúmir fjórir miljarðar króna rekstrarhalli á fjárlögum en við hafa bæst tæpir 6,3 miljarðar króna á fjáraukalögum. -gpm r R a d ía I -jeppadekkin með K E V L H H þræðlnum frá >4rmstrom L FELLSMÚLA 24 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 681093 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. desember 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.