Þjóðviljinn - 10.01.1992, Síða 8

Þjóðviljinn - 10.01.1992, Síða 8
 :: ’• - |fe Líkanið er tœplega áttatíu fermetrar að stcerð og sett saman úr mörgum flekum. Mynair: Jim Smart. ísland málab á fullu kaupi Þegar ég hóf að vinna þetta verk vakti lögun landsins undrun mína. Það má segja að það séu mikil forréttindi að fá að vinna að þessu verkefni og það á kaupi, sagði Sig- urður Pálsson málara- meistari sem að undan- förnu hefur unnið við að mála líkan af íslandi. Það er Reykjavíkurborg sem stendur að gerð þessa líkans, og verður það sett upp í sérstökum sal í Ráðhúsinu. Sigurður sagði að það yrði látið standa þar í nokkurri hæð frá gólfi og að hægt yrði að ganga hringinn í kringum það. - Líkan þetta er gert að frum- kvæði þess vel upplýsta og menn- ingarsinnaða manns, Þórðar Þor- bjamarsonar borgarverkfræðings, og hefur verið í vinnslu á módel- verkstæði Reykjavíkurborgar ásamt öðmm verkefnum frá því fyrir jól 1984. Líkanið er gert úr pappa og byggir á kortum sem Bandaríkjaher gerði af landinu á stríðsárunum. - Það má segja að svindlað sé nokkuð á hlutföilum í líkaninu, Það reyndist nauðsynlegt, því ekkert getum við gert íslending- um verra en það að þeir fari að halda að landið sé eins og Dan- mörk eða Holland. Það er hefð fyrir því að fyrirlíta alla þá sem búa á flatlendi, þess vegna er hæðin liðlega tvöföld miðað við flatamálshlutfallið, sem er 1 á móti 50.000, sagði Sigurður og bætti við að líkanið væri tæpir 80 fermetrar að flatarmáli. - Það má hafa stórkostlegt gagn af svona líkani, þetta er ekki bara til skrauts, auk þess er þetta afar arðvænleg fjárfesting að mínu mati. Fyrst og fremst er þetta kennslutæki, það hentar að sjálfsögðu mjög vel við alla kennslu í landafæði og sögu, einnig nýtist líkanið vel við ;>.y Rættvið / Sigurð Pálsson málarameistara sem undanfarið hefur unnið við að mála líkan af íslandi Hluti afNorðurlandi, Eyjafjörður jyrir miðri mynd. Likanið er gríðarlega stórt. Það sést ágœt- lega þegar visifingur málara- meistarans er borinn saman við hluta af Austjjörðum. Sigurður bendir hér á Kjólsvík. Fjörðurinn til hœgri er Borgarfjörð- ur eystri. kennslu t mörgum greinum jarð- fræðinnar. Líkanið sýnir vel hvernig landið hefur myndast, þama má sjá allar sprungur landsins og hvernig jökullinn hefur mótað það, sagði Sigurður og bætti við að nota mætti líkanið til ýmissa annarra hluta, til dæmis þegar verið væri að leita að fólki á há- Iendinu. Þá gætu Vegagerðin og Landsvirkjun haft storkost legt gagn af líkaninu. Síoustu hundaþúfurnar Það er talsvert dútl að mála svona líkan. Ég hef ver- ið að eltast við síðustu hunda- þúfumar að undanfömu, það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem hafa smíðað Iíkanið hafí þol til að fylgja þessu eftir niður í allar minnstu hundaþúfumar. Það em tuttugu metra hæðar línur á líkaninu og hundaþúfumar því óteljandi. Líkan er byggt þannig upp að fyrst em dregnar hæðarlínur af korti á pappa. Fyrst lægstu punkt- amir og síðan næst lægstu punkt- amir og síðan koll af kolli. Þann- ig er líkanið byggt upp lag fyrir lag. Það má segja að ég sleppi best af þeim sem hafa komið náglægt þessu. Mitt verk er skemmtilegasti hluti vinnunnar. Það em svo sannarlega forréttindi að fá að vinna svona skemmtilegt verk og fá borgað fyrir, sagði Sigurður og bætti við að þeir hin- ir sem hafa komið nálægt þessu hafi unnið frábært verk og sýnt einstaka eljusemi við það, en það em starfsmenn módelverkstæðis borgarinnar, þeir Axel Helgason, Kristján Sigurðsson, Jónas Magnússon, Ami Hreiðar Áma- son og Sigurður Halldórsson. Þetta líkan er í svo góðu lagi að það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að ég þekki fjöll sem ég hef aldrei séð nema á líkaninu. Það segir sitt um ágæti þess. Ég hef eftir að ég byrjaði að mála þetta kynnst landinu okkar á al- veg nýjan hátt. Ég hef lengi haft áhuga á landinu og myndun þess og nú tel ég mig skilja mun betur hvemig þetta allt hefur gerst, sagði Sigurður Pálsson málara- meistari, sem hefur nú í rúmlega tvö ár skemmt sér við að mála Is- land á fullu kaupi. -sg Sigurður Pálsson með hluta af þeim kortum sem notuð hafa verið við gerð likansins. RAUNÁVÖXTUN Á KJÖRBÓK ÁRIÐ 1991 VAR 4,06-6,03% YFIR80XKK) KJÖRBÓKAR- EIGENDUR FENGU ÞVÍ GMIDDAR MILUÓNIR ÁÁRINU Innstæöa á Kjörbókum er nú samtals rúmir 27,5 milljarðar. Hún er því sem fyrr langstærsta sparnaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sinum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun áriö 1991 var 12,01-14,14%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 4,06%, 16 mánaða þrepið bar 5,44% raunávöxtun og 24 mánaða þrepið 6,03%. Kjörbókareigendur geta þess vegna nú sem fyrr horft björtum augum fram á viö fullvissir um aö spariféð muni vaxa vel á nýju ári. Kjörbók er einn margra góöra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góös gengis á árinu 1992. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna NÝTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 10. JANUAR 1992 NYTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.