Þjóðviljinn - 21.01.1992, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1992, Blaðsíða 4
FHETTIR Blúsaðir bræður í amerísk- um stíl. Leikfélagið Miljón sýnir „Til heiðurs Blúsbræðruma á Borginni Með „BIúsbræðrum“ er vísað til þeirra Jake og Elwood Blues sem John Belushi og Dan Ackroyd túlkuðu i kvikmyndinni „Blues- brothers“ sem sýnd var í Laugar- ásbíói. í lok mánaðarins frumsýnir leik- félagið Miljón sálartrylli sem heitir í höfuðið á þcim bræðrum. Þctta leikfélag samanstendur af ungum söngvurum og tónlistar- mönnum sem eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í eða séð uppsetningu Leikfélags MH á „Rocky Horror Show“ síðasta vetur. Aðalhlutverkin eru í höndum Bergs Más Bernburgs og Jóns Atla Jónassonar en alls taka 20 manns þátt í sýningunni. Sýnt verður á fimmtudags- og fóstudagskvöldum í janúar og febrú- ar. - kj Vísitala bygg- ingarkostnaðar lækkar Hagstofa Islands hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar um miöjan janúar. Frá síöasta mánuði mældist 0,1 prósent lækkun. Sið- ustu þrjá mánuði hefur vísitalan þá staðiö óbreytt, en hún hækkaði um 0,1 prósent í nóvember. Siðast- liðna tólf mánuöi hefur vísitalan hækkað um 5,9 prósent. Hagstofan hcfur cinnig reiknað út launavísitölu fyrir janúar og helst hún óbrcytt frá fyrra mánuði. Hefur hún þá staðið óbreytt frá því hún lækkaði um 1,2 prósent i október 1991. -gpm Vilja setja herra „enganu í bönd Borgarfulltrúar Nýs vcttvangs telja aö vá sé fyrir dyrum í stjórn- kerfi Rcykjavíkurborgar ef rétt rcyn- ist að „cnginn" hafi tckiö ákvarðanir sem lciddu til 350 miljóna króna umframljárstreymis til byggingar Perlunnar. Borgarfulltniamir bókuöu áðurncfnt cftir aö borgarstjóri hafði látið þau orö falla í borgarráði að cnginn hefði tekið ákvörðunina varðandi aukinn byggingarkostnað Perlunnar. I bókunum borgarfulltrúa Nýs vettvangs varðandi Perlumálið hcfur það ítrckaö komið fram að þeir tclji að þarna cigi að sækja einhvern til ábyrgðar því að um brot á sveitar- stjómarlögum hafi vcrið að ræða, þar cö réttkjömir fulltrúar kjósenda hafi aldrci samþykkt aukafjárvciting- ar til Pcrlunnar. „Sú röksemd að „enginn“ hafi fjármálstjóm einstakra framkvæmda með höndum er háðulegasti vitnis- burður sögunnar um stjórnarhætti Sjálfstæðismanna i borgarstjórn Reykjavíkur. Tclja borgarfulltrúar Nýs vettvangs ekki seinna vænna að hafa uppi á herra „engum“ og koma á hann böndum svo unnt sé að sinna verkefnum borgarinnar með lög- bundnum hætti,“ segir í bókuninni. -sþ Leikskóli á þvælingi í kerfinu Borgarráð hefur samþykkt að kaupa færanlega leikskóladeild til að taka við hluta barnanna af leikskólanum Valhöll við Suðurgötu. Ástæðan er sú að húsnæði Valhallar hentar alls ekki undir rekstur leikskóia og því fæst ekki fagmenntað fólk til starfa. Valhöll er annar af tveimur ieikskólum Félagsstofnunar stúdenta sem sér um rekstur og viðhald húsnæðisins en það er í eigu ríkisins. Stúdentar og foreldrar barna á Valhöll hafa lengi bent á gallana við húsnæðið og staðsetningu þess við ein af fjölförnustu gatnamótum landsins. Loks fékkst þó í gegn að á fjárlögum fyrir 1991 var veitt heimild til að selja húsið og láta andvirðið renna til byggingar nýs leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Siðan er liðið rúmlega ár og enn bólar ekkert á framkvæmdum, þrátt fyrir þrýsting stúdenta. JVfál Valhallar virðist hafa strandað í mennta- málaráðuneytinu. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar bama, sem rekur leikskólann Valhöll samkvæmt samkomulagi við Félagsstofnun stúdenta, sagði að mjög erfitt hefði verið að fá faglært fólk til starfa á Valhöll en tekist hefði að fá fóstrur til að halda yngri deildunum gang- andi. Nauðsynlegt var þó að létta á rekstrinum með því að flytja hluta af börnunum í færanlega leikskóla- deild, að sögn Bergs. Sú dcild verður staðsett á lóð leikskólans Ægisborgar og mun forstöðumaður hennar jafnframt veita færanlegu deildinni forstöðu. Áællaður heild- arkostnaður við þetta er á bilinu líu til ellefu miljónir króna. Í bréfi sem Bcrgur skrifaði borgarráði vegna þessarar tillögu kemur fram að Valnöll hentar ekki sem leikskóli þar sem húsnæðinu er ekki við haldið sem skyldi, það er á þrcmur hæðum mcð litilli lóð og stcndur við mikla umfcrðar- götu. Undanfarin ár hcfur líka ver- ið vaxandi óánægja mcðal foreldra barna á Valhöll. Haustið 1990 stofnuðu foreldrar bama á Valhöll með sér félag lil að berjast fyrir úr- bótum. í viðtali við Margréti Gunnlaugsdóttur laganema, cinn af frumkvöðlum félagsins, scm birlist þelta haust í Röskvu, málgagni fé- lagshyggjufólks í Háskólanum, kcmur frarn að þá þcgar var ástandið orðið svo slæmt að fólk var farið að afþakka pláss á heimil- inu. Margrét skýrir frá því að for- cldralélagiö hafi fyrst snúið sér að „hinni hcilögu þrcnningu" scm tcngist húsnæði og rckstri Valhall- ar, cn Dagvist barna sér um rckstur lcikskólans, Félagsslofnun stúd- cnta hcfur haft viðhald og rckstur húscignarinnar mcð höndum cn ríkið cr þinglýslur cigandi. Hjá Fc- lagsstofnun stúdcnla voru mcnn vondaullr um að lausn fcngist þar eð við þrjá ólíka aðila væri að fásl. Foreldralclagið scndi samt bréf (il allra þcssara aðila þar scm bcnt var á ókosti húsnæðisins og mcðal annars þá slaðrcynd að framhjá Valhöll ækju um 42.000 bílar dag- lcga. Fngiii svör bárust við þcssum brcfum. Hcilbrigðiscflirlit Rcykjavíkur var næsti aöili scm forcldrafélagið sncri sér til. Þann 17. dcscmbcr 1990 fékk Dagvist bama senda eft- irlitsskýrslu frá heilbrigðisfulltrúa þar sem ókostir Valhallar sem leik- skóla em skýrt dregnir fram. 1 skýrslunni er bent á töluverða slysahættu vegna þrengsla og ná- lægðar við hringtorgið. „Steingirð- ing skilur að hringtorgið og útileik- svæði bamanna. Ekið hefur verið á þessa girðingu og hún brotin niður að hluta. Girðingin veitir minni bifreiðum nokkurt viðnám en væri lítil vöm ef stór og þung bifreið lenti á henni. Staðsetning leik- svæðis bamaheimilis á þessum stað hlýtur því að teljast afar var- hugaverð“ segir orðrétt í skýrsl- unni Húsnæðið sjálft þótti einnig at- hugavert. Bent var á að það hefði upphaflega verið hannað sem íbúð- arhúsnæði og hentaði illa sem leik- skóli vcgna þrengsla og brattra stiga sem fyrirhöfn og hætta staf- aði af að fara með ung böm um. Einnig er tekið fram að ein leik- stofan sé óloftræst og án opnan- legra glugga, hávaði berist auð- veldlega milli hæða vegna lélegrar einangrunar og hreinlætisaðstöðu vanti á yngstu deildina. I skýrslu heilbrigðiseftirlilsins kemur líka fram að athuganir þess á blýmagni í jarðvcgi á þremur bamaheimilum hafi lcitt í ljós að það var hæst við Valhöll eða 70 milligrömm í hverju kílói. Eftir baráttu forcldrafélagsins og slúdenta fékkst það loks í gegn að í fjárlög fyrir árið 1991 var sett ákvæði þess efnis að fjármálaráð- hcrra væri heimilt að sclja húsnæð- ið Valhöll og láta andvirðið renna til byggingar nýs bamaheimilis á vegum Fclagsstofnunar slúdcnta. Þcgar þcssi áfangasigur vannst héldu margir að vandræðin með Valhöll hcyrðu brátt söguntti til. En síðan cr liðið rúmt ár og enn bólar ckkert á framkvæmdum. Málið hcfur lcgið hjá mcnntamálaráðu- neytinu allan tímann. Þrátt fyrir að Dagvist bama rcki lcikskólann Valhöll hcfur eng- um þrýstingi verið beitt af þcirra hálfu til að rcka á eftir afgrciðslu mcnntamálaráðuncytisins. Bergur Fclixson sagði að þótt Dagvist barna tddi mjög mikilvægt að lcysa vanda VaThallar þá væri Leikskólinn Valhöll er starfræktur á þremur hæðum við einhverja fjölföm- ustu umferðaræð borgarinnar, þar sem 42 þúsund bílar fara hjá daglega. brátt fyrir algerlega óviðundandi aðstæður og þrýsting foreldra og stúd- enta, hefur Valhöll verið á þvælingi í kerfinu í meira en ár. stofnunin ekki aðili að samningum Félagsstofnunar stúdenta og menntamálaráðuneytisins og ætti því erfitt með að bæta úr erfiðleik- unum sjálf. Amar Þórisson, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúdenta, sagðist gera sér vonir um að þetta mál færi að ganga í gegnum menntamálaráðuneytið. Hann sagði ennfremur að hann hefði nokkrar áhyggju af samningum stúdenta við Dagvist bama ef Val- höll hyrfi en Félagsstofnun stúd- enta lagði á sínum tíma til tvo leik- skóla, Valhöll og Efrihlíð, gegn því að stúdentar fengju forgang að atta próscnt dagvistamýma í borginni. Amar sagði að Félagsstofnun hefði ekki lagt peninga í viðhald á Val- höll um nokkum tíma því það lægi fyrir að þetta hús yrði ekki rekið sem leikskóli til frambúðar, auk þess sem ríkið væri eigandi þess. „Húsið er því í töluverðri ntður- níðslu," sagði Amar. , Steinunn Valdís Oskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, sagði að ráðið hefði fylgst með þessu máli lengi og að skömmu fyrir áramót hefði verið samþykkt einróma ályktun þar sem lýst er áhyggjum vegna yfirvofandi neyðarástands á heimilinu og skorað á viðkomandi aðila að linna viðunandi lausn. Steinunn sagði að Stúdentaráð væri líka að skoða dagvistarmálin í heiid og hefði beitt sér fyrir stofn- un starfshóps sem í ættu sæti full- trúar stúdenta, Alþýðusambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Foreldrasamtak- anna. Hún sagði að eitt af fyrstu verkefnum hópsins yrði að taka saman greinargóðar upplýsingar um hið raunvemlega ástand í dag- vistarmálunum. Ólafúr Amarson, aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra, sagði að í ráðuneytinu hefðu menn verið að skoða þetta mál og að honum væri vel kunnugt um áhuga stúdenta á að leysa það. Hann sagði að mál- efni Valhallar yrðu leyst í sam- vinnu við Félagsstofnun stúdenta, líklega með því að selja húsnæðið og afh?nda stofnuninni andvirðið. Þegar Ólafur var spurður hví málið heíði dregist svo lengi þrátt fyrir að vitað væri um hörmungar- ástandið á Valhöll, svaraði hann því til að þetta væri ekkert einfalt mál. Hann sagði að afgreiðslan hefði tafist vegna þess að Félags- stofnun stúdenta vildi fara aðra leið, semsagt þá að fá húsið afhent og selja það sjálf. „Það tók tíma að kanna lagalegu hliðina á þeirri framkvæmd,“ sagði Ólafur. Niður- staðan varð sú að það samrýmdist ekki heimildarákvæðinu í fjárlög- um og því verður líklega að selja húsið og afhenda síðan andvirðið. „Þetta er ekki alveg á lokastigi en ég held að það sé óhætt að segja að það fari að styttast í að húsið verði selt,“ sagði Ólafur Amarson. Þang- að til verða stúdentar og foreldrar bama á Valhöll líklega að bíða eins og hingað til. -ag Vinnustaðafundir SFR halda áfram Starfsmannafélag ríkisstofn- ana hefur undanfarna daga verið með vinnustaðafundi til að vekja athvgli á því að kjarasamningar félagsins hafa verið Iausir í nær 5 mánuði. í dag verða vinnustaðafundir SFR á þrcmur stöðum og má búast við að starfsemi viðkomandi vinnustaða tmflist eitthvað af þeim sökum. Klukkan 9-11 verður fund- ur hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík, en kl. 13-15 verða fundir í Háskóla íslands og Haf- rannsóknastofnun. -sþ ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. janúar 1992 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.