Þjóðviljinn - 21.01.1992, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1992, Blaðsíða 12
Þtóðviltinn Þriðjudagur 21. janúar 1992 Til vin þar sem hjartað slær Enn þrengir að öldruðum Sundlaugin við Grensásdeild Borgarspítalans hefur gegnt mikilvægu hlutverki við sjúkraþjálfun og endurhæfingu aldraðra og öryrkja. Þessir hópar hafa fengið frítt í laugina líkt og aðrar sundlaugar en nú er orðin breyting þar á. Sigrún Karlsdóttir, yfirmaður sjúkraþjálfunar Grensás- deildar, sagði að vegna niðurskurðar hefði verið um tvennt að velja, að draga úr þjónustu eða hefja gjaldtöku. „Þetta er bara eitt af okkar ráðum til að koma til móts við niðurskurðinn á sjúkrahúsunum,“ sagði Sigrún. Hún sagði að hefð hefði verið fyrir því að borgin greiddi 40 prósent af kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir aldraða eða þeirra hlut. „Þetta breyttist um áramót og nú þurfa aldraðir að borga sinn hlut sem cr auðvitað mikill skellur fyrir þá,“ sagði Sig- rún. Flestir stunda Grensáslaugina samkvæmt læknisráði og Sigrún sagði ekki komið í Ijós hvort fólk hætti að koma vegna gjaldsins. Hún sagði að aldraðir fengju ókeypis í aðrar laugar eftir sem áður, ef þeir treystu sér til að nota þær. Gjaldið fyrir sundlaugarferð í Grensás er núna 100 krónur. Sigrún benti á að í Grensáslaug- inni væri boðið upp á mun meiri þjónustu en í öðrum sundlaugum. A morgnana er hópleikfimi og æfingar með sjúkraþjálfara, alltaf er hægt að ná í sjúkraþjálfara ef með þarf, aldraðir fá aðstoð við böðun, við laugina eru ýmis tæki til aðstoðar, vatnið er heitara en í öðrum laugum og eftirlit og ör- yggi er meira en annars staðar. I sambandi við gjaldtökuna vildi Sigrún einnig taka fram að Grensássundlaugin þyrfti að borga íjórum sinnum hærra verð fyrir vatnið heldur cn aðrar sund- laugar í borginni. „Við borgum sama verð og ef við værum með einkasundlaug inn í garði,“ sagði Sigrún. Hún sagði að ítrekað hefði verið sótt um það til borgar- yfirvalda að borga sama verð fyr- ir vatnið og aðrar laugar en því hafi verið synjað. -ag Við Grensáslaugina er veitt margvlsleg þjónusta við aldraða og öryrkja enda laugin og umhverfi hennar sérstak- lega sniðið fyrir þarfir þessara hópa. En vegna niðurskurðar á sjúkrahúsunum þurfa aldraðir nú að borga fyrir heilsusamlegan sundsprett og æfingar í Grensáslauginni, einni lauga í Reykjavík. Mynd: Jim Smart. Lánskjara- vísitalan aftur á uppleið Seölabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitöl- una fyrir febrúar og er hún 3198 stig. Hún hækkaði um 0,1 prósent frá mánuðinum á undan. Sú hækkun er 0,8 prósent umreiknuð til árs- hækkunar. Síðustu þrjá mánuði hcfur Iánskjaravísitalan lækkað um 0,9 próscnt, síðustu sex mánuði hefur hún hækkað um 2,5 pró- sent og síðastu tóll' mánuði hcfur hún hækkað um 6,5 pró- sent. -gpm Norræn upplýsinga- skrifstofa í Litháen Þriðja upplýsingaskrif- stofan í Eystrasaltsríkjunum á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar, verður opnuð í Vilníus í Litháen í dag. Hlut- verk þessara skrifstofa er að veita upplýsingar um Norð- urlöndin í Eystrasaltsríkjun- um og styrkja bæði einstak- linga og félagasamtök á ýmsa vegu, aðallega á sviði upplýs- inga- og menningarmála. Akvörðun um opnun upp- lýsingastofanna var tckin á fundi samstarfsráðherra Norð- urlanda þann 19. októbcr 1990. A síðasta ári voru opnaðar slík- ar skrifslofur í Tallinn í Eist- landi og Riga í Lettlandi. Eiður Guðnason, umhverfis- og sam- starfsráðherra, mun opna upp- lýsingaskrifstofuna í Vilníus við hátíðlega alhöfn í dag. Með honum verður Ingvi S. lngva- son, sendiherra Islands í Lithá- en. Fulltrúi íslands í stjóm upplýsingaskrifstofanna er Jón Júlíusson. -ag Friðrik dregur í land Það er kristaltært að ríkinu ber að greiða fyrir umbeðna vinnu, sagði Friörik Sophusson ijármálaráðherra á Alþingi í gær, og gerði um leið ómerk orð aðstoðarmanns síns, Stein- gríms Ara Arasonar, sem hafði fullyrt í kvöldfréttum Sjón- varps í fyrradag, að ríkisstarfsmönnum yrðu ekki greidd laun ef stofnanir þeirra heföu ekki staðið við samþykktar greiðsluáætlanir ráðuneyta. Lmmæli aðstoðarmannsins höfðu vakið hörð viðbrögð í röðum opinberra starfsmanna, enda í blóra við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Fjármálaráðhcrra vitnaði í ræðu sinni til minnisblaðs fjármálaráðu- neytisins til stjómenda rikisstofnana, þar scm sctt em fram fyrirmæli um að verði farið yfir ákveðin mörk í út- gjöldum stofnana vcrði gripið til grciðslustöðvana, fyrst á yfirvinnu og aukagrciðslum, síðan á fyrirfram- grciðslum og að síðustu á öðmm mánaðargreiðslum. Friðrik sagði að mcð bréfi þessu væri átt við það að útborgun til ríkis- stofnana yrði stöðvuð í áíongum, fæm þær fram úr greiðsluáætlun, þannig að stofnun yrði gert að skera niður á síðari hluta árs það sem um- fram hefði verið eytt á fyrrihlutanum. Friðrik sagði jafnframt að það kæmi í hlut hinna nýju „tilsjónarmanna" rík- isstofnana að „takmarka urnfang starfsmannahalds“. Hann tók það hins vegar fram að greiðslustöðvun kæmi ekki til fyrir umbeðna vinnu. Halldór Asgrímsson benti á það í umræðunni, að það stæðist hvorki almennar siða- né vinnureglur að „tilsjónarmenn" gegndu hvort tveggja í senn eftirlits- hlutverki og ákvörðunarvaldi um starf ríkisstofnana. Vitnaði hann í álit Rík- isendurskoðunar í þessu sambandi. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann fagnaði því ef rétt væri að ríkisstjómin heíði séð sig um hönd og ákveðið að virða gildandi lög og kjarasamninga, hins vegar væri annað að skilja á erindisbréfi fjármálaráðu- neytisins, þar sem reyndar kæmi líka fram að málið hefði verið afgreitt í ríkisstjórn. Ögntundur sagði að framkvæmd niðurskurðar í ríkisrekstri væri með ólíkindum, þar sem ákveðið hefði verið að fækka um 600 störf án þess að skilgreina hvaða störf það væru sem mættu missa sín. „Þetta heitir ekki að sníða sér stakk eftir vexti, eins og fjármálaráð- herra segir, heldur að sníða vöxtinn eftir stakknum," sagði Ögmundur, og benti á að miðstýrður niðurskurður sem ffamkvæmdur væri með þessum hætti skapaði ný rekstrarútgjöld hins opinbera annars staðar. Það hefði til dæmis gerst í stjómartíð Margarethar Thatcher. Stjóm Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna sendi í gær ffá sér yfirlýsingu þar sem ffam kemur að það sé „djúpstæður misskilningur hjá aðstoðarmanni fjármálaráðherra að halda að starfsmenn muni vinna án þess að fá greidd laun á réttum tíma“. -ólg. Kennarar undirbúa aðgerðir Sú alvarlega staða sem kennarar standa frammi fyrir í kjaramál- um og aöför ríkisstjórnarinnar að æsku landsins hljóta að kalla á aðgerðir, segir Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands. Um helgina fól fulltrúaráð Kennarasambandsins stjórn þess að undirbúa aðgerðir félagsmanna til að leiðrétta kjör sín og verja velferðarkerfið. Svanhildur segir að byrjað verði á að efla samstöðu meðal opinberra starfsmanna og hafi upphafið að því verið stór fundur i Bíóborginni er haldinn var fyrir skömmu. í ályktunum sem FuIItrúaráðið samþykkti er hugmyndum ríkis- stjómarinnar um ráðstafanir í ríkis- fjármálum sem bitna muni á þjón- ustu vclferöarkerfisins vísað á bug. Það sé fráleitt að brcgðast við efna- hagsvanda þjóðarinnar með því að draga úr þjónustu og þyngja skatta á almennt launafólk, aldraða, sjúka og öryrkja í stað þcss að sækja aukið rekstrarfé til hátekjufólks og fjár- magnscigenda. Með þessum hug- myndum sé stcfnt að grundvallar- breytingum á íslensku samfélagi þar sem horftð er frá þcim hugmyndum um félagslegan jöfnuð og samhjálp þegnanna scm hafðar hafa verið að leiðarljósi undanfarin ár. Sérstaklcga vekur Fulltrúaráð Kennarasambandsins athygli á þcirri aðfor scm farin cr að æsku landsins með hugmyndum sem fyrir liggja um að draga úr möguleikum til náms, skerða námsframboð og fjölga ncmendum í bekkjadeildum. Slíkar aðgcrðir séu hæpnar til spamaðar og miklu líklegra sé að þær kalli á kostnaðarsamar hliðarráðstafanir og verði til ómælds tjóns fyrir atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar í framtíð- inni. Verði ekki horfið frá niður- skurðarhugmyndum krefst fulltrúa- ráðið þess að stjómvöld axli sjálf þá ábyrgð að gefa ákveðin fyrirmæli um í hvaða námsgreinum á að fækka tímum, hvaða bekkjadeildir á að leggja niður, hvaða námsáfanga á ekki að kenna í framhaldsskólum og hvaða nemendur á að útiloka frá framhaldsnámi, segir í ályktun fúll- trúaráðsins. Svanhildur segir að ef ákvarðanir ríkisstjómarinnar um niðurskurð á velferðarkerfinu ná fram að ganga sé hún búin að fyrirgera þeim mögu- leikum að samningar náist við launa- fólk með friðsamlegum hætti. Aðspurð hvað sé nákvæmlega næst á döfinni i aðgerðum Kennara- sambandsins, bendir Svanhildur á að nk. miðvikudag verði haldinn fúndur með opinberum starfsmönnum á Ak- ureyri. Þessi fúndur verður á sömu nót- um og fundurinn í Bíóborginni í síð- ustu viku, en fúlltrúar Kennarasam- bandsins, BHMR og BSRB munu eiga framsögumenn á fúndinum. -sþ Ríkisstjómin hefur komið á nýju skattþrepi B andalag háskólamenntaðra kríkisstarfsnianna mótmælir 'harðlega áformum ríkis- stjórnarinnar um að skerða ellilíf- eyri þeirra sem hafa launatekjur. I ályktun BHMR er vakin athygli á því að ráðstafanir rikisstjórnar- innar undanfarið þýði að nýju skattþrepi hefur verið komiö á, sem einungis nái til barnafólks, líf- eyrisþega og þeirra sem stunda sjómennsku. Launamálaráð BHMR segir í ályktun sinni að réttur til almenns elli- lífeyris sé lögbundinn réttur sem byggi á áratuga framlögum allra þegn- anna. Skerðing á þessum rétti sé því sérstaklega ámælisverð. Skerðingin hefur og í fór með sér að lífeyrisþeg- um er gert enn nauðsynlegra en fyrr að afla sér tekna umffam áunninn líf- eyrisrétt þrátt fyrir háan aldur og jafn- vel veikindi. Aform ríkisstjómarinnar um að skerða rétt sumra örorkulífeyrisþega í því skyni að bæta rétt annarra á ekki uppá pallborðið hjá BHMR og telur launamálaráðið að afkoma allra ör- orkulífeyrisþega sé svo slæm að ekki sé réttlætanlegt að skerða hana. -sþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.