Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 Fréttir Lenging lánstimans í húsbréfakerflnu í 40 ár: Kallar á stóraukin framlög í vaxtabætur - kaupandi borgar og borgar fyrstu arin en eignast nær ekkert Húsbréfakerfið: Lenging lánstíma Gert er ráð fyrir að kaupverð 3 herbergja íbúðar sé 6.250.000 kr. Veitt er 70% hámarkslán, alls 4.375.000 kr. með 5,1% vöxtum. Annars vegar er tekið mið af 25 ára lánstíma og hins vegar 40 ára lánstíma. í dæminu er reiknað með að fjölskyldutekjur kaupanda séu 200.000 kr. á mánuði og núverandi vaxtabótakerfi haldist óbreytt. Greiðsla láns - eftirstöövar í milljónum króna eftir lánstíma - 40 ára lán 25 ára lán Greiðslubyrði - að teknu tilliti til vaxtabóta*- 400 350 300 250 200 150 100 50 40 ára lán 25 ára lán Aættaöar vaxtabætur: 25 ára lán samt. 592 þús. kr. í 13 ár 40 ára lán samt. 1.154 bús. kr. \ 24 ár P 0 ár 5. ár 10. ár 15. ár 20. ár 25. ár 30. ár 35. ár 40. ár Hlutfoll afborgana og vaxta ár 10. ár 15. ár 20. ár 25. ár 30. ár 35. ár 40. ár Lánstími 40 ár | Afborganir Vextir.s, Lánstími 25 ár | Afborganlr , I Vextir 0 ár 5. ár 10. ár 15. ár 20. ár 25. ár 30. ár 35. ár 40. i Veröi lánstími í húsbréfakerfinu lengdur í 40 ár mun þaö taka kaup- andann allt að 29 ár að borga lánin niður um helming. í núverandi kerfi, þar sem lánstíminn er 25 ár, tekur það kaupandann allt að 17 ár að helminga lánin taki hann hámarks- lán. í báðum tilfellum er gengið út frá því að keypt sé þriggja herbergja íbúð fyrir 6.250 þúsund krónur og að hámarkslán sé veitt til kaupanna, eða 4.370 þúsund krónur sem bera 5,1 prósents vexti. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á þaö fyrirkomulag að véita fólki einungis verðtryggð jafn- greiöslulán til langs tíma til hús- næðiskaupa. Fyrstu árin nái fólk ekki að borga höfuðstól lánanna nið- ur og því sé hætt við að endurgreiðsl- an reynist fólki erfið þegar fram í sækir. Ef gert er ráð fyrir að fjölskyldu- tekjur kaupanda áðumefndrar íbúð- ar séu um 200 þúsund krónur á mán- uði og að vaxtabætur verði greiddar með óbreyttu sniði næstu áratugina mun greiðslubyrðin af íbúð í núver- andi kerfi og 25 ára lánstíma verða 234 þúsund krónur fyrsta afborgun- arárið en 315 þúsund krónur síöasta afborgunarárið. Gera má ráð fyrir að fyrstu 13 árin fái kaupandinn um 592 þúsund krónur í vaxtabætur. Sé lánið hins vegar til 40 ára yrði greiðslubyrðin af láninu um 179 þús- und krónur fyrsta árið og 258 þúsund krónur á síðasta afborgunarárinu. Gera má ráð fyrir að fyrstu 24 árin fái kaupandinn 1.154 þúsund krónur í vaxtabætur. Lengri lánstími leiðir til þess að fyrstu árin fer langstærsti hluti af- borgana í vexti, þvi meira sem láns- tíminn er lengri. Árleg afborgun af 4.350 þúsund króna láni er um 313,5 þúsund krónur sé lánið til 25 ára. Ef lánstíminn er til 40 ára er afborg- unarþátturinn fyrsta árið um 35 þús- und en í vexti fara 223 þúsund, eða samtals um 258 þúsund krónur á ári út lánstímann. Sé lánið hins vegar til 25 ára er afborgunarþátturinn um 90 þúsund og í vexti fara 223 þúsund. í síðustu greiðslunni af 25 ára láninu er vaxta- þátturinn 15 þúsund en afborgunar- þátturinn 298 þúsund. Það sama ár er sá sem er með 40 ára lán að greiða 142 þúsund í vexti og 117 þúsund í afborgunarþáttinn. -kaa í dag mælir Dagfari________________________ Af bílunum skuluð þér þekkja þá Hér í eina tíð báru Silla og Valda búðirnar af öðrum verslunum í Reykjavík, bæði hvað varðaði flölda þeirra og þjónustu. Þetta var áður en Hagkaup og Bónus út- rýmdu kaupmanninum á hominu og áður en sjónvarpsauglýsingar tældu fólk inn í verslanir á röngum forsendum. Silli og Valdi höfðu bara eitt slagorð og það var: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Var þá vísað til þess að viðskipta- vinimir skyldu ekki dæma versl- unina út frá útliti eða ytra pijáh heldur af þeim vömm sem á boð- stólum vom. Silli og Valdi vildu að fólkið dæmdi sjálft af gæðum ávaxtanna sem boðnir voru til sölu í búðunum þeirra. Nú á tímum er samkeppnin orðin meiri og harðsv- íraðri og enginn getur í rauninni vakið athygh á sjálfum sér nema meö umbúnaöi og úthti, án tilhts th gæðanna sem umbýðirnar geyma. Þannig er það í viðskiptun- um og þannig er það í poppinu og þannig er það í póhtíkinni. Hafið þið ekki tekið eftir því að Alþýðu- bandalagið er að kjósa sér nýjan formann og frambjóðendumir tveir hafa haft fjögurra mánaða meðgöngutíma tíl að kynna sig! Það þekkir enginn þetta fólk eða hvað það hefur gert eða hvað þaö stend- ur fyrir nema haldnir séu kynning- arfundir út og suður um landið. Þetta er erfitt líf hjá stjórnmála- mönnum og þeir eru allir meira og minna eins í framan, eins í skoðun- um, eins í launum og eins í flestum sínum gerðum. Og hvað er þá th ráða? Jú, menn geta keypt sér bíla sem eru öðmvísi en aðrir bhar sem aðrir eiga. Ráðherramir hafa séð sér þama leik á borði, enda verða þeir aö vera öðmvísi og meiri en aðrir og ef fólk getur ekki áttað sig á því samkvæmt manngerðum og skoðunum og framgöngu í stjórn- málunum þá er einfaldasta leiðin að kaupa sér bíl sem sker sig frá öðrum. Fyrir nokkrum ámm setti fjármálaráðherra reglugerð sem kvað á um að bhar ráðherra mættu ekki vera dýrari en sem nemur tveim og hálfri mhljón en smám saman hefur komið í ljós að það eru alltof margir íslendingar sem hafa efni á aö kaupa sér bha fyrir tvær og hálfa mihjón og það hefur orðið th þess að ráðherrabílamir eru nánast eins og bhar almennings og ráðherramir faha inn í fjöldann og enginn veit hveijir þeir eru. Þess vegna hefur þaö verið látið við- gangast að ráðherrar kaupi sér dýrari bíla en sem nemur þessari úreltu upphæð og enda þótt það sé brot á reglugerðinni hefur enginn séð ástæðu th að fetta fingur út í það enda era það ráðherrarnir sem setja reglugeröimar og þetta er þeirra reglugerð og hver er þá að amast við því þótt reglugerð sé brotinn sem snýr aö þeim sem reglugerðina setur? En nú er það þannig að ráðherrarnir eru ekki bara ráðherrar. Sumir eru meiri ráðherrar en aðrir ráðherrar og á það sérstaklega við um forsætis- ráðherra. Það gengur auðvitað ekki aö forsætisráðherra sé ruglað sam- an við aðra ráðherra og þar af leið- andi verður forsætisráðherra að fá sér ennþá dýrari og fínni bíl heldur en hinir ráðherrarnir th að skera sig úr. Fólk verður að vita hver er forsætisráðherra og ef það sést ekki af framgöngu og skoöunum þá verður það að sjást af bílakosti ráð- herrans. Af þessu leiöir að forsæt- isráðherra hefur keypt bíl sem kostar rúmar fimm milljónir króna til að það sé öruggt að almenningur viti að hann sé forsætisráðherra. Þessi bílakaup eru guðs þakkar- verö og nauðsyn brýtur lög og reglugeröir og þjóðin veröur að skhja að forsætisráðherra getur ekki verið þekktur fyrir að aka um á ódýrari bíl og jafn ódýmm og aðrir ráðherrar, því þá geta menn raglast á honum og öðrum ráðherr- um, hvað þá ef ruglast er á honum og venjulegum Islendingi. Ein- hvern veginn veröa þeir að skera sig úr sem skera sig úr. Sem sagt: Af bílunum skulum vér þekkja þá. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.