Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1995, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 Fréttir Ekkert samráð haft um sóknarstýringu á Flæmska hattinn: Sjávarútvegsnefnd var ekki kynnt málið - mun leita skýringa - segir Steingrímur J. Sigfusson, formaður nefndarinnar „Þaö var enginn fundur haldinn með sjávarútvegsnefnd og þaö var ekki gengið frá málinu í samráöi við hana. Það er því miður upp og ofan hvernig slíku samráði er háttað, bæði við utanríkismálanefnd og sjáv- arútvegsnefnd, þegar þessi milli- ríkjasamskipti á sviði sjávarútvegs eiga í hlut,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, vegna samþykktar þess eðlis á ársfundi NAFO, Norður- Atlantshafsfiskveiðiráðsins, að sóknarstýring verði tekin upp á Flæmska hattinum og íslendingar skuldbindi sig til að hafa ekki fleiri en 18 skip við veiðar þar. Samþykktin hefur sætt mikilli gagnrýni og útgerðarmenn hafa sagt samþykktina hið mesta klúður. Þá hefur Snorri Snorrason, skipstjóri á Dalvík, gagnrýnt að ráðuneytið sinni ekki hagsmunum á þessu svæði á sama hátt og í Smugunni og Síldar- smugunni. Þetta sé svæði sem gefi af sér allt að þremur milljörðum í tekjur árlega og aöeins einn maður sé sendur til fundar í stað stórra sendinefnda þegar Smugurnar tvær eigi í hlut. Steingrímur segir óhugs- andi að samþykktir á borð við þessar verði gerðar varðandi Smuguna eða Síldarsmuguna án þess að leita áhts sjávarútvegsnefndar. „Það teldi ég mjög hæpið að yrði gert. Það er að vísu þannig að þegar milhríkjasamningar eru gerðir þá er það utanríkismálanefnd sem er sam- skiptavettvangur stjómvalda við þingið. Sú venja hefur skapast að þegar hrein sjávarútvegsmál eiga í hlut er jafnframt haft samráð við sjávarútvegsnefnd. Öðru hveiju hafa verið haldnir sameiginlegir fundir beggja nefndanna með stjómvöldum til aö fylgjast með framgangi mála varðandi Smuguna og Síldarsmug- unnar,“ segir Steingrímur. Hann segir það vera mjög úr takt við gildandi venjur að gera sam- þykktir á alþjóðavettvangi án þess að viðhafa samráð. Þá segir hann að svo virðist sem sjávarútvegsráðu- neytið hafi brugöist að einhveiju Svæðið gefur af sér allt að þremur milljörðum árlega. Gagnrýnt er að aðeins einn maður sé sendur til fundar i stað stórra sendinefnda þegar Smugurnar tvær eigi i hlut. leyti í málinu. „Mér virðist sem menn hafi pínulít- ið verið teknir í bóhnu þarna því undirbúningurinn í kringum þetta og sú áhersla sem menn lögðu á þetta benda til þess að þeir hafi ekki búist við miklu á þessum fundi,“ segir Steingrímur. Hann segir að úthafsveiðinefnd Alþingis, sem skipuð er hæði þing- mönnum og hagsmunaaðilum, hafi fundað í síðasta mánuði og þá hafi væntanlegan fund NAFO borið á góma. Þar hafi þó ekkert komið fram sem bendi til að dragi til sérstakra tíðinda. „Ráðherra og hans menn verða að svara algjörlega fyrir það hvað gerð- ist þarna. Þeir bera aha póhtíska ábyrgð á því hvemig staðið var að málum. Ég geri ráð fyrir því að bæði úthafsveiðinefndin og sjávarútvegs- nefndin óski eftir upplýsingum um þetta mál og fari yfir þetta viö fyrsta tækifæri," segir Steingrímur. -rt Til þurfandi þingmanna Karl Hjelm i Neskaupstað er hér með innleggsseðil í hjálparsjóð Rauða krossins en hann lagði 322,90 krónur inn í þennan sjóð. Peningunum var safnað í saltfiskvinnslu Sildarvinnslunar og eiga þeir að ganga til þurfandi alþingismanna, eins og Karl sagði í samtali við DV í blaðinu í gær. Þessi framtakssemi þeirra í Neskaupstað hefur vakið athygli og munu fleiri vera með sams konar hjálparstarf í huga. DV-mynd SÞ íslensk skip á sóknarkvóta á Flæmska hattinum: Fagna stef nubreytingu sjávarútvegsráðuneytis - segir Arthur Bogason, formaður smábátaeigenda „Ég hlýt að fagna þessari stefnu- breytingu sjávarútvegsráöuneytis- ins. Þetta er sérstakt fagnaðarefni í því ljósi að menn eru farnir að hafna og henda kvótakerfinu,“ segir Art- hur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, um sam- þykkt íslendinga innan NAFO sem kveður á um að veiðum á Fiæmska hattinum verði stjórnað meö fjölda- takmörkunum á skipum en ekki heildarkvóta. Hann segir þetta mál ásamt frétt- um DV þess efnis að Norðmenn hafi gefið þorskkvóta báta frjálsan segja sér að það sé að verða hugarfars- breyting. „Hugsunarhátturinn í löndunum í kringum okkur íslendinga er að breytast, sem betur fer. Ég get nefnt sem dæmi að sjávarútvegsráðherra Nova Scotia er nú að leggja til við sjávarútvegsráðherra Kanada að handfæraveiðar verði gefnar fijáls- ar. I því felst að menn eru famir að stýra veiðunum inn á veiðarfæri sem hafa minni sóknargetu og betri um- gengni. Hugsunarhátturinn er smátt og smátt að breytast þannig að menn fara að velta fyrir sér hvernig við veiðum en ekki hve mikið. Við ís- lendingar erum þó nokkrir eftirbátar í þessum efnum en ég hlýt að vænta þess að hugarfarsbreytingin nái hingað,“segirArthur. -rt Sóknarstýring á Flæmska hattinum: Mun ríða einhverjum útgerðum að fullu - segir Snorri Snorrason útgerðarmaður „Það eru engar þekktar forsendur fyrir kvóta eða sóknarstýringu á þessu svæði. Kanadamenn veiða ekki þama sjálfir og það er vitað að allar bolfisktegundir sem lifa á rækj- unni eru nánast horfnar þama,“ seg- ir Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík, sem gerir út frystiskipiö Dalborg EA á Flæmska hattinn, um samþykkt sjávarútvegsráðuneytis- ins sem kveður á um sóknarstýringu á svæðinu. „Ég hafna því sem sjávarútvegs- ráöherra segir að við útgerðarmenn misskiljum þennan gjörning. Þetta eru hefðbundin viðbrögð í stjórn- kerfinu þegar menn eru teknir í ból- inu. Þetta er ekkert nema klúður og við munum krefjast þess að þessu Frystiskipið Dalborg EA, áður Ottar Birting, sem er gert út á Flæmska hattinn. verði mótmælt," segir hann. Þetta getur orðið til að ríða einhveij- „Samþykktin þýðir það að 4 til 5 umútgerðumaðfullu,“segirSnorri. skip geta verið þarna að staðaldri. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.