Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1995, Blaðsíða 2
16
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
sJbönd
The Shawshank Redemption
Aðalhlutverk: Tim Robbins ogMorgan
Freeman
Myndin segir frá bankamanninum Andy Du-
fresne sem árið 1947 er dæmdur saklaus í tvöfalt
lífstíðarfangelsi iyrir morð á eiginkonu sinni og
elskhuga hennar. Andy tekur ut refsingu sína í
Shawshank öryggisfangelsinu oger um flestólík-
ur öðrum föngum. Hann eignast þó góðan vin,
„reddarann“ Red sem situr einnig inni fyrir
morð. Ásamt félögum sinum takast þeir Andy
og Red á við lifið innan fangelsismúranna og
Andy varðveitir það mikilvægasta sem manns-
sálinni er gefið; vonina.
ZJustCause
Aðalhlutverk: SeanConnery, Laurence
Fishburne og BlairUnderwood
Paul er virtur lagaprófessor sem berst fyrir af-
námi dauðarefsinga. Hann fær áhuga á 8 ára gömlu
morðmáli í Flórída-iylki en sá dæmdi bíður þess
nú að verða tekinn af lífl. Fanginn heldur fram sak-
leysi sínu. Paul freistar þess að finna nýjar sannan-
ir og heldur til Flórída. Þar mætir honum mikil
andspyma. Bráðlega fara óhugnanlegar staðrejmdir
málsins og nýjar upplýsingar að grafa um sig í huga
hans og hann flækist í margslunginn vef blekkinga
og svika sem ógna sannfæringu hans, fiölskyldu og
að lokum lífi hans.
30ropZone
Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Yancy Butler
og Gary Bushey
Lögreglumönnunum Pete Nessip og bróður
hans Terry er falið að fylgja dæmdum tölvusnill-
ingi í fangelsi. Farkosturinn er þota í áætlunar-
flugi. Sprenging verður um borð og gat myndast
á skrokk vélarinnar. Út um það hverfa m.a. Terry
og fanginn. Fjölmiðlum er sagt að um hermdar-
verk hafi veriö að ræða. Nessip er viss um að
tilgangurinn hafi verið sá að frelsa fangann. í
kjölfariö er hann leystur frá störfum en um leið
hefur hann rannsókn upp á eigin spýtur, staðráð-
inn í aö finna þá sem eru ábyrgir fyrir dauða
bróður hans.
4The Rlver Wild
Aðalhlutverk: Meryl Streep, Kevin Bacon
ogDavid Strathairn
Hjónin Gail og Tom fara með ungum syni sín-
um 1 ævintýrasiglingu niður fljót í miðjum
óbyggðum. Þau sigla í rólegheitum á gúmbát og
njóta náttúrufegurðarínnar þar til þau hitta fyrir
hóp manna sem í fyrstu virðast venjulegir ferða-
menn. En annað kemur á daginn og þeim verður
ljóst að þau eru á valdi harðsvíraðra glæpa-
manna sem svífast einskis. Líf þeirra er í hættu
því að ef áin gengur ekki frá þeim munu glæpa-
mennirnir gera það.
Leon
Aðalhlutverk: JeanReno, GaryOldman,
Natalie Portnran og Danny Aiello
heila fiölskyldu en einn úr fiölskyldunni, 12 ára
stúlka, sleppur. Lögreglumaðurinn gerir sér
grein fyrir að það þarf að þagga niður í henni
en hún leggur á flótta. Hún hittir leigumorðingj-
ann Leon og svo fer að hún fær húsaskjól hjá
honum. Hann er sérvitur einfari og virðist vera
hinn vænsti maður en i starfi sínu er hann mis-
kunnarlaus. Ekki líður á löngu uns hann er far-
inn H
bera sig að.
Myndbandalisti vikunnar
____V ,
n.
c/rTI FYRRI VIKUR
VIKA Á LISTA
NÝ ■ 1
19. sept - 25. sept. '95
TITILL ÚTGEF. TEG.
2 2 4 I JustCause Warner-myndir Spenna °
3 1 "r" i 4 ] Drop Zone J J ClC-myndir Spenna
4 3 IHi 6 RiverWild ClC-myndir Spenna
i Sam-myndbönd j
| ^T . 5 i 4 6 J i Leon j Spenna
6 5 4 Nell Háskólabíó Drama
; SÍÍKiÍSll !|T
7 6 ! 2 ! Quiz Show j Sam-myndbönd Drama
8 NÝ 1 Star Trek Generations ClC-myndir Spenna
9 8 2 Death and the Maiden Myndform Spenna
10 7 8 Terminal Velocity Sam-myndbönd Spenna
11 9 3 1 Blue Sky Skífan Spenna
12 12 9 Only You Skrfan Gaman
13 NÝ 1 ! Seperate Lives Sam-myndbönd Spenna
14 14 5 Road to Wellville Skrfan Gaman
15 NÝ 1 La Machine 1 Háskólabíó Spenna
16 10 4 In the Mouth of Madness Myndform Hrollur
17 11 4 Wagon's East Skifan Gaman
18 13 5 Höfuð upp úr vatni Háskólabíó Spenna
19 NÝ 1 1 Op Centre ) Myndform Spenna
20 16
With Honors
Warner-myndir Gaman
DV
. *'
t
m
Æ
ílm
Myndbandalistinn:
Sekur eða
saklaus
Eftir aö sömu kvikmyndir hafa
einokað efstu sæti myndbandalist-
ans undanfamar vikur kemur
fangelsisdramað The Shawshank
Redemption á fleygiferð beint í
efsta sætið. í öðru sæti er áfram
önnur sakamálamynd, Just Cause.
Þessar tvær kvikmyndir eru mjög
ólíkar að gerð og uppbyggingu en
eiga það þó sameiginlegt að fjalla
báðar um fanga í fangelsum sem
kunna að hafa verið dæmdir sak-
lausir. Just Cause er sakamála-
mynd í harðari kantinum en The
Shawshank Redemption er hins
vegar að mörgu leyti mjúk og þar
kemur til sérlega góð persónusköp-
un.
Fjórar aðrar nýjar myndir koma
inn á listann. í áttunda sæti er síð-
asta Star Trek myndin: Star Trek:
Generation, en þessi myndaflokkur
er mjög vinsæÚ, hvort sem um er
að ræða sjónvarpsseríu eða kvik-
myndir. í þrettánda sæti er enn ein
sakamálamyndin, Seperate Lives,
þar sem James Belushi leikur
einkalögreglumann sem fenginn er
tíl að fylgjast með sálfræðingi, en
það er sálfræðingurinn, sem er
kona, sem sjálf ræður einkalögg-
una. Franskar myndir eru sjald-
séðar á listanum. Nú bregður svo
við aö La Machine kemur inn á list-
ann í fimmtánda sæti. í aðalhlut-
verki er Gerard Depardieu. í nítj-
Lögfræðingurinn Paul Armstrong (Sean Connery) yfirheyrir fjöldamorðingjann Blair Sullivan (Ed Harris).
ánda sæti er svo spennumyndin
OP Centre sem gerð er eftir sögu
Tom Clancy.
Nokkrar athyglisverðar kvik-
myndir eru að koma út á mynd-
bandi þessa dagana, þar ber fyrst
að telja Disclosure, með þeim Mic-
hael Douglas og Demi Moore í aðal-
hlutverkum, en hún er gerð eftir
skáldsögu Michaels Crichtons. Það
eru Sam-myndbönd sem gefa út.
Sam-myndbönd gefa einnig út The
Nutcracker, sem er ný útgáfa af
ballettinum fræga, og þar leikur
meðal annarra Macauley Culkin.
ClC-myndbönd gefa út I.Q, sem er
gamansöm kvikmynd um tvö ung-
menni og kynni þeirra af Albert
Einstein. Aðalhlutverkin leika Meg
Ryan, Tim Robbins og Walter Matt-
hau. Immortal Beloved er athyglis-
verð kvikmynd um tónskáldið
Beethoven og ástina í lífi hans,
Skifan gefur út. Þá má að lokum
geta umdeildrar kvikmyndar, Go
Fish sem lýsir á gamansaman máta
lífi nokkurrar lesbískra kvenna.
Háskólabíó gefur út.