Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Side 3
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995
23
V';}v /$]
■
\ *£**{ f r \
8B5
r. ■-
itflil
>. . i' -í V fl* H ' n?
IISÉI
Iþróttir
• íslenska kvennalandsliöið sýndi gegn Frökkum allt aðrar hliðar á sér en gegn Rússum á dögunum. Þrátt fyrir hávaðarok náði liðið á köflum að sýna
góða knattspyrnu. Á innfelldu myndinni gera Frakkar harða hríð að marki ísiendinga. DV-mynd ÞÖK
Evrópukeppni kvennalandsliða í knattspymu:
Jafnt í rokleik
Sagteftirleikinn:
„Gríðariega
svekkt“
- sagöi Vanda fyrirliði
„Veðrið bauð ekki upp á neinn
góðan fótbolta og ég er gríðarlega
svekkt að missa þetta niður en
við erum búnar að rífa okkur
mikið upp síðan síðast. Við spil-
uðum betur núna og börðumst
sem liðsheild. Þær voru mjög
heppnar að ná jafnteflinu. Við
töpuðum síðast, gerðum jafntefli
núna og vinnum Hollendingana
næst. Við þurfúm bara að berjast
eins og núna og hafa heppnina
með okkur," sagði Vanda Sigur-
geirsdóttir fyrirliði.
„Barátta og
sigurvilji“
Ásthildur Helgadóttir
„Ég er mjög óánægö með að ná
aðeins jafntefli. Víð förum inn í
hálfleik með tveggia marka for-
ystu og í þessu veðri ætluðum við
bara að verjast í seinni hálfleik
og þær skora ekki fyrr en mjög
seint í seinni hálfleiknum," sagði
Ásthildur Heigadóttir eftir leik-
inn gegn Frökkum.
_ „Síðasti leikur gegn Russum
var algjör hörmung en við náðum
að rífa okkur upp núna, það var
barátta í liðinu og sigurvilji og
þaö er það sem skiptir máh. Við
lögðum okkur allar fram og gerð-
um okkar besta og það er ekki
hægt að fara fram á meira. Leik-
urinn gegn Hollandi á laugardag-
inn verður ntjög erfiður, við mm-
um þær tvisvar í fyrra og þær
koma alveg snælduvitlausar í
þann leik. Við þurfum að sjma
sömu barátíu þar og í þessum
leik,“ sagðí Ásthildur Helgadóttir.
Alþjóðlegmót
íTindaöxl?
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði-
Innan Skíöadeildar Leifturs á
Ólafsfirði binda menn vonir við
að leyfl fáist til að halda alþjóðleg
skíöamót á skiðasvæði bæjarins
í Tindaöxl.
_ Fyrir skömmu var á ferð hér i
Ólafsflrði Norðmaður á vegum
Alþjóða skíðasambandsins, en
hann hefúr það starf með hönd-
um að taka út skíðasvæöi. Unnið
verður úr gögnum hans á næstu
mánuðum og er niðurstöðu að
vænta um áramótin. Sem stendur
eru aðeins íjórir staðir á íslandi ■
sem leyfl hafa fyrir alþjóðleg
skíðamót. ÞaðeruReykjavík, ísa-
fjörður, Dalvík og Oddsskarð.
Ingibiörg Hinriksdóttir skriiar:
íslenska kvennalandsiiðið lék ann-
an leik sinn í Evrópukeppninni, gegn
Frökkum, í hvassviðrinu á Akranesi
á laugardag. Liðið kom sterkt til baka
eftir slakan leik gegn Rússum og
náðu Frakkarnir, sem fyrir fram
voru taldir með sterkasta hðið í riðl-
inum, aðeins jafntefli, 3-3.
Það var lengi vel óvíst hvort leikur-
inn myndi fara fram, 8 til 9 vindstig
voru á velhnum og 4 tíma fyrir leik-
inn sátu fulltrúar hðanna, dómarinn
og eftirlitsmaður UEFA á fundi til
að ákveða hvort af leiknum yrði.
Vindurinn var eftir endilöngum
vellinum og lék íslenska liðið undan
vindi í fyrri hálfleik. Strax á 6. mín-
útu fékk íslenska liðið aukaspyrnu
skammt utan vítateigs Frakkanna og
Jónína Víglundsdóttir setti boltann í
netið af stuttu færi eftir spymu Guð-
rúnar Sæmundsdóttur. Við markið
létti á íslenska liðinu, leikmennirnir
léku skynsamlega, héldu boltanum
niðri og voru í látlausri sókn nær
allan hálfleikinn. Á 20. mínútu léku
miðvallarleikmennirnir Ásthildur
Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir
stutt á milli sín á miðjunni, í gegnum
frönsku vörnina og renndi Margrét
boltanum af öryggi í netið fram hjá
markverðinum, 2-0.
íslenska hðið réð leiknum allan
hálfleikinn og á 28. mínútu átti Guð-
laug Jónsdóttir gott skot rétt fram
hjá franska markinu. Aðeins mínútu
síðar minnkaði Marinette Pichon
muninn fyrir Frakkana og var Vanda
Sigurgeirsdóttir mjög óheppin að ná
ekki að bjarga á markhnu en hún
náði ekki að stýra boltanum réttum
megin við markstöngina, þrátt fyrir
góða tilraun. Á 42. mínútu skaut Jón-
ína Víglundsdóttir fóstu skoti að
marki, Roux varði en missti boltann
frá sér og þar kom Ásthildur Helga-
dóttir og vippaði boltanum laglega
yfir markvörðinn og kom íslenska
hðinu í þægilega stöðu fyrir síðari
hálfleikinn.
Það var ljóst að róðurinn yrði erfið-
ur í síðari hálfleik, franska liðið var
farið að læra á vindinn og skaut óhik-
að að marki undan vindinum. Það
var hins vegar ekki fyrr en á 84.
mínútu aö Pichon skoraði sitt annað
mark með glæsilegum skalla efst í
markhornið, algjörlega óveijandi
fyrir Sigfríði Sophusdóttur í mark-
inu. Allt leit út fyrir sigur íslenska
hðsins en á 90. mínútu skaut Mari-
elle Breton að marki, Cécile Margar-
ia skallaði í íslenskan varnarmann
og þaðan breytti boltinn um stefnu
og hafnaði í netinu og Frakkar fogn-
uðu jafnteflinu, 3-3.
Það var allt annað að sjá til ís-
lenska liðsins í þessum leik heldur
en gegn Rússum í síðasta mánuði.
Stúlkurnar virtust fullar sjálfsörygg-
is og staðráðnar í að láta hvorki slak-
an leik gegn Rússum né veðrið slá
sig út af laginu. Vörnin vann vel sam-
an og tók virkan þátt í sóknarleikn-
um allan fyrri hálfleikinn. Miðvall-
arleikmennimir spiluðu af skyn-
semi, léku stutt á milli og héldu bolt-
anum niðri og náðu oft að skapa sér
hættuleg færi og Jónína Víglunds-
dóttir, sem fékk það erfiða hlutskipti
að vera ein frammi, leysti það verk-
efni vel af hendi, skoraði mark og
opnaði vöm Frakkanna fyrir mið-
vyallarspilurunum sem sóttu fast
fram.
Topplið AC Milan
tapaði fyrir Bari
Fjögurra leikja sigurgöngu AC stuttu siðar fyrir Juventus.
Milan lauk í Bari í gær þegar Búigarinn Hristo Stoichkov var á
heimamenn gerðu sér litið fyrir og skotskónum þegar Parma vann
sigruðu. Carmine Gautieri skoraöi Padova á útivelli. Stoichkov skor-
eina markið í leiknum í upphafi aði tvö af mörkum Parraa og
síðari háiíleiks. AC Milan sótti Gianfranco Zóla skoraði þriðja
meíra en Bari varðist af hörku og markið.
hélt sínum hlut. Demetrio Albert- Inter náði að hrista af sér slenið
ini hjá Milan fékk að líta rauöa eftir afleitt gengi aö undanfömu í
spjaldiö í síðari hálfleik. deild og í Evrópukeppninni. Inter
Meistararnir í Juventus urðu að tók Torino í kennslustund á San
láta sér nægja jafntefli á heima- Siro með mörkum frá Maurizio
velli gegn Napoli sem ekki hefur Ganz og þeim Roberto Carlos og
byrjað betur i fimm ár. Fabio Pecc- Marco Delvecchio.
hia kom gestunum yfir á 51. mín- Úrslit leikja í 1. deild:
útu en Giaifluca Viafli jafnaði Atalanta-Piacenza..........2-0
Bari - ACMílan..............1-0
Fiorentina - Cremonese......3-2
Inter-Torino................4-0
Juventus - Napoli...........l-l
Padova - Parma..............1-3
Sampdoria - Cagliari........1-2
Udinese - Vicenza.............1-1
Roma-Lazio..................0-0
Staða efstu liða:
Milan...........5 4 0 1 9-4 12
Juventus........5 3 2 0 10-2 11
Napoli..........5 3 2 0 9-4 H
Parma...........5 3 1 1 9-6 10
Fiorentina......5 3 0 2 8-7 9
Lazio...........4 2 2 0 10-6 8
udinese.........5 2 2 1 8-7 8
• Hristo Stoichkov skorar hér annað mark sitt gegn Padova. Parma vann
góðan útisigur og er komið i hóp efstu liða. Símamynd Reuter