Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995
25
íþróttir
íljaskolanum i gærkvöld og unnu sigur í mjög spennandi framlengdum leik.
Stólarnir koma
enn á óvart
- lögðu Njarðvikinga í Ljónagryfjunni í hörkuleik
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
Hiö skemmtilega lið Tindastóls
heldur áfram að koma á óvart í úr-
valsdeildinni i körfuknattleik. í gær-
kvöldi gerðu þeir sér lítiö fyrir og
lögðu hið geysisterka lið íslands-
meistara Njarðvíkinga, 85-88, í
hörkuskemmtilegum leik í Njarðvík.
Heimamenn, sem töpuðu ekki leik á
heimavelh í fyrra, máttu játa sig sigr-
aða á lokasekúndunni og fögnuður
Stólanna var mikill eftir leikinn.
Tindastólsmenn hafa sigraö í fyrstu
tveimur leikjum sínum í deildinni.
„í skýjunum eftir
svona byrjun“
„Auðvitað er maöur í skýjunum eftir
svona byrjun. Ég hef varla upplifað
eins miklar sveiflur og voru í þessum
leik. Mínir menn stóðu vel fyrir
sínu,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálf-
ari Tindastóls, eftir leikinn. Leik-
menn Tindastóls fóru hreint á kost-
um í byrjun ieiksins. Þeir breyttu
stöðunni úr 6-5 í 6-23 og voru Njarð-
víkingar sem smábörn í höndunum
á Stólunum og virtist sem þeir væru
hreinlega á taugum.
Með hreint frábærri pressuvörn
komust Njarðvíkingar aftur inn í
leikinn og náðu aö laga leikinn sér í
hag. Síðari hálfleikur var jafn og
spennandi og stefndi í að Njarðvík-
ingar ætluðu að hafa leikinn af. Stól-
amir voru ekki á sama máli, náðu
frábærum lokakafla. Það munaði
mestu um að Rondey Robinson náði
sér aldrei á strik og munar um
minna. Friðrik Ragnarsson og Teitur
Örlygsson léku þokkalega hjá Njarö-
vík og Gunnar Örlygsson kom
skemmtilega vel inn í leikinn.
Tindastólsmenn hafa mjög gott
fimm manna lið og átti Hinrik Gunn-
arsson mjög góðan leik og hélt Rond-
ey niðri. Torrey er að leika mun bet-
ur en í fyrra. Pétur Guðmundsson,
Ómar Sigmarsson og Lárus Pálsson
áttu allir ágætan leik.
„Slæmt að byrja á
heimavelli með tapi“
„Þeir eru með hörkuleik og spiluðu
mjög vel. Það var mjög slæmt aö
byrja á aö tapa á heimavelli í okkar
fyrsta leik,“ sagði Teitur Örlygsson
hjá Njarðvík eftir leikinn.
„Náðum að loka
algerlega fyrir
auðveldu skotin“
ÍA-KR
(52-49) 88-101
9-11, 22-39, 27-36, 38-10, 44-44,
(52-49), 61-61, 71-74, 83-91, 87-97,
88-101.
# Stig Akraness: Milton Bell 24,
Brynjar Karl Sigurðsson 18,
Bjarni Magnússon 12, Haraldur
Leifsson 11, Jón Þ. Þórðarson 8,
Brynjar Sigurðsson 6, Sigurður
E. Þórisson 5, Ðagur Þórisson 4.
t Stig KR: Jonathan Bow 35,
Ósvaldur Knudsen 17, Hermann
Hauksson 16, Lárus Árnason 10,
Ingvar Ormarsson 10, Óskar
Kristjánsson 9, Atli Einarsson 4.
Fráköst: Akranes 33, KR 32.
3ja stiga körfur: Akranes 6, KR
9.
Dómarar: Kristinn Albertsson
og Eggert Aðalsteinsson, dæmdu
vel.
Áhorfendur: Um 400.
Maður leiksins: Jonathan Bow,
KR.
Næstu leikir
í næstu umferð úrvalsdeildar á
fimmtudaginn leika eftirtalin lið
saman: Grindavík-Akranes,
Keflavik-Njarðvík, Tindastóll-
Breiðablik, KR-Þór, Haukar-ÍR
og Valur-Skallagrímur. Allir
leikimir hefjast klukkan átta á
fimmtudagskvöld.
Daniel Ókfsson, DV, Akranesd:
„Við náðum að loka algerlega fyrir
auðveldu skotin hjá þeim og loka
vörninni á réttu augnabliki og ná tíu
stiga forskoti. Óskar Kristjánsson
kveikti í okkur í vörninni en hann
átti mjög góðan leik,“ sagöi Axel
Nikulássom, þjálfari KR-inga, eftir
að KR hafði unnið góðan sigur hér á
Akranesi gegn heimsmönnum. Loka-
tölur urðu 88-101.
„Maður er alltaf bjartsýnn fyrir
hönd okkar KR-inga og ég held að í
okkar riðli geti öll liöin unnið hvert
annað. Það er alltaf erfitt að spila á
móti Milton Bell og þetta er góður
drengur," sagði Axel Nikulásson enn
fremur.
Leikurinn var nokkuð jafn framan
af en þó náðu KR-ingar 9 stiga for-
skoti um tíma í fyrri hálfleik. Skaga-
menn náðu að hrista af sér slenið og
jafna metin. í seinni hálfleik byrjuðu
heimamenn af miklum krafti með
Brynjar Karl í fararbroddi en kraftur
hans dugði ekki því KR-ingar lokuðu
vörninni á réttu augnabliki. Ekkert
gekk hjá Skagamönnum og KR-ingar
gengu á lagið og sigruðu eins og áður
sagði.
Lið Akurnesinga á eftir að leika
betur en gegn KR og munar miklu
að Einar Þórisson hefur ekki náð sér
eftir meiðsli. Bestir í liði Skaga-
manna voru þeir Milton Bell, Brynj-
ar Karl Sigurðsson og Haraldur
Leifsson.
Um KR-liðið er það að segja að það
lék mjög vel og þá sérstaklega í vörn-
inni. Bestir í liði KR voru þeir Jon-
athan Bow, Ósvaldur Knudsen og
Hermann Hauksson.
lega hamingjusamur
[avík eftir framlengdan leik í Seljaskólanum, 93-92
Arnarson einnig í miklu stuði í vel spi-
landi liði heimamanna, en hann gerði
20 stig í hálfleiknum.
Keflvíkingar mættu einbeittir til leiks
í síðari hálfleik og voru fljótir að éta
upp 6 stiga forskpt ÍR. Þeir komust síð-
an yfir áður en ÍR-ingar áttuðu sig en
næstu mínútur skiptust hðin á um að
leiða. Lokamínútumar voru æsispenn-
andi, ÍR-ingar þetta 2-5 stig yfir en Fal-
ur Harðarson jafnaði með þriggja stiga
körfu, 81-81. I síðustu sólui IR missti
Herbert Arnarson boltann er hann steig
út af vellinum en skot Jón Kr. á loka-
sekúndunum fór ekki rétta boðleið.
Framlengingin var æsispennandi, Ei-
ríkur Önundarson kom ÍR-ingum yfir,
91-87, en Sigurður Ingimundarson og
Guöjón Skúlason ininnkuðu muninn
úr vítum, 91-90. Herbert svaraði 93-91
en Lenear Bums hitti síðan aðeins úr
öðm vítaskoti sínu þegar 27 sekúndur
I
voru eftir. Herbert gaf langa sendingu
fram sem Keflvíkingar komust inn í en
skot Guðjóns á síöustu sekúndu fór
ekki í körfuna og ÍR-ingar fögnuðu
sigri.
„Menn voru staðir í sókninni í síðari
hálfleik og sóknin gekk því ekki upp.
Undir lokin lékum viö of varfæmislega
og þeir náðu að stela nokkrum sending-
um. Við lentum í mjög erfiðum leik á
fimmtudag, framlengdum leik sem við
töpuðum og aftur framlengingu í kvöld.
Þetta útheimtir mikla orku, 90 mínútur
af hörkukörfubolta og menn verða
þreyttir. Við lékum án Jóns Arnar sem
var veikur í kvöld en Eiríkur stóð sig
mjög vel og það er gott að geta stólað á
hann. Ég vil þakka áhorfendum fyrir
að koma og styðja við bakið á okkur
þrátt fyrir tap í fyrsta leik,“ sagði Rho-
des.
Eiríkur stóö upp úr í hði ÍR, hélt haus
allan leikinn. Herbert var mjög góður
í fyrri hálfleik en sprakk í þeim síðari.
Guðni Einarsson var góður í fyrri hálf-
leik og Márus Arnarson skhaði mikil-
vægu hlutverki af stakri prýði. Rhodes
var frábær í fráköstunum en var orðinn
nokkuð þungur í lokin og tvö víti í súg-
inn hjá honum á ögurstund hefðu getað
kostað sigurinn. IR-liðið á greimlega
nokkuð í land þrátt fyrir þennan sigur
en þegar allir eru komnir í sitt besta
form verður erfitt að leggja þá í Selja-
skóla.
Guðjón Skúlason var bestur Keflvík-
inga og Burns var sterkur að vanda.
Falur átti góðan sprett í síðari hálfleik
og Albert Oskarsson í þeim fyrri en fór
síðan út af meiddur eftir hlé. Davíð
Grissom hafði sig lítið í frammi eins og
Jón Kr. sem átti þó góðan leik.
•ÞREKTIMAR í HÁDEGINU
■ FITUBRENNSLA í HÁDEGINU
• EINKAÞJÁLFUN FYRIR HÁDEGI
■ RÁÐGJÖF UM MATARÆÐI
..og svo á eftir - Ljós og Sauna
íáttu sjáþig semjým
Apmami
Júdo GYM
LkAMSRÆCT
JÚDÓ