Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 2
16 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 önd IDisclosure Aðalhlutverk: Mlchael Douglas, Denii Moore og Donald Sutherland Tora Sanders hefur leitt hönnun og framleiðslu á nýjum tölvukubbi og má búast við mikilli vel- gengni hjá fyrirtækinu sem hann vinnur hjá. í Ijósi þessa er fyrírtækið sameinað öflugum sam- keppnisaðila og gerir Tom sér vonir um að verða forstööumaður tæknideildar. En öllum á óvart fyrsta daginn kallar hún Tom á sinn fund en þau þekkjast frá fyrri tíö. Fundurinn tekur óvænía stefnu þegar hún reynir að draga hann á tálar á skrifstofunni. 2The Shawshank Redemption Aðalhlutverk: Tim RobbinsogMorgan Freeman Myndin segir frá bankamanninum Andy Du- fresne sem árið 1947 er dæmdur saklaus í tvöfalt lífstíðariángelsi fyrir morð á eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Andy tekur út refsingu sína í Shawshank-öryggisfangelsinu og er um flest ólík- ur öðrum fóngum. Hann eignast þó góðan vin, „reddarann“ Red, sem situr einnig inni fyrir morð. Ásamt félögum sínum takast þeir Andy og Red á við lífið innan fangelsismuranna og Andy varðveitir þaö mikilvægasta sem manns- sálinni er gefiö; vonina. I.Q. Aðalhlutverk: Aðalhlutverk: Meg Ryan, _ Tim RobbinsogWalterMatthau. Allur heimurinn þekkir Einstein, vísinda- manninn með snilhgáfuna. En hvað um hjóna- bandsmiölarann Einstein? Undir venjulegum kringumstæðum væri Einstein ekki að skipta sér af persónulegum högum skyldmenna sinna en í þessu tilfelli getur hann ekki setið á sér því hon- um líst ekkert á breska gáfúmanninn sem Cat- herine frænka hans ætlar að giftast. Hann þarf þvi að stía þeim i sundur og leiða hana í faðm hins fullkomna elskhuga sem hann finnur í góð- hjörtuðum bifVélavirkja. 4 BadCompany Aðalhlutverk: Ellen Barkin og Laurence Fishbume veriö sett á laggímar í Bandaríkjunum og ætlar sér að veita leyniþjónustunni samkeppni á sviði alþjóðlegra njósna. Helsti yfirmaður fyrirtækis- ins er hin kynþokkafulla Margareth Wells, en hún er íyrrverandi starfskona leyniþjónustunn- ar. Fyrsta ráöið sem leyniþjónustan grípur til er að senda einn manna hennar, Nelson Crowe, til liðs við hið nýja fyrirtæki og er honum ætlað að njósna um fyrirtækið. Hefst þar með sjónarspil blekkinga, þar sem svik, lygar og mútur eru há- spilin. jPA'á COWWFR'V IAUPFWC& MSHIWflNE JÖST CAUSE 5JustCause Aðalhlutverk: Sean Connery, Laurence Fishburne og BlairDnderwood Paul er virtur lagaprófessor sem berst fyrir af- námi dauöarefsinga. Hann fær áhuga á 8 ára gömlu morðmáli í Flórida-fylki en sá dæmdi bíöur þess nú að verða tekínn af lífi. Fanginn heldur fram sak- leysi sínu. Paul freistar þess að finna nýjar sannan- ir og heldur til Flórida. Þar mætir bonum mikil andspyrna. Bráðlega fara óhugnanlegar staðreyndir málsins og nýjar upplýsingar að grafa um sig í huga hans og hann flækist í margslunginn vef blekkinga og svika sem ógna sannferingu hans, fjölskyldu og aö lokuin líli hans. Myndbandalisti vikunnar 'h Star Trek: Generation 1 ClC-myndir j Spenna 20 i 20 - .) Death and the Maiden Myndform Spenna Myndbandalistinn: Illa innrættir njósnarar Það hreyfir engin mynd við Dis- closure og The Shawshank Re- demption á toppi myndbandalist- ans, þær sitja sem fastast í efstu sætum. í þriðja sæti er hin róman- tíska gamanmynd I.Q með Meg Ryan og Tim Robbins, sem einnig leikur aðalhlutverkið í The Shaw- shank Redemption. Þriðja aðal- hlutverkiö er í höndum Walters Matthau, en hann leikur sjálfan Albert Einstein. í fjóröa sæti er svo sú mynd sem tekur stærsta stökkið þessa vik- una, Bad Company, með Laurence Fishbume og Ellen Barkin í aðal- hlutverkum. Fjallar myndin um valdabaráttu innan einkaleyni- þjónustu og er óhætt að segja að þar komi við sögu margar ógeö- fefldar persónur og er leitun að ein- hverri sem hefur snefil af heiðar- leika. Laurence Fishbume hefur verið vaxandi leikari allt frá því hann lék í hinni rómuðu kvikmynd Johns Singletons, Boyz ’n’ the Hood, og leikið mörg góð hlutverk. Hann leikur ekki aðeins aðalhlutverkið í Bad Company, heldur leikur hann einnig á móti Sean Connery í Just Cause, sem er í fimmta sætinu. Nýjustu fregnir af Fishbume eru þær að hann er að leika Othello í samnefndri kvikmynd eftir hinu þekkta leikriti Williams Shake- speares á móti Kenneth Brannagh, sem leikur Iago. í þessari viku hafa verið að koma og em að koma ný myndbönd á markaöinn og em þar nokkrar at- hygfisverðar myndir. Má þar nefna hina umdeildu kvikmynd Olivers Stones, Natural Born Kiflers, sem segjr frá tveimur samviskulausum morðingjum. í aðalhlutverkum em Woody Harrelson og Jufiette Lew- is. Sam-Myndbönd gefa út. Há- skólabíó gefur út Perez-fjölskyld- una meö Marisu Tomei, Anjelicu Huston og Alfred Molina í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er hin ind- verska Mira Nair. Háskólabíó gef- ur einnig út Kmmmana, sem er dönsk kvikmynd með íslensku tali. Little Woman kom talsvert við sögu við óskarsverðlaunaafhend- inguna í vor, en Winona Ryder var tilnefnd til verðlaunanna fyrir leik sinn. Skífan gefur þessa mynd út. Bergvík gefur út nýjustu mynd breska leikstjórans Johns Mac- Kenzie (The Long Good Friday), Infiltrator, með Oliver Platt, Peter Riegert og Alan King í aðalhlut- verkum og svo má loks geta nýj- ustu myndar Brooke Shields, Runnig Wild. Þar leikur hún á móti Martin Sheen. Myndform gef- ur út. Ellen Barkin og Laurence Fishburne í hlutverkum sinum i Bad Company.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.