Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. OKTOBER 1995
Háskólabíó sýnir Before the Rain:
Stríðið í Júgóslavíu bakgrunnurinn
Háskólabíó hefur sýningar á
morgun á Before the Rain, sem
kemur frá Makedóníu, einu af fyrr-
um lýðvelda Júgóslavíu, og er stríð-
ið sem háð er í Júgóslavíu bak-
grunnur myndarinnar. Hún segir
þrjár sögur sem tengjast allar drápi
ungrar stúlku á makedónískum fjár-
hirði. Before the Rain var tUnefnd
til óskarsverðlauna sem besta er-
lenda myndin á þessu ári. Aðalleik-
arar myndarinnar eru Katrin Cart-
lidge, Rade Serbedzija, Gregoire Col-
in og Labina Mitevska.
Leikstjóri myndarinnar, MUcho
Manchevski, lærði sín fræði í
Bandaríkjunum og hefur lengstum
unnið þar í landi við gerð auglýs-
inga, heimildarmynda, stuttmynda
og tónlistarmyndbanda. Undanfarin
ár hefur hann þó í æ meira mæli
verið að færa sig á heimaslóðirnar
og vann meðal annars fyrstu verð-
laun fyrir-1.72, sem er tilraunamynd
á kvikmyndahátið í Belgrad. Eitt
tónlistarmyndbanda hans, Tennesse
með Artested Development, hefur
unnið til margra verðlauna. Before
the Rain er fyrsta leikna kvikmynd-
in sem hann leikstýrir.
Karin Cartiidge leikur Önnu, sem á erfitt með að gera upp á milli tveggja
manna, eiginmannsins og stríðsijósmyndara.
Stjörnubíó og Sam-bíóin:
Netið
Stjörnubíó og Sam-bíóin frum-
sýna á morgun nýjustu kvikmynd
Söndru Bullock, Netið (The Net),
sem hefur hlotið góðar viðtökur
vestan hafs og er búin að vera í
nokkurn tíma meðal vinsælustu
mynda þar. Bullock leikur tölvu-
fræðinginn Angelu Bennett sem
vinnur við að uppræta tölvuvírusa
sem leynast í hinum og þessum
tölvuforritum og leikjum fyrirtækis-
ins sem hún vinnur hjá. Bennett er
ánægð með starf sitt en er einmana
og á fáa að og þegar hana langar í
pitsu notar hún tölvuna til að panta
hana.
Það er þó tilbreyting framundan
hjá henni þar sem hún er á leið til
Mexíkó í frí. Kvöldið áður hringir
starfsfélagi í hana og biður hana að
athuga nýja frumgerð tölvuforrits
sem er ætlað Alnetinu. Bennet gerir
það en kemst að því að forritið hef-
ur að geyma leynilegar upplýsingar
um gagnabanka opinberra fyrir-
tækja. Sá sem hefur þetta forrit und-
ir höndum á því auðvelt með að
svindla á kerfmu. Áður en hún get-
ur komið þessum upplýsingum til
starfsfélaga síns ferst hann í flug-
slysi og áður en Bennett veit af er
hún flækt í flókið mál sem hún á
erfitt með að átta sig á.
Leikstjóri The Net er Irwin
Winkler sem var áður en hann
sneri sér að leikstjórn einn virtasti
framleiðandi kvikmynda í Banda-
ríkjunum og meðal mynda sem
hann hefur framleitt eru Rocky,
Raging Bull, The Right Stuff, Good-
Fellas og The Shoot Horses, Don’t
They? Fyrsta kvikmyndin, sem
Winkler leikstýrði, var Guilty by
Suspicon árið 1989 með Robert De
Niro í aðalhlutverki og hann lék
einnig í næstu kvikmynd hans,
Night and the City. Netið er þriðja
mynd Winklers. *
Angela Bennett (Sandra Bullock) lendir í miklum hremmingum í Netinu.
Regnboginn sýnir Murder in the First:
Fanginn í Alcatraz
Háskólabíó -
Jarðarber og súkkulaði:
★★★
Regnboginn - Ofurgengið:
★
Laugarásbíó/Háskólabíó - Apollo 13:
★★★
Drama í háloftunum
Ekki frá því að Philip Kaufman gerði
Thé Right Stuff fyrir tólf árum hefur verið
gerð jafn áhrifmikil og raunsæ kvikmynd
um geimferð og geimfara og Apollo 13.
Leikstjórinn Ron Howard hefur náð að
festa á filmu með eftirminnilegum hætti
eitt alvarlegasta slys sem orðið hefur i
mönnuðu geimfari, fór Apollo 13 til tungls-
ins í apríl 1970.
Sjálfsagt hefur geimferð þessi verið far-
in að mást út i minningum flestra en Apollo 13 hrærir svo um munar í heilabú-
inu og þótt vissulega séu notaðk möguleikar kvikmyndarinnar til að dramat-
isera efnið enn meira en nauðsynlegt er þá er ljóst að líf geimfaranna þriggja
hékk á bláþræöi í fjóra sólarhringa.
Flugstjóri í ferðinni var James Lowell, reyndasti geimfari sem Bandarikja-
menn eiga, með um fimm hundruð klukkustundir að baki í geimnum. Tom
Hanks túlkar Lowell sérlega vel og fær góðan stuðning frá Bill Paxton og Kevin
Bacon sem leika hina geimfarana tvo, Fred Haise og Jack Swigert, sem ekki
hafa verið betri. Niðri á jörðinni er Ed Harris 1 hlutverk stjómandans Gene
Kranz og sýnir sterkari leik en hann hefur áður sýnt. Fimmta aðalpersónan er
svo Ken Mattingly, geimfari sem átti að vera með í þessari örlagaríku ferö en
var tekinn út þar sem læknar töldu að hann gæti fengið mislinga. Það var ekki
síst honum að þakka að geimfararnir komust heilir á höldnu til jarðar. Gary
Sinese túlkar vel tilfmningar hans í blíðu og stríðu.
Fyrirfram hefði mátt halda að Apollo 13 myndi aðeins höfða til þeirra sem
áhuga hefðu á geimferðum, enda fer mikið pláss í að koma á framfæri þeim
tækniupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að áhorfandinn fái skilning á því
sem er að gerast en með sérlega vel skrifað handrit og kvikmyndatöku eins og
best verður á kosið tekst Ron Howard aö byggja upp áhrifamikið drama sem
enginn er ósnortinn af.
Leikstjórl: Ron Howard. Handrit: William Broyles jr. og Al Relnert, byggt á endur-
minningum Jim Lowells. Kvikmyndun Dean Cundey. Tónllst: James Horner.
Aðalllelkarar: Tom Hanks, Blll Paxton, Kevln Bacon, Ed Harris, Gary Sinese og
Kathleen Qulnlan.
Hilmar Karlsson
Murder in the First er byggð á sannri sögu um kynni
og vinskap tveggja ólíkra ungra manna, fanga í hinu ill-
ræmda fangelsi Alcatraz og lögfræðings, sem tekur að
sér að sanna sakleysi fangans. Myndin byrjar árið 1938 í
hinu alræmda fangelsi þar sem fangamir eru hafðir í
einangrun og sjá aldrei dagsbirtu og missa fljótt skyn á
því hvort er dagur eða nótt. Einn fangi sér fyrst dags-
birtu eftir þriggja ára veru og eitt af því fyrsta sem
hann sér er maðurinn sem á sök á hörmungum hans.
Hann rýkur á hann og drepur hann fyrir framan 200
vitni. Fanginn Henry Young er fluttur yfir flóann til
San Francisco þar sem hans bíður ekkert annað en
dauðadómur. Ungur lögfræðingur, James Stasmphill,
tekur að sér að verja Young og upp á yfirborðið kemur
ýmislegt sem fangelsisyfirvöld hefðu viljað láta kyrrt
liggja og verður til þess að hinu illræmda fangelsi er
lokað.
Aðalhlutverkin leika Christian Slater, Kevin Bacon,
Gary Oldman, Brad Dourif, Elizabeth Davidtz og Willi-
am H. Macy. Leikstjóri myndarinnar, Marc Rocco, hefur
Kevin Bacon leikur fangann Henri Young og Christian
Siater lögfræðinginn James Stamphill.
þrátt fyrir ungan aldur nokkra reynslu og vakti kvik-
mynd hans, Where the Day Takes You, mikla athygli
þegar hún koma á markaðinn 1992.
Margt er líkt
með skyldum
Það getur verið eríítt að hafa skoðanir og aðhyllast lífsmáta sem gengur 1
berhögg við það sem gengur og gerist allt um kring. Kúbverska þjóðin hefur í
áratugi mátt súpa seyðiö af því að stjórnvöld eru ekki í náðinni hjá hinum rétt-
þenkjandi stóra bróður í norðri. En það er þetta með flísina og bjálkann. Stund-
um veit maður ekki hvort er hvar.
Tomas Gutierrez Alea, einn virtasti leikstjóri Kúbu um langt árabil, tekur
hér fyrir hlutskipti heimalandsins í samfélagi þjóðanna með því að segja okkur
sögu af samskiptum tveggja ungra manna og sýna okkur fram á að innan
kúbversks samfélags eru hópar sem fá sömu meðferðina og landið sjálft úti í
hinum stóra heimi. Heima fyrir rikir ekki eintóm sæla. Hann bendir okkur þó
á að innst inni séu allir menn eins. Ekki ný sannindi en á þessum síðustu og
verstu tímum er slik úrvalsvísa aldrei of oft kveðin.
Jarðarber og súkkulaöi er mynd um hvað gerist þegar menn láta fordóma og
stifni og annan ótuktarskap lönd og leið en taka þess í stað því sem að höndum
ber með opnum huga. Myndin snýst aðallega um samskipti tveggja ungra
manna. Davíð er sanntrúaður kommúnisti, stífur, stirður og þver, og lærir
stjómmálafræði í háskólanum þótt hugur hans hneigist- fremur aö bókmennt-
um. En maður verður jú að læra eitthvað sem kemur þjóðfélaginu að gagni.
Díegó er af allt ööru sauðahúsi, frjálslyndur hommi sem gefur skit í byltinguna,
fulltrúi siðspillingarinnar, drekkur útlent viskí, les amerísk tímarit og á sam-
neyti við erlenda sendimenn. Smám saman myndast sterk vináttubönd milli
mannanna en það gengur þó ýmislegt á þar til þeir fallast loks í fg,ðma, sáttir
við að vera ekki steyptir í alveg sama mót.
Það er ekki á hveijum degi sem kúbverskar myndir koma til almennra sýn-
inga í bíóhúsum landsins en i þessu tilviki var biðin sannarlega þess virði.
Jarðarber og súkkulaöi er full af lífi og skemmtilegum og lifandi persónum sem
fá að þróast og þroskast á tjaldinu fyrir framan okkur. Hér er það manneskjan
sem er í öndvegi, ekki einhverjar brellur og oftrú á tæknina.
Leikstjórar: Tomas Gutierrez Alea og Juan Carlos Tabio. Handrit: Senel Paz. Kvlk-
myndataka: Mario Garcia Joya.
Leikendur: Jorge Perrugorria, Vladimir Cruz, Mirta Ibarra, Francisco Gatorno.
Guðlaugur Bergmundsson
Slegist við
slímkónginn
Bandaríkjamenn eru mestu snillingar i að
kreista alla þá dollara sem hægt er út úr hvers
kyns verslunarvörum. Til vitnis um það eru all-
ar bíómyndimar sem eru aðeins hluti heildar-
pakkans. Á undan eða á eftir koma leikfong og
alls kyns glingur annað, eða tölvuleikir eða guð
má vita hvað. Ofurgengið er ein þessara mynda.
Eins og aðrar svona pakkamyndir, er Ofur-
genginu ætlað að höfða til bama og unglinga.
Sjálfsagt hefur ungviðið eitthvert gaman af
hraðanum, sem er með því mesta sem sést hef-
ur, og tæknibrellunum, sem eru ansi hreint sniðugar. Ekki er hins vegar eins
víst að gamlingjarnir, foreldramir, skemmti sér jafn vel.
Mynd þessi snýst um baráttu hins góða og hins illa. Ofurgengið, fulltrúar
hins góða i heimi hér, samanstendur af sex hressum unglingum. Krakkamir
berjast viö erkifantinn og illmennið Ivan Seytl, sem er eins konar faðir slímsins
og búinn aö dúsa í fúlu eggi í sex þúsund ár. Tími hefndarinnar er upp mnn-
inn.
Hér er sparkað, kýlt, stokkið, flogið og ýmislegt fleira af miklum móð, varla
að vesalings krakkarnir'gefi sér tíma til að draga andann. Útgangspunkturinn
er að sjálfsögðu góður, því hver vill jú ekki berjast gegn hinu illa, en mikið
lengra nær þetta nú ekki. Meiri dellu er vart hægt aö ímynda sér. Húmor hefði
bjargað einhverju en hann er ekki að finna hér, a.m.k. ekki húmor sem íslend-
ingar skilja, ef marka má viðbrögð barnanna í bíóinu.
Leiksfjóri: Bryan Spicer. Handrlt: Arne Olsen. Kvlkmyndataka: Paul Murphy.
Leikendur: Karan Ashley, Johnny Yong Bosch, Steve Cardenas, Jason David
Frank, Amy Jo Johnson, David Yost, Paul Freeman.
Guðlaugur Bergmundsson