Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 IÞROTTIR Getraunir: 112-xxx-112-2xx1 Lottó 5/38: 2-10-16-22-37 (23) Knattspyrna: Mörgfélög eru á eftir Bjarka Daníel Ólalsson, DV, Akranesi: Mörg erlend knattspymufélög hafa mikinn áhuga á aö krækja í Bjarka Gunnlaugsson, knatt spymumann hjá Mandsmeistur- um Akraness. Samkvæmt heim ildum DV era þetta einkum félög í Þýskalandi og Englandi. „Það hefur ekkert gerst enn í máli bróöur míns en þaö hafa mörg félög veriö að spyrjast fyrir um hann. Ég vona auðvitað að hann komist aftur í atvinnu- mennskuna eins og ég,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, tvíbura- bróðir Bjarka, í samtali við DV um helgina. Amar gekk í gær til liðs við franska liöið Sochaux, eins og sagt er nánar frá á bls. 28. Fer Bjarki Pétursson til KR-inga? Daníel Ólalsson, DV, Akranesi: Samkvæmt áreiöanlegum heimildum DV hafa KR-ingar áhuga á að fá Bjarka Pétursson til liðs við sig fyrir næsta keppn- istímabil. Bjarki, sem lék með Skaga mönnum í sumar, lék með KR fyrir nokkrum árum. Hann hefur leikið undir stjóm Guðjóns Þórð- arsonar og ekki fengið mörg tækifæri til að spreyta sig undir hans stjórn. Heimildir DV herma að Lúkas Kostic, þjálfari KR, hafi sett sig í samband við Bjarka. Fjögur met Fjögur íslandsmet vom sett á Sundmóti Ármanns sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helg ina. Sundsveit UMFN setti sveinamet í 4x50 m skriðsundi, á tímanum 2:08,25 mín. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, setti meyja- met í 100 m baksundi, synti á 1:12,57 mín. í 50 m skriðsundi setti Guömundur Unnarsson, UMFN, sveinamet, synti á tímanum 29,27 sek. Guðmundur setti einnig met í 200 m fjórsundi sveina, fékk tím ann 2:43,17 mín. Nánar um mótið á morgun. Colleen fór frá KR -stakk af í jarðarför Colleen McNamara leikur ekki meira með KR í kvennakörfunni mikiö áfall fyrir KR en óvíst er hvort liðið fær annan erlendan leikmann til liös við sig enda er slíkt dýrt og félögin hafa almennt ekki úr miklum fjármunum að spila. Ingibjörg Hiniiksdóttir skifax: Colleen McNamara, sem leikið hefur með KR-ingum í 1. deild kvenna, hvarf af landi brott sl. föstudag og ’gera KR-ingar ekki ráð fyrir að hún komi aftur til íslands. McNamara konT'hÍngað til lands í lok september og féll strax mjög’vel inn í leik KR. Samkvæmt heimildum DV var hún með mikla heimþrá og hafði orðið að samkomulagi á milli hennar og stjómar körfu- knattleiksdeildar KR að hún færi heim eftir leik KR gegn Grindavík á laugardag. Af því varð hins vegar ekki þar sem hún fór út á fóstudag og gaf þá skýringu á hótelinu þar sem hún dvaldi að hún þyrfti að vera viðstödd jarðarför. Brottför McNamara er Colleen McNamara leikur ekkl meira með KR í kvennakörfunni. Colleen stakk af á föstudagskvöldið og sagðist vera á leið i jaröar för í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.