Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995 DANSSTAÐIR Áslákur Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugardags- kvöld. Blúsbarinn Lifandi tónlist föstudags- og laugardags- kvöld. Ölkjallarinn Arnar og Þórir leika föstudags- og laug- ardagskvöld. Café Royale Um helgina skemmta þeir Rúnar Júlí- usson og Tryggvi Húbner. Skemmtun sína byggja þeir á gömlu lögunum. Danshúsið í Glæsibæ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Norðan þn'r + Ásdís. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opiðkl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. oglaug- ard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 Lifandi tónlist föstudags- og laugardags- kvöld. Fógetinn Hljómsveitin Snæfríður og Stubbarnir skemmtir föstudags- og laugardags- kvöld. Garðakráin Garðabæ Hljómsveitin Klappað og klárt með Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálms föstudags- og laugardagskvöld. Gaukur á Stöng Breska rokkhljómsveitin Transcendal love Machine spilar á sunnudagskvöld. Glaumbar Sælgætisgerðin leikur á sunnudags- kvöld. Gullöldin Grafarvogi Tamús syngur og leikur gömlu góðu ís- lensku gullaldarlögin. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel ísland Skemmtun Ladda í Ásbyrgi föstudags- kvöld og laugardagskvöld. Magnús, Jó- hann og Pétur Hjaltested leika á dans- leik. Á laugardagskvöld verður stórsýning Björgvins Halldórssohar „Þó líði ár og öld'. Dansleikur með hljómsveitinni Karma að sýningu lokinni. Hljómsveit Hjördísar Geirs á sunnudagskvöld. Hótel Saga „Ríósaga" á laugardagskvöld. Dansleik- ur á eftir með SagaKlass. Mímisbar: Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson sjá um fjörið á Mímisbar föstudags- og laugardagskvöld. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Ingólfscafé Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Jazzbarinn „Jamsession" með Sigurði Flosasyni. Kvartett Leif Thomsen leikur laugar- dags- og sunnudagskvöld. Kaffi Reykjavík Hljómsveitin Sól Dögg leikur föstudags- og laugardagskvöld. Sigga Beinteins og Grétar leika sunnudagskvöld. Tunglið Breska rokkhljómsveitin Transcendal Love Machine spilar á sunnudagskvöld. Leikh úskjallarinn Hljómsveitin Stjórnin leikur föstudags- kvöld. Diskótek laugardagskvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi 14, Kópavogi Hljómsveitin Fánar skemmtir á föstu- dagskvöld og laugardagskvöld. Rósenberg Rokkhljómsveitin Langbrók skemmtir um helgina. Skálafell Mosfelísbæ Hljómsveitin Sextíu og sex skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 íöstudag. Staðurinn Keflavík Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur föstudagskvöld og Grænir fingur á laugardagskvöld. Vitinn Sandgerði E.T. bandið leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Gjáin á Selfossi Hljómsveitin Kirsuber leikur á föstu- dagskvöldið. Bylting á Dalvík og Sauðárkróki Bylting spilar á Sæluhúsinu á Dalvík föstudagskvöld og á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki, laugardagskvöld. Fógetinn: Snæfríður og Stubbarnir Stórsöngvarinn Bubbi Morthens lætur ekki deigan síga við hljómleika- hald úti á landsbyggðinni. Hann hef- ur heimsótt ýmsa staði úti um allt land frá því í byrjun októbermánaðar og nú er komið að Blönduósi. Verið er að opna nýjan skemmtistað á Blönduósi sem hefur fengið heitið S veitasetrið en það er í sama húsnæði og gamla hót- elið var. Þar mun Bubbi Morthens skemmta laugardagskvöldið 28. októ- ber. Þorlákshafnarhljómsveitin og partípúkamir í hljómsveitinni Snæ- fríður og Stubbarnir ætla að bregða sér á mölina um helgina. Hljómsveit- in mun skemmta föstudagskvöldið 27. október og laugardagskvöldið 28. októ- ber í Fógetanum. Hljómsveitarmenn lofa samanþjöppuðu og þaulæfðu skemmtiprógrarnmi bæði kvöldin í Fógetanum. Hljómalind í samráði við Unglist stendur að innflutningi á bresku dansrokksveitinni Transcendental Love Machine (TLM) dagana 27. — 29. okt. Hljómalind í samráði við Unglist stendur að innflutningi á bresku dans- rokksveitinni Transcendental Love Machine (TLM) dagana 27. — 29. okt. Unglist er listahátíð ungs fólks á aldrinum 16—25 ára þar sem ungu fólki í dag gefst tækifæri á að sýna verk sín og taka þátt í alls konar list- rænum uppákomum. Einn af há- punktum Unglistar í ár er koma Transcendental Love Machine sem mun spila ásamt íslensku danshljóm- sveitunum Lhooq og Glide. TLM eru nú sem stendur í hljóðveri að taka upp aðra plötu sína. Þeir ætla að taka sér smáhlé á því til að komast til íslands og spila á Unglist. TLM spila rokkskotna danstónlist og í anda hljómsveitanna Primal Scr- eam, U2, Underworld og Grid. Um upphitun fyrir TLM sjá Lhooq og Glide. Glide er nýtt band sem er hugarsmíð Mura og á ábyggilega eft- ir að vekja marga af værum blundi. Lhooq er þessa dagana að vekja áhuga útgáfufyrirtækja í Bretlandi. Þeir verða t.d. með lag á næsta safndiski Volume útgáfunnar sem kemur út 20. nóv. Volume hefur gefið út safndiska af því nýjasta sem er að gerast í tón- listinni í nokkur ár og hafa t.d. Syk- urmolarnir og Björk verið á diskum hjá þeim. Tónleikar TLM verða á fóstudaginn 27. okt. kl. 17.00 í Hinu Húsinu og sið- ar um kvöldið í skemmtistaðnum Tunglinu, laugardaginn 28. október í Undirheimum FB fyrir 16 ára og eldri. TLM verða síðan á Gauk á Stöng á sunnudagskvöldið, 29. október. Þorlákshafnarhljómsveitin Snæfríður og Stubbarnir skemmtir á Fógetanum um hplnina Hljómsveitin Fánar skemmtir á Næturgalanum við Smiðjuveginn í Kópavogi laugardagskvöldið 28. október. Sveit Fána er pekkt fyrir að vera að stórum hluta skipuð gömlum Brimklóarmeðlimum og heldur uppi stemningu í anda þeirrar sveitar. Fyrr um daginn verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu á enska boltanum á Næturgalanum. Dansrokk- sveitin TLM á Blönduósi laugardagskvöldið 28. október. Hótel Saga: Raggi Bjarna og Ríósaga Það verður mikið um að vera á Hótel Sögu um helgina. Á Mímis- bar munu Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson sjá um fjörið bæði fóstudags- og laugardags- kvöld. í Súlnasalnum verður á laugardagskvöldið Ríósaga, skemmtidagskrá Ríó triósins, og að lokinni skemmtun þess skemmtir hljómsveitin Saga Klass fyrir dansi. Húsið verður opnað ldukkan 19 fyrir matargesti og klukkan 23.30 fyrir þá sem koma á dansleik. Sól Dögg á Kaffi Reykjavík Hljómsveitin Sól Dögg spilar á Kaffi Reykjavík fóstudagskvöldið og laugardagskvöldið 27. og 28. október. Sól Dögg spilar hressa og dansvæna tónlist eins og gömlu góðu diskólögin og fleiri lög. Gleð- in hefst klukkan 23 bæði kvöldin. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Bergsveinn Areliusson, söngur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Eiður Alfreðsson, bassi, Baldwin A.B. Alen, trommur, og Stefán Henrýs- son sem spilar á hljómborð. Langbrók á Rósenberg Rokkhljómsveitin Langbrók ætlar að troða upp í Rósenberg- kjallaranum um helgina, bæði föstudags'- og laugardagskvöld. Flutt verður hressileg rokktónlist með fjölbreytilegu lagavali sem nær allt frá Halla og Ladda upp í Rússneska sverðdansinn en hann var síðast leikinn af Villa Guðjóns og hljómsveitinni Gaddavír á ár- unum 1972-74. Hljómsveitin er skipuð Aðalsteini Bjamþórssyni, Braga Bragasyni, Baldri Sívert- sen, Flosa Þorgeirssyni og Sigur- valdi Helgasyni. Bubbi á Blönduósi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.