Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 5 ******?&& LAB AíJ^I \StA^°S Fréttir Landsfundur Kvennalistans: Óhjákvæmilegt að við íhugum stöðu okkar - segir Kristín Halldórsdóttir þingkona Landsfundur Samtaka um kvennalista verður haldinn í Nes- búð á Nesjavöllum um helgina. Á dagskrá eru meðal annars umræður um stöðu Kvennalistans í kjölfar kosningaúrslitanna síðastliðið vor og hvemig kvennapólítík verði best borgið. „Það er náttúrlega óhjákvæmilegt að við íhugum stöðu okkar. Úrslit kosninganna voru auðvitað mikil vonbrigði. Við höfum heldur ekki fyllilega gert okkur grein fyrir því hvemig á þeirri niðurstöðu stóð,“ segir Kristín Halldórsdóttir, þing- kona Kvennalistans. Undir liðnum breytingatillögur er meðal annars útskiptareglan um- deilda, fjölgun í framkvæmdaráði og starfsreglur þingflokks. Ekki verður farið mikið í ákveöna málaflokka á A myndarlegu Novembertilboöi Japis færð þu geisladiska með þinni uppáhaldstónlist með 20% afslátti. landsfúndinum þar sem það var ný- lega gert í undirbúningnum fyrir kosningarnar. „Á landsfundi á eftir kosningum er meira rætt um stöðu okkar í ljósi kosningaúrslita og í ljósi þess sem er að gerast í stjórnmálunum,“ greinir Kristín frá. Hún kveðst hafa orðið vör við mikla umræðu um kvennapólítísk sjónarmið að undanfomu. „Ég veit ekki alveg hvert það leiðir okkur. Ég hef ekki trú á að tekin veröi af- gerandi ákvörðun um framtíð Kvennalistans eða eitthvað slíkt. Ég held að það sé varla timabært en það er aldrei að vita. Mér finnst ég heyra það meira og meira hversu mikilvægt það sé að konur standi saman til að reyna að rétta stöðu sína.“ -IBS Framkvæmdasýsla ríkisins: Upplýsingar um eignir á Internetinu til ráðuneyta Framkvæmdasýsla ríkisins hefur tekið nýjustu margmiðlunartækni í þjónustu sina og er að hefja sending- ar á Internetinu til ráðuneyta og stofnana um eignir og viðhald þeirra. Framkvæmdasýsla ríkisins er fyrsta ríkisstofhunin sem tekur Intemetið í þjónustu sína beint í viðskiptum sínum við aðrar stofii- anir. „Áherslur í mannvirkjagerð á ís- landi eru að breytast. Minni áhersla er nú lögð á nýframkvæmdir en þess í stað verður væntanlega meira fjármagn veitt i viðhald, aðlögun og endurbyggingu þeirra mannvirkja sem nú þégar eru fyrir hendi í land- inu. Vegna þessa fórum við að at- huga hvaða áhrif þessar staðreyndir hefðu á rekstur stofnunarinnar og hvernig hún gæti aðlagað sig breytt- um áherslum og breyttri tækni,“ sagði Steindór Guðmundsson, for- stjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, á hugmyndaráðstefnu fjármálaráðu- neytisins sem haldin var í fyrradag. Að sögn Steindórs gerir eignaum- sýslukerfið, sem byggist á nútíma- tölvutækni, mögulegt að hafa alltaf nýjustu upplýsingar um stöðu verk- efnanna. Hægt er að fá á tölvuskjá- inn landsvæði það sem viðkomandi bygging er á, bygginguna sjálfa og jafnvel sprangur í húsvegg ef um slikt er að ræða. Upplýsingar verður meðal annars að finna um hönnuð, byggingarár, byggingarefni, stærð og verðgildi eignarinnar. „Eignaumsýslukerfið auðveldar okkur að henda reiður á sívaxandi upplýsingamagni sem umsjón eigna nú á tímum fylgir. Kerfið nýtir sér þá tækni sem margmiðlun býður upp á,“ sagði Steindór einnig. -IBS Hafnarfjarðarbær: Væntir góðs af stækkun álvers „Væntanlega verður uppbygging iðnaðarsvæðisins í námunda við Straumsvík hraðari en gert var ráð fyrir og það sama gildir líklega um íbúðarhverfin í námunda við álver- ið. Stækkun álversins eykur bjart- sýnina núna þegar viö erum að vinna að fjárhagsáætlun næsta árs,“ segir Kristinn Ó. Magnússon, bæjar- verkfræðingur Hafnarfjarðar. Kristinn segir ljóst að fram- kvæmdimar við stækkun álversins í Straumsvík muni kalla á aukna þjónustu sem efla muni hag bæjar- ins. Enn liggi þó engar tölur fýrir í því sambandi enda skammt liðið frá ákvörðun um stækkun. -kaa Steindór Guðmundsson, Guðni Walderhaug og Björn H. Gíslason frá Framkvæmdasýslu rtkisins og Júlíus Sæberg Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, í bás Framkvæmdasýsl- unnar á Hugmyndaráðstefnunni. DV-mynd GVA NYR 2000 KRONA PENINGASEÐILL OG 100 KRÓNA MYNT í umferð 9. nóvember r k Sl A N ^ Kynningarörk liggur frammi í bönkum og sparisjóðum NÓVEMBERTILBOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.