Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1995, Qupperneq 6
22 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 *<^p£jingar Sýningar Argentína, steikhús Barónsstíg 11 a Jóhann G. Jóhannsson sýnir rúmlega tuttugu myndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 23. nóvemb- er. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber yfir- skriftina „Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar". Sýningin er opin kl. 10-16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Ásdís Kalman sýnir málverk unnin með olíu á striga. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 og stendurtil 19. nóvember. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu. Axelsdóttur, Helgu Ámnannsdóttur, El- ínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Fold Laugavegi 118 d Sibba (Sigurbjörg Jóhannesdóttir) sýnir málverk. í kynningarhorni gallerísins sýnir Adam Nichols vatnslitamyndir. Sýningin er opin daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Á morgun kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Tinnu Gunnarsdóttur. Á sýning- unni eru sófar, borð og hillur. Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15 Galleríiö er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Ingólfsstræti 8 Hreinn Friðfinnsson sýnir verk sín. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánu- daga kl. 26. nóvember. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Sólon íslandus Ljósmyndarinn Stephan Stephensen sýnir Ijósmyndir. Myndimar eru svart- hvítar Ijósmyndir, teknar í Frakklandi 1993 og ’94. Sýningin stendur til 16. nóvember. Gallerí Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður opnar sýningu sem hún nefnir Stein- blóm á morgun kl. 14. Þar sýnir hún áþrykkt efni úr hör, silki, bómull og vis- cause. Sýningin verður opin alla daga vikunnar kl. 14-18 til 26. nóvember. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Vignir Jóhannsson sýnir innsetningu sem heitir „Sérstök þögn“ og er úr stáli og litadufti. Sýningin er opin á verslun- artíma kl. 10-18 virka daga. Hafnarborg Á morgun opnar Erla B. Axelsdóttir list- málari tíundu einkasýningu sína en um er að ræða pastelmyndir - náttúru- stemningar og minningabrot. Sýningin er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Slðasti sýningardagur er 27. nóv- ember. Kaffi Mílanó Faxafeni 11 Markús Sigurðsson sýnir olíumálverk. Opið mánud. kl. 9-19. þriðjúd., mið- vikud. og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl. 9-1 og laugard. kl. 9-18. Kjarvalsstaðir Oer í miðrými og forsölum yfirlitssýning á verkum Einars Sveinssonar arkitekts (1906-1973). Sýningin Kjarval-mótun- arár 1885-1930 verður opin fram í des- ember. Opið kl. 10-18. Kaffistofa og safnverslun opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu Safniö er opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Listasafn Kópavogs Hamraborg 4 Pótur Gautur Svavarsson sýnir á þriðja tug málverka. Sýningin er opin alla „Þetta eru pastelmyndir. Margar af þeim hef ég unnið úti við þar sem ég sit og skissa en síðan er haldið áfram út frá þeirri hugmynd á vinnustofunni. Myndimar eru sex- tíu, bæði stórar og smáar, gerðar á tveimur árum,“ segir Erla B. Axels- dóttir listmálari sem á morgun opn- ar einkasýningu á verkum sínum í Sverrissal í Hafnarborg í Hafnar- firði. Þetta er tíunda einkasýning henn- ar og nú sýnir Erla pastelmyndjr, náttúrustemningar og minninga- brot, eins og fyrr segir. Hún á sterk- ar rætur í svæðinu umhverfis Sel- vatn á Mosfellsheiði en þar var Erla á sumrin með foreldrum sínum og systkinum í sumarhúsi fjölskyld- unnar. Hún sækir innblástur þang- að enda árin í faðmi gilsins orðin mörg. Erla hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og er- lendis. Hún er einn af stofnendum Art-Hún hópsins sem rekur vinnu- stofu og gallerí við Stangarhyl í Reykjavík. Þar gefst gestkomandi kostur á að sjá listamennina við störf og sýningar eru þar í gangi all- an ársins hring. Listamennirnir setja ný verk í stað þeirra sem seij- ast þannig að sjálfkrafa eru sýning- amar sífellt í endumýjun. Sýning Erlu í Sverrissal stendur til 27. nóvember. Listmálarinn Erla B. Axelsdóttir er nú að opna sína tíundu einkasýningu. DV-mynd BG Hnna í Greip Tinna Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Greip á morgun. Þar sýnir hún sófa, borð og hillur en Tinna útskrifaðist úr listhönnunardeild West Surrey College of Art & Design í Bretlandi fyrir þremur ámm. Þetta er þriðja einkasýning Tinnu en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og í Bret- landi. Nýlistasafnið: Guðný og Thomas Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar á morgun kl. 18 í Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Listamenn- imir sem sýna era Guðný Richards og Thomas Ruppel en þau sjrna bæði málverk og grafík. Sýningamar standa til 26. nóvem- ber. Grafíkmyndir Bertu Rautt auga. Unnið 1984. Listasafn íslands: Höggmyndir Guðmundar Benediktssonar Á morgun verður opnuð sýning í Listasafni íslands á höggmyndum Guðmundar Benediktssonar er hann vann á áranum 1955—95. Ár- lega kynnir Listasafnið verk eftir starfandi íslenskan listamann og er þetta þriðja árið í röð sem slíkt kynning fer fram. Guðmundur Benediktsson myndhöggvari er í hópi þeirra listamanna sem fóra að vinna óhlutbundin verk á sjötta ára- tugnum en hann er meðal elstu starfandi myndhöggvara okkar, fæddur árið 1930. Guðmundur hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en einkasýningu hélt hann árið 1957. Hann lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði árið 1944. 1950—56 nam Guðmundur við Myndlistarskólann í Reykjavík þar sem hann naut tilsagnar Ásmundar Sveinssonar. Verk eftir Einar Má, t.h, og Susanne. Steinskálar í Listhúsi 39 Myndhöggvararnir Einar Már Guövarðarson og Susanne Christen- Hrönn Vilhelmsdóttir textilhönnuður opnar sýningu, sem hún kallar Steinblóm, í Stöðlakoti á morgun. Þar sýnir hún áþrykkt efni úr hör, silki, bómuli og viscose. Tolli í Selfossbíói: Myndlist og tónlist Á myndlistarsýningu Tolla, sem nú stendur yfir í Selfossbíói, verður á morgun kl. 17 boðið upp á tónleika með hafnfirsku hljómsveitunum Súrefni og Skoffini. Einnig koma fram skáldin Bragi Ólafsson, Einar Kárason, Didda og Einar Már Guð- mundsson. Aðgangur er ókeypis. Ljósmyndir Steph Steph, Stephan Stephensen, sýnir ljósmyndir sínar í Gallerí Sólon ís- landus um þessar mundir. Á sýning- unni era svart/hvítar ljósmyndir teknar í Frakklandi árin 1993 og 1994. Myndimar era frá Café Le McU'ché í Nanterre. Steph lærði ljósmyndun í Frakk- landi og hefúr tekið þar þátt í sam- sýningum. Sýningu hans í Galleríi Sólon íslandus lýkur 16. nóvember. Á morgun verður opnuð í anddyri Norræna hússins sýning á grafik- verkum eftir dönsku listakonuna Bertu Moltke. Myndimar era gerð- ar í samvinnu við rithöfundinn Ullu Ryum og birtust í bókinni Skjulte beretninger sem kom í Danmörku 1994. Þær áttu náið samstarf við gerð bókarinnar um þriggja ára skeið og unnu jöfnum höndum að texta og mynd og sóttu hugmyndir hvor til annarrar á víxl. Pöddur Karls Einkasýningu Karls Jóhanns Jónssonar í sýningarsalnum Við Hamarinn að Strandgötu 50 í Hafh- arfirði lýkur á sunnudaginn. Á sýningunni era m.a. verk unn- in með akrýl á striga og eru myndefni af ýmsum toga: portret, pöddur og sokkar. Danski listamaðurinn Jorgen Larsen sýnir verk sín í Katel, List- húsinu í Laugardal, um þessar mundir. Sýningunni lýkur um aðra helgl. sen halda sýningu á skálum sem flestar era höggnar í íslenskar stein- tegundir. Sýningin, sem verður opn- uð á morgun, verður í sýningarrým- inu baka til í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnarborg við Strandgötuna í Hafnarfirði. Einar Már sýnir geómetrísk og lífræn skálaform sem öli era unnin í íslenskan grástein með inn- brenndu bývaxi. Susanne sýnir skíilar unnar í rauðan Hólastein, móberg og alabastur. Þetta er í þriðja skiptið sem Ein- ar Már og Susanne sýna saman en þau námu bæði höggmyndagerð í Grikklandi á árunum 1985-90. Auk þess hefur Einar Már haldið sex einkasýningar hér á landi og erlend- is og Susanne eina, í Galleríi Sæv- ars Karls í fyrra, en þar sýndi hún höggmyndir í Hólastein og grískan kalkstein. Þau hafa bæði tekiö þátt í nokkrum samsýningum. Sverrissalur í Hafnarborg: Minningabrot Erlu Sýningar daga nema mánudaga kl. 12-18 og lýkurhenni 19. nóvember. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson, „Þessir kollóttu steinar", mun standa í allan vetur. Safn- ið er opið á laugardögum og sunnudög- um kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listhús 39 Strandgötu, Hafnarfirði Myndhöggvaramir Einar Már Guðvarð- arson og Susanne Christensen halda sýningu á skálum sem flestar eru hoggnar í íslenskar steintegundir. Sýn- ingin verður í sýningarrýminu baka til í Listhúsi 39. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17. Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjofn Har. Sýningin ber yf- irskriftina „íslensk náttúra, íslenskt landslag". Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Danski listamað- urinn Jorgen Larsen sýnir í Katel til 18. nóvember. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Skúlptúrsýning Ingu Ragnarsdóttur stendur til 26. nóvember. Myndlistar- sýning Hlyns Hallssonar f Effinu fram til áramóta. Sýningarnar eru opnar kl. 13-19 mánudaga til fimmtudaga og kl. 13-17 föstudaga til sunnudaga. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudög- um, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húsið Á morgun kl. 16 verður opnuð sýning f anddyri hússins á grafíkverkum eftir dönsku listakonuna Bertu Moltke. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 9-19, nema á sunnudögum kl. 12-19. Sýn- ingunni lýkur 3. desember. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Guðný Richards og Thomas Ruppel opna sýningu á morgun kl. 18 á mál- verkum og grafík. Gestur safnsins í setustofu er þýski listamaðurinn Martin Leiensetter frá Ludwigsburg. Martin sýnir málverk. Sýningamar eru opnar daglega kl. 14-18 og þeim lýkur 26. nóvember. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Sparisjóður Hafnarfjarðar Garðatorgi 1, Garðabæ Jóhann G. Jóhannsson sýnir rúmlega 20 myndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendurtil 26. nóvember og er opin á afgreiðflutfma bankans og einnig á sunnudögum kl. 14-18. Þjóðminjasafnið Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 12-17. Við hamarinn Strandgötu 50 Hafnarfirði Einkasýningu Karls Jóhanns Jónsson- ar lýkur á sunnudagskvöld. Á sýning- unni er m.a. verk unnin með akrýl á striga. Máiverkasýning á Akranesi Friðrik Jónsson heldur málverkasýn- ingu í Listahomi Upplýsingamiðstöðvar derðamála á Akranesi og stendur sýn- ingin frá 15. otkóber til 31. nóvember. Á sýningunni eru aðallega vatnslitamynd- ir auk þriggja olíumálverka. Tolli sýnir á Selfossi Sýningu Tolla í Selfossbfói lýkur sunnu- daginn 12. nóvember. Sýningin eroþin kl. 13-21. Kirkjuhvoll á Akranesi G.R. Lúðvíksson sýnir hátt í 20 lista- verk sem unnin voru á árunum 1991- 1995. Sýningin stendurtil 12. nóvemb- er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.