Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1995, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995
^ftíngar
Sýningar
Argentína, steikhús
Barónsstíg 11 a
Jóhann G. Jóhannsson sýnir rúmlega lutt-
ugu myndir, unnar með blandaðri tækni.
Sýningin stendur til 23. nóvember.
Ásmundarsalur
Freyjugötu 41
Ásdís Kalman sýnir málverk unnin með
olíu á striga. Sýningin er opin alla daga kl.
14-18 og stendur til 19. nóvember.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvík
Þar stendur yfir sýning á verkum Ertu Ax-
elsdóttur, Helgu Armannsdóttur, Elínborg-
ar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnars-
dóttur og Margrétar Salome. Galleríið er
opið alla virka daga kl. 12-18.
Deiglan, Akureyri
18. nóv. verður opnuð Ijósmyndasýning
Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur. Sýnlngin í
Deiglunni hefur hlotið titilinn Af klettum og
steini".
Gallerí Fold
Laugavegi 118d
Sibba (Sigurbjörg Jóhannesdóttir) sýnir
málverk. í kynningarhomi gallerísins sýnir
Adam Nichols vatnslitamyndir. Sýningin er
opin kl. 10-18 nema á sunnudaginn kl.
14-18, en þá lýkur sýningunni.
Gallerí Greip
Sýning á verkum Tinnu Gunnarsdóttur. Á
sýningunni eru sófar, borð og hillur. Sýn-
ingin stendur til 26. nóvember og er opin
alla daga nema mánudaga kl. 14-18.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15, sími 21425
Galleríið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí Helga
Árnanesi Homafirði
Laugard. 18. nóv. nk. verður opnuð sam-
sýning. Sýningin verður opin alla daga frá
kl. 14-17 og stendur til 3. des. Þátt í sýn-
ingunni taka nokkrar af fremstu leiriista-
konum landsins. Þær eru Kogga, Stein-
unn Marteinsdóttir, Kolbrún S. Kjarval,
Inga Elín, Rannveig Tryggvadóttir, Britta
Berglund, Þóra Sigurþórsdóttir og Helga
Jóhannesdóttir. Helga Eriendsdóttir sýnir
málaöa kertastjaka úr tré.
Gallerí, Ingólfsstræti 8
Hreinn Friðfinsson sýnir verk sín. Sýning-
in er opin alla daga nema mánudaga kl.
26. nóvember.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema
laugardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum
á hverju kvöldi. Æja, Þórey Magnúsdóttir
er þar með sýningu.
Gallerí Ríkey
Hverfisgötu 59
Sýning á verkum Rfkeyjar. Opið kl. 13-18
virka daga en laugardaga og sunnudaga
kl. 13-16.
Gallerí Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður er
með sýningu, sem hún nefnir Steinblóm.
Þar sýnir hún áþrykkt efni úr hðr, silki,
bómull og viscose. Sýningin verður opin
alla daga kl. 14-18 til 26. nóvember.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Vignir Jóhannsson sýnir innsetningu sem
heitir .Sérstðk þögn" og er úr stáli og lita-
dufti. Sýningin er opin á verslunartíma kl.
10-18 virka daga.
Gallerí Úmbru
Amtmannsstfg 1
Iréne Jensen, grafíklistakona, opnar sýn-
ingu fimmtud. 16. nóv. kl. 17-19. Sýningin
er opin þriðjud. til laugard. kl. 13-18,
sunnud. kl. 14-18 og lokað á mánudög-
um. Sýningin stendur til 6. desember.
Ketill Larsen
Fríkirkjuvegi 11,1. hæð.
Sýning dagana 18.-19. nóv. Sýninguna
nefnir hann „Skinn frá öðrum helmi'. Sýn-
ingin verður opin báða dagana frá kl.
14.00-22.00.
Kirkjuhvoll
Kirkjuhvoli, Akranesi.
Laugardaginn 18. nóv. kl. 17.00 opnar
Daði Guðbjömsson sýningu á verkum sln-
um. Sýningunni lýkur 26. nóvember og er
opin virka daga frá 16-18 og um helgar frá
15-18.
Hafnarborg
Eria B. Axelsdóttir listmálari opnaði sl.
laugardag tíundu einkasýningu sina en
um er að ræða pastelmyndir - náttúru-
stemningar og minningabrot. Sýningin er
opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga.
Síðasti sýningardagur er 27. nóvember.
Kaffi Mílanó
Faxafeni 11
Markús Sigurðsson sýnir olíumálverk.
Opið mánud. kl. 9-19. þriðjud., miðvikud.
og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl. 9-1 og
laugard. kl. 9-18.
Ketill Larsen hefur haldið yfir tuttugu einkasýningar en sú nýjasta stendur aðeins yfir um þessa helgi. DV-mynd S
Einkasýning Ketils Larsen:
Skin frá öðrum heimi
„Flestar myndimar á þessari sýn-
ingu era nýjar af nálinni en það er
ein og ein eldri mynd með af því að
mér finnst svo gaman að hafa þær
með. Þetta eru mest blóm og lands-
lag og svo eru líka fljúgandi skip og
ýmislegt sem minnir á annan heim
en nafn sýningarinnar er dregið af
því. Fyrir lifandi löngu sá ég í hug-
skoti mínu alls konar myndir og ég
fór að reyna að koma þeim niður á
léreft. Það tókst nú ekki til að byrja
með en þetta er landslag sem ég
þekki ekki úr raunveruleikanum.
Fljúgandi geimskip eru mér sérstak-
lega hugleikin og ég hef mjög gaman
af því að teikna þau,“ segir listam-
aðurinn Ketill Larsen sem á morgun
opnar einkasýningu á verkum sín-
um að Fríkirkjuvegi 11,1. hæð.
„Ég hef aldrei rekist sjálfúr á
svona hluti (geimskip) en ég var
einu sinni á Snæfellsnesi og þá hitti
ég konu sem var meö fyrirlestur um
fljúgandi furðuhluti og ég sýndi
henni teikningamar mínar og hún
benti á nokkur sams konar skip og
hún hafði séð,“ segir listamaðurinn
og bætir við að kannski hafi þetta
nú bara verið tilviljun.
Ketill hélt síðast einkasýningu á
verkum sínum fyrir tveimur árum
en sýning hans nú stendur aðeins
yfír þessa einu helgi, 18.-19. nóv-
ember. Hann segir stuttan sýningar-
tíma samt ágætan og að sumir kalli
þetta ör-sýningu. í verkum lista-
mannsins nú ber aðeins á nýjum
keim en myndimar hans eru frekar
litlar en hvort svo verður áfram er
alveg óráðið. Ketill segist hafa sinnt
myndlistinni töluvert á þessu ári og
verið sérstaklega duglegur að teikna
en á sýningu hans að Fríkirkjuvegi
11 eru um 100 akrýl- og olíumyndir.
Skissur Magnúsar
Á morgun opnar Magnús Ólafúr Kjartansson mynd-
listarmaður sýningu á verkum sínum í verslun Jens
Guðjónssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 20 í Reykja-
vík. Magnús kallar sýningu sína Skissur/Undirbúnings-
vinna og þar sýnir hann vatnslitamyndir sem eru drög
að málverkum sem hann sýndi á Kjarvalsstöðum árið
1994. Sú sýning vakti athygli en þau verk eru með trúar-
legu ívafi.
Magnús er fæddur í Reykjavík 1949 og stundaði nám
við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Kommglegu
dönsku listaakademíuna. Hann hefúr haldið fjölda einka-
sýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði
heima og erlendis. Hann rekur nú eigin vinnustofu að
Álafossi í Mosfellsbæ.
Sýning Magnúsar stendur til 2. desember og er opin á
verslunartíma.
Gallerí List:
Einkasýning Æju
í Gallerí List við Skipholt 50b stendur nú yfir sýning
á verkum Æju, Þóreyjar Magnúsdóttur.
Æja, sem lauk stúdentsprófi af listasviði Ejölbrauta-
skólans í Breiðholti 1981, stundaði nám í Myndlistaskóla
Reykjavíkur 1979-414. Hún hóf nám við Myndlista- og
handíðskólaskóla íslands 1982 og lauk prófi úr myndmót-
unardeild þremur árum síðar. Þá var Æja við nám í gler-
steypu 1994 hjá Jónasi B. Jónassyni glerlistarmanni. Á
síðustu árum hefur hún unnið að list sinni.
Æja hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í
fjölmörgum samsýningmn hérlendis. Sýning hennar í
List stendur út mánuðinn.
Við Hamarinn:
Takt'ana heim
Fjöldi listamanna og hönnuða opnar sýningu í sýning-
arsalnum Við Hamarinn, Hafnarfirði, á morgun. Um er
að ræða sölusýningu með því fyrirkomulagi að seljist t.d.
mynd er hún tekin niður og önnur sett upp og er nafn-
gift sýningarinnar, Takt’ana heim 95, þannig til komin.
Listasetrið Akranesi:
Daði sýnir í Kirkjuhvoli
Daði Guðbjömsson opnar sýningu á verkum sínum í
listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun. Hann sýn-
ir þar aquarellur, ólíumálverk og grafik.
Daði er fæddur í Reykjavík 1954 og stundaði myndlist-
amám í Myndlistaskólanum I Reykjavik, Myndlista- og
handíðaskóla íslands og í Ríkisakademíunni í Amster-
dam. Hann hefur kennt við Myndlistaskólann í Reykja-
vík og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Daði var for-
maður í Félagi íslenskra myndlistarmanna um skeið og
sat í safnráði Listasafns íslands. Hann hefur haldið á
þriðja tug einkasýninga hérlendis og erlendis og tekið
þátt í meira en 50 samsýningmn víða um heim.
Sýningunni lýkur 26. nóvember. -DÓ
Benedikt, Gréta Ósk, Elín Perla, Gréta Mjöll og Kristberg-
ur taka þátt í sýningunni. DV-mynd BG
Samtímis
Fimm myndlistarmenn opna samsýningu með heitinu
„Samtímis" í kjallara Norræna hússins á morgun. Lista-
mennimir eru Benedikt G. Kristþórsson, Elín Perla
Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Gréta Ósk Sigurðardótt-
ir og Kristbergur Ó. Pétursson. Á sýningu þeirra eru
grafíkverk, m.a. ætingar og þurmál í kopar og ál, stein-
þrykk og blönduð þrykktækni.
Gréta Mjöll notar tákn sem í uppröðun sinni mynda
sögur og vinnur hún m.a. á þessari sýningu út frá mjög
hefðbundnum íslenskum sagnaformum, þ.e. ævisögum
og minningargreinum. Kristbergur hefúr yfirskriftina
viðstöðulausar myndir á verkum sinum og fjalla þau um
rótleysi og óstöðugleika í dansi línu og flatar, margvís-
legum árekstrum þeirra og sambúðarformum á mynd-
fletinum. Elín vinnur út frá tengingu á milli himins og
jarðar eða anda og efiiis. Gréta Osk notar texta í mynd-
um sínum og býr þannig til frásögn. Benedikt vinnur út
frá hugmyndum um micro, macro, þar sem sköpunin
leiðir til eyöingar, tortímingar en um leið til ákveðinnar
endumýjunar.
Hugleiðing Iréne
Iréne Jensen grafiklistakona hefur opnað sýningu í
Gallerí Úmbru. Listakonan stundaði myndlistamám í
Stokkhólmi 1976-77 og í Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1990-94 og útskrifaðist úr grafikdeild.
Iréne hefur áður haldið einkasýningar á Sauðárkróki
og í Stokkhólmi, samsýningu í Boston og í Hafnarborg á
þessu ári.
Myndir hennar eru unnar í koparætingu og blandaðri
tækni. Heiti sýningarinnar er „Bautasteinar Islands fyrr
og nú“ og er persónuleg hugleiðing um sögu og menn-
ingu íslands.
Sýningar
Kjarvalsstaðir
í vestursal er sýning á íslenskri samtíma-
list sem ber yfirskriftina Eins konar hver-
dagsrómatík. 16 listamenn sýna. Þá er f
miðrými og forsölum yfiriitssýning á verk-
um Einars Sveinssonar arkitekts
(1906-1973). Sýningin Kjarval - mótunar-
ár 1885-1930 verður opin fram í desem-
ber. Opið kl. 10-18. Kaffistofa og safn-
verslun opin á sama tíma.
Listasafn Einars
Jónssonar
Njarðargötu
Safnið er opið laugardaga og sunnudaga
kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn erop-
inn alla daga. Inngangur er frá Freyjugötu.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Opið alla daga nema mánudaga kl.
12-18.
Listasafn Kópavogs
Hamraborg 4
Pétur Gautur Svavarsson sýnir á þriðja
tug málverka. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga kl. 12-18 og lýkur henni
19. nóvember.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sig-
urjón Ólafsson „Þessir kollóttu steinar"
mun standa í allan vetur. Safnið er opið á
laugardögum og sunnudögum kl. 14-17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Listhús 39
Strandgötu, Hafnarfirði
Myndhöggvaramir Einar Már Guðvarðar-
son og Susanne Christensen halda sýn-
ingu á skálum sem flestar eru hoggnar í
fslenskar steintegundir. Sýningin verður f
sýningarrýminu baka til í Listhúsi 39. Opið
virka daga kl. 10-18, laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18.
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17
Þar stendur yfir myndlistarsýning á verk-
um eftir Sjöfn Har. Sýningin ber yfirskrift-
ina „(slensk náttúra, fslenskt landslag."
Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga
kl. 11-16. Danski listamaðurinn Jargen
Larsen sýnir f Katel til 18. nóvember. Sýn-
ingin er opin virka daga kl. 10-18, laugar-
daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18.
Menningarmiðstöðin
Gerðuberg
Skúlptúrsýning Ingu Ragnarsdóttur stend-
ur til 26. nóvember. Myndlistarsýning
Hlyns Hallssonar f Effinu fram til áramóta.
Sýningamar eru opnar kl. 13-19 mánu-
daga til fimmtudaga og kl. 13-17 föstu-
daga til sunnudaga,
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17.
Norræna húsið
I anddyri hússins er sýning á grafíkverkum
eftir dönsku listakonuna Bertu Moltke.
Sýningin verður opin daglega kl. 9-19,
nema á sunnudögum kl. 12-19. Sýning-
unni lýkur 3. desember.
„Samtímis"
Dagana 18. nóv. til 3. des. verður hakfin
sýning 5 myndlistarmanna. Listamennimir
eru Benedikt G. Kristþórsson, Elín P.
Kolka, Gréta Mjöll Bjamadóttir, Gréta Ósk
Sigurðardóttir og Kristbergur Pétursson.
Nýlistasafnið
vA/atnsstíg
Guðný Richards og Thomas Ruppel sýna
málverk og grafík. Gestur safnsins f setu-
stofu er þýski listamaðurinn Martin Leien-
setter frá Ludwigsburg. Martin sýnir mál-
verk. Sýningamar eru opnar daglega kl.
14-18 og þeim lýkur 26. nóvember.
Póst- og símaminjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarfirði
Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Þjóðminjasafnið
Opið sunnud, þriðjud. fimmtud. og laug-
ard. kl. 12-17.
Verslun Jens
Guðjónssonar
Skólavörðustíg 20
Þann 18. nóv. opnar Magnús Ólafur
Kjartansson myndlistarmaður sýningu
á verkum sínum. Sýningin stendur til 2.
desember og er opin á verslunartíma.
Málverkasýning
á Akranesi
Friðrik Jónsson heldur málverkasýningu f
Listahomi Upplýsingamiðstöðvar Ferða-
mála á Akranesi og stendur sýningin frá
15. otkóber til 31. nóvember. Á sýningunni
eru aðallega vatnslitamyndir auk þriggja
olfumálverka.