Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 DANSSTAÐIR Áslákur Mosfellsbæ E.T.-bandið leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Café Amsterdam Trúbadorinn Siggi Björns leikur föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið í Glæsibæ Á föstudags- og laugardagskvöld leik- ur hljómsveitin „Lúdó og Stefán". Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Gaukur á Stöng Reaggie on Ice leikur föstudags- og laugardagskvöld. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel ísland Söngsystur, tveggja klst. söngdagskrá, hljómsveitin Langbrók sér um undir- leik á föstudagskvöld, einnig Tommy Dorsey Show í aðalsal. Laddi, sýning í Ásbyrgi. Á laugardagskvöld verður Tommy Dorsey Show í aðalsal, Laddi, sýning í Ásbyrgi. Hljómsveitin Karma Ieikur að Iokinni sýningu. Kántrí- kvöld á sunnudagskvöld. Hótel Saga Geirmundur í skagfirskri sveiflu föstudagskvöld. Ríósaga laugardags- kvöld. Síðasta sýning. Mímisbar: Ragnar Bjarnason og Stefán Jökuls- son sjá um fjörið á Mímisbar föstu- dags- og laugardagskvöld. Ingólfscafé Diskótek föstudags- og Iaugardags- kvöld. Jazzbarinn Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Kaffi Reykjavík Danssveitin Kos skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. L.A.-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Alla miðviku- daga, fimmtudaga o£ sunnudaga til 10. desember er bjorhátíð og mun hljómsveitin Papar skemmta öll kvöldin. Leikhúskjallarinn Diskótek um helgina. Næturgalinn Hljómsveitin Fánar leikur fyrir dansi unt helgina. Rósenbergkjallarinn Lipstikk leikur laugardagskvöld. Óðal Egill Ólafsson leikur föstudags- og laugardagskvöld. Á miðhæðinni leik- ur Bjarni Ara með ýmsum gestum. Skálafell Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Tveir vinir Hljómsveitin In Bloom leikur á laug- ardagskvöld. Ölkjallarinn Arnar og Þórir leika föstudags- og laugardagskvöld. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstu- dag. Sixties í Keflavík Sixties verður með bítlaböll á Ránni, Keflavík, föstudags- og laugardags- kvöld. Hunang í Bláa lóninu Hljómsveitin Hunang heldur ball í Bláa lóninu á laugardagskvöld. Bjami Tryggva og Teitur Guðna Trúbadorarnir Bjarni Tryggva og Teit- ur Guðna leika í Dalabuð í Búðardal á föstudagskvöld og á laujjardags- kvöld skemmta þeir á bjórhatíðinni á Hótel Akranesi. Langbrók í Eyjum Rokkhljómsveitin Langbrók leikur á veitingastaðnum HB pub og Höfðan- um í Vestmannaeyjum um helgina Vinir vors og blóma Hljómsveitin Vinir vors og blóma leik- ur í Sjallanum ísafirði á laugardags- kvöld. ........... Laugardalshöllin: Bítlapönksveitin Ash Norður írska hljómsveitm Ash mun spila á rokktónleik- um í Laugardalshöllinni fostudagskvöldið 24. nóv- ember. Tónlist þeirra er hrátt og ómengað bítlapönk. Þeir Tim Wheeler, Mark Hamilton og Rick McMurray í hljóm- sveitinni Ash, frá County Down á Norður-írlandi, byrj- uðu að spila saman siðla árs 1992. Snemma voru þeir orðnh- ein ferskasta og áhugaverð- asta hljómsveitin í Belfast. Sumarið 1994 skrifuðu þeir undir plötusamning hjá In- fectious útgáfufyrirtækinu í London. Síðan þá hefúr leiðin aðeins legið upp á við og núna hafa þeir náð tveimur smáskífum inn á topp 15 á breska vinsældalistanum. Ash er nú sem stendur á 7 vikna tónleikaferðalagi um Bandaríkin og þaðan fer hún beint til Evrópu í des- ember með smá viðkomu hér á í slandi. Upphitunarhljómsveitir fyrir Ash eru ekki af verri endanum. Það eru framverðir íslenska rokksins í dag, Jet Black Joe, Maus og Botnleðja. Maus var að gefa út nýja plötu fyr- ir stuttu sem er stíluð inn á erlendan markað, Jet Black Joe er að fara til Bretlands í tónleikaferð eftir áramót og Botnleðja er sigurvegari Músíktilrauna. Kynnir á hljómleikunum er Heiðar Jónsson. Ekki ófrægari hljómsveit en Pearl Jam hefur boöið Ash að hita upp fyrir sig á tónleikaferðalagi sínu næsta ár en þeir Tim, Rick og Mark sögðu nei. Ástæðan er sú að þeir vildu miklu frekar fara með Foo Fighters, sem er nýja bandið hans Dave Grohl úr N irvana, í tónleika- ferð næsta ár. Þeir Tim Wheeler, Mark Hamilton og Rick McMurray í hljómsveitinni Ash, frá County Down á Norður-ír- landi, byrjuðu að spila saman síðla árs 1992. Fjölskyldutónleikar Ríó tríós Á þessu ári eru um það bil 30 ár frá því að þrír ungir piltar úr Kópavogi komu saman og hófu söng með gítar- undirleik undir nafninu Rió trió. Aðrar sögur fara ekki af þessu tríói nema þær að nú halda þeir upp á afmælið og um leið 40 ára kaupstaðarafmælis Kópavogs þann 25. nóv- ember og nefnast tónleikamir „í Túninu heima“. Ríó tríóið var stofnað af þeim Ólafi Þórðarsyni, Halldóri Fannar og Helga Péturssyni. í tilefhi afmælisins ætla þeir félagar, Ágúst Atlason, sem gekk til liðs við tríóið 1968, Helgi Pétursson og Ólafúr Þórðarson, að halda stóra fjöl- skyldutónleika í íþróttahúsi HK við Digranes klukkan 17 á laugardaginn. Til liðs við þá félaga kemur fjöldi listamanna, hljómsveit- in Saga Class og söngvaramir Sigrún Eva og Reynir Guð- mundsson, Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Szymon Kuran fiðluleikari og Reynir Jónasson harmónikuleikari. Einnig syngur kór Kársnesskóla með tríóinu. Svona leit Ríó tríóið út árið 1976. Danssveitin Kos skemmtir á Kaffi Reykjavík um þessa helgi, föstudags- og laugar- dagskvöldið. Hljómsveitina skipa Sigurður Dagbjartsson, grtar og söngur, Kristján Óskarsson, hljómborð, Már Elísson, slagverk og söngur, og söngkonan Eva Ásrún Albertsdóttir. Bláa lónið: Hunang Dans- og diskóhljómsveitin Hun- ang heldur diskóball í Bláa lóninu laugardagskvöldið 25. nóvember. Skemmtun sveitarinnar hefst klukk- an 23,18 ára aldurstakmark er og vín- veitingar. Þetta er í fyrsta sinn sem almennur dansleikur er haldinn á þessum stað. Rósenberg: Lipstikk Lipstikk, hljómsveitin góðkunna, heldur tónleika í Rósenbergkjallar- anum laugardagskvöldið 25. nóv- ember. Undanfarið hefur sveitin ver- ið að vinna að nýju efni, ásamt því að í vinnslu era endurhljóðblandanir af efhi af plötunni Dýra-líf sem kom út fyrir skemmstu. Meðlimir sveitar- innar era Bjarki Kaikumo söngvari, Árni og Anton Már gítarleikarar, Sævar Þór bassaleikari og trymbill- inn Ragnar Ingi. Stórhljómsveit Tommy Dorseys spilar á Hótel íslandi um helgina. Hótel ísland: Stórhljómsveit Tommy Dorseys Vestmannaeyj ar: Langbrók Rokkhljómsveitin Langbrók ætlar til Eyja um helgina og spilar þar á tveimur böllum. Það fyrra verður á veitingastaðnum HB pub en það síð- ara á Höfðanum. Langbrók hefur not- ið töluverðra vinsælda þar sem hljómsveitin hefur komið fram og er það vafalaust skemmtilegum uppá- tækjum að þakka en þeir eiga til að taka upp á ýmsu óvenjulegu. Þeir Brókarbræður era einnig með mjög sérstæða hártísku og er þar sjón sögu ríkari. Meðlimir Langbrókarinnar eru Alli langbrók, Bragi J. Norðdahl, Ofur Baldur, Flosi Þorgeirsson goði og Silli Snere. Sjallinn á ísafirði: Vinir vors og blóma Hljómsveitin Vinir vors og blóma flýgur vestur á ísafjörð laugardaginn 25. nóvember og leikur fyrir gesti á tónleikum í Sjallanum um kvöldið. Þar verður væntanlega mikið grín og mikil gleði og aldurstakmark er 18 ár. Hótel ísland flytur til íslands stór- hljómsveit Tommy Dorseys til að leika á tvennum tónleikum, föstudags- kvöldið 24. nóvember og laugardags- kvöldið 25. nóvember. Hljómsveitina skipa 17 hljóðfæraleikarar og margir af þeim hafa leikið með hljómsveitinni frá því í gamla daga. Stjómandi sveit- arinnar er básúnuleikarinn Buddy Morrow og söngvari sveitarinnar Walt Andrus. Hljómsveit Tommy Dorseys er mjög vinsæl í Bandaríkj- unum og meðal þekktustu útsetninga hennar era lög eins og Easy Does It, Quiet Please, Sing Hugh og Opus No 1. Sérstakur gestur á tónleikunum er Björgvin Halldórson sem stíga mun á svið og syngja með þeim nokkur af þekktustu lögum sem Frank Sinatra söng með sveitinni. Kvöldið byrjar á tónleikum fyrir matargesti og síðan mun hljómsveitin leika fyrir dansi bæði kvöldin. 21 Alltaf eitthvað nýtt! Páll Óskar - Palli Bubbi - f skugga Morthens Fjallkonan- Partý Orri Harðar - Stóri draumurinn Bogomil Font - Út og suöur Halli Reynis - Hring eftir hring Ásgeir Óskarsson - Veröld smá og stór Vinir Dóra - Hittu mig Gus Gus - Gus Gus Leó G. Torfason - Draumsýn Gipsy Kings - Estrellas Living Colour - Pride PULP - Different Class Queen - Made in Heaven Enya - The Memory of Trees Pottþétt 1 og 2 Genius/GZA - Liquid Swords Dangerous Minds The Rolling Stones - Stripped The Beatles - Anthology nr. 1 Ragnar Bjarnason - Heyr mitt Ijúfasta lag Unun - Super Shiny Dreams Björk - Post Borgardætur - Bitte núl Einar Kristjánsson - Ó, leyf mér þig að fefða Cigarette - Double Taffc Haukur Heiðar - Suðrænar perlur Kristín Eysteinsdóttir - Litír Cypress Hill - III Green Day - Insomaniac Mariah Carey - Daydream Elton John - Love Songs JAPISS Póstkröfusími 562 5290

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.