Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 ngar Sýningar Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Á morgun verður opnuð sýning á málverkum eftir Tuma Magnússon. Verkin á sýningunni eru olíumálverk unnin með spraututækni á stríga. Sýningin stendur til 10. desember. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvik Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels- dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guð- mundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Mar- grétar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Borg v/Austurvöll Siðasta sýningarhelgi á verkum Ingálvs av Reyni, þekktasta listmálara Færeyinga. Galler- íið er opið um ríelgina kl. 14-18 en sýningunni lýkur á sunnudag. Gallerí Fold Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á vatns- litamyndum Katrínar H. Agústsdóttur. Sýning- una nefnir hún ,Húsin þrjú - stjómarsetrin." I kynningarhomi sýnir Ásdís Sigurþórsdóttir verk unnin úr pappír. Gallerí Greip Sýning á verkum Tinnu Gunnarsdóttur. Á sýn- ingunni eru sófar, borð og hillur. Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15 Galleríið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Helga Árnanesi Hornafirði Þar stendur yfir samsýning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17 og stendur til 3. des. Þátt i sýningunni taka nokkrar af fremstu leir- listarkonum landsins. Þæreru Kogga, Steinunn Marteinsdóttir, Kolbrún S. Kjarval, Inga Elín, Rannveig Tryggvadóttir, Brítta Berglund, Þóra Sigurþórsdóttirog Helga Jóhannesdóttir. Helga Erlendsdóttir sýnir málaða kertastjaka úr tré. Gallerí, Ingólfsstræti 8 Hreinn Friðfinnsson sýnir verk sín. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga til 26. nóvem- ber. Gallerí List Sklpholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laug- ardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Æja, Þórey Magnúsdóttir er þar með sýningu. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Á sýningu Hrannar Vilhelmsdóttur textilhönn- uðar eru verk úr hör, silki, viscose og bómull. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. nóvember. Opið er alla daga frá kl. 14-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur yfir sýning á verkum Grétu Mjallar Bjamadóttur. Myndirnar á sýningunni em graf- ík, koparætingar, þrykktar á pappír. Sýningin ber heitið Sögur. Gallert Úmbra Amtmannsstíg 1 Iréne Jensen grafiklistakona sýnir verk sín. Sýningin er opin þriðjud. til laugard. kl. 13-18, sunnud. kl. 14-18 og lokað á mánudögum. Sýningin stendur til 6. desember. Hafnarborg Sýningu Ertu B. Axelsdóttur lýkur nk. mánudag. Eria sýnir pastelmyndir byggðar á náttúru- stemningum og minningabrotum. Sýningu Jóns Gunnarssonar lýkur einnig á mánudag. Sýning- arnar er opnar alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Kaffi Mflanó Faxafenl 11 Markús Sigurðsson sýnir oliumálverk. Opið mánud. kl. 9-19, þriðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl. 9-1 og laug- ard. kl. 9-18. Kjarvalsstaðir í vestursal er sýning á íslenskri samtímalist sem ber yfirskriftina Eins konar hversdagsróm- antík. 16 listamenn sýna. Þá er í miðrými og forsölum yfirtitssýning á verkum Einars Sveins- sonar arkitekts (1906-1973). Sýningin Kjarval - mótunarár 1885-1930 verður opin fram í des- ember. Opið kl. 10-18. Kaflistofa og satnversl- un opin á sama tíma. Kænan Óseyrarbraut 2, Hafnartirði Um þessar mundir stendur yfir sölusýning Steinvarar Bjarnadóttur á vatnslitamyndum. Llstasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 551 3797 Safnið er lokað i desember og janúar. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn íslands Fríklrkjuvegi 7 Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Þorgerður Sigurðardóttir við verk sín í Listasafni Kópavogs. Myndefnið er sótt í einn þekktasta listgrip Islandssög- unnar, Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað, sem er varðveitt í Louvre-safninu í París. DV-mynd Brynjar Gauti Listasafn Kópavogs: Tréristur Þorgerðar „Núna síðastliðin ár hef ég verið að sækja myndefni til miðalda- kirkjulistar. Ég segi nú alltaf að ástæöan fyrir því sé sú að ég er fædd og uppalin á kirkjustað, á Grenjaðarstað í S-Þingeyjarsýslu," segir Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður sem á laugardag- inn kl. 16 opnar sýningu í Listasa&ii Kópavogs - Gerðarsafni - á trérist- um. Þorgerður verður fimmtug 28. nóvember og er því um nokkurs konar afmælissýningu að ræða. Myndefnið er sótt í einn þekktasta listgrip íslandssögunnar, Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað. Það er refilsaumað altarisklæði frá miðöldum sem segir tólf atriði úr sögu heilags Marteins sem var bisk- up í Tours á 4. öld. Atvikin á klæð- inu eru í sömu röð og í Marteins sögu biskups. Kirkjan á Grenjaðar- stað, sem átti klæðið, var ein af tíu kirkjum sem helgaöar voru heilög- um Marteini í kaþólskum sið. Franski leiðangursstjórinn Paul Gaimard er talinn hafa eignasí klæðið þar 1836. Síðan á 19. öld hef- ur það verið eign Louvre-safiisins í París og er sýnt þar með öðrum kjörgripum úr kirkjulist. „Ég segist á vissan hátt vera að færa klæðið heim með því að gera myndir eftir því,“ segir Þorgerður. Hún er kennari að mennt og hef- ur auk þess stundað nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún lauk námi í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans 1989. Sýningin í Gerðarsafni verður opin frá 25. nóvember til 17. desem- ber. Hún er opin daglega frá kl. 12 til 18 nema á mánudögum. í tengslum við sýninguna kemur út ritið Heilagur Marteinn frá Tours eftir Ólaf H. Torfason með upplýs- ingum um dýrlinginn og myndirn- ar. Verk Jóhanns G. Jóhannssonar á sýningunni í Sparisjóðnum í Garðabæ eru öll unnin á þessu ári. Sýning Jóhanns G. Sýningu Jóhanns G. Jóhannsson- ar, tónlistar- og myndlistarmanns, í Sparisjóðnum í Garðabæ og Jakobs- stofu í Argentínu steikhúsi lýkur sunnudaginn 26. nóvember. Jóhann verður sjálfur í Spari- sjóðnum á sunnudag en þá er opið frá klukkan 14 til 18. Verkin, sem eru til sýnis í Sparisjóðnum, eru öll unnin á þessu ári með blandaðri tækni og vatnslitum. Akureyri: Fimm sýna í Hekluhúsinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fimm norðlenskir myndlistar- menn opna sýningu á verkum sín- um í Hekluhúsinu á Akureyri á laugardag. Sýningin verður opin daglega kl. 15-18. Listamennimir sem þar sýna eru Aðalsteinn Vestmann, Hólmfriður Bjartmarsdóttir, Hörður Jörunds- son, Kristjana F. Arndal og Öm Ingi Gíslason. Öll verkin á sýningunni em til sölu. Skissur Magnúsar eru með trúar- legu ívafi. Skissur Magnúsar Nú stendur yfir sýning Magnúsar Ólafs Kjartanssonar myndlistar- manns á verkum hans í verslun Jens Guðjónssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 20 í Reykjavík. Magnús kallar sýningu sína Skissur/Undirbúningsvinna og þar sýnir hann vatnslitamyndir sem eru drög að málverkum sem hann sýndi á Kjarvalsstöðum 1994 en þau verk em með trúarlegu ívafi. Magnús er fæddur í Reykjavík 1949 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Konung- legu dönsku listaakademíuna. Gallerí Fold: Húsin þijú - stjórnarsetrin Katrín H. Ágústsdóttir opnar á laugardaginn kl. 15 sýningu á vatns- litamyndum í Gallerí Fold. Sýning- una nefnir listakonan Húsin þrjú - stjómarsetrin. Katrín hefur á undanförnum árum lagt stund á vatnslitamálun og textfl. Myndefnið sækir hún einkum í húsaþyrpingar í Reykjavík og ís- lenskt landslag. Hún hefur fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir liststörf sín. Katrín stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, Kennaraháskóla íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík auk þess sem hún hefur farið í náms- ferðir tfl Danmerkur og Finnlands. Katrín H. Ágústsdóttir sækir mynd- efni sitt í húsaþyrpingar í Reykjavík og íslenskt iandslag. Hannes Lárusson: Menningarlegt afstæði Hannes Lárusson opnar kl. 16 á laugardaginn sýningu í Galleríi Birgis Andréssonar að Vesturgötu 20 í Reykjavík. Á sýningunni em ný verk unnin með hlandaðri tækni. Aðalviðfangsefni verkanna á sýn- ingunni er menningarlegt afstæði þar sem sértækar og almennar skír- skotanir era samofnar. Gallerí Birgis Andréssonar er opið frá kl. 14 til 18 á fimmtudögum en á öðram tímum eftir samkomu- lagi. Sýningar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson, .Þessir kollóttu steinar*, mun standa í allan vetur. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listiðnaðarsýning í Kringlunni Listiðnaðarsýning ’95 stendur yfir í kringlunni þar sem áhortendum gefst tækifæri til að sjá gleriist, rennda trémuni, leiriist, þurrblóma- skreytingar, vatnslitamálun, postulinsskartgripi, svo að eitthvað sé nefnt. Sýningin er sðlusýn- ing og veröur á 1. hæð Kringlunnar um helgina. Listhús 39 Strandgötu, Hafnarfirði Myndhöggvaramir Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen halda sýningu á skálum sem flestar eni hðggnar í íslenskar steinteg- undir. Sýningin er í sýningarrýminu baka til f Listhúsi 39. Sýningin stendur til mánudagsins 27. nóvember og er opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17, sími 553 2886 Garðar Jökulsson opnar málverkasýningu á morgun sem stendur til 3. des. Opin mánudaga til föstudaga kl. 10-18, laugardaga 10-16 og sunnudaga 14-18. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Skúlptúrsýning Ingu Ragnarsdóttur stendur til 26. nóvember. Myndlistarsýning Hlyns Halls- sonar í Etfinu fram til áramóta. Sýningamar ent opnar kl. 13-19 mánudaga til fimmtudaga og kl. 13-17 fðstudaga til sunnudaga. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26 „Lífsgleði njóttu" afmælissýning Þórðar frá Dagverðará verður opnuð 27. nóvember og stendur hún til 9. desember. Opið virka daga kl. 9-17 og kl. 14-18 um helgar. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudðgum og laugardðgum kl. 13-17. Norræna húsið í anddyri hússins er sýning á grafíkverkum eft- ir dönsku listakonuna Bertu Moltke. Sýningin verður opin daglega kl. 9-19 nema á sunnu- dðgum kl. 12-19. Sýningunni lýkur 3. desem- ber. Samtímis - sýning 5 myndlistarmanna Stendur til 3. desember. Listamennimir, sem sýna, eru Benedikt G. Kristþórsson, Elín P. Kolka, Gréta Mjðll Bjarnadóttir, Gréta Ósk Sig- urðardóttir og Kristbergur Pétursson. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Guðný Richards og Thomas Ruppel sýna mál- verk og grafik. Gestur safnsins í setustofu er þýski listamaðurinn Martin Leiensetter frá Lud- wigsburg. Martin sýnir málverk. Sýningamar eru oþnar daglega kl. 14-18 og þeim lýkur 26. nóvember. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarf., simi 555 4321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Sparisjóður Hafnarfjarðar Garðatorgi 1, Garðabæ Sýningu Jóhanns G. Jóhannssonar á rúmlega tuttugu myndum unnum með blandaðri tækni lýkur 26. nóvember. Sýningin er oþin á af- greiðslutíma bankans og á sunnudag kl. 14-18. Þjóðminjasafnið Opið sunnudag, þriðjudag, fimmtudag og laug- ardag kl. 12-17. Verslun Jens Guðjónssonar Skólavörðustíg 20 Magnús Ólafur Kjartansson myndlistarmaður sýnir verk sín. Sýningin stendur til 2. desember og er opin á verslunartíma. Málverkasýning á Akranesi Friðrik Jónsson heldur málverkasýningu í Lista- horni Upplýsingamiðstöðvar Ferðamála á Akranesi og stendur sýningin frá 15. október til 31. nóvember. Á sýningunni em aðallega vatnslitamyndir auk þriggja olíumálverka. Kirkjuhvoll Akranesi Siðasti dagur sýningar Daða Guðbjðmssonar í Ustasetrinu er á sunnudag. Daði sýnir Aqu- arellur, olíumálverk og grafík. Opið virka daga kl. 16-18 og um helgar kl. 15-18. Deiglan, Akureyri Þar stendur yfir Ijósmyndasýning Ingu Sólveig- ar Friðjónsdóttur. Sýningin f Deiglunni hefur hlotið titilinn Af klettum og steini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.