Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Page 4
20 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 3 T Ó N L I S J A R 66 -1 sveitinni ★★ Góðir sprettir en stefnan óljós Þeir Birgir Haraldsson og Karl Tómasson hafa þraukað lengi saman í rokk- inu og héldu hljómsveitinni Gildrunni úti um margra ára skeið. Hún lék rokk í þyngri kantinum en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir mikla þrautseigju. Og nú er svo komið að þeir fóstbræður eru búnir að leggja Gildruna niður og mesta þungarokkið á hilluna í bili að minnsta kosti og teknir til við léttari tónlist undir nafninu 66. Platan „í sveitinni" er önnur plata 66 og eins og nafn plötunnar gefur til kynna er kominn sveitakeimur af tónlist sveitarinnar. Ekki er þó um hrein- ræktað kántrí að ræða heldur er grunnurinn einhvers konar sveitarokk með eilitlu blúsívafi. Á þessu eru ýmsir angar og útúrdúrar og greinilegt að þeir Birgir og Karl eiga erfitt með áð finna sig á nýjum slóðum. Platan verður þvl nokkuð sundurleit og við bætist að lögin eru afar misjöfn að gæðum. Sum eru með því besta sem þeir félagar hafa gert eins og til dæmis Móðir jörð, Gleymi lengstum að lifa og Flugbíllinn, en önnur eru lakari og stundum virðist sem ekki hafi náðst að vinna lögin til fullnustu áður en þeim var dembt inn á plötuna. Textar eru allir á íslensku og líkt og lögin eru þeir afskaplega brokkgengir, svo að ekki sé meira sagt. Söngur og hljóðfæraleikur er prýðisgóður en jafn- góður söngvari og Birgir er ætti ekki að þurfa að beita jafnmikilli tilgerð í söng og hann gerir. Hann er bestur þegar hann syngur af einlægni. Sigurður Þór Salvarsson Ásgeir Óskarsson - Veröld stór og smá Trommuleikaraplata Ásgeir Óskarsson spilar hvað sem er, rokk, popp, blús, djass, polka, ræla og valsa. Hann fer létt með suður-amerískan áslátt og vafalaust einnig afrískan. Þar af leiðandi er hann sá hljómlistarmaður sem fyrst kemur upp í hug- ann þegar trommu- og ásláttarleikara vantar við einhveija plötuupptökuna. Enda eru þær orðnar um hundrað og fimm- tíu, plötumar sem hann hefur leikið inn á á rúmlega aldarfjórðungs ferli. Það var því tími kominn til að Ásgeir sendi frá sér sína eigin plötu. Á Ver- öld stór og smá er hann ekki einungis slagverksleikarinn. Hann semur öll tíu lögin á plötunni, leikur á hljómborð og bassa og syngur og raddar auk þess að forrita, útsetja og stýra upptökum. Platan ber þvi vitni að Ásgeir er vel að sér í hljóðversvinnu (skárra væri það nú!) og að hans eigin stíll ligg- ur einna næst Þursaflokknum af öllu því sem hann hefur fengist við af stfl- um um ævina. Þessu gerir textahöfundur plötunnar, Ingólfur Steinsson, sér grein fyrir enda eru yrkisefnin mörg í þeim anda sem hefði hæft Þurs- um vel. Lög Ásgeirs Óskarssonar eru ekki vinsældalistafóður. Þaðan af síður hæfa þau lyftum, flugvöllum eða stórmörkuðum. Það þarf að hlusta á tónlistina til að njóta hennar og sér í lagi slagverksleiks höfundarins sem auðheyri- lega velur ekki auðveldustu lausnirnar þegar hann útsetur íyrir sjálfan sig. Veröld stór og smá er plata fyrir pælara af gamla skólanum. Ásgeir Tómasson Emilíana Torrlnl - Croucie d’ou lá ickirk Ný stjarna fædd Emilíana Torrini vakti fyrst athygli í fyrra með hljómsveitinni Spoon fyrir óvenjugóðan og þroskaðan söng af ekki eldri söngkonu að vera, eða 17 ára. Nú er hún farin að starfa upp á eig- in spýtur og það má ljóst vera að við Islending- ar höfum eignast nýja söngstjörnu sem hefur alla burði til að ná miklum frama ef rétt er haldið á spilum. Emilíana hefur sagt að söngur hennar með Spoon hafi verið létt raul í sem hafi ekki fyllilega gefið rétta mynd af raun- verulegu raddsviði hennar. Þegar hlustað er á þessa fyrstu sólóplötu henn- ar fer þetta ekki milli mála og er engu líkara en að hún sé meðvitað að sýna hvers hún er megnug. Söngurinn er nefnilega ótrúlega fjölbreyttur og hreint með ólíkindum hversu margvíslegum söngstflum Emilíana hefur yfir að ráða. Hún syngur rokk, hún syngur blús, hún syngur soul, hún syngur djass, allt eins og að drekka vatn og með glæsilegum tilþrifum. Að sama skapi sýnir þessi gífurlega fjölbrej’tni í lagavali á plötunni að Emilí- ana er ekki búin að finna sér samastað á söngbrautinni. Hún er enn að leita fyrir sér og á að gefa sér góðan tíma í það. Af því sem hún býóur hér upp á finnst mér henni takast best upp í laginu Crazy Love, sem er gullfal- leg soulballaða eftir Van Morrison, Today I Sing the Blues sein er ekta blúsballaða og Miss Cele’s Blues (Sister) sem er gamalkunn jassballaða sem Billy Holliday söng meðal annars endur fyrir löngu. Undirleikarar Emilíönu á plötunni eiga líka mikið hrós skilið en þar eru á ferðinni þeir Jón Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Jóhann Hjörleifsson, Róbert Þór- hallsson, Sigurður Sigurðsson, Haraldur Þorsteinsson, Snorri Valsson og Magnús Jónsson. Croucie d’ou lá skipar Emilíönu Torrini á fremsta bekk meðal dægurlagasöngvara þjóðarinnar og platan fer um leið sjálíkrafa í úr- valsflokk. Sigurður Þór Salvarsson í lummubakstri - Kartöflumýsnar ★★★ Bærilegasti bakstur Kartöflumýsnar eru flokkur sjö karla og kvenna sem fæst hafa komið við sögu í dægurtónlist eða skemmtanaþjónustu, að frátöldum Þorsteini Gunnarssyni trommuleikara. Hann gerði síðast garðinn frægan með Stjóminni áður en hann hvarf til náms. Við gerð plötunnar í lummu- bakstri var hópur spilara og söngvara músunum til aðstoðar. Sumir í þeim hópi teljast til landsliðsmanna í hljóðversvinnu og eiga þeir eflaust sinn þátt í að tónlistin á plötunni er í mörgum tilvikum ágætlega heppnuð. Lagasmíðar tveggja Kartöflumúsa, Lýðs Árnasonar og írisar Sveinsdóttur, eru þó það sem fær eyrun fyrst og fremst til að sperrast. Laglínumar eru oftar en ekki einfaldar en útsetningar bera vitni um góða hugmyndaauðgi og eyra fyrir óvenjulegum lausnum. Ekki spillir fyrir að hér og þar má greina hófleg djassáhrif í tónlistinni sem raunar er fremur erfitt að flokka undir þessa stefnuna eða hina. Af heildaryfirbragði plötunnar í lummubakstri má ráða að Kartöflumýsnar hafi gert hana fyrst og fremst sjálfum sér til skemmtunar. Sú spila- og sönggleði smitar ágætlega út frá sér og þegar á heildina er litið má hafa gaman af plötunni, brosa oft út í annað en sjaldan eða aldrei grát’út í hitt. Ásgeir Tómasson nmsi DV Stórtónleikar verða haldnir í Loftkastalanum sunnudaginn 3. desember næstkomandi. Fjölmargir listamenn koma fram með KK, en sjálfir tónleikarnir hefjast klukkan 21. DV-mynd ÞÖK „Gleðifólkið" - rökrétt framhald af „Lucky One'% segir KK Það var byrjað að vinna lög fyrir Gleðifólkið strax eftir að Hótel Föroy- ar kom út með KK-bandinu 1993. í lok árs 1994 var hins vegar ákveðið að bíða með útgáfu til ársins 1995, KK var og er nefnilega sinn harðasti gagnrýn- andi og ákvað að það sem komið var í lok árs ’94, væri hreinlega ekki nógu gott. Á þessu ári er hann hins vegar sáttur og ánægður meö útkomuna og lifið. KK kynnir Gleðiðfólkið. Þótt vænst um að vinna með ... Eins og áður segir var byrjað að vinna lög á nýju plötuna strax í byrj- un árs 1994. í stað þess að vinna með KK-bandinu tók KK upp þráðinn þar sem frá var horfið og byrjaði aftur að vinna með Eyþóri Gunnarssyni mági sínum sem var upptökustjóri á Lucky One og er upptökustjóri nú. Það má því með sanni segja að Gleðifólkið sé aðeins önnur sólóplata KK, þar sem bæði Bein leið og Hótel Föroyar voru með KK-bandinu. Gleðifólkið er rök- rétt framhald af Lucky One. Aðspurður sagði KK að honum hefði þótt vænst um að vinna með Ey- þóri, Ellen og öUum tónlistarmönnun- um sem koma nálægt gerð plötunnar. I samanburði við síðustu tvær plötur er hljómurinn á þessari aUt annar, án þess þó að KK hafi misst hinn sjarmer- andi stU götugítarleikarans er stUlinn aUur mýkri. KK þótti líka mjög vænt umaðspUaaUagít- arana á plötunni sjáifur (fyrir utan einn rythmagítar sem Eyþór Gunn- ars spilaði, hann spilar víst alltaf einn rythmagítar á þeim KK plötum sem hann stjómar upptökum á). Hugsað til engla Auk KK syngur Ellen systir hans eitt lag á plötunni. Lagið heitir I Thinkof Angels og var samið í minn- ingu systurþeirra, Inger Ágústu Kristjáns, sem lést af slysförum árið 1992.KKsamdilag- ið uppi á lofti í miðju útgáfuboði sem var haldið honum til heiðurs áFlateyriþaðárið, nýkominn að utan frá jarðarfór syst- ur sinnar. Lagið var frumflutt á minn- ingartónleikunum um þá sem létust í snjóflóðinu í Súðavík fyrr á þessu ári. Hafþór Ólafsson, kokkurinn snjalli úr Súkkat, syngur líka eitt lag á plöt- unni og semur textann sjálfur. Lagið heitir Saga villiandarinnar. Einnig má fmna tvö instrumental gítarpikk- lög á plötunni, Tunglskinsvalsinn og Aðeins meira. Hlj óðfæraleikur Auk þess að stjóma upptökum spil- ar Eyþór Gunnarsson á hljómborð, kóngatrommur og syngur raddir, Gunnlaugur Briem spilar á trommur, Sigfús Óttarsson leikur á trommur, Þórleifur Guðjónsson spilar á bassa, Tómas M. Tómasson slær á sömu strengi, Pálmi Gunnarsson spilar þá líka á bassa, Dan Cassidy leikur á fiðlu eins og honum einum er lagið og Berg- lind Björk Jónasdóttir borgardóttir syngur raddir á plötunni. Stórtónleikar í Loftkastalanum Stórtónleikar verða haldnir í Loft- kastalanum sunnudaginn 3. desember næstkomandi. Fjölmargir listamenn koma fram með KK, en sjálfir tónleik- amir hefjast klukkan 21. Aðspurður segist KK ekki vilja túlka nafnið á plötunni, né heldur text- ana. „Fólk verður að leggja sína túlk- un í lögin og textana út frá eigin reynslu. Fólk tengist tónlist svo mis- munandi tilfinningalega að ég vil ekki skemma þá upplifun fyrir fólki með því að upplýsa mfna tfdkun.” Eftir að hafa búið lengi erlendis og upplifað lífsstíl blúsmannsins lýsir KK sjálfum sér sem íslendingi búsett- um í Reykjavík í dag. Það er hans lífstíll. Hann er hættur að misnota áfengi og eiturlyf, líður vel og er að gefa út sitt persónlegasta verk til þessa. Tólf laga plötu sem fjallar um Gleðifólkið, mig og þig. GBG Auk KK syngur Ellen systir hans ertt lag á plötunni. Lagið heftir I Think of Angels. MA-kvartettinn — MA-kvartettinn: ★ ★★Á Það ber aö fagna því að þau allt of fáu lög MA-kvartettsins sem varð- veist hafa skuli komin á geisladisk. Fjórmenningarnir, sem skipuðu kvartettinn, vom sannarlega „popp- stjömur” síns tíma. -ÁT Islandica — Römm er sú taug: ★★★ Þetta er áheyrileg plata, svolítið skrýtin og skondin á köflum en grip- im sem maður væri alveg til í að mæla með við erlenda kunningja. -ÁT Halli Reynis — Hring eftir hring: ★★★ Textar plötunnar em í óvenjuhá- um gæðaflokki miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum mark- aði og laglínur era léttar og liprar og auðvelt að grípa þær og þær eru ósköp þægilegar á að hlýða. -SÞS Palli — Páll Óskar: ★★★ Þessi nýja plata Páls Óskars styrk- ir stöðu hans sem eins besta söngv- ara landsins og sýnir hve fjölhæfur hann er. Hljóðfæraleikur er eins og best verður á kosið. -SÞS Litir—Kristín Eysteinsdóttir: ★★★ Tónlistin á plötunni er vissulega hrá á köflum. Það er bara af hinu góða því að nóg kemur út af fullslíp- uðum og jafhvel ofslípuðum afurð- um á landi hér. -ÁT Sundin blá — Ýmsir flytjendur: ★★★ Þormar Ingimarsson er að koma fram á sjónarsviðið með plötunni sem lagasmiður og vægt til orða tek- ið lofar hann góðu. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.