Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Bamakór Árbæjar- sóknar syngur. Foreldrar boðnir velkomnir með bórnum sínum. Guðsþjónusta k. 14. Sr. Baldur Kristjánsson biskupsritari prédikar en prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Organleikari Sig- rún Steingrímsdóttir. Bryndís Nielsen leikur á flautu. Barnakór Árbæjarsafnaðar syngur ( guðsþjónustunni ásamt kirkjukór Árbæjarkirkju. Vænst er þátttöku fermingarbama og toreldra þeirra í guðsþjónustunni. Kaffisala Kvenfélags Árbæjarsóknar í safnaðarheimili kirkjunnar eftir guðsþjónustuna og skyndihappdrætti til ágóða fyrir Lfknarsjóð. Aðventutónleikar kirkjukórs og barnakórs í kirkjunni kl. 20.30. Prestarnir. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Aðventukvöld kl. 20.30. Kirkjubíllinn ekur. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Barna- og fjólskylduguðs- þjónusta kl. 11. Yngri barnakórinn syngur. Að- ventusamkoma kl. 20.30. Gfsli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta ki. 11. For- eldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Kirkjukaffi eftir messu. Skímarmessa kl. 15.30. Aðventuhátíð kl. 20.30. Pálmi Matthías- son. Digraneskirkja: Fjölskylduguösþjónusta kl. 11 með þátttöku sunnudagaskólabarna. Aðventu- hátíð kl. 20.30. Gunnar Sigurjónsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestursr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf í safnaðar- heimilinu á sama tíma og (Vesturbæjarskóla kl. 13. Kl. 20.30. Aðventukvöld KKD (kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar). Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Marianna Másdóttir leikur á þverflautu. Organisti Kjartan Ólafsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Órganisti Lenka Mátéová. Bamaguðsþjónusta á sama tfma f umsjá Ragnars Schram. Kl. 20: Samkoma á.að- ventu. Prestamir. Gaulverjabæjarkirkja: Messa kl. 14, altaris- ganga. Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Aðventuljósin verða tendruð, aðventusógur sagðar og sungnir aðventusöngvar. Aðventuhá- líð kl. 20.30. Prestarnir. Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Að- ventuhátíð-messa kl. 14 i nýbyggingu Grensás- kirkju sem er í smiðum. PrestarHalldór S.Grön- dal og Kjartan ðm Sigurbjömsson. Að lokinni messu verður kaffisala Kvenfélags Grensás- kirkju til styrktar gluggum kirkjunnar. Grindavíkurklrkja: Messa kl. 14, altarisganga. Guðmundur Karl Brynjarsson prédikar. Ferm- ingarböm aðstoða. Barnakórinn syngur undir stjóm Siguróla og Vilborgar. Bjðllukórinn leikur undir stjórn Gróu Hreinsdóltur. Nemendur Tón- listarskólans spila á hljóðfæri. Eftir messuna verður jólasmákökubasar i safnaðarheimilinu. Krakkar úr TTT-starfi kirkjunnar selja smákökur og rennur ágóði í ferðasjóð. Munið leiksýning- una sunnudagskvöld kl. 21.00, „Heim Guðríðar" e. Steinunni Jóhannesdóttur. Kvenfélagskonur standa að baki sýningunni og greiða niður miða- verð. Hallgrímskirkja: Fræðsluerindi kl. 10. Hörður Áskelsson organisti og Mótettukór Hallgríms- kirkju kynna jólaóratoríu Bachs. Bamasamkoma og messa kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Siguibjörnsson. Messa kl. 14 fyrir aldr- aða. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Tónleikar Karlakórs Reykjavikur kl. 17. Háteigskirkja: Kl. 11. Barnaguösþjónusta. Kveikt á aðventukransinum og sungnir aðventu- söngvar. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Fjöl- skyldumessa kl. 14. Kveikt á aðventukransin- um. Flutt aðventuleikrit undir stjóm Dýrieifar Bjamadóttur. Guðjón Leifur Gunnarsson leikur á trompet. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Bamaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guðrún- ar. Aðventusamkoma kl. 17 í umsjá safnaðarié- lagsins. Á eftir verður boðið upp á kakó og smákökur í safnaðarsal. Allir velkomnir. Kristján Einar Þorvarðarson. Keflavfkurklrkja: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Bam borið til skímar. Þema: Við undirbúum jólin innra með okkur. Munið skólabilinn. Aðventu- kvöld kl. 20.30. Fjölbreyttur tónlistarflutningur. Prestamir. . Kópavogskirkja: Bamastarf í safnaðarheimil- inu Borgum kl. 11. Helgistund kl. 11. Aðvenlu- samvera kl. 17. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspftalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Hámessa kl. 11. Sóknarpresturinn sr. Flóki Krist- insson þjónar. Félagar úr Kór Langhollskirkju (hópur IV) syngja og styðja við almennan safn- aðarsöng. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf á sama tfma í safnaðarheimilinu. Við bamaslarf- inu tekur nú nýr starfsmaður kirkjunnar, Bára Friðriksdóttir guðfræðingur. Kl. 17 tónleikar lúðrasveitarinnar Svans í Reykjavík, sfjómandi Haraldur A. Haraldsson. Aðventukvöld kl. 20. Aö lokinni dagskrá er kaffisala Kvenfólags Lang- holtssóknar. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Guömundur Karl Brynjarsson guðfræðingur prédikar. Félag- ar úr Kór Laugameskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Aðventukvöld kl. 20. Heitt súkkulaði og smákökur í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Ólafur Jóhannsson. Lágafellskirkja: Aðventukvöld kl. 20.30. Fjöl- breytt efnisskrá. Ræðumaður sr. Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup. Bamastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11 í safnaðar- heimilinu. Munið kirkjubflinn. Ljóðahátíð kl. 11 sem fermingarböm annast með ritningariestri, hljóðfæraleik og söng. Aöventustund kl. 14, Innri-Njarðvikurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 13. Baldur Rafn Sigurðsson. Ytri-Njarövíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventutónleikar kl. 20.30. Baldur Rafn Sig- urðsson. Seljaklrkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Við upphaf guðsþjónustunnar verða teknar í notkun kirkjuklukkur sem nem- endur Seljaskóla gáfu Seljakirkju. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Kl. 20.30. Aðventukvöld. Guðsþjónusta í Seljahlíð laugardag kl. 11. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Fermingar- böm aðstoða. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Vera Gulasciova. Bama- starf á sama tíma f umsjá Elínborgar Sturiudótt- ur. Aðventukvöld kl. 20.30. Kirkjukórinn sér um kaffiveitingar eftir stundina. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Á Laugaveginum verður að vanda bæði líf og fjör en verslanir þar verða opnar bæði á morgun og sunnudaginn. DV-mynd TJ Langur laugardagur: Hátíðarstemning á Laugaveginum Mikil hátíðarstemning verður á Laugaveginum á morgun en kveikt verður á jólatrjám niður alla götuna kl. 13. Verslunareigendur hafa skreytt og fegrað enda allir komnir í hátíðarskap og jólin á næsta leyti. Eitt og annað verður um að vera á morgun og m.a. má nefna að Magnús Scheving, sá vinsæli íþróttamaður, mætir í Bókabúð Æskunnar og áritar bók sína, Áfram Latibær, frá kl. 13. Kókómalt- kanínan verður á ferðinni og gest- um og gangandi verður boðið heitt og ilmandi kókómalt. Kynning- arfólk frá Gunnari Kvaran mun koma sér fyrir innan dyra á Hlemmi og í versluninni Vtnberinu á Lauga- vegi 43 og hefur heitt á könnunni frá kl. 12-16. O. Johnson & Kaaber verður líka á Hlemmi og kynnir ilm- andi kaffi og piparkökur á sama tíma. Rétt er einnig að minna á að bíla- stæðishúsin eru án gjaldtöku á laug- ardögum og alvöru sérmerktir jóla- strætóar verða á ferðinni á 5 mín. fresti frá kl. 13 og kostar ekkert að ferðast með þeim um Laugaveginn en lokað er fyrir almenna umferð frá kl. 13-16. Þeir sem ekki komast á Laugaveginn á morgun geta huggað sig við að verslanir þar verða einnig opnar á sunnudaginn frá kl. 13-18. Ljósahátíð í Neskirkju Eins og venja hefur venð síðast- liðin ár er mikið um að vera í Nes- kirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu sem nú ber upp á 3. desember. Barnasamkoma verður kl. 11 árdeg- is í safnaðarheimilinu og á sama tíma veröur ljósahátíð í kirkjunni sem væntanleg fermingarbörn ann- ast að mestu leyti með ritningar- lestri, hljóðfæraleik og söng við kertaljós. Klukkan 14 hefst svo aðventu- stundin. Sr. Halldór Reynisson að- stoðarprestur flytur ávarp, börn úr tónskóla DO.RE.Mi leika á hljóð- færi, Kór Melaskóla syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttir, Berg- þór Pálsson syngur einsöng, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrverandi þingmaður, flytur hugvekju, og sóknarpresturinn, sr. Frank M. Halldórsson, flytur lokaorð. Kl. 17 verða svo tónleikar Kirkju- kórs Neskirkju og Litla kórsins und- ir stjórn Reynis Jónassonar organ- Bergþór Pálsson syngur einsöng. Aðventu- samkoma í Áskirkju Fyrsta sunnudag í aðvmtu, 3. des- ember, verður aðventusamkoma í Hraungerð- iskirkju Á sunnudaginn kl. 21 verður að- ventukvöld í Hraungerðiskirkju. Börn úr Þingborgarskóla flytja tónl- ist undir stjóm Heiðmars Jónsson- Lúðrasveitin Svanur, sem varð 65 ára nýlega, heldur afmælistónleika í Lang- holtskirkju á sunnudaginn kl. 17. Efnisskrá þessara tónleika litast af kom- andi hátíð en þó eru létt verk í bland. ista og Ingu Backman söngkonu. Þá mun Edda Heiðrún Backman leik- kona lesa kvæði. Jólakaffi Hringsins Hið árlega jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins verður haldið á Hótel ís- landi á sunnudaginn kl. 14. Boðiö verður upp á ýmis skemmtiatriði. M.a. verður tískusýning barna, söngur, listdans og happdrætti en á meðal vinninga eru matarkörfur og ferðir. Áskirkju kl. 20.30. Hermann Þor- steinsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, flytur ræðu og Sigurður Skagfjörö Steingrímsson syngur erlend og ís- lensk aðventu- og jólalög. Einnig syngur Kolbrún Ásgrímsdóttir ein- söng og Kirkjukór Áskirkju að- ventu- og jólasöngva en söngstjóri er Kristján Sigtryggsson. Enn fremur verður almennur söngur og sam- komunni lýkur með ávarpi sóknar- prests og bæn. Aðventu- kvöld í ýmis^li^ íþróttir Körfubolti Það verður sannkaliaður stór- leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudags- kvöldið. Þá mætast tvö efstu lið- in í deildinni, Keflavík og Hauk- ar. Keflvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í vetur og verða þvi erfiðir heim að sækja en Haukar eru hins vegar á toppn- um í deildinni og hafa leikið mjög vel að „undanfornu. Eftirtaldir leikir fara fram á sunnudagskvöldið: Þór A.-Skallagrímur 20.00 Keflavík-Haukar 20.00 Tindastóll-ÍR 20.00 KR-Grindavík 20.00 Breiðablik-Njarðvík 20.00 Valur-ÍA 20.00 . deild karla: Höttur-Snæfell L.14.00 Selfoss-KFÍ L.16.00 Stjarnan-Þór Þ. S.15.00 Leiknir R.-Reynir S. S.20.00 1. deild kvenna: Valur-Grindavík L.14.00 Njarðvík-Tindastóll L.16.00 ÍR-ÍA L.16.00 Handbolti Ekkert er leikið í 1. deild karla um helgina vegna Evrópuleiks Póllands og íslands í Póllandi. 1. deild kvenna: Fram-KR L.16.00 ÍBA-Stjarnan L. 16.00 ÍBV-Fylkir 16.00 Víkingur-Valur 16.00 2. deild karla: Fylkir-Þór A. F.20.00 Fram-Þór A. L.14.00 Fjölnir-Ármann L.16.00 Breiðablik-HK L. 16.30 ar, Kirkjukór Hraungerðis- og Vill- ingaholtssókna syngur undir stjóm Ólafs Sigurjónssonar, Sveinbjörn Einarsson guðfræðikandidat flytur stutta jólahugvekju og ræðu kvölds- ins flytur Þór Vigfússon, fyrrv. skólameistari. Útivist: Gengið inn í árið 2004 Á sunnudag verður farin valin leið úr Lýðveldisgöngunni 1994. Lagt verður af stað frá Ingólfstorgi kl. 10.30 og gengið sem leið liggur inn í árið 2004. Hugmyndin er sú að gefa fólki hugmynd um hvernig verði um- horfs hér upp úr aldamótum. Fróðir menn verða með í för og gaman verður að heyra spádóma þeirra um framtíðina. Göngunni lýkur um kl. 14 en far- arstjóri er Einar Egilsson. Ferðafélagið: Aðventu- ferð í Þórsmörk Um helgina stendur Ferðafélagið fyrir aðventuferö í Þórsmörk. Brott- fór er kl. 20 í kvöld en gist er í Skag- fjörðsskála/Langadal og er boðið upp á gönguferðir, kvöldvöku og að- ventustemningu. Á sunnudaginn kl. 13 verður gengið meðfram Sandfelli um Rjúpnadali, á Selfjall (238 m) og það- an í Lækjarbotna. Komiö til baka um kl. 17. Þetta er þægileg og fjöl- breytt gönguleið. Brottfór er frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.