Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Qupperneq 8
24
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
ýmislegt
Nautið og Óríon
- um kvensemi guðanna og ógæfu dauðlegra manna -
Núna um mánaðamótin má sjá stjörnu-
merkið Nautið á suðausturhimninum yfir
Reykjavík kl. 12 á miðnætti. Nautið er ættað
úr grísku goðafræðinni. Evrópa var undur-
fogur prinsessa, dóttir Agenors konungs.
Dag einn er hún að leik á sjávarströndinni
þegar stór hvítur griðungur kemur aðvíf-
andi. Hún hræddist i fyrstu en sannfærðist
síðan um ljúfleika hans þar sem hann horfði
til hennar með svo mikilli ástúð að henni
hvarf allur ótti.
Þegar hún áræddi að fara á bak honum
umhverfðist hann skyndilega og stökk fhæs-
andi til hafs og synti með Evrópu til
eyjarinnar Krítar. Þá kom í ljós að
griðungurinn var enginn annar en Seifur í
dulargervi sem var gagntekinn af ást til
Evrópu.
Skammt frá Nautinu má sjá Sjöstirnið, en
það voru sjö systur sem Óríón ann hugást-
um án gagnkvæmni. Guðimir á Ólymps-
fjalli aumkuðu sig yfir systumar og breyttu
þeim í dúfur sem flugu síðan til himna, eins
og glögglega má sjá enn í dag.
Óríón er eitt þeirra stjörnumerkja sem
flestir bera kennsl á. Egyptar til forna
nefndu þetta stjömumerki Ósiris eftir guðn-
um sem var heltekinn af ást til gyðjunnar
ísisar. Breskir vísindamenn hafa nýlega
komist að raun um að plramídarnir miklu á
Nílarbökkum eru staðsettir nákvæmlega eft-
ir stjörnunum þrem í belti Óríóns. Þetta
kemur reyndar ekki svo mjög á óvart vegna
þess að musterisprestarnir töldu heimkynni
sólguðsins Ra vera í stjörnunni Rígel í hnéi
Óríóns eða þar sem Spielberg og félagar létu
heimkynni hans vera í kvikmyndinni
Stjörnuhliðinu sem nýlega var sýnd hér á
landi.
Kappinn Óríón var víðfrægur fyrir veiði-
mennsku sína og því skipuðu Grikkir hon-
um sess á himnum í viðurkenningarskyni.
Þrátt fyrir fengsælni sina beið hann að lok-
um lægri hlut fyrir krabba sem stakk hann
til bana og þvi eru stjörnumerkin Óríón og
Krabbinn aldrei sýnileg samtímis á himni.
í norrænni goðafræði töldu menn stjörn-
urnar þrjár i belti Óríóns vera snældu og
spunarokk Friggjar, ektakvinnu Óðins, en
eftir að kristnin tók við voru þær nefndar
eftir vitringunum þremur. Kínverjar sáu
hins vegar fjölmargar myndir í þessum
stjörnumerkjum til forna. Má þar nefna
vatnsveitu, fjórar grafir, vínámu, aðalsmann
og bam, vatnsgeymslu og hvorki meira né
minna en níu stórfljót.
Ofan við Nautið má sjá i fótinn á kappan-
um Perseifi. Hann kom meðal annars til
bjargar Andrómedu á neyðarstundu þegar
átti að færa hana Vatnaskrímslinu að fórn
til að forða Eþíópíu frá glötun. Hann breytti
Vatnaskrímslinu i steingerving með því að
beina að því hinu illræmda Medúsarauga
sem umbreytti öllu í kaldan stein. Að
launum fékk svo kappinn Andrómedu að
kvonfangi.
Hrúturinn góði sést til hliðar við Nautið
en hann kom og flaug á hrott með systkinin
Helfe og Friksos sem hin illgjama ínó ætlaði
að fórnfæra. Hrúturinn kom að fórnar-
stallinum og hreif börnin á brott en svo illa
tókst til að Helle missti takiö á reifum hans
og féll til sjávar þar sem Evrópa og Asía
mætast í Tyrklandi og heitir það síðan
Hellusund í minningu hennar.
Eins og sjá má hafa stjörnumerki himin-
hvolfsins höfðað mjög til fommanna og
fyllilega jafnast á við sápuóperurnar í
sjónvarpsdagskrám nútímans. -JRJ
Sjostimiö
augUr
Aldebaran
HRUTURINN
ORION
Bellatrix
Betelgas
Midbaugui
OKUMAÐURINN
. PERSEIFUR
• *
Breiddarbaugur +30'
VATNASKRÍMSLIÐ
r mp
Rígel
• f ‘