Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 T Ó N L I S l A R HlíM ’/v Súkkat - Fjap 'kick Á svipuðum slóðum og síðast Dúettinn Súkkat vakti á sér athygli fyrir nokkrum misserum fyrir sér- stakan og bráðskemmtilegan tónlistarflutning sem samanstóö eingöngu af kassagítarleik og söng. Þá þóttu textar dúettsins bráöfyndnir og i þeim var iðulega dálítill broddur. Fyrir tveimur árum kom svo út plata meö þeim Súkkatmönnum sem þótti mikill fengur aö enda kvaö þar við nýjan tón í íslenskri dægurtónlist. Nú er komiö aö plötu númer tvö hjá þeim félögum Hafþóri Ólafssyni og Gunnari Emi Jónssyni en þeir hafa ekki veriö ýkja sýnilegir síöan fyrsta platan kom út. Nýja platan Fjap ber þaö meö sér aö þeir Súkkatmenn leggja ekki mik- iö upp úr því aö þróa tónlist sína; platan er mjög svipuö þeirri sem á und- an er komin;, samastendur af einfóldum lögum þar sem textarnir leika aðal- hlutverkiö. Út af þessu bregður í tveimur lögum og þaö eru þau lög sem upp úr standa á þessari plötu aö mínu mati. Þaö fyrra er lag eftir Gunnar Örn viö texta Gilsbakka Jóns og Káins um Fóstruna. Lagið er í rappstíl með skemmtilegum takti og tvímælalaust besta lag plötunnar. Hitt lagiö er lokalag plötunnar, lagiö Reykjavíkurpakk þar sem rifinn rafmagnsgítar styöur snilldarlega við beittan textann og gefur laginu ferskan blæ. Sigurður Þór Salvarsson Bogomil Font í i i i Út og suður Smekkleysa 1995 Hinar leyndardómsfullu og oft marg- slungnu laglinur Kurts Weill hafa hvatt marg- an flytjandann til dáöa. Weill er ekki auðveld- ur í meðfórum og aflnokkurt sjálfstraust þarf til aö leggja til atlögu við lög hans. Þaö gerir Bogomil Font alveg sveflkald- ur og fetar þar með í fótspor ýmissa ágætra söngvara. Nefna má úr hópi fjölmargra þýsku söngkonuna Ute Lemper og hina íslensku Sif Ragnhildar- dóttur. Ekki er þaö tilvfljun aö báðar eru þær leikkonur aö mennt, því aö mikiö af verkum Weifls er einmitt leikhús- og söngleikjatónlist. Hin leik- ræna ímynd Bogomil Fonts á alls ekki ifla viö þessa tónlist. Evrópskur unnruni (!) Bogomils á einhvern veginn betur við Weill en ameríska dæg- ur- og salsamúsík. Það er ekki spurning aö herra Font syngur betur-á þess- ari plötu en nokkru sinni fyrr. Röddin er ekki eins daufleg og hlutlaus og áöur var, breidd hennar og tónsviö meira. Lög eins og „Speak Low“, „Yo- ukali“, Salómon söngurinn og mörg önnur eru flutt af tilfmningu og öryggi. Sigtryggur Baldursson er skráöur sem útsetjari og upptökustjóri, auk þess að leika á trommur og ýmis slagverkshljóöfæri. Hann á lof skfliö fyrir útsetningar sínar sem sumar hverjar minna eilítið á Tom Waits. Eöa eru það útsetningar Waits sem minna á Kurt Weill? Harla óvenjulegt er aö heyra einleik á sög eins og heyra má í því ágæta lagi „Speak Low“, en þaö hefur löngum verið vinsælt meðal djassleikara. Ein frægasta útgáfa þess er með píanistanum Sonny Clarke og hljómsveit frá árinu 1957 og þykir meist- araleg. Minningin um þann flutning truflar þó ekki ánægjuna sem hafa má af verki Sigtryggs og Bogomils. Og í fyrrnefndri sög heyrist ekki bara í þessu eina lagi. - Ef til vill er hætt við aö hin djarfa meðferö í útsetningu á Makka hnífi kunni aö enda með því að fara í taugarnar á einhverjum hlustendum meö tímanum. Þaö á eftir aö koma í ljós hvort hún þolir mikiö endurtekna hlustun. Upptökur hljómdisksins fóru fram í Chicago í Bandaríkjunum. Hljóö- færaleikarar eru þarlendir að ég held, utan Sigtryggur. Dave Adler hljóm- borðs- og trompetleikari sér um blásturs- og strengjaútsetningar. í lokin má svo geta þess að Bogomil syngur ýmist á íslensku eða ensku, auk þess aö bregöa fyrir sig þýsku í einu lagi og frönsku í ööru. Sælgætisgerðin - Acid Jazz & Funk: ★★ Bragðgott nammi en ekki bragðmikið Sælgætisgerðin er hljómsveit sem á und- anfömum misserum hefur getið sér orö fyrir góðan tónlistarflutning og hressilega fram- komu. Þaö að Sælgætisgeröin hefur náö eyr- um ungs fólks er töluvert afrek, þar sem þeir eru langt í frá aö vera á hefö- bundinni línu hljómsveita, sem unga fólkið hlustar helst á í dag. Sælgætis- geröin er nefnilega blásarasveit fyrst og fremst, hljómsveit, sem hefur fært djassinn og funkið yflr í taktfasta sveiflu sem hefur hina ýmsu anga, Acid Jazz er nýleg skilgreining á tónlistinni og það er eins gott nafn og hvert annað fyrst þarf að kalla tónlistina eitthvaö, en þá hafa líka margir á undan- fórnum tuttugu árum veriö í sýrudjassinum án þess aö vita nokkuð af því. Acid Jazz og Funk nefnir Sælgætisgeröin sína fyrstu plötu og inniheld- ur hún tólf lög sem koma sitt úr hverri áttinni og fyrirfram heföi maður talið aö þau ættu lítt sameiginlegt og lítiö aö gera saman á plötu, en strák- arnir í Sælgætisgerðinni hafa náö aö skapa áheyrileg heild, en ekki get ég sagt að fyrsta lagið 2001 (Also Sprach Zarathustra) hafi gefiö góöa von, það er orðin þvílík ofnotkun á þessu stórkostlega stefi Richard Strauss, (sem er smáhluti af stóru verki, og Stanley Kubrick uppgötvaði fyrir meistarverk sitt 2001, A Space Odyssey), að það liggur viö aö þaö eigi aö setja lögbann á nýjar útsetningar á því. Meö næstu lögum gefur hljómsveitin aftur á móti til kynna hvað koma skal og lyftist þá heldur á manni brúnin. Lögin í heild eru misgóð og misvel flutt, stundum eru útsetningar einhæfar og spila- mennskan óspennandi, en Sælgætisgerðin er afltaf áheyrileg og maður hef- ur alltaf á tilfinningunni að þetta séu strákar sem kunna að skemmta sér og öðrum. Hvergi tekst þeim betur upp en í Mo Better Blues, sem er ein- staklega grípandi blúsóöur og í því lagi er hljómsveitin einnig jafnbest. Eitt frumsamiö lag er á plötunni Kobbi Skæler, sem er eins konar leikur aö stefjum og er ágætlega heppnaö, án þess þó að vera neitt stórvirki. Sælgætisgeröin sækir efni sitt í ýmsar áttir, djassmeistarar eins og Her- bie Hancock og Horace Silver eiga lög og einnig soulmeistarar á borð viö James Brown og Kool and the Gang. Kannski er þaö helst sameiginlegt meö lögunum á plötunni að þau eru flest komin vel til ára sinna. Ekki er hægt aö taka neinn spilara fram yfir annan í Sælgætisgeröinni, þeir eiga aflir sína góöu stundir, en þaö sem gerir hljómsveitina skemmtilega er gott og jafnt samband á mifli hljóðfæra og ryþmasveitin feflur aldrei í skuggann af blásurunum heldur tekur stundum völdin þegar viö á. Acid Jazz og Funk er góö frumraun en með meiri þroska mun sveitin örugglega ná betri tök- um á því sem hún er að gera og verður gaman aö fylgjast meö framhaldinu. Hilmar Karlsson Jóla hvað? - nýir jóladiskar og nokkrir eldri Hvað eru jól án jólalaga? Alla vega ekki jólaleg jól, það er eitt sem víst er. Á hverju ári koma út nokkrir glæ- nýir alíslenskir geisladiskar með nýj- um jólalögum, erlendum jólalögum í íslenskum búningi og gömlum jólalög- um í nýjum útsetningum. Lítum á það helsta sem er í boði. Nýtt jólaefni Sú jólaplata sem hefur fengið hvað mesta umíjöllun í fjölmiðlum upp á síðkastið er platan Kósý jól. Platan inniheldur kósý lög, jólalög og íslensk lög sem koma jólunum lítið sem ekk- ert við (fjölmiðlamatur). Platan er sögð hin kímnasta á allan hátt og er, eins og komið hefur fram, ekki bönn- uð enn. Unglingasveitin gefur plötuna út sjálf. Stórsöngvarinn Björgvin Halldórs- son (sem heldur enn úti sýningunni Þó líði ár og öld, auk þess að vera dag- skrárstjóri Bylgjunnar) býður til sin söngelskum gestum á plötunni Jóla- gestir 3. Gestasöngvarar á plötunni eru Helgi „Frankenfurter" Björnsson, Sigríður Beinteinsdóttir (sem gefur einnig út barnamyndband á þessu ári), Berglind „borgardóttir", Björk Jónasdóttir og Bubbleflies- söngvar- inn Svala Björgvinsdóttir. Öll lögin- eru að uppruna erlend en eru sett fram i útsetningum Jóns Kjell á íslensku. Skífan gefur plötuna út. Fyrsta sólóplata Ólafs „Labba“ Þór- arinssonar, sem söng meðal annarrs lagið Undir bláhimni, var í Mánum, Glóru og er í hljómsveitinni Karmam, ber nafnið Jólabaðið. Platan er öll hin jólalegasta en eins og gefur að skilja eru lögin eftir Labba sjálfan. Sérstak- ir gestir á plötunni eru grínbræðurn- ir Halli og Laddi en Ólafur sér sjálfur um útgáfu. Bítlahljómsveitin Sixties þeysti um land síðastliðið sumar til að fylgja eftir útkomu plötunn- ar Bítilæði. Strákarnir hafa greinilega fengið útgáfuæði og gefa nú út jóláplötu sem nefn- ist einfaldlega Jólaæði. Platan inniheldur jólalög í anda hljómsveitarinnar, jafnt hröð sem hæg. Þetta eru „öðruvísi" jólaplata sem er gefin út af Rym ehf. Sólstranda- gæjarnir virðast hafa smitast af sama æði og Sixties en eft- ir gott gengi í sum- ar senda þeir nú frá sér ein- staka jólaplötu sem ber nafnið Uglujól. Platan er ein- staklega ugluleg, þó sérstaklega umslagið. sígildu jólalaga ásamt stúlknakór en Geimsteinn gefur út. Það er að vísu verðmunur platn- anna á milli. Kvartettar Tveir kvartettar gefa út jólaplötur þessi jól. Fyrstan skal telja Tjarnar- kvartettinn sem gaf út sína fyrstu plötu um síðustu jól. Öll lögin á plöt- unni eru flutt án undirleiks og eiga að tryggja hátíðarstemningu á hverju heimili. Platan heitir Á jólanóttu en útgefandi er Japis. Söngkvartettinn Rúdolf kveður sér hljóðs með útgáfu plötunnar Jóla- söngvum. Á plötunni er að finna 20 þekkta erlenda og íslenska jólasöngva sem margir hafa verið raddsettir á nýj- an leik en aðrir hafa fengið nýja texta og hljóma ferskari en nokkru sinni fyrr. Eldra efni Af eldra efni, sem er á markaðnum í formi geislaplötu, má nefna: 11 jóla- lög, Hvít jól með Sinfóníuhljómsveit íslands, Jólaball með Dengsa og félög- um, Hátíð fer að höndum með þjóð- lagasveitinni Þremur á palli, leikritið Verkstæðijólasveinanna, Strumparn- ir bjóða gleðileg jól, safnplöturnar Senn koma jólin, Hvít jól, í hátíðar- skapi, Jólasnær, Jólasijömur, Rokk og jól og Jól alla daga. Edda Heiðrún Bachmann syngur Barnajól og Ellý og Vilhjálmur syngja jólalögin. Desem- ber með Siggu Beinteins og Ómar íinnur Gáttaþef. Að sjálfsögðu má iinna margar fleiri al- íslenskar jólaplöttu- ef að er gáð því allir eiga jú sína uppáhaldsjóla- plötu. Gleðileg jól. GBG Það er stórútgáfufyrirtækið Aþþó sem sér um útgáfu gripsins. Gengið kringum jólatréð Lengi hefur vantað jólaplötu sem hægt er að nota á jólaböflum, jafnt heima sem að heiman. íslendingar eru heppnir þetta árið því nú eru komnar út tvær sem þjóna þessum tilgangi. Báðar innihalda þær sígild þramm lög, dans- og jólalög sem tilvaíin eru til þess að ganga í kringum jólatréð. Fyrri platan ber nafnið Göngum við í kringum. Það er hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar, Örn Ámason, Laddi og bamakór sem flytja þessi sívinsælu lög en Leppalúði sér um útgáfu. Seinni platan heitir Jólaball með Giljagaur. Þórir Baldursson (sá hinn sami og sér um all- ar útsetningar á plötunni í skugga Morthens) sér um úsetningar. Það er fyrrum Hljóma- söngvarinn Einar Júlíus- sonsem sér um flutning þessara MA-kvartettinn — MA-kvartettinn; ★★★"i Það ber að fagna því að þau allt of fáu lög MA-kvartettsins sem varð- veitst hafa skuli komin á geisladisk. Fjórmenningarnir, sem skipuðu kvartettinn, voru sannarlega „popp- stjörnur" síns tíma. -ÁT Ásgeir Tómasson—Veröld stór og smá; ★★★ ' Það þarf að hlusta á tónlistina til að njóta hennar og sér í lagi slag- verksleiks höfundarins sem auð- heyrilega velur ekki auðveldustu lausnirnar þegar hann útsetur fyrir sjálfan sig. -ÁT Gleðifólkið —- KK: ★★★ Með Gleðifólkinu geta aðdáendur KK tekið gleði sína á ný og hún set- ur KK aftur í fremstu röð þar sem hann á heima. -SÞS Palli — Páll Óskar: kick Þessi nýja plata Páls Óskars styrk- ir stöðu hans sem eins besta söngv- ara landsins og sýnir hve fjölhæfur hann er. Hljóðfæraleikur er eins og best verður á kosið. -SÞS Croucie d'oú lá — Emilíana Torrini: A L 1 l kkfCK Söngurinn er ótrúlega fjölbreyttur og hreint með ólíkindum hversu margvíslegum söngstílum Emilíana hefur yflr að ráða. -SÞS Sundin blá - Ýmsir flytjendur: ickk Þormar Ingimarsson er að koma fram á sjónarsviðið með plötunni sem lagasmiður og vægt til orða tek- ið lofar hann góðu. -ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.