Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 23 Messur Árbæjarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Jólastund sunnudagaskólans. Börn ur tónlist- arnámi leika á hljóðfæri. Barnakór Árbæjar- safnaðar sýnir helgileik. Jólasöngvar sungnir. Prestarnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Ami Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Jólasöngvar Ijölskyldunnar kl. 11. Barnakórinn syngur. Tekið við söfnunar- baukum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátltöku með börnunum. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14. Fjölbreytt tónlist. Helgileikur. Barna- og bjöllukórar. Kjör- in stund fyrir alla fjölskylduna. Pálmi Matthías- son. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altarisganga. Messunni verður útvarpað. Aðventustund í kirkjunni kl. 20.30. Gunnar Sigurjónsson. Dómkirkjan: Aðventuhálíð bamanna kl. 11. Skírn, Prestur sr. María Ágústsdóttir. Kór Vest- urbæjarskóla flytur helgileik. Lúðrasveit Laug- arnesskóla leikur. Fella- og Hólakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Jólatrésfagnaður barnanna eftir guðsþjón- ustuna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guömundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari, sr. Hreinn Hjarlarson prédikar. Kóraldraðra í Gerðubergi syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Prest- arnir. Fríkirkjusöfnuðurinn f Reykjavík: Laugar- dag, í Safnaðarheimilinu kl. 13, jólaskemmtun yngri barnanna. Kl. 16.30 jólaskemmtun eldri barnanna, kl. 20 jólaskemmtun Æskulýðsfé- lagsins. Sunnudag kl. 17 jólavaka í kirkjunni. Ræðumaður Guðrún Helgadóttir rithöfundur. Kirkjukórinn syngur, einsöngvarar: Arndís Fannberg, Elísabet Hermundardóttir, Erla B. Einarsdóttir, Sigríður Snorradóttir oq Svava Ingóllsdóttir. Jólavökunni lýkur með Ijosahátíð og almennum söng. Cecil Haraldsson. Grafarvogskirkja: Barna- og fjölskyiduguðs- þjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Aðventuljós- in tendruð. Prestarnir. Grensáskirkja: Jólafagnaður barnanna kl. 10.30. Jólasöngvar og sögur. Óvænl heim- sókn. Jólatónleikar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi Árni Arinbjarnarson. Helgistund. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Ensk jólamessa kl. 16. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Frið- arhátíð Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Fata- og skó- söfnun vegna Bosníu við Hallgrímskirkju kl. 12-20. Ævintýraleg messa kl. 20.30 með þátt- töku Háskólakórs, kórs Menntaskólans við Sund, unglingakórs Grensáskírkju, strengja- og blásarasveitar frá TR, gospelbands, götu- leikhúss, Hins hússins, Shakespíranna. Prest- ur Hildur Sigurðardóttir o.fl. Hafnartjarðarkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabflinn. Jólavaka við kertaljós kl. 20.30. Flytjendur tónlistar Elín Ósk Óskars- dóttir sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó- leikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Barna- og unglingakór Hafnarfj. Stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg. Kór Hafnarfjarðar- kirkju. Ólafur W. Finnsson. Prestar sr. Þórhild- ur Ólafs og Gunnþór Ingason. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Hátiðarmessa kl. 14. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason prédik- ar í messunni og blessar nýtl safnaðarheimili Háteigskirkju að lokinni messu. Prestarnir. Hjallakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór Smáraskóla syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Kristján Einar Þorvarðarson. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. í síðasta skipti fyrir jól. Létt jólasveifla í kirkjunni kl. 20.30. Einsöngvarar Einar Júlíusson, Ólöf Einarsdóttir, María Baldursdóttir, Rúnar Júlfus- son og Einar Örn Einarsson ásamt Kór Kefla- víkurkirkju. Bassa- og gítarleikarar: Þórólfur Ingi Þórsson og Sigurður Guðmundsson. Bjöllukór Bústaðakirkju kemur í heimsókn ásamt stjórnanda sínum, Guðna Þór Guð- mundssyni organista. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason flytur ávarp. Kópavogskirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Leikskólabörn flytja helgileik. Jólaskemmt- un barnastarfsins í Borgum strax að lokinni guðsþjónustu. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarm- an. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Sunnudagaskóli kl. 11. Kl. 14. Skaftholtsfólk kemur i heimsókn og flytur helgileik. Jóla- söngvar Kórs Langholtskirkju kl. 20. Laugarneskirkja: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Þátttakendur í, TTT-starfi kirkjunnar sýna helgileik. Börn úr Álftamýrarskóla leika á blokkflautur. Jólaskemmtun barnanna kl. 12. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Há- túni 12. Ólafur Jóhannsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Jólasöngvar kl. 14. Dagskrá um jólin f tali og tónum. Sr. Halldór Reynisson. Innri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli sunnudaginri 17. des. kl. 13. Tekiö á móti söfn- unarbaukum fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Smákökur og djús á boðstólum. Síðasta skipt- ið á þessu ári. Baldur Rafn Sigurðsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli sunnudaginn 17. des. kl. 11. Tekiö á móti söfn- unarbaukum fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Smákðkur og djús á boðstólum. Síðasta skipt- ið á þessu ári. Aðventukvöld kl. 20.30. Sr. Arn- grímur Jónsson flytur ræðu kvöldsins og ferm- ingarbörn sýna helgileik. Einsöngvarar eru Kristján Jóhannsson, Ingólfur Ólafsson og Sveinn Sveinsson. Kristín Kristjánsdóttir leikur á fiðlu. Sungnir verða aðventu- og jólasöngvar sem kirkjukórinn leiðir. Tekið verður á móti framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Baldur Rafn Sigurðsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur. Kl. 20: Jólatónleikar kóra Seljakirkju. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Jólasöngvar allrar fjöl- skyldunnar kl. 11. Barnakórinn leikur helgileik. Mikill almennur söngur. Prestur sr. Hildur Sig- urðardóttir. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Búast má við annríki í verslunum næstu daga enda fólk í óða önn að kaupa jólagjafir. Líf og fjör verður því trúlega víða og ekki minnkar gleðin þegar sjálfir jólasveinarnir mæta á staðinn. DV-mynd ÞÓK Jólainnkaupin í fullum gangi: Afgreiðslutími verslana Tími jólainnkaupa fer nú að kom- ast í hámark enda ekki nema rúm- lega vika til aðfangadags. Helgina nota því væntanlega margir lands- menn til að kaupa jólagjafir og ann- að sem þá vanhagar um. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er afgreiðslutími langflestra versl- ana frá kl. 10-22 á morgun. Þetta gildir t.d. um Kringluna, verslanir við Laugaveginn og Austurstræti og nágrenni þeirra og sömuleiðis um Miðbæ í Hafnarfirði. Á sunnudag- inn er opið skemur, ýmist til kl. 17 eða 18, og verslunarmenn eru mis- jafnlega árrisulir en enginn þeirra opnar þó trúlega seinna en kl. 13. Auk þessara staða sem hér eru nefndir má vitaskuld leggja leið sina í fjölmargir aðrar verslanir, hvort heldur þær eru á höfuðborgarsvæð- inu eða úti á landsbyggðinni. Góðar verslanir er víða að finna og sem lít- ið dæmi um það má nefna Grímsbæ, Austurver, Hamraborg i Kópavogi, Garðatorg í Garðabæ, Eiðistorg, Miðbæ, Háaleitisbraut og Mjóddina. Jólasveinar verða auðvitað á ferð- inni um allt land um helgina en DV hefur m.a. fengið það staðfest að þeir verða í Miðbæ í Hafnarfirði og á Laugaveginum. Á síðartalda staðnum verða einnig á morgun barnakór Melaskóla, barnakór Æf- ingadeildar KHÍ og Lúðrasveit verkalýðsins. Söngkonurnar ásamt píanóleikaran- um. Þær eru jafnframt allar meðlim- ir í Mótettukór Hallgrímskirkju. Sólon íslandus: Pallíettur og píanó Sönghópurinn Pallíettur og píanó heldur tónleika á efri hæð veitinga- hússins Sólon íslandus á sunnudag- inn kl. 20. Pallíetturnar þrjár eru Anna Hin- riksdóttir, Elísabet Vala Guðmunds- dóttir og Kirstín Erna Blöndal en við píanóið situr Brynhildur Ás- geirsdóttir. Allar eru þær meðlimir í Mótettukór Hallgrímskirkju. Á tónleikum þessum verður þó ekkert sem minnir á klassíska kór- tónlist heldur eru á efnisskránni klassísk dægurlög frá millistriðsár- unum fram á sjöunda áratuginn. Tónleikar í ís- lensku óperunni ■ Á tónleikum ís- lensku óperunn- ar, sem styrktar- félag þess heldur, verður boðið upp á atriði úr óper- um með jólaívafí. Einsöngvarar tón- leikanna eru ein- valalið: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Berg- þór Pálsson og Þorgeir Andrésson en að vanda er Kór íslensku óper- unnar í aðalhlutverki. Garðar Cortes mun halda á tónsprotanum og við píanóið er Davíð J. Knowles. Kórinn og einsöngvararnir syngja þekkt atriði úr óperunum La Bo- heme, Á valdi örlaganna, Nabucco, Carmen og Ævintýrum Hoffmanns', svo að eitthvað sé nefnt. Meðal jóla- söngva má nefna Gloria tibi, Hátíö fer að höndum ein og Ó helga nótt. Tónleikarnir hefjast kl. 20 á morg- un, laugardagskvöld. Kaffistígur: Stemningar Ómars Smára I dag opnar Ómar Smári Kristins- son sýningu á verkum sínum á Kaffistíg á Rauðarárstíg 33. Ómar Smári, sem kallar sýning- una „Persónulegar stemningar fyrir allra augum“, er að ljúka námi frá Myndlista og handíðaskóla Islands í vor. Hann nam myndlist einn vetur í Þýskalandi og er útskrifaður myndmenntakennari frá Kennara- háskóla íslands. Myndirnar sem hann sýnir á Kaffistíg geta verið gjaldgengar jafnt í hefðbundið sem óhefðbundið sýn- ingarrými. Þetta eru innrammaðar ljósmyndir. Sýningin stendur til áramóta. Hallgrímskirkja: Fatasöfnun og aðventumessa Á sunnudaginn mun ÆSKR (Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) gang- ast fyrir uppákomu fyrir ungt fólk í Reykjavík. Hátíðin hefst kl. 12 á hádegi með fata- og skósöfnun vegna ástandsins í fyrrum Júgóslavíu. Söfnunin, sem er samstarfsverkefni nokkurra að- ila, stendur til kl. 20 og verður gám- ur og tjöld við Hallgrímskirkju en hálftíma eftir að henni lýkur hefst aðventumessu í kirkjunni. Hópferð- ir verða í messuna frá öllum félags- miðstöðvunum í Reykjavík sem og kirkjum borgarinnar. Prestur verður sr. Hildur Sigurð- ardóttir, yngsti prestur landsins, og um tónlistina sjá Háskólakórinn, fé- lagar úr kór Menntaskólans við Sund, unglingakór Grensáskirkju, hljómsveit undir stjórn Sigurðar Ingimarssonar, strengja- og blásara- sveit frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og orgelleikari úr Tón- skóla Þjóðkirkjunnar. Aðalstjórn- andi kórsins verður Egill Gunnars- son. Þá eru nokkrir leikhópar sem hjálpa til í messunni, m.a. félagar úr Götuleikhúsinu og Shakespírurnar úr Kramhúsinu. Stöðlakot: Tll sjöunda regnbogans Sýningu Messíönu Tómasdóttur í Stöðlakoti, Til sjöunda regnbogans, lýkur á morgun. Messíana gengur út frá litum regnbogans. Á sýning- unni eru sjö verk en eitt þeirra sam- anstendur af sjö litlum verkum. Gallerí Geysir: Ungir myndlist- armenn í Galleríi Geysi stendur nú yfir sýning á verkum þeirra Söru Maríu Skúladóttur og Ásdísar Sifjar Gunn- arsdóttur. Sara María sýnir þrjú verk en Ásdís Sif fjögur. Þær eru báðir við nám á myndlistarbraut FB. Skólakrakkar á Húsavík, sem og aðrir bæjarbúar þar, fá ástæðu til að kætast á morgun en þá verður boð- ið upp á fjölbreytta jóladagskrá á Húsavík. Myndin er úr myndasafni DV. Jóladagskrá á Husavík Mikið líf verður á Húsavík á morgun en þá verður boðið upp á fjölbreytta jóladagskrá í bænum og ætti engum að þurfa að leiðast. Tón- Þorgeir Andrés-_ son er einn þeirra söngvara sem kemur fram á tónleik- unum. íþróttir Körfubolti Heil umferð er á dagskrá í úr- valsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Leikirnir eru þess- ir: Skallagrímur-ÍA Sd. 20.00 Þór-Grindavík Sd. 20.00 Njarðvík-Haukar Sd. 20.00 Tindast.-Keílavík Sd. 20.00 Breiðablik-ÍR Sd. 20.00 Valur-KR Sd. 20.00 Á sunnudagskvöld eru sex leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Handbolti 1. deild kvenna Fylkir-ÍBA Fd. 20.00 Fram-ÍBA Ld. 14.00 Víkingur-FH Sd. 17.00 2. deild karla BÍ-Fjölnir Ld. 13.30 Fram-HK Ld. 16.00 Bikarkeppni karla Víkingur b-ÍBV Ld. 15.00 Ferðir Feröafélagiö: Vetrarsól- stöðuferð Á sunnudaginn kl. 10.30 verð- ur hin árlega vetrarsólstöðuferð Ferðafélagsins á Esju. Gangan hefst á melunum austan við bæ- inn Esjuberg og liggur leiðin upp á Kerhólakamb (852 m) milli Hestagils og Sauöagils. Komið sömu leið til baka. Litbrigðin í Esjunni vekja at- hygli og er hún gerð úr basalt- og móbergslögum á víxl. Mikiö er þar af innskotslögum og eiga litbrigði Esjunnar rót sína að rekja til þessara breytilegu berg- myndana og ljósi liturinn stafar af ummynduðu móbergi. Nafnið Esja er talið vera dregið af þessu ummyndaða bergi. Brottför í ferðina er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Minnt er á að hitastig breytist ótrúlega þegar hækkun frá sjávarmáli er rúm- lega 800 m og hafa ber það í huga. list og söngur mun hljóma og hægt verður að gæða sér á kaffi og kræs- ingum í sal verkalýðsins. Slysavarnakonur gæta yngstu barnanna og þeim eldri verður boð- ið í bíó. Jólasveinar verða á ferð og gauka einhverju að börnum en verslanir eru opnar til kl. 22. Þorgerður í Listasafn Kópavogs Sýningu Þorgerðar Sigurðardótt- ur í Listasafni Kópavogs lýkur á sunnudaginn. Myndir Þorgerðar eru þrykktar á pappír, í einu eintaki hver, eftir tréristum sem allar voru unnar á þessu ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.