Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1995, Side 8
24 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1995 Menning Þétt og létt Klink heitir nýjasta ljóðabók Braga Ólafssonar og dregur nafn sitt af tilvitnun í ljóð eftir Dag Sig- urðarson en bókin er tileinkuð minningu hans. „Á morgun koma krónur undan snjónum" segir í ljóði Dags og áfram: „verðlausar krónur undan snjónum skál . . .“ Varla er Bragi að líkja ljóðum sín- um við verðlaust Mink, fremur hann sé að vísa til hugmynda sem hafa legið lengi í dái og líta nú loks- ins dagsins ljós. Eða til hugmynda sem eru ólíkar að stærð og lögun eins og smáaurarnir, sumar litlar og léttar eins og krónan, aðrar þyngri eins og nýi hundraðkallinn! Smáaurar þvngjast í vasa en það sem fyrst og síðast einkennir ljóð Braga er léttleiki og kátína, glettin sýn á heiminn og manninn sem hann byggir. Þar minnir fátt á ljóö Dags, nema ef vera skyldi hinn þekkti hálfkæringur skáldsins sem einnig gætir í ljóðum Braga þótt á ljúfari nótum sé. Dæmi um slíkt má sjá í Ijóðinu „Heimboð" (33) sem fjallar um manninn sem þorir ekki að bjóða neinum heim því hann þarf að standa vörð um dag- bækurnar sínar sem hann vill ekki að neinn komist í. Ljóðið endar svona: „og hver er svo fullkominn/að standast dyr/sem annar hefur skilið eftir opnar“. Þessar ljóðlínur verður hver að dæma fyrir sig Ljóðmælandinn er sposkur og stundum dálítið ruglaður, eða réttara sagt óöruggur, og efast um sjálf- an sig og tilveruna eins og glöggt má sjá í prósaljóð- inu „Að trúa“ (12). Þar situr ljóðmælandi inni á veit- ingahúsi, les dagblað og ákveður að trúa ekki orði af því sem hann les. Bíður síðan þolinmóður eftir að gengilbeinan afgreiði pöntun hans. En þegar stúlkan lítur loks til hans sér hann í augum hennar að hún hefur ekki tekið orð hans góð og gild. Hunsar pöntun- ina af því hún trúir ekki heldur! Þessa sýn birtir skáldið stundum á skondinn hátt, ljóðmælandi er ofur venjulegur maður, kannski á heimleið úr sjoppu að kvöldlagi og verður þá vitni að einhverju sem hann veit ekki alveg hvernig hann á að túlka. („Haustmyrkrið“ bls. 13). Umhverf- ið tekur á sig framandlegan blæ hvort sem ljóðmælandi er staddur í Reykjavik eða erlendri borg og til- finningin um að hann eigi hvergi heima sækir stundum á. En sú til- finning er þó hvorki sár né sting- andi, hún er miklu fremur óhjá- kvæmilegur og ásættanlegur hluti af því að vera til. Æðruleysið er einmitt sterkt einkenni á ljóðum Braga þó óttinn við hið óþekkta eða óttinn við að heyra það sem ljóðmælanda langar ekki tO að heyra læðist að í Ijóðinu „Þegar þau birtast" (34). Ljóðið birtir óttann við „þau“ sem gætu komið og svívirt allt sem manninum er kært, brotið og bramlað en sá óhugnaður sem textinn boðar skilar sér ekki til lesandans. Þetta ljóð er dæmi um sjálfhverfni höfundar sem örlar fyrir á stöku stað, t.d. í ljóðinu „Kæri Viteslau": „er það furða/þótt mér hafi brugðið úti á Seltjarnar- nesi þegar/allt í einu blasti við mér búðarskiltið Ne- sval.“ (51) Þetta ljóð mætti svo sem flokka undir áð- urnefndan framandleika en það virkar fremur sem lé- legur brandari. Ljóð af þessu tagi eru þó ekki mörg í bók Braga. Yfirleitt dregur hann upp skýrar og lif- andi myndir af fólki og atburðum og nær meira að segja að höfða til lyktarskyns lesanda í ljóðinu „Þrjár systur í Salamanca"! (54) Þessi hæfileiki höfundar er hans helsti styrkur og í Klinki birtist hann lesandan- um sem skarpur, skemmtilegur og athugull skoðandi. Klink Bragi Ólafsson Bjartur 1995 Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Bernardel-kvartettinn kom fram með Selkórnum. Hreingerningar og kaupæði Um þessar mundir virðast íslenskir tón- leikagestir ekki hafa mikinn áhuga á öðru en sálmum og annarri kirkjutón- list. Það er skiljan- legt; fólk vill láta minna sig á helgi jól- anna, nú þegar allt ætlar að drukkna í hreingerningum og kaupæði. Því eru svokallaðir aðventutónleikar vinsælir og voru einir slikir haldnir í Kristskirkju síðastliðið miðvikudagskvöld. Þar kom Selkórinn fram ásamt Bernardel kvartettinum og nokkrum öðrum hljóð- færaleikurum. Einnig söng Þuríður G. Sigurðardóttir einsöng og var stjórnandi Jón Karl Einarsson. Tónleikarnir hófust á laginu „Jól“ eftir Báru Grímsdóttur við ljóð eft- ir Grím Lárusson. Síðan komu fimm önnur áþekk lög og voru þau öll prýðilega flutt af kórnum. Selkórinn hefur greinilega verið ágætlega þjálfaður af Jóni Karli en heldur þykir mér vanta karlaraddirnar þar. Kórinn er dálítið kvenlegur og þarfnast meira jafiivægis. Vonandi verður bætt úr því. Eftir lögin sex var komið að nokkrmn verkum eftir Mozart. Fyrst var leikið Adagio fyrir óbó og orgel en það var prýðilega spilað af þeim Peter Tompkins og Jakobi Hallgrímssyni. Að vísu voru þeir ekki alltaf fyllilega samtaka. Öllu verri var „í dag er glatt í döprum hjörtum“ en það var sungið af þeim Hafdísi Hafsteinsdóttur, Soffíu Óskarsdóttur, Guðrúnu Gunnars- dóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Jónu Jónsdóttur og Þóru Álfþórsdótt- ur. Á mörkunum var að þær stöllur réðu við tónhæð lagsins og vantaði þar hinn himneska léttleika sem einkennir Mozart. Hrynjandinn var fremur klunnalegur og hér virtist því vera um lærlinga að ræða sem eiga örugglega eftir að gera betur þegar fram líða stundir. Agnus Dei var næst en það er fyrir kór og hljómsveit. Það var ágæt- lega flutt af söngvurum og hljóðfæraleikurum þó kórinn yfirgnæfði oft hljómsveitina. Á svipuðum nótum voru reyndar verkin sem á eftir komu en það voru Laudate dominum, Ave verum corpus, Exultate jub- ilate og Te Deum. Þar bar hæst Exultate jubilate en það er töluvert krefj- andi fyrir einsöngvarann. Þuríður G. Sigurðardóttir söng það vel og gerði margt mjög fallega. Undirritaður veit reyndar engin deili á henni, enda engar upplýsingar að finna í efnisskránni - sem var í fátækari kantinum. Trúlega er hún efnilegur söngnemandi sem á örugglega eftir að marka spor sín í íslenskt tónlistarlíf. í öllu falli voru þetta nokkuð góðir tónleikar og hafa þeir örugglega kynnt undir jólaskapið hjá mörgum áheyrandanum. Tónlist Jónas Sen . TZONE BUBBI CIGARETTE ROCKY EMILÍANA BORGAR- n ir\ a UUAU FÖSTUDAG FÖSTUDAG HORROR TORRINI DÆTUR >• 1 KL 14 KL. 15 FÖSTUDAG FÖSTUDAG FÖSTUDAG KL 16 KL. T7 KL. 17 GEIRMUNDUR VALTÝSSON LAUCARDAG KL 14 AGGI SLÆ & TAMLASVEITIN LAUGARDAG KL' 16 BORGAR* DÆTUR LAUGARDAG KL 17 JÓLAGESTIR BJÖRGVINS SUNNUDAG KL 14 IVL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.