Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 6
26
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995
l w jm
Olegt
Sýningar
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvík
Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu
Axelsdóttur, Helgu Armannsdóttur,
Elínborgar Guðmundsdóttur, Sigrún-
ar Gunnarsdóttur og Margrétar Sal-
ome. Galleríið er opið alla virka daga
kl. 12-18.
Gallerí Birgir Andrésson
Vesturgötu 20
Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk,
nokkurs konar lýriska hljóðskúlptúra,
þar sem unnið er með upprunatengsl
og vitnað er í þjóðleg minni. Galleríið
er opið kl. 14-18 á fimmtudögum en
aðra daga eftir samkomulagi.
Gailerí Fold
Laugavegi 118d
Nú stendur yfir í baksal Gallerísins
árleg jólasýning. Þar eru til sýnis og
sölu verk nokkurra þeirra listamanna
sem Galleríið selur fyrir. í kynningar-
horni sýnir nú kínverski listmálarinn
Shen Ji olíumyndir. Þá stendur yfir
sölusýning á gler- og keramikverkum
eftir þekkt listafólk. Sýningunum lýk-
ur 7. janúar.
Gallerí Geysir
Aðalstræti 2
Þar stendur yfir sýning tveggja ungra
myndlistarmanna, þeirra Ásdísar
Sifjar Gunnarsdóttur og Söru Maríu
Skúladóttur, en þessi sýning er jafn-
framt þeirra fyrsta sýning. Galleríið er
opið alla virka daga kl. 9-23 og um
helgar kl. 12-18. Sýningin stendur til
7. janúar.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15.
Galleríið er opið virka daga kl.
10-18.
Gallerí List
Skipholti 50b
Galleríið er opið alla daga kl. 11-18
nema laugardaga kl. 11-14. Sýning-
ar í gluggum á hverju kvöldi.
Gallerí Ríkey
Hverfisgötu 59
Sýning á verkum Ríkeyjar. Opið kl.
13-18 virka daga en laugardaga og
sunnudaga kl. 13-16.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
„Straumar", sýning Þórs Elís Páls-
sonar stendur yfir í Galleríi Sævars
Karls. Opið á verslunartíma frá kl.
10-18 virka daga.
Hafnarborg
Þar stendur yfir sýning á silfur- og
gullsmíðaverkum eftir Hannu Tuom-
ala, Timo Salsola og Sigríðar Á. Sig-
urðardóttur.
Kaffi Mílanó
Faxafeni 11
Hildur Waltersdóttir sýnir olíumál-
verk, unnin á striga og krossvið, og
einnig nokkrar kolateikningar. Sýn-
ingin stendur til 26. janúar. Opið
mánud. kl. 9-19. þriðjud., miðvikud.
og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl.
9- 1 og laugard. kl. 9-18.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
Næsta sýning hefst í janúar 1996.
Safnverslunin opin alla daga kl.
10- 18.
Listasafn Einars Jónssonar
Njarðargötu.
Safnið er lokað í desember og janú-
ar. Höggmyndagarðurinn er opinn
alla daga. Inngangur er frá Freyju-
götu.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Opið alla daga nema mánudaga kl.
12-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum eft-
ir Sigurjón Ólafsson, „Þessir kollóttu
steinar", mun standa í allan vetur.
Safnið er opið á laugardögum og
sunnudögum kl. 14-17. Kaffistofa
safnsins er opin á sama tíma-.
Jólasveinarnir hafa komið hver af öðrum í desember í Þjóðminjasafnið. Eins og kunnugt er kemur Kjötkrókur á
morgun og Kertasníkir á aðfangadag. DV-mynd GS
Þj óðminj asafnið:
Kertasníkir kem-
ur á aðfangadag
Nú er verulega farið að styttast til
jóla. Kjötkrókur kemur á morgun,
Þorláksmessu, klukkan 14 í Þjóð-
minjasafnið. Þá verður heilmikið
um að vera og aldrei að vita hvað
hann hefur í pokahominu. Þá verð-
ur sungið og það er Guðni Fransson
sem stjórnar söngnum.
Að sögn Lilju Árnadóttur safn-
stjóra verður sérstakt andrúmsloft í
Þjóðminjasafninu á aðfangadag.
„Þá kemur Kertasníkir klukkan
ellefu. Hann er dálítið sérstakur per-
sónuleiki. Hann er svo góður, ekki
svona hrekkjóttur eins og hinir jóla-
sveinarnir. Svo er hann prúðbúinn.
Vegna þess að það er aðfangadagur
verður mun hátíðlegra en hina dag-
ana og allt verður búið klukkan tólf.
Börnin gefa Kertasníki gjarnan
kerti.
Það kemur gjarnan heilmikið af
fólki og góð stemning skapast á að-
fangadaginn. Fólk kemur oft í leið-
inni, jafnvel heilu fjölskyldurnar,
þegar það er að keyra út jólagjaflrn-
ar. Krakkarnir eru stundum búnir
að koma áður og draga pabba og
mömmu að sjá Kertasníki því að
hann er í uppáhaldi hjá mörgum
þeirra. Síðan drífur fólk sig heim
enda komið hádegi á aðfangadag,"
sagði Lilja. -ÞK
Sérstök messa fyrir barnafjölskyldur verður klukkan fjögur á aðfangadag í
Neskirkju.
Neskirkja:
Jólaguðsþjónusta
barnafj ölsky ldunnar
Á aðfangadag munu fermingar-
börnin leika á hljóðfæri og leiða
sönginn í aftansöngnum klukkan
fjögur sem er einkum ætlaður fjöl-
skyldum barna og unglinga.
Þessi guðsþjónusta er að því leyti
frábrugðin þeim seinni, klukkan
sex og náttsöngnum klukkan hálf-
tólf, að í stað hefðbundinnar prédik-
unar kemur jólasaga og ætlast er til
Kór Aðventkirkjunnar í Reykja-
vík heldur aðventukvöld í kvöld, 22.
desember, klukkan 20 í Aðventkirkj-
unni, Ingólfsstræti 19 í Reykjavík.
Kórinn mun syngja nokkur jóla-
lög. Páll Sigurðsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, flytur hugvekju og
fjölbreytt tónlistaratriði verða á
dagskránni ásamt almennum söng.
Kórstjóri og undirleikari hjá kórn-
að allir kirkjugestir taki undir söng
jólasálmanna. Þá verða hin fyrstu
jól sviðsett fyrir yngstu kirkjugest-
ina.
Eins og á undanfornum árum
verður tekið á móti framlögum til
Hjálparstofnunar kirkjunnar við
fjárhúsið sem staðsett er í anddyri
kirkjunnar. -ÞK
um er Krystyna Cortes en hún hef-
ur verið stjórnandi kórsins undan-
farin ár. Kórinn býður upp á heitt
súkkulaði og piparkökur á eftir.
Tilvalið er fyrir fólk að koma og
njóta helgistundar mitt í amstri jól-
anna nú þegar jólin eru á næstu
grösum. Allir eru hjartanlega vel-
komnir. -ÞK
Áskirkja í kvöld:
Friðarstund
fiölskyldunnar
‘Sólstöðuhópurinn heldur friðar-
stund fjölskyldunnar í Áskirkju á
vetrarsólstöðum í dag, fóstudaginn
22. desember, klukkan 20.
Barnakór Grensáskirkju og Tóna-
kórinn syngja, Dröfn Jónsdóttir
leikur einleik á þverflautu, Guðrún
Ásmundsdóttir leikari les jólasögu,
leikhópurinn Perlan leikur Síðasta
blómið og Inga Stefánsdóttir sál-
fræðingur flytur hugvekju. Þá mun
kórinn leiða samsöng og séra Árni
Bergur Sigurbjörnsson bæn.
Hugmyndin er að þetta verði
kyrrlát stund með söng og íhugun
og til að fólk njóti friðar og nálægð-
ar hvað við annað, sjálft sig og Guð
nú þegar jólin nálgast.
Aðgangseyrir fyrir fullorðna er
500 krónur og frítt fyrir böm.
Allur ágóði rennur til Umhyggju,
félags til stuðnings langtímaveikum
börnum.
Grindavík:
Sigríður Vala og
Tryggvi Gunnar
sýna
Myndlistarsýning Sigriðar Völu
Haraldsdóttur og Tryggva Gunnars
Hansen verður opnuð formlega á
Hafurbiminum og í Gamla Kvennó í
Grindavík þriðjudaginn 26. desemb-
er, annan í jólum.
í Gamla Kvennó verður opnað
klukkan 17 og klukkan 18 á Hafur-
birninum. Tryggvi og Vala sýna á
þessum tveimur stöðum yfir 50 olíu-
málverk, olíueggtempera og vatns-
litamyndir.
Myndefnið er framar öðru tengt
náttúrunni, fólkinu, fomum stein-
hringjum eða því véi sem verða
mun.
Sýningin stendur til 6. janúar
1996, þrettándans.
Nær allar myndirnar á sýning-
unni eru til sölu og allir eru vel-
komnir. -ÞK
Aðventukvöld
í Aðventkirkjunni
DV
Sýningar
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17
Þar stendur yfir myndlistarsýning á
verkum eftir Sjöfn Har. Sýningin ber
yfirskriftina „íslensk náttúra, íslenskt
landslag". Opið virka daga kl. 13-18
og laugardaga kl. 11-16. Þá stendur
einnig yfir í Listhúsinu sýning á glerl-
ist Píu Rakelar Sverrisdóttur og sýn-
ing á kertastjökum í aðalsal. List-
speglar Tryggva Árnasonar verða
jafnframt kynntir og á veggjum sýn-
ingarsalarins eru Avant Art silkiþrykk
og eftirmyndir frá Hirti. Opið verður í
Listhúsinu alla daga fram að jólum.
Listhús 39
Strandgötu, Hafnarfirði
Þar stendur yfir samsýnining 13 lista-
manna sem ber heitið Englar og eró-
tík. Á sýningunni eru myndverk unn-
in í margvísleg efni, m.a. fjaðrir, gler,
stein, brons, leir, olíu, pastel og hör.
Sýningunni lýkur 31. desember. Opið
virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.
12-18 og sunnudaga kl. 14—18.
Listhús Ófeigs
Skólavörðustíg 5
Þar stendur yfir sýningin Skíma. Eft-
irtaldir listamenn sýna: Hringur Jó-
hannesson, Magnús Tómasson,
Ófeigur Björnsson, Ragnheiður
Jónsdóttir, Sigurður Þórir, Þorbjörg
Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson.
Sýningin stendurtil 14. janúar.
Menningarmiðstöðin Gerðu-
berg
Breiðholti
Þar stendur yfir sýning á verkum
margra heimsþekktra listamanna
sem sýnt hafa hjá málaranum Helga
Þorgils Friðjónssyni í Gallerí Gangi
undanfarin 15 ár. Alls eiga 19 lista-
menn verk á sýningunni. Sýningin
stendur til 8. janúar. Myndlistarsýn-
ing Hlyns Hallssonar í Effinu stendur
fram til áramóta. Sýningarnar eru
opnar kl. 13-19 mánudaga til
fimmtudaga og kl. 13-17 föstudaga
til sunnudaga.
Mokka kaffi
Skólavörðustíg
Þar stendur yfir sýning Magnúsar
Pálssonar sem hann kallar Hundrað-
árastríðið.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið opið á sunnudögum, þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugardög-
um kl. 13-17.
Norræna húsið
Rebekka Rut sýnir 30 olíumálverk.
Sýningin er opin daglega kl. 14-19.
Póst- og símamihjasafnið
Austurgötu 11, Hafnarfirði
Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18.
Sparisjóðurinn í Garðabæ
Garðatorgi
í tilefni 20 ára kaupstaðarréttinda
Garðabæjar 1. janúar 1996 stendur
yfir yfirlitssýning á myndlistarverkum
í eigu bæjarins. Um er að ræða
myndir sem Garðabær hefur eignast
í gegnum tíðina. Sýningin er opin á
opnunartíma Sparisjóðsins frá kl.
8.30 til 16 alla virka daga til 19. janú-
ar.
Þjóðminjasafnið
Opið sunnud, þriðjud. fimmtud. og
laugard. kl. 12-17.
Sýning í Grindavík
Myndlistarsýning Sigríðar Völu Har-
aldsdóttur og Tryggva Gunnars Han-
sen verður opnuð formlega á Hafur-
birninum og í „Gamla Kvennó", í
Grindavík þriðjudaginn 26. des. kl.
17 í „Gamla Kvennó" og kl. 18 á Haf-
urbirninum. Tryggvi og Vala sýna á
þessum tveimur stöðum yfir 50 olíu-
málverk, olíueggtempara og vatns-
litamyndir.