Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1995, Side 3
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995
17
Bruce Willis:
Getur alltaf treyst
á John McClane
Die Hard myndirnar þrjár hafa
verið gullnáma fyrir Bruce Willis og
í raun hafa þessar þrjár myndir ver-
ið þær einu, þar sem hann er í aöal-
hlutverki, sem hafa gefið eitthvað af
sér. Staðreyndin er nefnilega sú að
aðrar kvikmyndir sem Wiilis hefúr
leikið aðalhlutverk i hafa verið
meira og minna misheppnaðar og
sumar hverjar afleitar, má þar
nefna Sunset, The Bonefire of
Vanities, Hudson Hawk, The Last
Boy Scout, Death Becomes Her og
Color of Night. Undantekning er In
Country þar sem Willis sýndi hvað í
honum býr, lék þar fyrrum
Vietnamhermann eftirminnilega.
Bruce Willis hefur tekist mun bet-
ur upp í smáum hlutverkum og
hans bestu stundir sem leikari hafa
verið í, auk In Country, Billy Bat-
hgate, Pulp Fiction, Nobody’s Fool
og rödd ungbarnsins í Look Who’s
Talking. Þrátt fyrir mörg mistök er
Bruce Willis einn eftirsóttasti leik-
arinn í Hollywood og alltaf talinn
meðal þeirra Stærstu. Það hafa
margir sagt um Willis að það sé eitt-
hvað við hann sem aldrei sé hægt
að fá leiða á.
Síðastliðin tíu ár hefur Bruce
Willis verið milli tannanna á fjöl-
miðlafólki og ekki minnkaði áhug-
inn eftir að hann giftist Demi
Moore. Þrátt fyrir spádóma um að
þau myndu ekki endast lengi saman
hafa þau verið gift í átta ár og eiga
orðið þrjú böm. Willis segir sjálfur
um umfjöllun fjölmiöla að það sé
orðið honum eðlilegt að lesa eitt-
hvað slæmt um sig: „Blaðamenn eru
yfirleitt á þeirri línu að slæmt um-
tal selji meira en gott umtal svo ég
er hættur að æsa mig yfir því þótt
alltaf birtist það í blöðum sem mið-
ur fer, en geri ég eitthvað sem mér
finnst áhugavert og gott þá er áhug-
inn minni.“
Vann fyrir
sér í ýmsum störfum
Bmce Willis fæddist í New Jersey
í mars 1955. Hann var ekki mikill
námsmaður og hætti strax námi eft-
ir gagnfræðaskóla, og fór að vinna
hin ýmsu störf. Hann sá þó að sér
og innritaðist inn í Montclair State
College, sem hefur á að skipa góðri
leiklistardeild. Með skólanum fór
hann að reyna fyrir sér í New York
og fékk að lokum hlutverk í leikriti
sem hét Heaven and Earth. Þetta
var árið 1977.
Eftir að hafa fengið hlutverk
hætti hann öllu skólanámi og leigði
sér litla íbúð í einu illræmdasta
hverfi New York’ borgar „Hell’s
Kitchen" og vann sem barþjónn á
nóttunni og reyndi að fá hlutverk í
leikritum á daginn. Erfíði hans bar
þó nokkurn árangur og fékk hann
smám saman hlutverk í leikritum
sem sýnd vom utan Broadway og í
auglýsingum. Auk þess vann hann
stundum fyrir sér sem munnhörpu-
leikari og lék þá með hinum ýmsu
blúshljómsveitum.
Umskiptin á ferli hans urðu 1984
þegar hann tók við aðalhlutverki af
öðrum leikara í leikriti Sam Shep-
ard’s, Fool for Love. Eftir að hafa
Bruce Willis I sínu frægasta hlutverki, John McClane í Die Hard with a
Vengeance.
leikið 100 sinnum í leikritinu fór
hann til Los Angeles og lék i prufu
fyrir sjónvarpsþáttinn Moonlightn-
ing, en stjarna í þáttunum átti að
vera Cybill Shepard, var hennar
hlutverk að vera eigandi að leyni-
þjónustufyrirtæki. Wills hafði betur
gegn 3000 öðrum sem sóttu um hlut-
verkið og það er skemmst frá því að
segja að Moonlighting var vinsæl-
asti sjónvarpsmyndaflokkurinn í
fjögur ár og átti Bruce Willis ekki
lítinn þátt í vinsældunum, en fljótt
fór hann að skyggja á Cybill
Shepard, henni til mikillar gremju.
Fyrir hlutverk sitt sem einka-
spæjarinn David Addison fékk Will-
is bæði Golden Globe verðlaunin og
Emmy-verðlaunin og þegar hætt var
aö gera þættina var leiðin greið yfir
í kvikmyndimar. Fyrsta stóra hlut-
verkið í kvikmynd var á móti Kim
Basinger í Blind Date. Leikstjóri
myndarinnar var Blake Edwards og
Edwards valdi einnig Willis til að
leika aðalhlutverkiö í misheppnaðri
kvikmynd, Sunset. Þessar tvær
kvikmyndir gerðu ekki mikið fyrir
feril Wiflis. Næsta kvikmynd hans
var aftur á móti Die Hard, sem kom
honum í einum grænum upp í flokk
stóm leikaranna þar sem hann hef-
ur verið síðan þrátt fyrir brokk-
gengan feril eins og áður hefur kom-
ið fram.
Leiklistin er ekki eini vettvangur
Bruce Willis í listinni. Hann er lið-
tækur söngvari og hljóðfæraleikari
og er með eigin hljómsveit í hjá-
verkum og hefur gefið út tvær plöt-
ur undir eigin nafni og komst eitt
lag með honum í efstu sæti vin-
sældalistans, var það útgáfa hans á
hinu þekkta lagi Under the Board-
walk, þá er hann i viðskiptum með
Arnold Schwarzenegger og Sylvest-
er Stallone, en saman eiga þeir
Planet Hoflywood veitingahúsakeðj-
una. Hér á eftir fer listi yfir þær
kvikmyndir sem Bruce Wiflis hefur
leikið í:
The First Deadly Sln, 1980
The Verdict, 1982
Blind Date, 1987
Sunset, 1988
Dle Hard, 1988
Look Who’s Talking, 1989
In Country, 1990
Dle Hard 2,1990
Look Who's Talklng Too, 1990
The Bonetlre of the Vanities, 1990,
Mortal Thoughts, 1991
Hudson Hawk, 1991
Bllly Bathgate, 1991
The Last Boy Scout, 1991
The Player, 1992
Death Becomes Her, 1992
Striking Distance, 1993
North, 1993
Color of Nlght, 1994
Pulp Rctlon, 1994
Nobody’s Fool, 1994
Dle Hard wlth a Vengeance, 1995
I Color of Night lék Bruce Willis niðurdreginn sálfræðing
sem á í heitu ástarævintýri með Jane March.
The Bonfire of Vanities var eitt allsherjar „flopp". I henni
lék Bruce Willis blaðamanninn Peter Fallow.
Uppreisnin í Attica
Snemma á áttunda áratugnum átti sér stað
mesta og blóðugasta fangauppreisn sem orðið hefúr
í Bandaríkjunum, uppreisnin í Attica fangelsinu í
New York fylki. Uppreisn þessi vakti heimsathygli.
Uppreisnin, sem endaði i blóðugri slátrun her-
manna sem gerðu engan greinarmun á fóngum og
gíslum, hafði þau áhrif að tekið var á málum fanga
og fækkað i fangelsum. Sá sem átti mesta sökina á
því að til blóðugra átaka kom var þáverandi ríkis-
stjóri í New York, Nelson Rockefeller, gagnslaus
milljónamæringur, sem þorði ekki að verða við
beiðni fanganna um að mæta í fangelsið til samn-
inga. Um þessa atburði hefur John Frankenheimer
gert sterka og áhrifamikla mynd, sem fer nokkuð
hægt af stað. Hefði hún sjálfsagt orðið enn betri ef
ekki hefði verið eytt of miklum tíma í vandamálin
utan rimlana hjá nýliðanum í fangavarðastéttinni
og þess í stað einbeitt sér að samskiptum hans og fanga, sem var í framvarðar-
sveit Svörtu hlébarðanna. Hvaö um það, Frankenheimer sýnir gamla takta og
Kyle MacLaglan og Samuel L. Jackson eru góðir í hlutverkum sínum.
AGAINST THE WALL - Útgefandi: Bergvík.
Lelkstjóri: John Frankenhelmer.
Aðalhlutverk: Kyle MacLaglan, Samuel L. Jackson og Harry Dean Stanton.
Bandarísk, 1994. Sýningartími 106 mín. Bönnuð börnum Innan 16 ára. -HK
Þrjóska og vilji
jíHaN aS-WN
A TrixSt ^
Það er hægt að komast langt á þrfóskunni og
viljanum. Það sannaði hinn smávaxni Rudy. Hans
æðsti draumur er að komast í ruðningslið Notre
Dame háskólans. Gaflinn er að Rudy er smávaxinn
og það þykir ekki liklegt til árangurs i ruðningi og
námsmaður er hann enginn. Hann fær inngöngu í
hliðarskóla við Notre Dame og leggur mikið á sig
til að ná góðum einkunnum svo að hann fái inn-
göngu í Notre Dame og það tekst. En þá er eftir að
láta drauminn rætast. Hindranimar eru margar,
þótt fyrst og fremst sé það stærðin sem háir hon-
um. Þrautseigja hans og vilji vekja athygli í skólan-
um og þótt þjálfarinn sjái ekki í byijun neinn til-
gang með að hafa hann í liðinu þá getur hann ekki
annað en dáðst að honum og segir liösmenn sína
geta mikið lært af Rudy. Rudy er bæði ljúf og
spennandi. Hún er byggð á sönnum atburðum sem
áttu sér stað snemma á áttunda áratugnum og það er ekki annað hægt en að
dást að þeim mikla viljastyrk sem Rudy sýnir og þótt aldrei yrði hann ruðn-
ingsstjarna þá er hann lifandi í minningu allra sem fylgdust með honum.
RUD,Y - Útgefandl: Skifan.
Lelkstjóri: Davld Anspaugh.
Aðalhlutverk: Sean Astln, Ned Beatty og Llll Taylor.
Bandarísk, 1993. Sýnlngartíml 110 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK
Jörðin í hættu
Einhverra hluta vegna hefur leikstjórinn Ric-
hard Sarafian ekki verið sáttur með útkomuna á
Solar Crisis, því myndinni er skrifuð á Alan Smit-
hee, en það er nafh sem leikstjórar fá að nota, telji
þeir að brotið hafi verið á rétti þeirra og geti fært
sönnur á. Solar Crisis er samt þrátt fyrir aflt hin
skemmtilegasta afþreying meö feikigóðum og trú-
verðugum tæknibrellum. Fjallar myndin um leiö-
angur sem sendur er til sólarinnár árið 2050, þar
sem talið er að ef ekki takist méð öflugri spreng-
ingu að breyta eldtungu sem beinist að jörðinni
muni hún hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífið á
jörðinni. Það togast á öfl á jörðu niðri um tilgang-
inn. Um leið er fylgst með áhöfninni um borð í
geimfarinu Helios, sem lendir í ýmsum erfiðleikum
og skipstjóranum þykir ljóst að um borð sé einhver
sem vilji ekki aö ferðin heppnist. Solar Crisis er hreinn vísindaskáldskapur og
ágætur sem slíkur, myndin er spennandi og ágætir leikarar með Charlton
Heston í broddi fylkingar gera hlutverkum sínum góð skil.
SOLAR CRISIS - Útgefandl: Bergvík.
Lelkstjóri: Alan Smithee.
Aðalleikarar: Tim Matheson, Charlton Heston og Jack Palance.
Bandansk, 1993. Sýnlngartími 101 mín. Bönnuð bömum Innan 16 ára. -HK
Arlð 7050 »r bjrrlst
mllljönir kilomrtrn úti
Draumóramaður
Stutt er siðan Frank Sinatra hætti að koma
fram en hann hélt röddinni ótrúlega lengi. Margir
eru á því að hann sé besti dægurlagasöngvari ald-
arinnar og benda á mörg afrek og satt er það'að
mörg þekkt dægurlög hfjóma best í hans flutningi.
Þeir sem vilja sjá hann i toppformi syngja Lady
and the Tramp, Bewitched og fleiri stórgóð lög í
kvikmyndaútgáfu af hinum skemmtilega söngleik,
Pal Joey, ættu að fara út á næstu myndbandaleigu,
því myndin, þótt komin sé til ára sinna, er góð
skemmtun. í myndinni leikur Frank ævintýra-
manninn Joey Evans sem er næturklúbbasöngvari,
alltaf blankur, en uppfullur af hugmyndum og
sannfærður um eigið ágæti. Ekki er hægt að segja
að mótleikarar Franks séu af verri endanum,
þokkagyðjumar Rita Hayworth, sem leikur rika
frú með fortíð og Kim Novak, sem leikur dansara á
næturklúbbi. Söguþráðurinn er ekki merkilegur, en þaö er góður húmor i
myndinni og tónlistin stórgóð og „Frankie Boy“ í toppformi.
PAL JOEY - Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri: George Sldney.
Aðalhlutverk: Rita Hayworth, Frank Sinatra og Klm Novak.
Bandarísk, 1995. Sýningartími 105 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -HK