Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1996, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996
T 6 N L I S l A R
LJlÍIJ JiVjJ J
Ýmsir flytjendur - Rokklokkar
i i
mTmT
Bestu lögin?
Rokklokkar er tveggja diska
útgáfa með mörgum þekktum er-
lendum lögum frá frumbemsku
rokksins, svo og íslenskum lög-
um frá sjötta og sjöunda áratugn-
um. Undirtitill platnanna er
Fjörutíu bestu lög rokktímans
með íslenskum og erlendum
flytjendum. Það er og verður
alltaf smekksatriði hver eru
bestu lög þess ágæta tíma og hefði áreiðanlega mátt finna fjörutíu lög
til viðbótar sem sómt hefðu sér vel á plötunum. Nokkur laganna hafa
raunar verið flokkuð til annars en rokks. Reet Petite með Jackie Wil-
son er til dæmis oft haft á soulsafnplötum og My Baby just Cares for Me
hefur stundum veriö talið með djasslögum. Þá er vafasamt hvort hægt
er að flokka Fjóra káta þresti með rokktónlist.
Það sem rýrir gildi Rokklokka er að nokkur erlendu laganna eru end-
urhljóðritanir. At the Hop með Danny and the Juniors varð til að mynda
vinsælt árið 1957 en upptakan á Rokklokkum er frá 1976. Upptaka Sing-
ing the Blues er frá 1974 og Rock Around the Clock með BUl Haley and
His Comets er frá 1963 svo að dæmi séu tekin. Útgefandinn fær hins veg-
ar plús fyrir að skýra skilmerkilega frá upptökuárum laganna. Það ger-
ist allt of oft að erlendir útgefendur trassa að láta slíkar upplýsingar
fýlgja með á plötum sínum og kaupir fólk því köttinn í sekknum þegar
það er að leita sér eftir frumútgáfum. Hins vegar setja ekki allir slíkt
fyrir sig og fyrir þá eru Rokklokkar ágætustu kaup.
Ásgeir Tómasson
Og
The Cardigans - Life
★★★
Frísklegt
þægilegt
popp
Svíar hafa löngum verið
lunknir tónlistarmenn og sú
Norðurlandaþjóð sem hvað
lengst hefur náð í alþjóðlegu
poppi. Og þeir eru enn að fram-
leiða hljómsveitir sem vekja alþjóðlega athygli, ein sú nýjasta er hljóm-
sveitin The Cardigans frá Malmö. Sveitin leikur frísklegt og þægilegt
popp og sækir megináhrif sín nokkra áratugi aftur í tímann; soultónlist
sjöunda áratugarins er hljómsveitinni hugleikin og þá er líka léttur
jasskeimur af sumum laga sveitarinnar. Fyrir utan hefðbundin hljóð-
færi krydda The Cardigans hljóðfæraleikinn með notkun ýmissa blást-
urshljóðfæra auk þess sem selló, flautur og fiðlur setja sinn svip á lög-
in. Útsetningar laganna eru mjög smekklega unnar og þrátt íyrir fjöl-
breytta hljóðfæranotkun er hvergi um of hlaðið. The Cardigans skarta
stórgóðri söngkonu sem augljóslega hefur heyrt í Björk einhvem tíma
á lífsleiöinni. Þó er alls ekki hægt að segja að hún stæli Björk en áhrif-
in eru greinileg í sumum laganna. Fróðlegt verður að fylgjast með fram-
vindu mála hjá The Cardigans því hljómsveitin er allrar athygli verð og
kemur að mörgu leyti með nýjan ferskan tón inn í poppflóruna.
Sigurður Þór Salvarsson
David Bowle - Outside
★★★
Á heimleið
Á meðan David Bowie er
einn helsti áhrifavaldur hinn-
ar nýju Brit pop bylgju og ein-
staklingar og hljómsveitir
keppast við að stæla það sem
hann var að gera á gullaldará-
ram sínum milli 1970 og 1980 er
sjálfur „hái granni greifinn"
enn á hálfgerðri eyðimerkur-
göngu. Ýmis teikn eru þó á lofti
um að hann sé á heimleið og
ber þessi plata hans ótvíræð
merki þar um. Þar er líklegt að Brian Eno hafi sitt að segja en hann er
nú sestur á ný við upptökustjómvölinn hjá Bowie eftir áralanga fjar-
veru. 1 það minnsta er tónlist Bowies mun melódískari og aðgengilegri
á þessari plötu en verið hefúr um langa hríð og ef fram heldur sem horf-
ir verður verulega spennandi að bíða næstu plötu frá Bowie. Reyndar
hefði Bowie getað gert þessa plötu mun sterkari að minu mati með því
að beita niðurskurðarhnífnum margfræga. Platan er einfaldlega allt of
langdregin; tekur heilan klukkutíma og kortér í flutningi sem er á við
tvær meðalplötur. 1 sjálfu sér hefði lengdin verið í góðu lagi ef platan
héldi dampi allan þennan tíma en það gerir hún því miður ekki. Inni á
milli margra mjög góðra laga missir Bowie sig i langar og flóknar pæl-
ingar sem draga plötuna niður að mínu mati. En batnandi manni er best
að lifa og það er kominn tími til að Bowie hristi af sér slenið.
Sigurður Þór Salvarsson
Bítlavinafélagið: Tíu ár frá því að það var stofnað til að leika undir með kór Verslunarskóla íslands.
Vinsældir hljómsveitarinnar Sixties
sýna það.“
Hljómleikaupptökum
sleppt
Liðsmenn Bítlavinafélagsins voru
duglegir við að hljóðrita tónleika sína
og dansleiki. Talsvert af erlendum og
innlendum lögum er til sem ekki hef-
ur verið gefið út. Jón Ólafsson segir
að þeir fimmmenningamir hafl velt
þvi fyrir sér að gefa út eitthvað á nýju
plötunni sem ekki hefði komið út áður
en að vandlega athuguðu máli hefði
verið ákveðið að láta það eiga sig.
„Við verðum þó reyndar með hljóm-
leikaútgáfu af Alveg orðlaus," segir
hann. „Ástæðan fyrir því er sú að okk-
ur fannst hún betri en sú sem við tók-
um upp í stúdíóinu og gáfum út á
fyrstu plötunni okkar. Við hefðum til
dæmis getað gefið út okkar útgáfu af
laginu Vor í Vaglaskógi. Það kom hins
vegar út með Sixties í fyrra og varð
vinsælt og þar af leiðandi þótti okkur
ekki ástæða til að bæta við öðra lagi.
Eins fannst okkur það skemma heild-
armyndina á safnplötunni ef við hefð-
um farið að bæta á hana lögum með
enskum textum þannig að niðurstað-
an varð sú að láta sextán lög duga.“
-ÁT
Ein af fyrstu plötum nýja ársins -
ef ekki sú fyrsta - verður með Bítla-
vinafélaginu. Ekki nýjar upptökur
heldur sextán lög sem gefin voru út á
þeim fimm plötum sem hljómsveitin
sendi frá sér á fimm ára ferli sínum.
Mörg þessara laga hafa verið ófáanleg
í mörg ár.
„Við erum með þessari útgáfu að
halda upp á það að tíu ár eru liðin síð-
an hljómsveitin var stofnuð," segir
Jón Ólafsson hljómborðsleikari. „Hún
varð einmitt til í ársbyrjun 1986. Þá
var ég stjómandi kórs Verslunarskóla
íslands og fékk nokkra menn til að
leika með kórnum á nemendamóti
skólans. Við voram jafnframt beðnir
að spila íyrir dansi um kvöldið og urð-
um við því og tókum einnig að okkur
að leika á Lennonkvöldi á Gauki á
Stöng og áður en við vissum af höfð-
um við orðið nóg aö gera við að spila
Bítlalög og aðra tónlist frá sjöunda ára-
tugnum."
Fimm
ára ferill
Með Jóni í Bítlavinafélaginu vora
Stefán Hjörleifsson og Eyjólfur Krist-
jánsson gítarleikarar, Rafn Jónsson
trommuleikari og Haraldur Þorsteins-
son sem sá um bassaleikinn. Hljóm-
sveitin starfaði í rétt fimm ár, hætti
einmitt í janúar 1990. Á ferlinum sendi
hún frá sér tvær plötur í fullri lengd,
Tólf íslensk Bítlalög og Konan sem
stelur Mogganum. Þá komu út tvær
„hálfvaxnar" plötur og ein smáskífa.
Af fyrstu plötunni verður lagið
Þrisvar í viku á safnplötunni og hljóm-
leikaútgáfa lagsins Alveg orðlaus. Öll
sex lögin af næstu, plötu hljómsveitar-
innar verða á safnplötunni, bæði lög
smáskífunnar, ijögur af Tóif íslensk-
um Bítlalögum og tvö af síðustu plöt-
unni sem kom út nokkrum vikum
áður en hljómsveitin hætti. Hljóm-
sveitin var þá í fullu fjöri og hafði nóg
að gera við dansleikjahald víða um
land.
„Okkur fannst bara komið að tíma-
mótum og rétt að fara að gera eitthvað
annað," segir Jón. „Til dæmis hafði
mikið af tíma mínum farið í að vinna
að plötum með hljómsveitinni
Nýdönsk og ég hafði á tilfinningunni
að það starf ætti eftir að verða meira
sem kom líka á daginn.
Alla tíð síðan við hættum höfum við
verið beðnir að endurreisa hljómsveit-
ina. Á þessari stundu er ómögulegt að
segja hvort af því verður í tilefni tíu
ára afmælisins og plötuútgáfunnar.
Það verður bara að koma í ljós. En
greinilegt er að það er markaður fyr-
ir hljómsveit eins og Bítlavinafélagið.
Bitte nú
— Borgardætur
★★★
Þeim sem höfðu gaman af tónlist
Borgardætra á plötunni Svo sannar-
lega ætti ekki síður að hitna um
hjartarætumar við að hlusta á Bitte
nú. -ÁT
Stóri draumurinn
— Orri Harðar:
★★★
Orri sýndi á Drögum að heim-
komu að hann er lunkinn textasmið-
ur og honum tekst einnig ágætlega
upp að þessu sinni. Orri Harðarson
er tvímælalaust til afreka fallinn í
framtíðinni. -ÁT
Croufie d'ou lá
— Emiliana Torrini:
★★★Á
Söngurinn er ótrúlega fjölbreytt-
ur og hreint meö ólíkindum hversu
margvíslegum söngstíl Emilíana
hefur yfir að ráða.
-SÞS
Út og suður
— Bogomil Font
★★★i
Það er ekki spurning að herra
Font syngur betur á þessari plötu en
nokkra sinni fyrr. Röddin er ekki
eins daufleg og hlutlaus og áður var,
breidd hennar og tónsvið meira.
Þrek ogtár —Ýmsir:
★★★
Flytjendur laganna eru fjölmarg-
ir og það verður að segjast eins og er
að það er makalaust hve mikið af
hæfileikaríku og frambærilegu
söngfólki leynist í Þjóðleikhúsinu.
-SÞS
Þitt fyrsta bros — Gunnar Þórðarson:
★★★Á
Á plötunni má heyra þversniðið
Eif ferli Gunnars Þórðarsonar sem
popptónlistarmanns, allt frá Fyrsta
kossinum og Bláu augimum þínum
með Hljómum til endurútgáfu
Stjórnarinnar og Jet Black Joe á
gömlum Hljóma- og Trúbrotslögum.
-ÁT