Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1996, Blaðsíða 8
24
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 19%
i/i
ýmislegt
Pólstj arnan
af kvenskassinu og reiði Heru ásamt fleiru -
Sá misskilningur er almennt útbreiddur
að Pólstjarnan sé í hvirfilpunkti himin-
hvolfsins, það er að segja í lóðlínu beint yfir
höfði athugandans frá sjónbaug. Svo er þó
ekki heldur er pólhæðin nálægt 64° norð-
lægrar breiddar í Reykjavík, eða jöfn breidd
staðarins. Sjálfur hvirfilpunkturinn er hins
vegar í stjömumerkinu Drekanum eins og
sjá má á kortinu hér að neðan.
Pólstjarnan, sem einnig er nefnd
Norðurstjaman eða leiðarstjarna, er bjart-
asta stjaman í stjörnumerkinu Litlabimi og
er talin vera í 700 ljósára fjarlægð frá jörðu.
Fyrrum studdust sæfarendur mjög við þessa
leiðarstjömu á ferðum sínum um úthöfin
vegna þess að hún sýnir ávalit norðurstefn-
una. Þar sem jörðin er ekki nákvæmlega
hringlaga gætir hringhreyfingar á jarö-
möndlinum sem nefnd er pólvelta, Þessi
breyting er hægfara en eftir tólf þúsund ár
er það blástjarnan Vega sem verður
pólstjarna og á því tímaskeiði sem Móse
leiddi ísraelsmenn út úr Egyptalandi var
þaö stjaman Tuban í Drekamun sem gegndi
hlutverki leiðarstjömunnar.
Auðveldast er að finna Pólstjörnuna með
því að hugsa sér línu dregna úr sfjörnunum
Dubhe og Merak i Karlsvagninum. Karls-
vagninn er eitthvert auðþekktasta stjömu-
merkið á himni sem fjölmargir þekkja, en er
þó einungis hluti af enn stærra stjömu-
merki, Stórabirninum. Hann var reyndar
bima hjá Grikkjum og í raun hin akkedíska
prinsessa Kallistó í bjamdýrsham. Sam-
kvæmt goðsögninni var hún ástkona Seifs
og þegar Hera, eiginkona Seifs, komst að
ástarsambandi þeirra varpaði hann Kailistó
upp á stjörnuhimininn i þessu líki.
Arabar töldu hins vegar að Karlsvagninn
væri líkkista og nefndu stjömurnar um-
hverfis hann grátkonumar. Ystu stjömuna,
Alkar, neftidu þeir hins vegar skassið eða
gribbuna. Rómverjar töldu hins vegar að
Karlsvagninn væri sjö dráttaruxar sem
gengju í eilífri hringferð um pólinn en okkar
norrænu áar sáu hér vagn sjálfs Óðins á
ferð.
Drekinn er einstakur aö því leyti að hann
er ávallt á sama stað þar sem hann snýst um
miðpunkt himinhvolfsins.
Þegar stjömufræðingurinn James Bradley
(1693-1762) reyndi að meta fjarlægðina til
stjömunnar Gamma í hægra auga Drekans
árið 1725, öðlaðist hann frægð fyrir að upp-
götva og skýra ljósviilu (aberration) en það
var fyrsta sönnun þess að jörðin gengi í
kringum sólina en ekki öfugt.
Nokkrir lesendur blaðsins hafa haft sam-
band við umsjónarmann þessarar síðu og
beðið um upplýsingar hvað varðar aðgengi-
leg gögn til stjömuathuguna. Auk stjörnu-
kíkis, helst meö áttarhomi (azimutii) og
gráðuboga, er nauðsynlegt að eiga í fómm
sínum stjömukort. Hentugusta ritið á ís-
lensku er hin ágæta stjömufræði Þorsteins
Sæmundssonar Ph. D. sem kom út á vegum
Alfræði Menningarsjóðs árið 1972. Þar eru
góð yfirlitiskort með íslenskum heitum
stjarnanna. Þeir sem eiga aðgang að tölvum
ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að
verða sér úti um stjörnufræðiforrit. Með
tilkomu geisladrifa hefur orðið ör þróun í
gerð þessara forrita. Skal hér einungis bent
á forritið Voyager frá Carina í Bandaríkjun-
um. Auk ágætra stjömukorta fylgja forrit-
inu tjölmargar ljósmyndir teknar úr öflug-
um stjömusjónaukum og úr gervitunglum.
Með slíku forriti er auðvelt að átta sig á hæð
og áttarhorni einstakra stjarna miðað við
staðartíma og breidd athuganda. - JRJ.