Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1996, Qupperneq 2
TVEIR EINS
Hvaöa TVEIR bílar eru alveg eins?
Sendið svarið til: Barna-DV.
BIGGI
OG
KETTLING-
URINN
Biggi litli vaknaði af værum blundi. Hann hugsaði
um það að á morgun ætti hann að byrja í skólan-
um. En í dag átti Biggi afmæli. Afmælið byrjaði
klukkan tvö. Biggi fékk margar afmælisgjafir.
Hann opnaði spenntur pakkann frá mömmu og
pabba. í pakkanum var kettlingur.
Biggi varð mjög glaður. Um kvöldið átti Biggi að
fara að sofa. Hann og kettlingurinn sofnuðu vært.
En morguninn eftir þegar Biggi vaknaði var kett-
lingurinn horfinn.
Biggi leit út og sá kettlinginn hlaupa burt úr garð-
inum. Biggi kallaði til pabba og fóru þeir saman út
í garð að leita. Ekki fannst kettlingurinn.
Nú átti Biggi að fara í skólann. Á leiðinni þangað
sá Biggi kettlinginn. Hann hljóp og náði honum og
hafði hann með í skólann. Þegar þeir komu heim
var Biggi búinn að ákveða nafn á kettlinginn.
Hann átti að heita Brandur.
Eftir þetta passaði Biggi Brand alltaf vel.
Halla Mjöll Stefánsdóttir, 5 ára,
Lerkihlíð 3, Sauðárkróki.
HELGA OG ÁRAMÓTIN
Helga vaknaði á gamlársdag og fann góðan matarilm úr eldhúsinu. Það var
byrjað að elda fyrir kvöldið. Helga klæddi sig í snatri og hljóp fram. Þar
beið hennar heitt kakó og ristað brauð. Helga borðaði í rólegheitum og dreif
sig síðan út.
Það var mikill snjór. Helga ætlaði á skíði upp í brekku. Hún var mjög dug-
leg á skíðum. Helga fór út í bílskúr að ná í skíðin. Þar var pabbi og hann
spurði hvort hún vildi koma með að kaupa flugelda. Helga vildi heldur fara
með pabba sínum og settist upp í bílinn.
Pabbi spurði Helgu hvað hana langaði í stóran flugeldapoka. „Mér er alveg
sama . . . en mig langar í stærstu gerð af stjörnuljósum,“ svaraði Helga.
Pabbi keypti síðan stærstu gerð af íjölskyldupakka og einn barnapakka.
Þegar pabbi og Helga komu heim lagði Helga sig smástund. En síðan borð-
uðu þau hamborgarhrygginn og horfðu á áramótaskaupið. „Þetta er besta
skaup sem ég hef séð,“ sagði pabbi sem var í hláturskasti í sófanum.
Svo fóru þau út og sprengdu alla flugeldana og Helga hélt á stærstu gerð af
stjörnuljósum. Gleðilegt nýtt ár!
Karen Ósk Lárusdóttir,
Hjallabraut 37, 220 Hafnarfirði.
í hvaöa blöðru er útkoman hærri en 40
en lægri en 50?
Sendið svarið til: Barna-DV.
BRANDARAR
- Hafið þið heyrt um heitavatnskranann og kalda-
vatnskranann sem ætluðu að gifta sig?
- Því miður fór allt í vaskinn!!
- Ég er alveg steinhættur að veðja!
- Því trúi ég ekki. Þú hættir því aldrei!
- Viltu veðja?!
- Vitið þið af hverju Hafnfirðingar sitja alltaf á
fremsta bekk í bíó?
- Til þess að verða fyrstir til að sjá myndina!
Hafnfirðingur fór til smiðs og bað hann um að
smiða kassa sem væri 50 metrar á lengd og 5
sentímetrar á breidd.
- Hvað ætlar þú að gera við svona kassa?
- Ég þarf að senda vini mínum garðslöngu í pósti!!
VANILLUKARAMELLUR
1 bolli sykur
1 bolli síróp
1 bolli rjómi
V4 tsk. salt
2 msk. smjör
6 msk. mjólk
2 tsk. vanilla
Látið sykur, síróp og rjóma í
pott. Sett á vægan hita, þar til
sykurinn hefur bráðnað. Soðið
í 10 mínútur. Hrært í við og
við. Þá er smjörinu, óbræddu,
bætt í og mjólkinni, einnig
smátt og smátt. Soðið áfram í
10-15 mín. Tekið af hitanum.
Vanillan hrærð saman við.
Hellt í smurða skúffu. Skorið í
ferkantaða, litla bita þegar það
er hæfilega volgt.
Verði ykkur að góðu!
OlMS K.ng Faaiunv SynttcaM.