Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Blaðsíða 8
24
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1966
ými
Tvær
sýningar
Ingólfs
Sýningu á verkum eftir Ingólf
Arnarsson lýkur í Ingólfsstræti 8
um helgina. Listmaðurinn sýnir
einnig verk sín á Kjarvalsstöð-
um um þessar mundir og stend-
ur sú sýning til 18.febrúar.
Ingólfur, sem kom fram á sjón-
arsviðið í lok 8. áratugarins,
vann fyrst með hugmyndafræði-
leg verk en tileinkaði sér síðan
óhlutlægt myndmál sem hann
hefur þróað á einkar persónu-
lega hátt.
■
Skíðaáhugafólk á suðvesturhorninu hefur ástæðu til að kætast því búið er opna í Bláfjöllum og þar verða væntan-
lega nokkrar lyftur í gangi um helgina ef veður leyfir. Víða annars staðar á landinu litur hins mun vegar verr út með
skíðaiðkun. DV-mynd GVA
Opið í Bláfjöllum ef veður leyfir:
Skíöavertíðin hafin
„í dag er ljómandi gott útlit fyrir
helgina en spáin er nú eitthvað að
hrella menn. Við stílum á að hafa
opið bæði laugardag og sunnudag
frá kl. 10-18 ef veður leyfir. Núna er
bara að vona að það snjói en það
vantar meira af honum hérna. Hins
vegar er rosalega gott færi héma
núna,“ sagði Þorsteinn Hjaltason,
fólksvangsvörður í Bláfjöllum, þeg-
ar DV sló á þráðinn til hans í gær
og forvitnaðist um hvort útlit væri
fyrir að hægt væri að komast á
skíði um helgina.
„Við vorum með æfingar héma á
föstudag og laugardag en opnuðum
fyrir almenning á mánudaginn. Það
eru þrjár lyftur opnar hérna í
Kóngsgili og svo var barnalyftan að
bætast við. Þessar lyftur geta flutt
um 2500 manns á klukkutíma og
það er dágott en það er samt allt of
lítið þegar það er svona gott veður.
Við höfum getu hérna til að flytja
8000 manns á klukkutíma og það
vantar því töluvert upp á.“
Þorsteinn segir að á sama tíma í
fyrra hafi verið kominn miklu
meiri snjór en hann finnur fyrir
brennandi áhuga og löngun skíðaá-
hugafólks til að fara að renna sér
enda er mikið hringt og spurt um
færið.
Af skíðastöðum víða annars stað-
ar á landinu er ekki ósvipaða sögu
að segja. Þar er líka skortur á snjó.
I Hlíðarfjalli og á Seljalandsdal hef-
ur keppnisfólk verið við æfingar en
óvíst er hvenær almenningi verður
hleypt í brekkurnar á fyrrnefnda
staðnum. í Oddsskarði er hins veg-
ar óbreytt ástand frá því í síðustu
viku og allt enn lokað.
Það er því ljóst að sumir skíðaá-
hugamenn verða að leggjast á bæn
og biðja um meiri snjó en hjá öðrum
má segja að skíðavertíðin sé þegar
hafin.
Tónleikar í sal FÍH:
Kvintett Corretto
Kvintett Corretto heldur sína
fyrstu opinberu tónleika í sal FÍH,
Rauðagerði 27, á morgun kl. 17. Tón-
leikarnir eru hluti af tónleikaröð
sem Félag íslenskra hljómlistar-
manna hefur umjón með.
Kvintett Corretto er málmblást-
urskvintett, skipaður þeim Eiríki
Erni Pálssyni og Einari St. Jónssyni
á trompeta, Emil Friðfinnssyni á
horn, Sigurði S. Þorbergssyni á bás-
únu og Sigurði Smára Gylfasyni á
túbu.
Á efnisskránni eru sjö verk sem
samin eru á síðustu 400 árum, ýmist
með nákvæmlega þessa hljóðfæra-
skipan í huga eða þá að um útsetn-
ingar er að ræða. Elsta verkið er frá
1592 og er eftir Monteverdi. Meðal
annarra höfunda má nefna Gabrieli,
Ewald, Chabrier og Pál P. Pálsson.
Verk Páls er frá árinu 1958 eða frá
þeim tíma er hann var starfandi
trompetleikari.
Einar St. Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson, Sigurður Smári Gylfason, Sigurður
S. Þorbergsson og Emil Friðfinnsson koma fram á tónleikunum á morgun.
Kringluhátíð
Flugleiða
Kringluhátíð Flugleiða verð-
ur haldin í Kringlunni á sunnu-
daginn. Þar verða allir helstu
áfangastaðir Flugleiða i milli-
landaflugi kynntir, auk þess sem
nýr sumarbæklingur verður af-
hentur gestum og gangandi.
Kringluhátíðin er orðin árleg-
ur viðburður hérlendis og með
henni er sannreynt að áhugi á
ferðalögum hefur síst dvínað
meðal íslendinga en í fyrra
mættu átján þúsund manns á
þessa hátíð.
Hátíðin í ár verður með svip-
uðu sniði og í fyrra nema hvað
Stöð 2 og Bylgjan sjá að miklu
leyti um skemmtunina. Sem
dæmi má nefna að þá spilar
sekkjapípuleikari skoska þjóð-
lega tónlist fyrir gesti, Guffi og
Andrés önd heilsa upp á ungvið-
ið, tríóið Skárr’ en ekkert treður
upp og Götuleikhúsið leikur list-
ir sínar.
Nánar verður fjallað um
Kringluhátíð Flugleiða í ferða-
blaði DV á morgun.
Langur laugardagur
Langur laugardagur verður í versl-
unum og fyrirtækjum á Laugavegi og
nágrenni hans á morgun. Eins og jafn-
an áður verður eitt og annað um að
vera af því tilefni og því óhætt að
mæla með ferð á þessar slóðir á morg-
un.
Nú er sá tími sem útsölurnar eru í
hámarki en í nánast hverri einustu
verslun er einmitt útsala í gangi. Ann-
aðhvort eru þær að byrja eða enda í
viðkomandi verslun. Afsláttur kann
því að vera verulegur.
Þorrastemning mun jafnframt ríkja
á morgun á Laugaveginum og ná-
grenni hans. Nóatún við Hlemm verð-
ur t.d. með kynningu á þorramt og
Steikhús Harðar býður þorradisk á
hagstæðu verði. Þá verður líka hægt
að taka smá forskot á öskudaginn og
mæta í grímubúningi í isbúðina að
Laugavegi 40. Þeir krakkar sem það
gera fá ókeypis ís en hinum grímu-
klæddu bjóðast líka myndapakkar í
versluninni Spörtu að Laugavegi 49.
Þá er minnt á að ekki þarf að greiöa
í bílastæðahúsin í miðborginni á laug-
ardögum.
Útsölurnar eru nú í fullum gangi og sjálfsagt eiga margir eftir að gera góð
kaup í bænum á morgun. DV-mynd TJ
Höfundasmiðja L.R.:
Þrjú verk eftir
Benóný Ægisson
Önnur sýning í Höfunda-
smiðju Leikfélags Reykjavíkur
verður í Borgarleikhúsinu kl. 16
á morgun. Flutt verða þrjú verk
eftir Benóný Ægisson en þaú
heita Maður verður að gera það
sem maður verður að gera, Flug-
leiðir tilkynna brottfor og Tví-
leikur fyrir höfund og leikara.
Tregasveitin á
Blúsbarnum
Tregasveitin skemmtir á Blús-
barnum í kvöld og annað kvöld.
Sveitina skipa þeir Sigurður Sig-
urðsson, Pétur Tyrfingsson,
Guðmundur Pétursson, Stefán
Ingólfsson og Jón Borgar Lofts-
son.
Bóksala í Nor-
ræna húsinu
Um helgina mun bókasafh
Norræna hússins standa fyrir
stórútsölu á bókum í anddyri
Norræna hússins. Bóksalan
verður opin laugardag og sunnu-
dag frá kl. 10 til 19.
Kos á Kaffi
Reykjavík
Danssveitin Kos og Eva Ásrún
skemmta á Kaffi Reykjavík í
kvöld og annað kvöld. Ingi
Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson
skemmta á sama stað á sunnu-
dagskvöldið.
Orgel og söng-
tónleikar
Hjónin Natalia Cow (sópran)
og Helgi Pétursson (orgel) halda
orgel og söngtónleika í Háteigs-
kirkju á sunnudaginn kl. 17. Á
efnisskrá tónleikanna verða m.a.
verk eftir J.S.Bach Buxtehude,
Bizet og Gounoud.
v:i
Laugardagsganga
Vikuleg laugardagsganga
Hana nú í Kópavogi verður á
morgun. Lagt verður af stað frá
Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10 f.h.
Opið hús
Bahá’íar verða með opið hús
að Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30
annað kvöld.
Kirsuber á
Gauknum
Hljómsveitin Kirsuber leikur
á Gauki á Stöng í kvöld og ann-
að kvöld. Hljómsveitin leikur
tónlist úr ýmsum áttum.
Sín á Ránni
Hljómsveitin Sín leikur á
Ránni í Keflavík í kvöld og ann-
að kvöld. Hljómsveitin spilar
létta tónlist við allra hæfi.
Ráin hefur nú opnað nýjan sal
á Hafnargötunni sem er tengdur
við gamla staðinn.
Bestu blaðaljós-
myndirnar
Sýning a bestu blaðaljósmynd-
unum frá síðastliðnu ári stendur
nú yfir í Gerðarsafhinu í Kópa-
vogi.
Alls eru myndir á sýningunni
eftir sextán blaða- og fréttaljós-
myndara. Þriggja manna dóm-
nefnd valdi bestu myndirnar á
sýninguna en um 600 myndir
bárust í forkeppni. Þetta er í
sjötta sinn sem Blaðamannafé-
lagið og Blaðaljósmyndarafélag-
ið standa saman að sýningu sem
þessari.