Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 2
30
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996
ferðir
Ferðaáætlun Ferðafálags íslands komin út:
Fjölbreyttar ferðir um allt land
Ferðaáætlun Ferðafélags íslands
fyrir árið 1996 er nýlega komin út
með á þriðja hundrað ferðum um ís-
land. í boði eru fjölbreyttar dags-,
helgar og sumarleyfisferðir og
einnig eru kynntar ferðir nokkurra
deilda FÍ úti á landi. Mikil áhersla
er lögð á fjölbreytni í ferðum þannig
að allir finni eitthvað við sitt hæfi.
Dagsferðir eru alla sunnudaga árið
um kring, oft fleiri en ein á dag, og
einnig ýmsa aðra daga og stuttar
kvöldferðir eru á miðvikudags-
kvöldum frá maí og fram í ágúst.
Meðal nýjunga í dagsférðum er 8
ferða raðganga sem hefst 14. apríl
og nefnist minjagangan. Leiðin ligg-
ur um nokkra áhugaverða minja- og
sögustaði innan borgarmarka
Reykjavíkur og í næsta nágrenni
hennar. Hengilssvæðið nýtur vax-
andi vinsælda til gönguferða og eru
ferðir þangað fleiri en áður. Þá má
nefna átta ferða raðgöngu um
Reykjanesskagann eftir svokölluð-
um „Reykjavegi".
Fjögurra daga páskaferð
I helgarferðunum skipa skíða- og
jöklaferðir veglegan sess framan af,
t.d. verður fjögurra daga páskaferð
farin í Landmannalaugar og páska-
skíðagöngur bæði um Kjalveg og
Laugaveginn. Yfir sumarmánuðina
er mikil áhersla lögð á ferðir inn í
óbyggðir svo sem Þórsmörk, Land-
mannalaugar og Hveravelli. Göngu-
ferðir eru fjölmargar og meðal nýj-
unga eru skíðagönguferðir með gist-
ingu í Hrafntinnuskersskálanum
UTANLANDSFERDIR
í BOÐI Á NÆSTUNNI
SKÍÐAFERO TIL SVISS 29. MARS
Tíu daga skíðaferð til Crans Montana núna
um páskana.
BEIIMT FLUG TIL ZURICN 4. APRÍL
Fimm daga páskaferð til Sviss.
BEINT FLUG TIL PRAG 25. MAf
Vikudvöl í ævintýraborginni Prag, skipulögð
hópferð um Tékkland eða flug og bíll um
Austur-Evrópu.
STÓRA EVRÓPUFIRÐIN 26. MAÍ
19 daga ferð um Lúxemborg, Þýskaland,
Sviss, Ítalíu, Austurríki, Slóveníu, Danmörku,
Noreg, Færeyjar og ísland.
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HJÁ UTANLANDSDEILD OKKAR.
Ferdaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar hf.
Borgartúni 34, Reykjavík, sími 511-1515
Ferðaféiag Islands býður upp á fjölbreyttar ferðir um landið. Þessi mynd er
tekin í veðurblíðu í Þórsmörk. ' DV-mynd JAK
nýja. Fjölskylduhelgin í Þórsmörk
verður 28.-30. júní.
Af sumarleyfisferðum njóta
gönguferðir um óbyggðaleiðir sívax-
andi vinsælda og er þar gönguleiðin
frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur efst ú blaði en Hvítár-
nes-Hveravellir (Kjalvegur hinn
forni) og Snæfell- Lónsöræfi sækja
fast á eftir. Meðal nýjunga í sumar-
leyfisferðum eru náttúruskoðunar-
og fræðsluferðir, m.a. ferð á Strand-
ir í júní og um innanvert Snæfells-
nes í júlí.
Nýjar sumarleyfisferðir
Af öðrum nýjum sumarleyfisferð-
um eða ferðum neð nýju sniði má
nefna Austfjarðaferð í júní, öku- og
skoðunarferðirnar Vestfjarðastiklur
seint í júní, Þingeyjarsýslur í júlí og
ferð um miðhálendið í ágúst,
Lónsöræfaferð í júlí og nýstárlega
ferð frá Borgarfirði eystra til Seyð-
isfjarðar í byrjun ágúst.
Nokkrar ferðir tengjast efni ár-
bókar F.í. 1996 er fjallar um svæðið
milli Hvítár og Þjórsár ofan byggða
og síðast en ekki síst skulu nefndar
Hornstrandaferðir. Sæluhús Ferða-
félagsins eru 34. Frá því í fyrra hef-
ur bæst við hús Ferðafélags Skag-
firðinga að Þúfnavöllum og hús í
Norðurfirði nyrst á Ströndum.
Um 7000 farþegar hafa ferðast
með Ferðafélaginu árlega undanfar-
in ár. Félagsmenn eru um 8000. Ár-
gjaldið er 3300 krónur og því fylgja
ýmis fríðindi, t.d. afsláttur af helg-
arferðum og lengri ferðum, gistingu
í sæluhúsum og árbók sem kemur
út í maí. Allir eru velkomnir í ferð-
ir Ferðafélagsins. -ÞK
Áhugi á hestakerru-
ferðum á íslandi
Þýskur hestamaður, Dieter Kolb
að nafni, var staddur hér á landi ný-
lega. Hann hefur mikinn áhuga á Is-
landi og islenskum hestum og hefur
oft komið hingað til lands.
Kolb langar að fara með ferða-
menn í stuttar ferðir á hestakerrum
á íslandi, til dæmis milli Hafnar-
fjaröar og Grindavíkur með við-
komu í Bláa lóninu, einnig milli
Gullfoss og Geysis.
Dieter Kolb kemur aftur til ís-
lands í júní í sumar til að kanna
þessi mál frekar. Hann er ekki enn
búinn að gera neina samninga eða
ákveða hvernig þessu yrði háttað,
málið er allt á byrjunarstigi.
-ÞK
Afsláttur í
innanlandsflugi
í boði er 40% afsláttur af al-
mennu fargjaldi í innanlands-
flugi Flugleiða í tengslum við
allar ferðir í bæklingi Úrvals-
Útsýnar.
Trygging gegn
verlhækkun
Fram kemur í ferðabæklingi
Úrvals-Útsýnar ^að með því að
gera ferðir upp sem fyrst er
hægt að koma í veg fyrir að
verð þeirra hækki af völdum
gengisbreytinga, hækkunar
flug- og fargjalda eða eldsneytis.
Ferðakostnaður miðast við
verðútreikninga á greiðsludegi
og hækkar ekki eftir það.
Skoðunarferðir
um London
Þeir sem fara til London ættu
að nýta sér úrval skoðunar-
ferða um borgina. Ein er hálfr-
ar annarrar klukkustundar
ferð sem farin er á tíu mínútna
fresti daglega á sumrin. Hún
nefnist London Original Sight-
seeing Tour. Farið er frá
Piccadilly Circus, Victoria
Street, Baker Street og Marble
Arch.
Forfajlagjaid
Hjá Úrvali-Útsýn er forfalla-
gjald innifalið í verði ferða og í
staðfestingargjaldi til Mallorca
og Portúgals eingöngu. I aðrar
ferðir er hægt að kaupa forfalla-
tryggingu.
Píramídar
til sýnis
Egyptar hafa í hyggju að
opna fjóra píramída fyrir ferða-
mönnum til viðbótar þeim sem
fyrir eru í júní næstkomandi.
Einn þeirra er Bent píramídinn
í Dahshur, í um tuttugu kíló-
metra fjarlægð frá Kaíró. Hing-
að til hefur ferðamönnum ekki
verið leyft að skoða hann þar
sem hann er á svæði hersins.
Það eru aðeins þrír mánuðir
síðan herinn leyfði ferðamönn-
um að fara um þetta svæði.
Reykingabann
Flugfélagið British Airways
hyggst banna reykingar á flest-
um flugleiðum til Bandaríkj-
anna og Karíbahafsins frá og
með fyrsta maí næstkomandi.
I