Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1996, Page 3
MÁNUDAGUR 25. MARS 1996 23 Iþróttir Lilja Rós Jóhannesdóttir náði loks að sigra Evu Jósteinsdóttur eftir að hafa tapað fyrir henni f Guðmundur E. Stephensen er Islandsmeistari í einliðaleik karla þriðja árið í röð. úrslitaleikjum tvö ár í röð. DV-mynd Brynjar Gauti íslandsmótið í borðtennis: ÐV-mynd Brynjar Gauti. Fermingardrengurinn meistari þriðja árið í röð - Guðmundur sigraði Kjartan í úrslitum - Lilja Jóhannesdóttir íslandsmeistari kvenna Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi er enn aðeins 13 ára gamall og fermist um næstu helgi. En hann er besti borðtennismaður landsins. Það sýndi hann og sannaði í gær með því að sigra Kjartan Briem úr KR í hörkuspennandi úrslitaleik í TBR-húsinu, 3-2. Þar með hefur Guðmundur orðið íslandsmeistari í einliðaleik þrjú ár í röð og hann hélt uppteknum hætti með því að eiga líka aðild að sigrum í tvíliða- leik og tvenndarkeppni. Guðmundur hafði alltaf undirtök- in í úrslitaleiknum en mátti hafa sig allan við. Hann vann fyrstu lotuna 21-16 en Kjartan svaraði með því að vinna þá næstu, 22-20. Guðmundur vann þá þriðju tiltölulega örugg- lega, 21-12, en Kjartan jafnaði metin með sigri í þeirri fjórðu, 21-18. Úr- slitalotan var jöfh framan af en síð- an tók Guðmundur öll völd og vann, 21-11, og þar með var íslandsmeist- aratitillinn í höfn. Frábær frammi- staða hjá þessum unga. afreks- manni. Þetta var fyrsta viðureign Guð- mundar og Kjartans, óumdeilanlega bestu borðtennismanna landsins, í heilt ár, eða síðan Guðmundur lagði Kjartan tvívegis í fyrravetur. Kjart- an æfir og keppir með danska félag- inu Bronshoj en kom heim til að freista þess að endurheimta titilinn úr höndum Guðmundar. Lilja stöðvaði sigurgöngu Evu Lilja Rós Jóhannesdóttir vann vinkonu sína, Evu Jósteinsdóttm- úr Víkingi, í hörkuspennandi úrslita- leik í kvennaflokki. Eva hafði unnið Lilju í úrslitum tvö undanfarin ár. Lilja virtist með titilinn í höndun- um, hún vann 21-19 og 21-18 og hafði síðan yfir, 18-17, undir lok þriðju lotu. Þá tók Eva við og vann lotuna, 21-18, og síðan þá fjórðu með miklum yfirburðum, 21-9. í úr- slitalotunni voru þær yfir til skiptis en Lilja náði undirtökunum á loka- sprettinum og vann 21-16. Lilja vann Ingibjörgu Ámadóttur, Víkingi, 3-2, í undanúrslitum og Eva vann öruggan sigur á hinni gamalkunnu Ástu Urbancic úr Em- inum, 3-0. í tvíliðaleik og tvenndarkeppni var alls staðar um endurtekið efni að ræða því meistararnir frá því í fyrra vörðu titla sína. Guðmundur E. Stephensen og Ingóttúr S. Ingótts- son sigruðu Sigurð Jónsson og Markús Ámason, Víkingi, í úrslit- um í tvíliðaleik karla. Eva og Lilja unnu Ingibjörgu og Ástu í úrslitum í tvíliðaleik kvenna og þau Guð- mundur og Eva unnu Ástu og Tómas Guðjónsson, KR, í úrslitum í tvenndarkeppni. Sigurður Jónsson, Víkingi, sigr- aði Þorvald Pálsson, HSK, í úrslita- leik í 1. flokki karla, Kolbrún Hrafnsdóttir, Víkingi, vann Ingi- björgu S. Ámadóttur í úrslitum í 1. flokki kvenna og Amþór Guðjóns- son, Stjömunni, vann ívar Hróð- marsson, KR, í úrslitum í 2. flokki karla. Amþór var því eini sigurveg- arinn á mótinu sem ekki kom úr Víkingi. -VS Fyrsta opna sprettsundsmótið: Ægisstulkurnar slogu atta ára gamalt íslandsmet Eitt íslandsmet féll á fyrsta opna sprettsundsmótinu hér á landi sem KR og Ármann stóðu að í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Kvenna- sveit Ægis sló átta ára gamalt met Sundfélagsins Suðumess í 4x50 metra fjórsundi með því að synda vegalengdina á 2:09,50 mínútum. Fyrra metið var 2:11,81 minútur. Metsveitina skipuðu Lára Hrund Bjargardóttir, Halldóra Þorgeirsdóttir, Hildur Einarsdóttir og Anna Bima Guölaugsdóttir. Á sprettsundsmótum er aðeins keppt í 50 og 100 metra greinum. Fjórtán keppnisgreinar voru á dagskránni. Elín Sigurðardóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar, varð sigursælust í kvennaflokki en hún sigraði í 50 metra flugsundi kvenna á 29,62 sekúndum, í 50 metra baksundi á 31,82 sekúndum og í 50 metra skriðsundi á 27,40 sekúndum. Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, sigr- aði í þremur greinum í karla- flokki. í 50 metra flugsundi á 26,17 sekúndum, í 50 metra skriðsundi á 24,46 sekúndum og í 50 metra baksundi á 28,86 sekúndum. Magnús Konráðsson, Keflavík, sigraði í 100 metra fjórsundi á 59,34 sekúndum og í 50 metra bringusundi á 30,13 sekúndum. Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, sigraði í 100 metra fjórsundi kvenna á 1:09,67 mínútu. Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi, sigraöi í 50 metra bringusundi á 35,14 sekúndum. Karlasveit Ægis sigraði í 4x50 metra skriðsundi á 1:41,44 mínútu og Ægismenn sigruðu einnig í 4x50 metra fjórsundi karla á 1:54,66 mínútu. -VS Flóahlaup Samhygðar: Borgfirðingarnir hnífjafnir í mark Guðmundur V. Þorsteinsson og Sigmar H. Gunnarsson úr UMSB komu hnífjafnir í mark í karlaflokki í Flóahlaupi UMF Samhygðar sem fram fór á laug- ardaginn. Þeir hlupu báðir 10 kílómetra á 34:55,00 mínútum og tóku því í sameiningu við sigur- laununum, Markúsarbikamum. Þriðji varð Daníel Guðmundsson, Ármanni, á 36:24,66 mínútum. í kvennaflokki sigraði Helga Baldursdóttir sem hljóp 5 km á 27:41,76 mínúttun. Önnur varð Katrín Jóhannesdóttir á 28:51,41 og þriðja Inga J. Halldórsdóttir á 29:51,53 en allar keppa þær fyrir hönd Námsflokka Reykjavíkur. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.