Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 6
50
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996
;<
^3D*ngar
Sýningar
Café Mílanó
Faxafeni 11
Halla Haraldsdóttir heldur sýningu á verkum
sínum á Café Mílanó til 19/4.
Gallerí Art-Hún
Stangarhyl 7, Rvik
Til sýnis verk eftir Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ár-
mannsdóttur, Sigrúnu Gunnarsdóttur og Mar-
gréti Salome. Galleriið er opið alla virka daga
kl. 12-18.
Gallerí Birgir Andrésson
Vesturgötu 20
Gunnar M. Andrésson sýnir ný verk, nokkurs
konar lýriska hljóðskúlptúra þar sem unnið er
með upprunatengsl og vitnað er í þjóðleg
minni. Galleriið er opið kl. 14-18 á fimmtudög-
um en aðra daga eftir samkomulagi.
Gallerí Greip
Hverfisgötu 82 (Vitastfgsmegin).
Sólrún Friðriksdóttir opnar sýningu á mynd-
vefnaði og textil-miniaturverkum laugardaginn
6. apríl kl. 14. Sýningin er opin alla daga kl.
14-18 nema á páskadag og lýkur henni 14.
apríl.
Gallerí Hornlð
Hafnarstræti 15
Laugardaginn 6. apríl kl. 17 opnar Sigríður
Gísladóttir sýningu á málverkum f Gallerí
Greip. Sýningin verður opin alla daga kl.
11-23.30 nema hvað lokað verður á páskadag.
Frá kl. 14-18 er sérinngangur í galleríið opinn
en annars er hægt að fara gegnum veitinga-
húsið inn á sýninguna.
Gallerí Hnoss
- handverskshús: f Hlaðvarpanum, Vesturgötu
3b. Galleríið verður fyrst um sinn opið virka
daga frá kl. 13-18 og lauardaga frá 10-14.
Gallerí Ingu Elínar
Skólavörðustíg 5
Föstudaginn 29. mars milli kl. 17 og 19 verða
kynnt 5 ný verk unnin nú á þorranum og
góunni. Verkin eru spegillágmyndir þar sem
hafið, frostið og birtan mynda órofa ramma um
ásjónu þess er á Iftur. Kynningin verður opin
eins og galleríið, frá kl. 11-18 alla virka daga
og frá kl. 1-14 á laugardögum. Kynningin er
öllum opin og aðgangur ókeypis.
Gallerí Regnbogans
Sveinn Bjömsson sýnir verk sfn f Regnbogan-
um. Meðal verka Sveins á sýningunni eru
Rauð mynd, Blátt í blátt, Hveralitir, Ástariitir,
Grátt f grátt, Græn og brún.
Gallerí Geysir
Aðalstræti 2
Galleríið er opið alla virka daga kl. 9-23 og um
helgar kl. 12-18.
Gallerí Guðmundar
Ánanaustum 15
Galleríið er opið virka daga kl. 10-18.
Gallerí
Ingólfsstræti 8
„Blóð Krists". Á morgun, skírdag, verður opnuð
f Ingólfsstræti 8 samsýning fjögurra myndlistar-
manna. Það eru Steingrímur Eyfjörð, Sara
Bjömsdóttir, Börkur Arnarson og Svanur Krist-
bergsson sem unnið hata nokkur ný verk út frá
þemanu. Sýningin stendur til 28. apríl. Opið frá
14-18 alla daga nema mánudaga.
Gallerí List
Skipholti 50b
Gallerfið er opið alla daga kl. 11-18 nema laug-
ardaga kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju
kvöldi.
Gallerí Ríkey
Hverfisgötu 59
Sýning á verkum Rfkeyjar. Opið kl. 12-18 virka
daga og aðra daga eftir samkomulagi í síma
552 3218 og 562 3218.
Hafnarhúsið
Tryggvagötu
Sýningunni Gull og íslenskar gersemar í Hafn-
arhúsinu við Tryggvagötu lýkur laugardaginn 6.
apríl nk. Opið verður á skírdag, föstudaginn
langa og á laugardag trá kl. 13-18.
Gallerí Slunkaríki
Aðalstræti 22 ísafirði
Sýning Tuma Magnússonar í Slunkariki. Slunk-
aríki er opið frá fimmtud. til sunnud. frá kl.
16-18.
Gallerí Sævars Karls
Bankastræti 9
Kristín Arngrfmsdóttir sýnir í Galleríi Sævars
Karls. Sýningin stendur til 10. apríl. Opið á
verslunadíma frá kl. 10-18 virka daga.
Gallerí Úmbra
Amtmannsstíg 1
Útbrot er yfirskrift sýningar sem Ijósmyndarinn
Jónas Hallgrimsson stendur fyrir í Gallerí
Úmbru. Sýningin stendur frá 4.-24. april og er
opin alla daga nema mánudaga.
Hafnarborg
Fimmtudaginn 4. apríl verður opnuð í Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar,
sýning á málverkum eftir Pétur Halldórsson
listmálara. Sýningin stendur til 29. apríl.
Sýningar í kaffistofu eru opnar virka daga frá
9-18 en kl. 11-18 um helgar.
Kjarvalsstaðir
v/Miklatún
I vestursal er sýning á fyrirmælaverkum sem
ber yfirskriftina DO IT. í vesturforsal sýning á
videóverkum eftir Steinu Vasulkas og i miðsal
sýning á nýjum verkum eftir Harald Jónsson.
Sýning á verkum Kjarvals.
Pétur Halldórsson sýnir í Hafnarborg:
Áherslan öll á bygg-
ingu myndarinnar
Á morgun, skírdag, verður opnuð
í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, sýning á mál-
verkum eftir Pétur Halldórsson list-
málara.
Pétur hefur áður sýnt málverk í
Hafnarborg auk þes sem hann hefur
sýnt víða annars staðar, bæði hér
heima og erlendis, meðal annars í
Listasafni ASÍ, í Norræna húsinu í
Reykjavík og í Pleiades-galleríinu i
New York.
Á sýningunni verða verk unnin
með olíulitum en jafnframt olíulit-
unum notar Pétur áprentaðan papp-
ír, ljósmyndir og annað sem hann
límir á strigann og málar yfir. Með
þessari aðferð nær hann að gefa
myndum sinum sérstakt yfirbragð
sem er í senn hógvært og áleitið,
einfalt og óendanlega margrætt.
„Áprentaður pappír, ljósmyndir
og annað sem límt er á málverk
þjónar þar tvöföldu hlutverki: Við
sjáum hlutinn sjálfan, festan á
myndflötinn, en um leið verður
hann liður í heildarmyndinni og
gengur inn í formbyggingu mynd-
flatarins. Áherslan í slíkum mynd-
um er gjarnan öll á byggingu mynd-
arinnar vegna þess að byggingar-
Blár hestur er eitt verka Péturs á sýningunni. Listaverkið er 130x180 sentí-
metrar.
hlutarnir eru svo greinilegir og fyr-
ir kúbistunum markaði þessi aðferð
vendipunkt,“ segir Jón Proppé list-
gagnrýnandi í sýningarskrá.
Pétur nam myndlist við Mynd-
lista- og handíðaskólann en sótti
framhaldsnám á Bretlandi og við
School of Visual Arts í New York.
Sýningin stendur tO 29. apríl.
-ÞK
Sólrún Friðriksdóttir í Gallerí Greip:
Myndvefnaður og
textíl- miniaturverk
Sólrún Friðriksdóttir opnar sýningu á myndvefnaði og
textíl- miniaturverkum í Gallerí Greip við Hverfisgötu
laugardaginn 6. apríl klukkan 14.
Sólrún stundaði nám í myndlistakennaradeild og
textíldeild Myndlista- og handíðaskóla íslands, við
Textilinstitutet i Borás í Svíþjóð og Meisterklasse Texti-
les Design í Listaskólanum Gráz í Austurríki.
Hún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og al-
þjóðlegum samsýningum víðsvegar um heim, en þetta er
fyrsta einkasýning hennar.
Sólrún er fædd árið 1955 á Stöðvarfirði og alin upp
þar. Á lýðháskóla í Finnlandi kyntist Sólrún vefnaði
sautján ára gömul. Árið 1979 útskrifaðist hún úr kenn-
aradeild Mynlista- og handíðaskólans í Reykjavik. Einn-
ig var hún á trextílnámskeiðum í Þýskalandi og í námi
í vefnaði og tauþrykki í Svíþjóð. Veturinn 1982- 1983
kenndi hún myndmennt við Vesturbæjarskólann í
Reykjavík. Árið 1985 fluttist hún ásamt manni sínum,
Ríkharði Valtingojer grafíklistamanni, til Stöðvarfjarðar
og hóf störf sem kennari við grunnskólann. Þau hjón
hafa komið sér upp góðri vinnuaðstöðu á Stöðvarfirði
þar sem þau búa nú.
Sýning Sólrúnar verður opin alla daga frá klukkan 14
til 18 nema á páskadag og lýkur henni sunnudaginn 14.
apríl. -ÞK
Páskasýning
í Þrastarlundi
Sólveig Eggerz
Pétursdóttir opnar
páskasýningu í
Þrastarlundi á
morgun, skh'dag.
Á sýningunni
verða 22 vatnslita-
myndir og eru
þær flestar málað-
ar á undanfórnum
mánuðum. -ÞK
Tréristur Þorgerðar
í Varmahlíð
Áttunda einkasýning Þorgerðar Sigurðardóttur verð-
ur í Varmahlíð í Hveragerði til 20. apríl nk. Myndefnið
er sótt í Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað, refílsaumað
altariskæði frá miðöldum sem segir tólf atriði úr sögu
heilags Marteins frá Torus, verndardýrlings Frakklands.
Þorgerður hlaut starfslaun Listasjóðs í sex mánuði og
heiðurslaun Brunabótafélags íslands í tvo mánuði til að
undirbúa verkið í Frakklandi og á íslandi.
Myndirnar eru tréristur og allar unnar í Hveragerði í
september og október 1995. Menningamálanefnd Hvera-
gerðisbæjar úthlutaði listakonunni gestabústaðnum
Varmahlíð um átta vikna skeið.
Að lokinni vinnu sinni í Hveragerði sýndi Þorgerður
40-50 Marteinsmyndir í Listasafni Kópavogs, Gerðar-
safni. Þetta er aðeins brot af þeirri sýningu.
Þorgerður útskrifaðist ir grafikdeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1989 og hefur starfað óslitið að list
sinni síðan. Hún hefur haldið sýningar víða hérlendis og
erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. -ÞK
„Blóð Krists"
í Ingólfsstræti 8
Samsýning fjögurra myndlistarmanna verður opnuð í
Ingólfsstræti 8 á morgun, skírdag. Þeir eru Steingrímur
Eyfjörð, Sara Björnsdóttir, Börkur Arnarson og Svanur
Kristbergsson og hafa unnið nokkur verk út frá þemanu
„Blóð Krists".
Hugmyndin að sýningunni á rætur í verki tónskálds-
ins Gavin Bryars „Jesu’s Blood Never Failed Me Yet“.
Tildrög þess má rekja til byrjunar áttunda áratugarins
þegar.Bryars vann við hljóðupptökur á vettvangi úti-
gangsmanna í Lundúnum. Þá varð á vegi hans flæking-
ur nokkur sem söng fyrir hann vísu eftir óþekktan höf-
und. Bryars hljóðritaði sönginn og varð hann síðar
kveikjan að fyrrgreindu verki.
Ingólfsstræti 8 er opið frá klukkan 14-18 alla daga
nema mánudaga, þá er lokað. Sýningin stendur til 28.
apríl. -ÞK
Myndlistarklúbbur Hvassaleitis:
Hópur áhugafólks
sýnir um páskana
Myndlistarklúbbur Hvassaleitis er hópur áhugafólks
um myndlist, sem kemur saman einu sinni í viku í
Hvassaleitisskóla og málar undir leiðsögn kennara sem
undanfarin ár hefur verið Sveinbjörn Þ. Einarsson.
Klúbburinn hefur starfað síðan 1978 og haldið margar
sýningar frá þeim tíma.
Meðlirnir klúbbsins eru rúmlega 20 manns. Formaður
er Matthildur Jóhannsdóttir og gjaldkeri Hlíf Leifsdótt-
ir. Á sýningunni verða myndir, málaðar með vatnslit-
um, olíu, akrýl og pastel.
Sýningin er í íþróttasal Hvassaleitisskóla og verður
opnuð laugardaginn 6. apríl nk. og verður opin til 8. apr-
íl á milli kl. 14 og 19.
Klúbbfélagar bjóða alla velkomna. -ÞK
Listhús 39:
Einkasýning Drafnar
Guðmundsdóttur
Dröfn Guðmundsdóttir myndhöggvari opnar sýningu í
Listhúsi 39 í Hafnarfirði laugardaginn 6. apríl. Þetta er
önnur einkasýning Drafnar, áður sýndi hún í Stöðlakoti
1994. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýning-
um.
Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands, myndhöggvaraskor, árið 1993. Einnig hefur hún
lært glerbræðslu hjá bandarískum listamanni, Chris Ell-
is, og farið á ýmis námskeið varðandi list sína síðan hún
útskrifaðist.
Verkin á sýningunni eru unnin úr gleri, málmum og
tré.
Sýningin verður opin daglega frá 6.-21. apríl klukkan
14-18.
Sýningar
Listasafn Einars Jónssonar
Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga.
Listasafn Hallgrímskirkju
Listasafn Hallgrímskirkju hefur boðið Magnúsi
Kjartanssyni að sýna málverk í kirkjunni. Sýn-
ingin verður opnuð sunnud. 17. mars og stend-
ur fram yfir páska.
Listasafn íslands
Fríkirkjuvegi 7
Opin frá 12-18 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Sólveig Baldursdóttir myndhðggvari heldur
sýningu í Gerðarsafni. Sýningin er opin alla
daga nema mánudaga frá 12-18. Sýningin
stendur yfir frá 16/3—8/4.
Listasetrið Kirkjuhvoli
Akranesi
Listasetrið er opið frá kl. 16-18 virka daga og
frá kl. 15-18 um helgar.
Mokka kaffi
Fiskar drekka ekki vatn, myndasýning, stendur
til 16. apríl. Ósk Vilhjálmsdóttir og Hjálmar
Sveinsson.
Norræna húsið
í dag, miðvikudaginn 3. apríl hefst sýning á
vinningstillögum og tillögum íslensku keppend-
anna um norræna sendiráðssvæðið í Berlín í
Norræna húsinu í Reykjavík og mun hún
standa til 25. apríl nk.
Norræn heimilisiðnaðarsýning stendur nú yfir í
Norræna húsinu Náttúran er þema sýningar-
innar. „NATUR-naturiigvis" var heiti hennar í
Noregi þar sem hún var opnuð i júnf á sl.
sumri. Náttúruefni og fágað handbragð eru ein-
kenni sýningarinnar. Sýningin verður opin alla
daga kl. 14-19, fimmtudaga til kl. 21, allt til
páska. Síðasti sýningardagur er 6. apríl.
Fimmtud. 4. apríl, skírdag, kl. 16 mun hand-
verksfólk vera að störfum og íslenskír þjóðbún-
ingar verða sýndir.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga
Sýning á völdum andlitsmyndum ettir Sigurjón
Ólafsson, „Þessir kollóttu steinaH, mun standa
í allan vetur. Bætt hefur verið við verkum, bæði
þrívíðum andlitsmyndum, skúlptúmm o.fl.
Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum
kl. 14-17. Kaffistofa safnsins er opin á sama
tíma.
Listhúsið í Laugardal
Engjateigi 17
Gallerí-Sjöfn Har. Þar stendur yfir myndlistar-
sýning á verkum eftir Sjöfn Har. Sýningin ber
yfirskriftina „íslensk náttúra, íslenskt landslag."
Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl.
11-16.
Listhús 39
Strandgötu, Hafnarfirði
l’lát er nafn á sýningu sem Sigríður Erla heldur.
Sýningin verður opin til 1. april.
Listasafn Akureyrar
2 myndlistarsýningar standa ytir í Listasafninu
á Akureyri. í austur- og miðsal sýnir Ijósmynd-
arinn og bókagerðarmaðurinn Guðmundur P.
Ólafsson Ijósmyndari. Sýningin heitir í náttúm
íslands. í vestursal er sýning á verki rússnesku
listamannanna Komar of Meiamid um eftirsótt-
asta og sfst eftirsótta málverk íslensku þjóðar-
innar. Listasafnið er opið alla daga vikunnar
nema mánudaga frá kl. 14-18.
Listhús Ófeigs
Skólavörðustíg 5.
Opið alla daga á almennum verslunadíma, lok-
aðá sunnudögum.
Ljósmyndamiðstöðin Myndás
Laugarásvegi1
Laugardaginn 23. mars verður opnuð Ijós-
myndasýning afrakstur Ijósmyndanámskeiðs
sem haldið var í svokallaðri opinni viku Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Sýningin
opnuð kl. 14.
Nesstofusafn
Neströð, Seltjarnarnesi
Safnið er opið á sunnudögum, þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17.
Stöðlakot
Bókhlöðustíg 6
Opiðfrá kl. 14-18 daglega.
Krossferillinn: Anna Guðrún Torfadóttir heldur
sýningu á fjórtán nýjum grafíkverkum. Fjórtán
krossferilsmyndir í einni samræmdri myndrðð
eru með elstu viðfangsefnum evrópskra lista-
manna. Sýningin stendurtil 14. apríl.
Veitingastaðurinn
Á næstu grösum
Laugavegi 20b
Nú stendur yfir myndlistarsýning, 11 málverk,
eftir Kristberg Ó. Pétursson. Kristbergur stund-
aði nám í MHÍ og f Hollandi. Hann hefur tekið
þátt í samsýningum heima og erlendis og hald-
ið nokkrar einkasýningar.
Þjóðminjasafn íslands
Úr fórum S.i.S. Myndasýning í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins 28. mars til 21. apríl 1996. Þjóð-
minjasatnið er opið laugardaga, sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12-17.
Varmarhlíðarhúsið
Hveragerði
Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður opn-
ar sýningu á skírdag, þann 4. apríl nk. kl. 14 í
Varmahlíðarhúsinu í Hveragerði.