Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Qupperneq 8
52
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996
TÓNLISTJIR
fcöjm'j!
Lou Reed - Set the Twilight Reeling
Enn í skugga fortíðar
Lou Reed er ein af þessum gullslegnu goösagnapersónum frá upp-
hafsdögum sýrutónlistarinnar. Hann var einn af stofnendum Velvet
Underground á sínum tima og hann samdi hið ódauðlega lag Walk on
The Wild Side. Það kom út 1973 á plötunni Transformer sem er enn
þann dag í dag meistarastykki Lou Reeds og hefur í raun skyggt á all-
ar plötur hans síðan.
Nú eru fjögur ár frá síðustu plötu Reeds en árin og þróunin virðast
ekki hafa nein stórvægileg áhrif á tónlist hans; hann heldur sig við þá
línu sem hann markaði sér meö Transformer. Lögin hafa tiltölulega
hráa áferð, í þeim er hæg undiralda og textarnir jaðra við að vera flutt-
ir frekar en sungnir. Þeir eru enn sem fyrr aðalsmerki Lou Reeds og
hann er ekkert að skafa utan af hlutunum; sendir hér til dæmis for-
setaframbjóðandanum Boh Dole tóninn með slikum hætti að væri Dole
íslenskur embættismaður væri Reed löngu kominn í yfirheyrslur hjá
RLR.
Og það má eiginlega segja að textamir séu eina verulega lífsmarkið
með Lou Reed á þessari plötu, lögin eru frekar máttleysisleg og mér
finnst vanta í þau herslumuninn til að þau megni að lyfta plötunni
upp. Sigurður Þór Salvarsson.
Skunk Anansie
- Paranoid & Sunburnt
★★★★
Sólkerfisrokk
Vissulega hefur það tekið íslendinga alltof
langan tíma að uppgötva þessa frábæru rokk-
sveit. Platan Paranoid & Sunburnt kom út
seinni hluta siðasta árs og hefur fengið frá-
bærar viðtökur um allan heim. En við hugg-
um okkur við orðatiltækiö „betra seint en
aldrei".
Án þess að virðast áhrifagjarn verð ég að taka undir með starfsbróð-
ur mínum í breska tímaritinu Kerrang, því ef að öllu jöfnu er talað um
stjömur, þá er söngkonan Skin sólkerfi. Rödd hennar á liklega engan
sinn líka, þó henni hafi stundum verið lýst sem sköllóttri Tinu Tum-
er. Rokk og reiði, villimennska og melódíur, Skin er „in“.
Skunk Anansie leikur melódískt rokk af kraftmestu gerð. í laga-
smíðunum má heyra ýmsa áhrifavalda án þess þó að um beinan stuld
sé að ræða. Opnunarlagið „Selling Jesus", sem jafnframt var fyrsta
smáskifan af glötunni, er án vafa eitt besta rokklag sem ég hef heyrt i
langan tíma. í textanum er að finna vel útfærða ádeilu á trúarsölu-
menn heimsins og kraftmikla rokkmelódíu í bland. „Intellectualise My
Blackness" er Led Zeppelin frösuð ádeila sem skýrir sig sjálf. Skunk
Anansie tekur pönkið skrefi lengra í textasmiðum sínum og gerir
ádeilumar ljóðrænar. í „Little Baby Swastikka“ örlar á Primus um
stund en viðlagið rífur hlustandann upp á rassgatinu og kemur honum
í rokkstellingar. Ekki má gleyma þvi lagi sem næst kemst því að kall-
ast popp, en í „Weak“ er að finna góða melódíu og texta sem allir virð-
ast tengjast á einn eða annan hátt.
í heild er platan krafmikil, hrá og melódísk sólkerfisrokkplata sem
enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Eins og áður segir, „betra seint
en aldrei". Guðjón Bergmann
Híf opp - Egill Ólafsson og
Tríó Björns Thoroddsen
★★★Á
Þeir Björn Thoroddsen og Egill
Ólafsson eru feikigóðir lagasmið-
ir og hér hafa þeir fundið afurð-
um sínum verðugan búning.
PurpendiCular - Deep Purple:
★★★
Þessi nýja plata sýnir að
þreytumerki eru fá eða engin á
gömlu mönnunum og sjálfsagt
verða þeir í enn meira stuði á þrí-
tugsafmælinu.
-ÁT
Ávextir - Blandaðir flytjendur:
★★★
Plötur eins og Ávextir, sem
gera upp liðið ár, eru nauðsynleg-
ar en bestur fengur væri í þeim ef
allir útgefendumir gætu samein-
ast um að velja á þær lög.
-ÁT
The Lost Episodes - Frank Zappa:
★★★
The Lost Episodes er ómissandi
eign fyrir aUa sanna Zappa-aðdá-
endur og ekki síður fyrir þá sem
vilja kynnast bakgrunni eins
merkasta tónlistarmanns aldar-
innar.
-SÞS
Murder Ballads
- Nick Cave and the Bad Seeds:
★★★Á
Murder Ballads er í öllu tilliti
magnaðasta plata sem komið hef-
ur út það sem af er árinu og setur
Nick Cave í flokk með athyglis-
verðustu rokktónlistarmönnum
samtímans.
-SÞS
Second Toughest in the Infants:
★★★
Meirihlutinn af efninu er frek-
ar rólegt „ambient techno“, þó
vissulega sé ástæða til fótatilfær-
inga á dansgólfinu inn á milli.
Frasar eru grípandi og hljóm-
sveitin heldur einkennum sínum
í gegn.
-GBG
Life Is Sweet
- Maria Mckee:
★★★
Platan er mjög jöfn að gæðum,
þarfnast reyndar örlítillar þolin-
mæöi en í heildina séð hefur Mar-
íu Mckee tekist að skapa mjög
heilsteypta og frambærilega sóló-
plötu.
-SÞS
Minnisvarði um
Tvöföld plata
Tugthúslimurinn 2Pac
Valdamikill
Ófarir rapparans hafa jafnt verið
notaðar með og á móti honum. í dag
stendur hann upp með nýfundna
von um heim sem á enn eftir að
skapa, platan er fyrir þá sem ætla
að skapa hann og þá sem enn hafa
ekki öðlast eins valdamikla rödd.
„All Eyez on Me“ er fyrsta tvö-
falda platan í sögu rappsins og
fyrsta platan sem 2Pac gefur út hjá
útgáfufyrirtækinu Death Row, en
þar segist rapparinn finna til frelsis.
Um plötuna segir hann: „Ég sagði
bara það sem mig langaði til að
segja, og það frelsaði mig.“
Það eru þó nokkrir þekktir lista-
menn sem leggja 2Pac lið á þessari
rúmlega tveggja tíma 27 laga plötu
og má þar nefna Dr. Dre, Snoop
Doggy Dogg, Dat Nigga Daz, Method
Man og Suge Knight.
Fyrirtækið Death Row hefur feng-
ið titilinn „The Motown of the Rap“
eða Motown rappsins og 2Pac er
sagður einn allra vinsælasti rappari
allra tíma.
Fólk sér nefnilega ekki bara
mann sem hefur náð að þrauka í
gegnum harðræði, heldur líka
mann sem styrkist við mótlæti og
þessi eiginleiki færir honum áður
óþekkt völd.
-GBG
Eftir yfirþyrmandi sex ára göngu
velgengni hefur hljómsveitin Take
That slitið samstarfi. Take That
skilur eftir sig brotin hjörtu ung-
menna um allan heim, þrjár met-
söluplötur, átta smáskífur sem náðu
sæti eitt, heilmargar myndbands-
spólur og nú, plötu sem segir alla
söguna.
Greatest Hits plata Take That
inniheldur allt það besta af hreint
ótrúlegum ferli þessara sykursætu
poppdrengja. Ásamt plötunni er gef-
in út myndbandsspóla sem inniheld-
ur, auk myndbanda við öll lögin,
efni sem Gary, Mark, Howard og
Jason tóku upp á sínar eigin mynd-
bandsvélar á meðan á ferlinum stóð.
Platan er ekki einungis minnis-
varði um milljónasölu, því pening-
arnir eru rétt að byrja að streyma
inn.
Átján ástæður ...
. . . fyrir aðdáendur til að kaupa
plötuna, nefnilega lögin. Fyrsta lag-
ið á plötunni var nýlega tekið upp í
flutningi sveitarinnar. Þarna er á
ferðinni 1977 smellur Bee Gees,
„How Deep Is Your Love“. En hvers
vegna að gefa út lag eftir aðra í lok
ferilsins? „Af hverju ekki?“ segir
söngvarinn Gary Barlow. „Okkur
langaði til að sýna að við gætum
enn tekið lpg eftir aðra og gert það
vel.“
Númer 2 er lagið „Never Forget“
sem kom út í júlí 1995. Lagið fór
beint í fyrsta sæti, enda mikil um-
ræða á ferð í kringum brottför
Roobie Williams úr sveitinni. Þriðja
lagið er líklega þeirra vinsælasta
lag til þessa. Lagið var frumflutt á
Brit-verðlaunahátíðinni 1995 og var
selt í 300 þúsund eintökum í útgáfu-
vikunni. Lagið heitir „Back for
Good“. Á eftir kemur „Sure“, en það
náði líka toppsæti árið 1994. „Love
Ain’t here Anymore“ var sumar-
ballaða sama árs.
Lagið „Everything Changes“ var
titilag breiðskífunnar sem kom út
árið 1994. Að mati gagnrýnenda tók
platan píkupoppskeiminn af sveit-
Take That aðdáendur mega vel við una eftir útkomu nýrrar plötu sveitarinn-
ar, enda ekki á hverjum degi sem hljómsveitir sem eru hættar gefa út plötu.
inni og gaf henni meira tónlistarlegt
vægi. „Babe“ kemur þarna strax á
eftir og síðan gamli Dan Hartmann
slagarinn „Relight My Fire“. Það
var hins vegar myndbandið við það
lag sem vakti hvað mesta athygli
vegna kroppasýningar þessara
þroskuðu drengja (það sást í rass).
Lagið „Pray“ kom út í júlí 1993 og
fór beint í fyrsta sæti. Nokkrum
mánuðum á undan kom „Why Can’t
I Wake up with You“. Það náði hins
vegar ekki toppnum. Á plötunni má
einnig finna í þessari röð: „Could It
Be Magic“, „A Million Love Songs“,
„I Found Heaven“, „It only Takes a
Minute", „Once You’ve Tasted
Love“, „Promises“, „Do What You
Like“ og „Love Ain’t here Anymore
(US Version)“. Take That aðdáend-
ur mega vel við una, enda ekki á
hverjum degi sem hljómsveitir sem
eru hættar gefa út plötu (nema
kannski Lennon, hann virðist
stjórna plötuútgáfu úr gröfinni).
En ef við miðum við atburði eins
og endurkomu Sex Pistols á þessu
ári, getur vel verið að hljómsveitin
taki saman á ný eftir 20 ár. Spurn-
ingin verður hins vegar hvort þeir
geti þá sýnt á sér kroppana í sama
mæli? -GBG
Það sem ekki drepur þig styrkir
þig. Sannleikurinn um rapparann
2Pac Shakur, sem gaf nýverið út
sína fjórðu sólóplötu. Hún er tvöfóld
og ber titilinn „All Eyez on Me“.
Eftir að hafa verið innan veggja
fangelsis síðastliðið ár kemur 2Pac
aftur til leiks, uppfúllur af meðfæddu
stolti og mikilli reiði auk þess sem
hann ber með sér nýfundinn skilning.
Eftir að hafa verið innan veggja fangelsis síðastliðið ár kemur 2Pac aftur til
leiks með nýja plötu.
millj ónasölu
Take That's Greatest Hits