Alþýðublaðið - 28.10.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞ YÐUBL AÐIÐ / D eagjaföt, — Tdpukápur. — Gardfuutau, 6 teg. — Cheviot, 12 teguudir. — Káputau io tegundir. — Fiauei, 3 teg. — Nsnkin. — Silkiblússur fyrir 6,00 st. JSL.f. \ ersl. Hyerfflng. 60 A. Riðbletta meðalið fræga komið aftur, Tauklemmur, Fiiabeinshöf> uðkttiibar, Hárgteiður, Fægilögur og Smirsl, það bezta er hingað hefir flust, Tréausur, Kolaaussr og Bróderskæri, — Góð vara, gott verð j Von hefir flest tii llfsins þarfa. Nýkomnir niðursoðnir ávrxtir, þeir al ódýruitu i borginni; súkku- laði, brjóstsykur, sælgæti; sígar- ettur, vindlar. — »Von* hefir nú eins og áður birgðir af öllum mogulegum haustvörum og selur þær með mjög sanngjörnu verði. — Lýsi handa bömunnm er ætíð fyrirbggjandi. Tíiið við mig sjálfan ef um stó kaup er að ræða á matvöru. Allra vinsamlegast Gannar Sigarðsson, Simi 448. W HANGIKETIÐ vænsta, bezt vcrkaða, en þó ódýrasta, fæst f vérzlun Hannesar Ólafssonar Alþbl. er blað allrar alþýðu. Grettisgötu i. S i m i 871. hran Turgeniew: Æskuminningar. Eftir að þeir voru búnir að fá sér kaffi 'fóru þeir auðvitað gangandi — til Hausen, sem er litið þorp í nágrenni Frankiurtborgar, umkringt af skógum. Þaðan er hægt að sjá allan Taunusfjallahygginn. Veðrið var yndislegt. Sólskinið var ekkert óþægilega heitt, því það var ofurlítill andvari. Ungu mennirnir voru eftir örstutta stund komnir út á þjóðveginn. Þeir gengu inn i skóginn og reikuðu þar um lengi. Svo borðuðu þeir ágætan mqrgunverð í þorpskrá einni. Á eftir klifruðu þeir upp á fjallahrygginn, og nutu þar útsýnisins, sem var svo ljómandi fallegt. Svo fóru þeir að velta niður steinum og klöppuðu saman höndunum af ánægju, meðan þeir hoppuðu eins og kanínur niður brekkuna. Loks gekk maður þar fram hjá fyrir neðan. Þeir sáu hann ekki, en heyrðu skammirnar, sem hann kallaði upp til þeirra fyrir grjótkastið. Þeir lágu nú 'um stund og flatmöguðu á jörðinni. Ettir það fóru þeir niður aftiu-, fengu sér öl í annari krá, fóru svo í papparaleik, veðjuðu um hvor þeirra gæti stokkið lengra — svo heyrðu þeir alt 1 einu svo dásamlegt bergmál og skemtu sér við það dálitla stund, sungu, tröiluðu, fiugust á, brutu greinar og skreyttu höfuðfötin sín með þeim — og dönsuðu jafnvel að endingu. Tartaglia tók þátt í öllum þessum skemtunum, að qvo miklu leyti, sem mögulegt var fyrir hann að fylgj- ast með í þeim. Hann gat ekki kastað steiaum, en hann stökk á eftir þeim — þegar ungu mennirnir sungu, þá spangólaði hann — hann drakk jafnvel öl — en auðsjáanlega þótti honum það ekki gott; þö ‘iiafði hann áður reynt slíkt; einhver stúdent hafði kent honum það. Annars var hann ekki eins hlýðinn við Emil eins og húsbónda sinn Pantaleone, og þegar Emil skipaði honum að „tala“ eða „hnerra" — dillaði hann bara skottinu og ralc út úr sér tunguna. Svo fóru þeir að tala saman. Sanin byrjaði fyrst á þvi að tala við Emil um forlög, skýrði fyrir honum við hvað væri átt með því, r.ð hvaða merkingu menn legðu í orðið ,köllun“. En það leið ekki á löngu þar til við- talið beindist að öðru, sem ekki var eins alvarlegt. Emil fór að spyrja vin sinn spjörunum úr um Rússland, hvernig þar væru háð einvígi, hvort stúlkurnar þar væru fallegar, hvort það væri fljótlegt að læra rússnesku, og, hvernig honum hefði liðið þegar foringinn var að miða skammbyssunni á hann. Sanin spurði aftur Emil um föður hans, móður og fjölskylduna yfirleitt, en var&ðist þó að nefna nafn Gemmu enda þótt hún tæki upp allan huga hans. Að vísu hugsaði hann ekki beint eingöngu um hana, heldur hitt, hvort morgundagurinn myndi færa honum gæfuna, sem hann hafði aldrei fundið áður! Hann sáíhuganum ákaflega fíngerða slæðu — á bak við hana var guðdóm- lega fallegt, broshýrt og ungt andlit. Það vsr ekki að- eins Gemma, sem hann þekti af þessu andliti — það var gæfan líkal Og hann hugsaði til þess tfma þegar slæðan hyrfi, varirnar opnuðust, augnalokin lyftust og hann fengi að horfa í þessi guðdómlegu augu — þá mundi lífið verða honum sévarandi, sæla. Og meðan hann var að hugsa til morgundagsins — tóku eftirvænt- ingin og ástarþráin huga hans svo föstum tökum, að hann vissi hvorki í þennan heim né annan. En þessi eftirvænting hans og þrá röskuðu þó ekki jafnvægi hans eitt augnablik. Hann var jafnvel svo rólegur, að hann gat borðað mikið sneð Emil um miðjan daginn. Aðeins einstöku sinnum laust niður í huga hans eins og eldingu þessari spurningu: „Ef einhver vissi nú?I“ Eftir miðjan d*g fóru þeir í höfrungshlaup. Þeir fórú til þess út á sléttan flöt. Binmitt þegar Sanin var að stökkva yfir Emil, kom hann auga á tvo foringja, sem stóðn þar skarnt frá. Hann þekti strax að það voru métstöðumaður hans frá því í gær og hólmgönguvottur hans — von Dönhof og von Richter! Þeir horfðu til hans báðir brosandi... Sanin flýtti sér í frakkann sinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.