Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 J 'MS&SR Misstu ekki af spennandi aukablöðum l> í maí Aukablöð DV eru löngu orðin landsþekkt. Blöðin eru bæði fræðandi og skenuntileg og fjalla mn margvísleg og gagnleg sérsvið. 15. mai GÆLUDYR Eru íslendingar dýravinir? Fjallað verður á skeuuutílegan hátt uiu gildi gæludýra, aðstöðu borgarbúa til hundahalds, páfagaukarækt og birtur verður vinsældalisti gæludýrahúðanna. KNATTSPYRNU- BLAÐIÐ ítarleg kynning á 1. deildar liðunum í knattspyrnu fyrir komandi keppnistímabil. BRUÐKAUP 22. maí Skenuntileg mnfjöllun um brúðkaup og allt sem viðkemur undirbúmngi þess. HYERAGERÐI 23. maí 50 ára blómstrandi afmælisbær. Hveragerði er 50 ára á þessu ári og af því tilefni ætla Hvergerðingar að efna til hátíðahalda dagana 24. til 27. maí. I þessu blaði verður ijallað mn Hveragerði og hátíðardagskrána þessa daga. 4?\v <p' & DV - flölbreytt útgáfa á hverjum degi > íý™ þig íþróttir sinum Michael Jordan lék mjög vel með Chicago gegn New York um helgina en það nægði þó ekki til sigurs í þriðja leik liðanna. Hér er Jordan á fleygiferð með boltann og tungan fræga er á sínum stað. Símamynd Reuter Úrslitakeppni NBA-deildarinnar um helgina: Chicago tapaði í framlengingu - ótrúlegir yfirburðir hjá Utah gegn San Antonio Spenna er hlaupin í viðureign New York Knicks og Chicago Bulls eftir sigur Knicks í þriðja leik liðanna í Madison Square Garden á laugar- dagskvöldið, 102-99, eftir framlengingu. Staðan eft- ir venjulegan leiktíma var 88-88. John Starks og Pat- rick Ewing léku stórkost- lega í framlengingunni og skoruðu 12 af 14 stigum Knicks. Staðan að loknum þremur leikjum er 2-l,fyr- ir Chicago. Stórleikur Starks Starks lék sinn besta leik í úrslitakeppninni og skoraði 30 stig og Patrick Ewing skoraði 22 stig. Scottie Pippen skoraði 24 stig fyrir Chicago og Jord- an 22 stig. Toni Kukoc lék ekki með vegna meiðsla á æfingu og var einnig fjarri góðu gamni í fjórða leiknum í gærkvöldi. „Við eyddum mikilli orku í þennan leik. Þreyt- an mun eflaust sitja í mönnum áfram en þá kemur í ljós hvort liðið hefur meira úthald," sagði Phil Jackson þjálf- ari Chicago. Utah vann þriðju viður- eignina með óvæntum yf- irburðum gegn San Ant- onio og er staðan nú 2-1 fyrir Utah. Utah lék San Ántonio sundur og saman og sigraði með 30 stiga mun, 105-75. „Leikur okkar í heild sinni út í hött“ „Þessi leikur var út í hött. Við verðum að bretta upp ermarnar áður en það er um seinan," sagði David Robinson hjá San Antonio eftir leikinn. Karl Malone skoraði 32 stig fyrir Utah. Hann hélt Robinson alveg niðri með þeim afleiðingum að hann skoraði aðeins 20 stig, þar af aðeins þrjú stig í síðari hálfleik. Seattle áfram Seattle sigraði Houston í þriðja sinn í jafmörgum leikjum á útivelli, 112-115, á fostudagskvöld- ið. í þessum leik áttu Gary Payton og Detlef Schrempf stórleik hjá Seattle, báðir skoruðu þeir 28 stig. Shawn Kemp var frábær í vörninni, tók 18 fráköst og skoraði auk þess 21 stig. Hjá meistur- um Houston skoraði Clyde Drexler 28 stig. í nótt sigraði Seattle síðan i 4. leiknum í röð og Houston er úr leik. Shawn Kemp fór á kostum hjá Seattle og skoraði 32 stig en Gary Payton var með 24 stig. Orlando í 3-0 Orlando vann sína aðra viðureign gegn Atlanta með yfirburðum, 120-94. Eins og oftast fór Shaquille O’Neal fyrir sínum mönnum og skor- aöi 28 stig. Og 1 gærkvöldi vann Orlando aftur, 103-96. Shaquille O’Neal skoraði 24 stig, Penny Hardaway 21 og Horace Grant 20. Christian Laettner skoraði 26 stig fyrir Atlanta. -JKS Allt vitlaust í nótt New York Knicks og Chicago Bulls hófu fjórða leik sinn seint í gærkvöldi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn, 32-32, og leikurinn æsispennandi og jafn. New York hafði oftar frumkvæðið og staðan í leikhléi var 50-51, Chicago í vil. Eftir þriðja leikhluta, þegar DV fór í prentun, var staðan 68-77, Chicago í vO og þá hafði Chicago skorað 15 stig gegn 4 á síðustu 5 mínútum þriðja leikhluta. Michael Jordan var með 25 stig eftir þrjá leikhluta og Ron Harper 16. Hjá Knicks var Patrick Ewing stigahæstur með 21 stig, Derek Harper 15 og Charles Oakley 13. -SK I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.