Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996 íþróttir I>V Ballesteros kærður fyrrverandi kylfusveinn hans telur hann hafa brotið samning Fyrir ári síðan sigraði Severiano Ballesteros á opna spánska meistara- mótinu í golfi. Eftir sigur- inn lofaði hann kylfusvein sinn og tjáði honum að hann yrði kylfusveinn sinn næsta árið. Fljótlega eftir sigurinn rak Ballesteros kylfusvein- inn, Joey Jones, sem er breskur. Hefur Jones nú ákveðið að höfða mál á hendur Ballesteros fyrir samningsrof. Ballesteros er væntan- legur til Bretlands um helgina þar sem hann hyggst taka þátt í Benson og Hedges stórmóti at- vinnumanna. Jones ætlar að nota tækifærið og kæra Ballesteros um helgina og segist gera það um leið og hann stígur fæti á breska grund. „Ballesteros réð mig upp á 60 þúsund krónur á viku og 7% af verðlaunafé sínu að auki. Um mitt síðasta ár ákvað hann hins vegar að ráða annan kylfusvein, son vinar síns. Ég hafði þá þegar slegið lán út á laun- in frá Ballesteros og ör- ugga vinnu að auki. Þetta kemur sér því afar illa fyrir mig. í dag vildi ég að ég hefði skelt símanum á hann þegar hann hringdi í mig og réð mig sem kylf- usvein sinn,“ segir Joey Jones. Talið er að kylfu- sveinninn eigi litla möguleika á að vinna málið enda ekki um skriflegan samning að ræða. -SK Faustino Asprilla, lengst til vinstri, ásamt vini sínum, Pirri Osmiro, og unnustu hans. Osmiro segir ekki fagrar sögur af Asprilla sem á greinilega við margvísleg vandamál að stríða. Býður Ferguson 1,4 milljarða í Alan Shearer? - Andy Cole á leið til Everton? I fréttum breskra sjónvarpsstöðva i gærkvöld var fullyrt að Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Englands- og bikar- meistara Manchester United, væri með til- boð í Alan Shearer hjá Blackburn Rovers í lokaundir- búningi. í fréttunum var fullyrt að Ferguson ætlaði að bjóða Blackburn 12 miiljón ir punda fyrir þennan mikla marka- skorara en það gerir um 1,4 milljarða króna. Ekki var greint frá viðbrögðum forráða- manna Blackburn við tilboði Fergusons en talið er líklegt að Blackburn geti ekki hafnað þessu tilboði. Verði af kaupunum verður Shearer dýr- asti leikmaður breskrar knatt- spyrnu frá upphafi og með allra dýrustu leikmönnum heims. Andy Cole til Ev- erton? í framhaldi af þess- um fréttum breskra fjölmiðla fóru menn að velta fyrir sér framtíð Andys Coles hjá Manchester United en hann var keyptur á sínum tíma til United fyrir 6 milljónir punda. í gær var fullyrt að viðræður hefðu átt sér stað á milli United og Everton og ef Shearer færi til United yrði Cole lát- inn fara til Everton. Andy Cole hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem Ferguson gerði til hans og hefur gengið illa að skora á nýafstöönu keppnis- tímabili. Margir hafa þó vanmetið Cole sl. vetur en hann lagði upp mörg mörk. -SK Kólombíumaðurinn Faustino Asprilla hjá Newcastle er umdeildur: Drykkjusvoli sem allir hata í Kólombíu - segir Pirri Osmiro, besti vinur Asprilla, og ber honum illa söguna Faustino Asprilla, Kólombíumað- urinn í liði Neewcastle United, er mjög umdeildur knattspymumaður. Sumir telja hann afar snjallan leik- mann en aðrir segja hann varla meðalmann á knattspyrhuvellinum. Ætla mætti að Asprilla væri þjóð- hetja í heimalandi sínu en það er öðru nær. Nýlega birtist viðtal við besta vin Asprilia, landa hans Pirri Osmiro, sem verið hefur besti vinur Asprilla frá barnæsku. „Asprilla er ótrúlega óvinsæll í Kólombíu. Ég er líklega eini maður- inn sem hann treystir fullkomlega í dag,“ segir Osmiro sem aldist upp með Asprilla í bænum Tulua þar sem glæpagengi og eiturlyfjasalar voru í aðalhlutverki. Asprilla leið fyrir litarhátt sinn og uppi varð fót- ur og fit þegar hann birtist á æfing- um í íþróttahúsi bæjarins. Og þegar Asprilia fór I sundiaugina voru öll hvítu börnin fljót að forða sér upp úr lauginni og þau hurfu síðan hvert af öðru. „íbúar Tulua hafa alltaf hatað Asprilla. Til að byrja með var það vegna þess að hann er blökkumaður en í seinni tíð vegna þess að hann er ríkur og heimafrægur. Asprilla er vel meðvitaður um að allir í Kólombíu hata hann.“ Drykkjusvoli Osmiro segir ennfremur að í hvert sinn sem Asprilla fari heim til Kólombíu taki hann flöskuna fram yfír allt annað og drekki í miklu óhófi. „Asprilla er drykkjusvoli. Hann drekuur mikið vegna þess að hann er einmana og einnig vegna ýmissa annarra vandamála sem hann á við að glíma." Peningarnir hafa breytt miklu í lífi Asprilla Asprilla hefur gífurleg laun hjá Newcastle, um 1,8 milljónir í viku- laun. Hann er milljónamæringur eftir langan feril á Ítalíu hjá Parma. Asprilla ólst hins vegar upp í mik- illi fátækt, einn af níu systkynum. Foreldrar hans voru svo fátækir að faðir Osmiros urðu að borga fyrir skólagöngu hans. Einn kennara hans ber Asprilla ekki vel söguna: „ Hann var ekki fyrirmyndarnem- andi. Hann lærði aldrei heima og var alltaf að trufla kennsluna Lögreglan i Tulua hefur ekki far- ið varhluta af Asprilla. Hann hefur meðal annars verið tekinn fyrir að brjóta rúðu í strætisvagni og skjóta úr skammbyssu fyrir utan nætur- klúbb. Tveimur vikum áður en hann skrifaði undir hjá Newcastle var hann þátttakandi i gríðarlegum slagsmálum á næturklúbbi i Tulua. Kvennamálin eru einnig í upp- námi. Hann hefur verið að sniglast með klámkerlingu undanfarið og í kjölfarið kom skilnaður og barátta um forráði yfir barni þeirra hjóna. Asprilla var varla lentur í Englandi er hann var kominn í vanræði hjá Newcastle. Hann veittist ruddalega að Keith Curle, fyrirliða Man City, og heur næsta tímabil í leikbanni. -SK Venables náði sáttum Terry Venables, landsliðsþjálfari Englendinga átti að mæta fyrir rétti vegna máls gegn fyrrum viðskiptafélaga sínum viku eftir að Evrópukeppninni lýkur. Ekkert verður hins vegar af réttarhöldunum því um helgina náðu þeir félagar sáttum og því verður einum réttarhöldunum færra hjá Venables. SK HM 2001 í Finnlandi og Austurríki Um helgina var ákveðið að heimsmeistaramótið á skíðum árið 2001 yrði haldið í tveimur löndum, Austurríki og Finnlandi. Þetta var ákveðið á þingi alþjóða skíðasambandsins sem haldið var á Nýja Sjálandi. Keppnin í alpagreinum fer fram í St. Anton S Austurríki en keppt verðir í norrænum greinum í Lathi í Finnlandi. Lillehammer í Noregi sóttist einnig eftir norrænu greinunum. Clr -OXY Rall: Meistarinn ók útaf og beiö ósigur Spánverjinn Carlos Sainz varð sigurvegari í fyrstu rallkeppni heimsmeistarakeppninnar um helgina en keppnin fór fram i Indónesíu. Aðstæður voru mjög erfiðar til aksturs og margir ökumennimir fengu að finna fyrir því. Bretinn Colin McRae hafði örugga forystu fyrir þriðja og síðasta daginn og virtist hafa sigurinn í hendi sér. Hann ók hins vegar útaf í gær og stórskemmdi bíl sinn á blautum og hálum malarvegi. ítalinn Pieri Liatti hafnaði í öðru sæti og Finninn Juha Kankkunen varð í þriðja sæti. -SK Wembley: Hrækt var á Eric Cantona Leiðindaatvik átti sér stað skömmu fyrir verðlaunaafhend- inguna í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á iaugardag., Þegar Eric Cantona, fyrirliði Manchester United, gekk upp tröppurnar að heiðursstúkunni til að taka við bikarnum, hrækti einn stuðningsmanna Liverpool á hann. Þá reyndi önnur Liverpool- bulla að slá Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóra Man Utd, en hann komst undan högginu. Hún birtist með ýmsum hætti öfundin í íþróttunum og greini- legt að misheppnaðar tilraunir Liverpool til að vinna til verð- launa á liðnu tímabili hafa farið í taugamar á umræddum bullum. -SK Hvetjum strákana gegn írum á EM Islenska unglingalandsliðið í knattspyrnu skipuðum leikönn- um 18 ára og yngri mætir írum í síðari leik þjóðanna á Laugar- dalsvelli klukkan 18 á morgun. írar unnu fyrri leikinn í Dublin, 2-1, og því er rík ástæða fyrir knattspymuáhuagmenn að fjöl- menna á leikinn og styðja vel við bakið á strákunum, ekki veitir þeim af í þetta skiptið. Það lið sem kemst áfram ávinnur sér rétt til þátttöku í 8- liðá úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í sumar. Þess mmá geta að ókeypis aðgangur verður að leiknum. -JKS Handbolti: Er Sviss að gefa eftir? Svo virðist sem landslið Sviss í handknattleik karla sé að gefa eftir á lokasprettinum fyrir Evr- ópumótið á Spáni sem hefst eftir nokkra daga. Svisslendingar léku gegn Norð- mönnum um helgina og töpuðu stórt, 28-18. Þjóðverjar léku um helgina gegn liði Egypta og unnu nauman sigur, 23-22. -SK Portúgal meistari Landslið Portúgals, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, varð um helgina Evrópumeistari í knattspyrnu. Lið Portúgals lék gegn liði Frakklands í úrslitum og sigraði 1-0. Staðan í leikhléi var marka- laus. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.