Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 14
34 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 UV 40 eilífu Saumaði brúðarkjólinn sjálf: Kostaði svipað og leigukjóll Brúöarkjollinn sem Jórunn Dóra saumaöi í fyrra. (S'kram merkisdeginum,s.s. jesíabókina og JidvaÆ) B>erglind, s. 565-^3 53 Langar þig að eiga viðburöi úr lífi þínu 03 þinna nánustu á myndbandi? Viö hjá Á MYNDBANDI bjóöum þér aö sjá alfariö um myncJbancJsupptökur í fermingunni, örúökaupinu, afmælinu, árshátíöinni og viö aöra þ»á viöburöi sem þ>ú vilt eiga á myncJbancJi til frambúöar. ALHLIÐA. VHS UPPTÖKUÞJÓNUSTA Axel A. Penalver S mi 565-2724 / 89-61956 R mqndband Verið velkomin í Valhöll HARGREIÐSLUSTOFAN VALHOLL HERDÍS OQ HELQA ÓÐINSGÖTU 2, REYKJAVÍK SÍMI 552-2138 „Mér fannst einhvern veginn að ég yrði að sauma brúðarkjólinn minn sjálf. Það er svo gaman eftir á að hafa gert þetta og geta átt hann eftir brúðkaupið. Mér óx alls ekkert í augum að sauma kjólinn og það var ofsalega gaman. Það var svo gaman í veislunni að geta sagt að ég hafi saumað kjólinn sjálf. Ég fékk margar jákvæðar athugasemdir og fólki fannst æðislegt að ég skyldi hafa farið út í þetta. Flestum vex í augum að sauma eigin brúðarkjóla. Ég hvet konur aftur á móti til þess að reyna,“ segir Jórunn Dóra Sigur- jónsdóttir sem gifti sig í fyrra og saumaði sjálf brúðarkjólinn sinn, aðeins 23 ára að aldri. Kjóllinn sem Jórunn Dóra saum- aði sér er ekki venjulegur prinsessukjóll með víðu pilsi heldur situr hann laust, er með stuttum ermum og tekinn saman undir brjósttmum, með v-hálsmáli. Pilsið er aflíðandi útvítt. Kjóllinn er með blúndum og perlum sem hún saum- aði á blúnduna. Jórunn vildi ekki gifta sig í prinsessukjól eins og margar aðrar því henni fannst það ekki vera hennar stíll. Kjóllinn kost- aði 15.000 kr. sem er svipað og að leigja kjól en þá er vinnan ekki reiknuð með. „Við mamma vorum í mánuð að grípa í kjólinn en þetta er vanda- samt verk. Brúðarkjóll verður nátt- úrlega að passa vel. Ég hef saumað talsvert síðan ég byrjaði að vinna í Virku fyrir þremur árum. Ég smit- aðist af saumaáhuganum og mér finnst orðið sjálfsagðara að sauma. Mamma hefur saumað frá því hún var á mínum aldri og hennar áhugi hefur einnig haft áhrif á mig.“ -em Ráðleggingar um tónlist „Sumir segjast ekkert vit hafa á tónlist og biðja mig að aðstoða sig við valið. Aðrir koma til mín með fullmótaðar skoðanir á því hvað þeir vilja láta leika í brúðkaupinu. Sumir koma með sína eigin einleik- ara og söngvara með sér. Ef fólk er meö einhver ákveðin lög í huga þarf ég bara að uppfylla þær óskir. Yfir- leitt ráðlegg ég fólki í gegnum síma,“ segir Pavel Manásek, org- anisti í Háteigskirkju, við DV. Uppfyllir allar óskir Pavel er alvanur undirleik í brúð- kaupum og getur uppfyllt óskir brúðhjónanna hvað varðar flestar tegundir tónlistar. Hann segir allt vera í gangi og sumir hafi dálæti á sígildri tónlist, aðrir óperuaríum og enn aðrir einungis hljóðfæratónlist. Mjög margir velja sér íslenska eða erlenda dægurtónlist, þar á meðal nýtískulega tónlist eins og titillög nýjustu kvikmyndanna. Djass og svertingjatónlist „Sumir vilja djass og svertingja- tónlist og þá get ég leikið það líka. Dagný er mjög oft sungið, Bláu aug- un þín, Brúðkaupið og Amazing Grace, Only Love og When I Fall in Love. Aðalatriðið er að fólk sé ánægt og það er um að gera að fólk komi óskum sínum á framfæri. Fólk á ekki að vera feimið við að segja hvernig það vill hafa athöfnina," segir Pavel. Taka ekki þátt í athöfninni Pavel finnst íslendingar ekki taka nægilega mikinn þátt í athöfninni en leggja því meiri áherslu á að hún sé sem fallegust. Honum finnst að virkja eigi gestina til þess að taka þátt í athöfninni. Hann vill að brúð- hjónin verði látin hafa einhvern texta eftir prestinum eins og sæist í erlendum kvikmyndum. Einnig mætti spyrja hvort einhver sæi meinbugi á vígslunni og gera hana þar með svolítið líflegri. „Athöfnin er ekki alveg búin að þróast á íslandi. Andrúmsloftið verður afslappaðra ef einhverjar uppákomur gera athöfnina eftir- minnilegri," segir Pavel. -em Brúðarförðun er hefðbundin „Nýlega er komið á markaðinn nýtt meik sem hentar afar vel fyrir brúðarfarðanir. Það er hólkur í föstu formi og í því er mikið púður. Það veldur því að meikið er eins og steypt framan í brúðina en hún finnur ekki að hún sé með neitt framan í sér,“ segir Sveinbjörg V. Lúðvíksdóttir fórðunarmeistari en hún farðaði sýningarfólkið á sýn- ingu á brúðarklæðnaði sem haldin Biiðirforðuii var á Astró. Sveinbjörg segir að brúðarfórðun sé yfirleitt mjög hefðbundin. Mark- miðið er að farða þannig að útlitið virðist sem eðlilegast og brúðurin líti út fyrir að vera lítið máluð. Hún fer aldrei eftir neinum sérstökum litum sem eru í tísku hverju sinrii heldur farðar í stíl við vönd og skreytingar. „Yfirleitt er prufufórðun innifal- in. Það er sérstak- lega mikilvægt að prufufarða konur sem mála sig sjald- an og lítið. Sterk- bleikir, laxableikir og appelsínugulir eru hefðbundnir lit- ir sem við málum brúðina með. Síðan er það skyggingin sem sumar vilja ekki mikið af. Lit- irnir í brúðarvend- inum ráða mjög mikið um litinn á augunum. Ég spyr konur yflrleitt hvaða litir séu í brúðarvendinum. Förðunin á að líta eðlilega út en mað- ur getur samt verið með sjö tO átta liti á brúðinni," segir Sveinbjörg. Skrífar á glös með tannlækna- bor og skreytir með blúndum og borðum Vinkonurnar Ragna Óskars- dóttir og Guðmunda Óskars- dóttir skrautskrifa á og skreyta glös fyrir brúðhjónin. Guð- munda fræsir upp úr glösunum með tannlæknabor og ritar þar nöfn brúðhjónanna, dagsetn- ingu og það sem þau vilja að standi á þeim. Ragna tekur við og skreytir glösin sem síðan eru geymd sem hugljúf minn- ing um þennan dag. „Þetta er handgert og ekkert glas verður alveg eins og ann- að. Þegar búið er að skrifa á glösin skreytum við þau með blómum og borðum i þeim lit- um er brúðhjónin velja. Þetta hefur verið mjög vinsælt en fólk getur keypt í þetta bæði glerglös og kristalsglös," segir Ragna. Að grafa á glas nafn og dag- setningu kostar frá 800 kr. Hægt er að velja um þrjár mis- munandi leturgerðir og úrval af myndum til skreytingar með nafninu, eins og rós, hjörtu, krans og íleira. Þar sem þetta er allt handunnið má segja að lítil takmörk séu fyrir því hvað hægt er að gera. Skreytingin kosta 4000 krónur en hún sam- anstendur af blúndu, borða, perlum, silkiblómi eða gifting- arhring. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.