Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Blaðsíða 10
30 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 JD"V" að eilífu Leigir skreytingar úr silki- og þurrblómum: Salurinn kostar fimmtán „Brúðhjónin velja sér skreytingar í einhverjum litum og ég skreyti matborðið, háborðið og dúkana í samræmi við þessar óskir,“ segir Halldóra Sigurðardóttir sem byrjaði fyrir nokkrum árum að búa til óvenjulegar brúðkaupsskreytingar sem hún leigir brúðhjónum. Hall- dóra notar silkiblóm og þurrkuð blóm í skreytingar sínar sem verður til þess að þær verða miklu ódýrari heldur en með lifandi blómum. Á Hverfisgötunni hefur Halldóra komið sér fyrir í litlum, þröngum skúr á lóðinni heima hjá sér. Þar getur fólk skoðað skreytingar henn- ar eftir samkomulagi. Brúðkaups- skreytingar eru ekki aðalstarf hjá Halldóru heldur starfar hún að jafh- aði sem sjúkraliði. Sumir vilja fá brúðarvendi úr silkiblómum og þá er bæði hægt að kaupa og leigja ásamt blúndum og slaufum í öllum regnbogans litirni. „Ég sel fólki skreytingar á bílinn en leigi skreytingar í kirkjuna. Þeg- ar ég tek að mér brúðkaup úti á landi fæ ég teikningu af salnum og skreyti samkvæmt því. Starfssemin spyrst aðallega út í gegnum fólk sem hefur verið í veislum þar sem ég hef skreytt. Þetta er ofsalega eðli- legt og kemur mjög fallega út. Fólki þykir skrýtið þegar ég tek niður skreytingarnar og fer með þær. Ég leigi þetta fyrir lítinn pening og þannig getur fólk fengið blóma- skreytingar sem jafngilda þeim sem kosta kannski hundrað þúsund fyr- ir 14 þúsund,“ segir Halldóra. Rósirnar kaupir hún frá París og Þýskalandi. Hún rífur yflrleitt skreytingar sem hún kaupir niður og býr til nýjar eftir smekk brúðar- innar. Auk þess notar hún náttúru- leg blóm sem hún þurrkar sjálf í skreytingarnar. Halldóra hannar skreytingamar í stíl við kjól brúð- arinnar og vöndinn til þess að salur- inn samsvari sér. -em Halldóra innan um blómahafiö í litla skúrnum á Hverfisgötunni. DV-mynd BG Tískusveiflur í brúðarvöndum Villtar rósir - „krúttíbangsar „Við val á brúðar- vendi verður að taka mið af því hvemig brúö- urin er vaxin, hæð hennar og brúð- arkjól. Við tök- um einnig mið af litarafti, húðlit, háralit og augnlit ásamt henn- ar óskum. Brúðurin á oft uppáhalds- blóm sem hana langar að hafa í vend- inum. Síðan veljum við með henni hvaða litir fara vel saman og hvaða lögun hentar,“ segir Helga Thorberg í Blómálfínum en hún veitir persónulega ráð- gjöf við val á brúðarvönd- Heföbundinn brúöar- vöndur frá Blómálfinum. um. Hægt er að velja um kúluvendi, hringlaga vendi, dropalaga, fosslaga og fleira. Að mörgu er að gæta. Lág- vaxin kona getur ekki ver- ið með mjög stóran vönd út í allar átt- ir eins og hentar þeirri há- vöxnu ágætlega. Vönd- urinn fer eftir sniðinu á kjólnum, hvort hann er aðskorinn eða víður. Gimsteinn dagsins „í blómunum er hægt að gera allt og það skemmtilegasta sem við gerum eru brúðar- vendimir. Við gefum yfir- leitt persónulega ráðgjöf og það tekur talsverðan tíma. Því betri tíma sem ungu stúlkumar gefa sér því ánægðari verða þær með vöndinn. Þær skoða myndir og ég kem með tillög- ur í framhaldi af því. Þær koma aftur og ég legg saman blóm sem gætu komið til greina. Útkoman getur oft orðið allt önnur heldur en lagt var af stað með. Þegar þær sjá einhverjar litasamsetningar saman geta þær oft ákveðið hvað þær vilja. Á endanum eygjum við oft lausn sem þær eru alsælar með. Það skiptir mestu máli að brúðurin sé ham- ingjusöm með vöndinn þvi þetta er gimsteinn dagsins." Helga segir grand- og glæsivendi með kóngaliljum henta hávöxnum konum. Tískusveiflur séu í vöndun- um og nú séu þeir óreglulegri og óhefðbundnari en þeir voru áður. „Nú eru komnar á markaðinn villtar rósir með óreglulegum blöð- um en þær eru algjörir „krúttí- bangsar“. Við erum einnig með ynd- islega rós núna sem heitir cappuchino og hún er mjög vinsæl,“ segir Helga. -em Kremlituð rós og ryörauðar berja- greinar og yfir í gult og appel- sínugult ásamt safarí sem er gróöur frá Afríku, Suöur-Ameríku og Ástr- alíu. DV-mynd BG ina við val á brúðarvendi „Við erum með litgreiningarsérfræðing í búðinni sem leiðbeinir brúðinni um val á brúðarvendi. Sumar eru svo óákveðnar og þurfa virkilega á aðstoð að halda,“ segir Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, eigandi blómabúðarinnar Holtablóm. Það er vandi að velja rétta brúðarvöndinn því valið stendur á milli fagurra blóma f öllum regnbogans litum. Litir og lögun vand- anna fara að sjálfsögðu eft- ir því hver ætlar að bera vöndinn og við hvernig klæðnað. Litasam- setningin á bíla- skreytingunum og vöndunum fer oftast nær sam- an. „Ég lít á litaraft brúðarinnar og sé hvaða blóm J passa henni best. Það fer líka eftir því ijti konunni líkar sjálfri vel við. Fyrir dökkhærðar konur myndi ég velja rauðar rósir og fjólublátt brúðarslör og eitthvað grænt. Ef konan er mjög lágvaxin verður vöndurinn að vera aflangur frekar en breiður. Fyrir rauðhærða mjög föla konu myndi ég velja appelsínugular rósir. Bleikar rósir eru oftast nær valdar fyrir ljóshærð- ar konur með hvítu brúð- arslöri. Yfirleitt hafa konurnar einhverjar óskir þegar þær koma. Við komum yfirleitt með rök fyrir því ef við teljum að litirnir fari konunni illa,“ segir Sveinbjörg V. Lúðvíksdóttir, meðeigandi Kolbrúnar, en hún litgreinir konur við val á brúðarvöndum. -em Að skora stig Færðu henni blóm, jafnt án | tilefhis og við sérstök tækifæri. Kauptu handa henni litlar gjaf- | ir, konfektkassa eða ilmvötn. Komdu fram við hana eins og þú 1 gerðir í byrjun sambandsins. | Gerðu ráð fýrir tíma sem þið | getið notið saman tvö ein á sér- stakan hátt. Faðmaðu hana að þér fjórum sinnum á dag og | segðu henni að hún líti vel út. Teygjur Þegar karlmaður elskar konu þarf hann að fjarlægjast hana með reglulegu millibili áður en hann getur færst nær henni aft- ur. Forðist rifrildi Á sama hátt og tjáskipti eru mikilvægasti þátturinn í sam- bandi geta rifrildi verið mesti skaðvaldurinn. Það er ekki það sem við segjum í rifrildum sem særir heldur hvernig við segj- um það. Úlíkar tilfinningaþarfir Kona þarfnast umhyggju og karlmaður trausts. Besta leiðin til að hjálpa karlmanni að þroskast er að hætta að reyna að breyta honum. Hvatning Dýpsti ótti karlmannsins er að hann standi sig ekki nógu vel eða skorti hæfni. Karlar eru áhugasamir og sterkir þegar þeir finna að þeirra er þörf. Kon- ur flnna til hvatningar og styrks þegar þær skynja að þær eru elskaðar. Rétt eins og konur eru hræddar við að þiggja eru karl- ar hræddir við að gefa. Hlúð að töfrum ástarinnar Til þess að þroska með okkur hæflleikann til að elska sjálf okkur þurfum við líka að þiggja ást. Vegna þess að hann hlustaði á hana þegar hún þurfti gat hún unnt honum frelsis þegar hann þurfti á að halda. Sjálfshamingja Æfðu þig I að gera eitchvað fyrir sjálfa þig án þess að treysta á að hann geri þig hamingju- sama. IUmbætur Að ráðleggja karlmanni óum- beðið er að telja vist að hann viti ekki hvað hann skal gera eða að hann sé ekki fær um að leysa málin sjálfur. Karlmenn vilja ekki láta bæta sig. Þegar | ástvinur sýnir okkur mótstöðu j er það líklega vegna þess að okk- j ur hafa orðið á mistök í tíma- setningu og nálgun. Hinn frægi hellir Karlar hverfa inn í helli sinn og konur tala. Kona sem er und- ir álagi hugsar ekki strax um að leysa vandamálið heldur reynir fyrst að létta á sér og fá skilning. Flestir karlmenn leggja sig fram Íum að ná stöðugt betri árangri af því að þeir trúa að þá verðs- kuldi þeir ást. Ef kona biður karlmann ekki um stuðning tel- ur hann víst að hann gefi nóg. ; Marsverjinn gengur inn í helli j sinn til að glíma við vandamál sín í einrúmi svo honum líði betur. Konur koma saman og tala opinskátt um vandamál sín til þess að þeim líði betur. -em Tilvitnanir úr Karlar eru frá Mars og konur frá Venus. Margs konar skreytingar eru vinsælar í brúökaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.