Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1996, Blaðsíða 4
20
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996
------------------I--------------------------------------
—i----------I
r ö n l i s i/í k
UMIIYII
The Cranberries - To the Faithful Departed
★★
Hraðsuða
Þaö getur bæði veriö kostur og löstur að ganga hratt til verks þegar
hljómplötur eru hljóðritaðar. Liðsfólk Cranberries tók plötuna To the
Faithful Departed með áhlaupi og vann lögin funmtán sem hún hefur aö
geyma á skömmum tíma. Hér og þar heyrist að óhætt heföi verið aö gefa
sér dálítinn tíma og finslípa eitt og annað og heföi platan þar með orðið
áheyrilegri en ella.
Þá hefði sömuleiðis ekki sakað að Dolores O’Riordan hefði verið gagn-
rýnni á sjálfa sig við lagasmíðar og einnig suma textana. Hún virðist
vinna töluvert út frá laginu Zombie, aðalsmelli síðustu plötu Cranberries.
Einnig heyrist hér og þar að hún er aö sjóða Linger upp á nýtt. Þetta
hefðu samstarfsmenn hennar og upptökustjórinn Bruce Fairbarn átt að
hnippa í söngkonuna með. Sumir textamir eru reyndar ágætir og ein-
lægnina skortir ekki. En f nokkur skipti - sér í lagi þegar stríð, eymd og
þjáningar bama eru annars vegar - verður einlægnin pínleg og textarnir
minna einna helst á vangaveltur táningsstúlkna sem em að þreifa fyrir
sér með að yrkja. Sömu sögu er að segja af skilaboðum söngkonunnar
sem hún ritar á plötuumbúöh'. Þau eru afskaplega vel meint en eru of
óþroskuð í framsetningu tii að vera samboðin heimskunnri poppstjömu á
borð við Dolores O’Ríordan.
Fjórmenningamir í The Cranberries völdu sér Bruce Fairbarn sem
meðpródúsent að plötunni To The Faithful Departed. Fairbam er þekkt-
astur fyrir verk sín með nokkrum þéttustu rokksveitum heimsins, svo
sem AC/DC, Aerosmith og Van Halen. Hann hefur skapað með þeim
ákveðinn hljóm sem margir vilja eflaust flokka undir iðnaðarrokk tíunda
áratugarins. Eigi að sfður höfðar hann til ótrúlega margra rokkunnenda
með stíl sínum. Á plötu Cranberries er ekkert sem bendir til þess aö Fair-
bam hafi haft þar nein ítök. Enda var ekki viö því að búast að hann
myndi svo mikið sem reyna að ná neinu út úr írsku fjórmenningunum og
skjólstæðingum sínum úr rokkframlinunni í gegnum tíöina.
Á To the Faithful Departed em vissulega áheyrilegir punktar. Heildin
líður hins vegar fyrir að platan er hraðsoðin á flestum sviðum. Sennilega
henta þess háttar vinnubrögð hljómsveitinni The Cranberries ekki ef ár-
angurinn á að verða fyrsta flokks.
Ásgeir Tómasson
Hootie & The Blowfish - Fairweather Johnson
★★★
Skilgetið afkvæmi
Undanfarin ár hCTflr reglulega skotið upp á stjömuhimininn vestur í
Bandarikjunum hljómsveitum sem slegiö hafa rækilega í gegn með fyrstu
plötu en síðan ekki söguna meir. Nægir að nefna Crash Test Dummies og
Counting Crowes í þessu sambandi sem hafa hreinlega ekki orkað að
koma annarri plötu út, enn sem komið er að minnsta kosti. Hljómsveitin
Hootie & The Blowfish á það sameiginlegt með fyrmefndu sveitunum að
slá 1 gegn svo um munaði með fyrstu plötu en sú plata hafði sfðast þegar
fréttist selst 111 milljónum eintaka! En þeir Hootie-menn ætla greinilega
ekki að láta það henda sig að gefast upp eftir góða byijun og hafa sent frá
sér nýja plötu. Það var ljóst að ekki yrði auðvelt að fylgja fyrstu plötunni
eftir og því kemur það vart á óvart að nýja platan er nánast endurtekning
á þeirri fyrstu. Tónlistin er létt og þægilegt gítarpopp með öllu því sem til
þarf fyrir bandaríska markaðinn, örlítil kántríáhrif, smáblús og þar fram
eftir götunum. Ekki á ég von á að þessi plata gangi jafn vel og sú fyrsta
en hún stendur fyllilega fyrir sínu; lögin era jöfn og góð, melódísk og vel
flutt og allt eins og það á að vera. Stærsti gaili en um leið einkenni sveit-
arinnar er einhæfur söngvari með sérstaka rödd sem vantar þvi miður öll
blæbngði í. Fyrir vikiö virka mörg laga sveitarinnar eins, og hætt er við
því að þetta geti orðið hljómsveitinni fjötur um fót þegar komið er fram á
fjórðu fimmtu plötu.
Sigurður Þór Salvarsson
______________________________PV
Þriðja plata Vina vors og blóma:
kynnir Plútó
„Við sjálfir"
Á nýju plötunni eru allar laga- og
textasmíðar eftir Vinina auk þess
sem þeir útsetja öll lögin á plötunni
sjálfir, fyrir utan Ljúfa líf og text-
ann sem er á ensku (vúhú), hann er
eftir Hans Cahulf og Mike Hunt.
Lagasmíðar fóru að mestu leyti
fram í sumarbústað við Geysi. Plat-
an kemur út eftir tvær vikur en hún
var tekin upp í Sýrlandi og var
reynt að halda „live filingnum”
frekar en að hafa upptökurnar nið-
ursoðnar. „Platan er meira við sjálf-
ir í þetta skiptið,” segir Steini.
Gestir á plötunni eru Kiddi „Big-
foot“ sem rappar í laginu Satúrnus
sem er þegar farið að hljóma á öld-
um ljósavakamiðlanna. Einnig kem-
ur fram 14 ára söngkona að nafni
Kenya Emilíudóttir í lagi sem nefn-
ist Dúndrið.
Stuttmynd
Til að fagna útgáfunni verður
haldið „útgáfupartí” þar sem sýnd
verður stuttmynd sem er nú verið
að leggja lokahönd á. Birgir Nielsen
trommari leikur aðalhlutverkið í
Ný plata hljómsveitarinnar Vinir vors og blóma kemur út eftir tvær vikur.
myndinni en auk hans koma fram
gamlar og ungar kempur úr brans-
anum. „Spennutryllir með gaman-
sömu ívafi“ (*★★* - kvikmynda-
handbók Maltins).
Þó platan sé að mestu á gaman-
sömu nótunum má líka finna á
henni alvarlegan undirtón. Einn
textinn er saminn til styrktar fólk-
inu sem lenti í snjóflóðunum á
Súðavík og Flateyri. Stefgjöldin af
laginu munu renna óskipt til þeirra
sem eiga um sárt að binda vegna
þessara náttúruhamfara.
Hljómsveitin mun einnig verða í
nánu samstarfi við Jafningjafræðsl-
una í sumar. Plútó er hins vegar
nafnið á nýja meðlimnum (sem spil-
ar því miður ekki á hljóðfæri) og
plötunni sem er væntanleg í versl-
anir þetta síðasta samstarfssumar
sveitarinnar í bili. Chiao!
-GBG
Sumarsveitin
Vinir vors og blóma eru löngu
orðnir þekkt heimilisnafn um land
allt. Nú eru liðin tvö ár frá útgáfu
þeirra fyrstu breiðskífu sem bar
nafnið Æði og fékk feiknagóðar við-
tökur. Hljómsveitin hefur á síðast-
liðnum tveim árum tryllt um landið
i leit að gleði, fundið hana og fílað
sig.
Nú er komið að þriðju útgáfu
sveitarinnar, sumarplötunni Plútó
sem er jafnframt nafnið á nýjum
meðlim sveitarinnar (sem er hund-
ur). Plútó sver sig í ætt við fyrstu
plötu sveitarinnar og er að hennar
sögn „skemmtilegasta platan okkar
hingað til“.
Perlur hafsins:
Óskalög sjómanna
Nú styttist óðum í sjómannadag-
inn sem haldinn verður hátíðlegur
sunnudaginn 2. júní næstkomandi.
Sjómenn eru upp til hópa söngelsk-
ir og um ferðir þeirra á haf út og til
baka hafa verið gerð ótal lög, vísur
og söngvar.
Af tilefni sjómannadagsins gefur
Hljóðsmiðjan nú út plötuna „Óska-
lög sjómanna” sem hefur að geyma
allar helstu perlur hafsins saman-
komnar í flutningi okkar ástsælustu
söngvara.
Vaxandi útgáfa
Hljóðsmiðjan útgáfa er vaxandi
fyrirtæki innan útgáfubransans á
íslandi. Hingað til hefur fyrirtækið
gefið út plöturnar Minningar 1, 2 og
3, Barnabros, Barnabros 2 (frá ítal-
íu), Barnaborg og Barnajól. Konan á
bak við útgáfuna heitir María Björk
og fylgir hugverkum sínum allt frá
fæðingu til enda: „ ég pakka
meira að segja kassettunum þegar
þær koma til landsins“. María hefur
sungið á öllum plötunum og á það
I tilefni sjómannadagsins gefur Hljóö-
smiöjan út plötuna „Óskalög sjó-
manna“ sem hefur aö geyma allar
helstu perlur hafsins saman komnar í
flutningi okkar ástsælustu söngvara.
einnig við um þessa. Hún titlar sig
framleiðanda, velur lögin, söngvar-
ana, sér um framleiðsluna, stendur
yfir hljóðversvinnunni og gerir allt
annað sem viðkemur svona viða-
mikilli útgáfu.
Söngurinn göfgar
„Óskalög sjómanna er plata
sem á erindi inn á öll söng- og
Ægiselskandi heimili,” segir
María. Á henni eru lög eins og:
Vor við sæinn, Hafið lokkar og
laðar, Ég hvísla yfir hafið, Þú ert
vagga mín haf, Ég veit þú kemur,
Föðurbæn sjómannsins, Sjó-
mannavalsinn og mörg fleiri.
Söngvararnir eru ekki af verri
endanum og eru auk Maríu: Ari
Jónsson (sem syngur um þessar
mundir í sýningunni Bítlaárin á
Hótel íslandi), Björgvin Halldórs-
son (sem vart þarf að kynna), Sig-
rún Hjálmtýsdóttir (hin eina
sanna Diddú) og Örn Árnason
(leikarinn góðkunni sem nú sýnir
á sér nýjar hliðar).
Sem sagt, einvalalið söngvara á
plötu sem er tileinkuð öllum
þeim sem sótt hafa björg í bú úr
gullkistum Ægis fyrir landsmenn í
aldaraðir.
-GBG
With These Hands - Alejandro
Escovedo:
★★★
Þótt Alejandro Escovedo hafi
ekki skapað sér nafn enn þá er
hann að gera eitt og annað áhuga-
vert. Lög hans eru ágætlega samin
og textarnir eru reyndar enn
áhugaverðari. -ÁT
How Long Has This Been Going On? -
Van Morrison og Georgie Fame:
★★★
Þessi nýja plata lendir hiklaust
djassmegin í lífinu en með sterk-
um blússkugga.
-IÞK
The Score - Fugees:
★★★
The Score er í heild sinni góð
viðbót við það poppaöa og meló-
díska rapp sem komið hefur fram
á sjónarsviðið hingað til. Ef Fu-
gees heldur áfram á þessari braut
gæti hún auðveldlega orðið best á
sínu sviði. -GBG
Lore - Clanned:
★★★
Vissulega er mikill svipur með
tónlist þeirra Brennan-systkina í
Clannad og systur þeirra Enyu, þó
ekki sé þar með sagt að annar að-
ilinn stæli hinn. -SÞS
PureDisco-Ýmsir
★★★
Pure Disco er ágætisheimild um
tónlist sem reynst hefur lífseigari
en margur hugði á sínum tíma.
-SÞS
Ýmsir - Leaving Las Vegas
★★★
Tónlist úr kvikmyndum er orð-
in ein mesta söluvara í hljómplötu-
bransanum. Þarna er á ferðinni
spennandi og vel samin tónlist,
sem ávallt er að minna á enn betri
mynd.
-HK