Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 10. júní 1996 IÞROTTIR Getraunir: Sænski boltinn xx1 xx1 x11 21x1 Lottó 5/38: 811 24 33 35 (2) Þjooverjar sjá allt um Evrópukeppnina í knattspyrnu á bls. 22-23 Aldrei þessu vant hafði lögreglan lítið að gera eftir að leik Englendinga og Svisslendinga lauk í London á laugardag. Alveg eins var búist við miklum ólátum en niðurstaðan varð sú að aðeins 23 fótboltabullur voru handteknar, 15 breskar og Þjóðverjar og Svisslendingar í bland í afgang. Setningarathöfn úrslitakeppni Evrópukeppninnar þótti sérlega glæsileg en það sama er ekki hægt að segja um frammistöðu enska liðsins gegn Sviss. Hrakfarir enskra knattspyrnumanna í úrslitum Evrópukeppninnar halda áfram sem aldrei fyrr og enskt landslið hefur ekki unnið leik í úrslitum keppninnar frá því árið 1980. Á myndinni hér að ofan sjást stuðningsmenn Spánverja og Búlgara fyrir leik þjóðanna í gær og er talandi um þann vinskap og vináttu sem ríkt hefur á meðal áhorfenda hingað til í keppninni. Vonandi elska menn friðinn sem lengst. Knattspyrna: Ratsislav Lazorik með þrennu og þykka buddu Ratsislav Lazorik, sem leikur. meö Leiftri frá Ólafsfiröi, varð á laugardaginn 100 þúsund krönum rikari þegar hann skoraöi þrjú mörk í leiknum gegn íslandsmeisturum Akumesinga á íslandsmótinu. Lengjan borgar þeim knattspymumanni sem skorar þrennu í leik, 100 þúsund krónur, í 1. deild í sumar. Þó ekki séu búnar nema þrjár umferðir í mótinu er Lazorik annar maðurinn sem tekst aö skora þrjú mörk. Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson varð fyrstur til að gera þrennu i sumar. Heil umferð var leikin í 1. deild um helgina og gerðu Leiftursmenn sér lítið fyrir og lögðu meistarana að velli. Allt um leiki helgarinnar er að finna á bls. 24-25. -JKS „Verð áfram í Val“ - segir Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður „Það er ákveðið að ég leiki áfram með Val á næsta leiktímabili. Það vom plúsar og mínusar í þessu hjá Rostock og eftir nokkrar vangaveltur ákvað ég að vera um kyrrt að Hlíðarenda," sagði Guð- mundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi Samkvæmt heimildum DV komu Valsmenn vel til móts við Guðmund og hafði það úrslitaáhrif varð- andi niðurstöðu hans. „Annars var ég nokkuð spenntur fyrir því að fara til Rostock og vissulega var þetta tilboö sem vert vár að skoða gaumgæfilega," sagði Guðmundur í gær- kvöld. Þessi snjalli mark- vörður verður sem sagt áfram hjá Val og geta Vals- menn hú andað léttar enda hafa Valsmenn misst marga sterka leikmenn að undanfömu -SK J.J.-mót Ármenninga: Tvö íslandsmet í Laugardalnum Tvö íslandsmet voru sett á frjálsíþróttamóti sem Ármenningar stóðu fyrir í Laugardalnum í gær. í 4x100 metra boðhlaupi karla hljóp landssveit á tímanum 41,22 sek- úndur. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Guðmundsson, Jón Arnar Magn- ússon, Bjarni Traustason og Jóhannes Már Marteinsson. Síðara Islandsmet mótsins setti Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK. Hún bætti sitt eigið íslandsmet í þrístökki um 40 sentímetra. Sigríður Anna stökk 13,07 metra. -JKS Guðmundur Hrafnkelsson verður áfram með Valsmönnum á næsta tímabili. Félagi hans á myndinni leikur með þýska liðinu Wuppertal ásamt Ólafi Stefánssyni næsta vetur. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.