Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996
27
Fjörugt í
Borgarnesi
DV, Borgarnesi:
0-1 Valur Fannar Gíslason (8.)
1-1 Þórhallur Jónsson (10.)
1- 2 Þorvaldur Ásgeirsson (11.)
2- 2 Valdimar Kr. Sigurösson (41.)
„Við misstum einbeitinguna í
lok fyrri hálfleiks og fyrir það var
okkur refsað. Við sóttum grimmt í
síðari hálfleik en til að vinna leik
þarf auðvitað að nýta færin og það
gerðum við ekki í þetta skiptið,“
sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari
Fram, eftir leikinn.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari
Skallagríms, sagðist vera ánægð-
ur með jafnteflið. Liðið hefði sýnt
góða baráttu og varnarleikurinn í
siðari hálfleik hefði gengið upp.
Um leikinn er það segja að
hann var fjörugur og opinn í fyrri
hálfleik. Liðin skiptust bæði að
sækja og ekki vantaði marktæki-
færin.
Síðustu 20 mínútur leiksins
þjörmuðu Framarar verulega að
Skallagrímsmönnum en vörn
heimamanna hélt velli.
Menn leiksins: Hólmsteinn
Jónason, Fram, og Jakob Hall-
geirsson, Skallagrími.
Stadan
Skallagr. 3 2 1 0 9-2 7
Þór A. 3 2 0 1 5-5 6
Leiknir R. 3 1 2 0 4-1 5
Fram 3 1 2 0 7-5 5
Þróttur R. 3 1 2 0 7-5 5
FH 3 1 1 1 3-3 4
Víkingur R. 3 1 0 2 5-5 3
Völsungur 3 1 0 2 5-5 3
KA 3 1 0 2 4—6 3
ÍR 3 0 0 3 0-12 0
Knattspyrna:
Úrslit í 4. deild
Fjölmargir leikir voru í 4. deild
um helgina
Úrslit í leikjunum urðu þessi:
KSÁÁ-Léttir ................1-5
Bolungarvík-Ernir..........4-1
BÍ-Reynir ..................2-0
Haukar-TBR .................6-0
Bruni-Vikingur Ó............1-6
Aíturelding-HB..............5-0
Smástund-Ármann ...........2-2
Magni-Hvöt..................3-2
Neisti-SM ..................2-0
Tindastóll-Kormákur...... 4-1
KVA-Sindri.................4-1
Einherji-Huginn ............2-0
ÍH-Njarðvík................2-1
-JKS
Handknattleikur:
Alsíringur í skoðun
hja Stjornunni
- stórskytta sem leikið hefur í Frakklandi í 10 ár
1. deildar lið Stjörnunn-
ar í handknattleik er með
alsírskan landsliðsmann i
skoðun en hann kom til
landsins um helgina.
Stjörnumenn ræddu við
hann í gær og mun hann
æfa með Stjörnunni í dag.
Eftir það ætti að koma í
ljós hvort Stjörnumenn
gera samning við hann.
Tíu mörk að jafnaði
Hér er um að ræða 29
ára gamla skyttu sem er
um tveir metrar á hæð.
Hann hefur leikið með fé-
lögum í Frakklandi í tíu
ár. Hann lék á síðasta ári
með liði í 2. deild og skor-
aði með því að jafnaði tíu
mörk í leik.
Þessi umræddi leik-
maður hefur leikið með
landsliði Alsír frá 16 ára
aldri og þar á meðal leik-
ið nokkrum sinnum gegn
íslendingum Hann lék þó
ekki með Alsír á heims-
meistaramótinu hér á
landi í fyrra vegna þess
að hann fékk ekki leyfi
frá félagi sínu til þess.
Magnús Andrésson, for-
maður meistaraflokks-
ráðs Stjörnunnar, varðist
allra frétta af þessu máli i
samtali við DV í gær-
kvöld. Hann sagði þó að
málin myndu skýrast á
allra næstu dögum.
Fyrir helgina gekk Ein-
ar Baldvin Ámason frá fé-
lagaskiptum frá KR yfir í
Stjömuna. Að sögn Magn-
úsar Andréssonar hafa
Stjörnumenn verið að æfa
daglega í þessum mánuði
og gera það fram að
næstu mánaðamótum.
Stjarnan fékk á dögunum
boð um þátttöku á sterku
móti í Þýskalandi í ágúst.
Lið á borð við Essen og
Wallau Massenhein og
serbneska landsliðið taka
þátt í mótinu.
Magnús taldi litlar lík-
ur á því að liðið færi utan
á þetta mót en tímasetn-
ing þess hentaði ekki lið-
inu.
-JKS
Opna franska í tennis:
Fyrsti sigur
Rússa á
mótinu
Rússneski tennisleikarinn Yevgeny Kafelnikov
fagnaði sigri í einliðaleik karla á opna ‘franska
meistaramótinu sem lauk um helgina.
Kafelnikov, sem sigraði Bandaríkjamanninn
Pete Sampras í undanúrslitum, lék til úrslita gegn
Þjóðverjanum Michael Stich og sigraði-í hörku-
leik, 7-6 (7-4), 7-5 og 7-6 (7-4).
Sigur Rússans var merkilegur og fer á spjöld
tennissögunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem rúss-
neskur tennisleikari ber sigur úr býtum á opna
franska meistaramótinu. Þetta er einnig fyrsti sig-
ur tennisleikara frá Rússlandi á stórmóti atvinnu-
manna. Einnig er þetta í fyrsta skipti sem
Kafelnikov vinnur sigur á einu af stóru mótunum
í tennis en hann er í sjötta sæti á lista Alþjóða
tennissambandsins yfir bestu tennisleikara heims-
ins.
Þýska stúlkan Steffi Graf vann sigur í einliða-
leik kvenna og ekki í fyrsta skipti heldur það
fimmta á glæsilegum ferli. Graf lék til úrslita gegn
Arönxu Sanchez Vicario frá Spáni. Graf vann
fyrsta settið, 6-3, annað settið vann Vicario, 6-7,
og Graf það þriðja, 10-8.
-SK
jafntefli
- hjá Þrótti og Leikni
Rússinn Yevgeny Kafelnikov fagnar tímamótasigri á opna
franska meistaramótinu í gær. Símamynd Reuter
Mjög sanngjarnt
markalaust
, <
Það var ekki mikið að gerast á Valbjarnar-
velli i þessum leik og var mikið jafnræði á lið-
unum í þessum baráttuleik og voru þetta því
sanngjörn úrslit.
Þróttaramir voru örlítið sterkari í fyrri hálf-
leik og áttu þó nokkur góð færi sem þeir náðu ekki
að nýta en þeir höfðu lika heppnina með sér þegar þeir
vörðu á línu eftir góða sókn Leiknis.
í seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum og áttu bæði liðin mörg
tækifæri til þess að skora og varði markvörður Leiknis oft glæsi-
lega, þar á meðal einu sinni i slá.
Þróttarar fengu mörg upplögð tækifæri til þess að gera út um
leikinn og átti maður oft erfítt með að skilja af hverju þeim tókst
ekki að skora en Axel Gomez, mai-kvörður Leiknis, átti stórleik í
markinu og geta liðsmenn þakkað honum stigið.
Maður leiksins: Axel Gomez, markvörður Leiknis.
-JGG
Heiðar Sig-
urjónsson
sækir hér
að mark-
verði
Leiknis.
DV-mynd GS
_______________íþróttir
GÖIfl
Naumur sigur
hjá Guðjóni
Guðjón G. Daníelsson, GK,
varð sigurvegari á opna íslands-
bankamótinu í golfi sem fram fór
á Hvaleyrarholtsvelli um helg-
ina.
Guðjón lék holurnar 18 á 72
höggum en Jens Sigurðsson, GR,
varð annar á 73 höggum. Þrir
kylfingar, Einar Bjami Jónsson,
GKJ, Kári Jóhannsson, GKJ, og
Magnús Hjörleifsson, GK, komu
næstir á 74 höggum.
í keppninni með forgjöf sigraði
Birgir Brynleifsson, GA, á 59
höggum nettó. Reynir Baldurs-
son, GR, og Guðjón G. Daníels-
son, GK, voru á 61 höggi nettó.
-SK
Úlfar á 64
Úlfar Jónsson keppti sem gest-
ur á íslandsbankamótinu um
helgina og íslandsmeistarinn
fyrrverandi lék glæsilegt golf og
kom inn á aðeins 64 höggum eða
fjórum höggum undir pari vallar-
ins.
Úlfar hefur ekki keppnisleyfi
hérlendis sem áhugamaður enda
hefur hanh keppt sem atvinnu-
maður undanfarið og það tekur
tvö ár að verða áhugamaður á
ný.
-SK
3. deildin:
Ægir skoraði
sex mörk
Reynir frá Sandgeröi er í efsta
sæti 3. deildar eftir sigur á Fjölni
í Grafarvoginum á
föstudagskvöldið. Jónas G.
Guðjónsson skoraði tvö af
mörkum liðsins og Grétar ,V.
Hjartarson eitt í 1-3 sigri.
Ægir vann stórsigur á
nágrönnum sínum í Selfossi, 6-1.
Kjartan Helgason skoraði þrjú
mörk fyrir Ægi, Guðmundur
Gunnarsson, Ásgrimur
Harðarson og Þórarinn
Jóhannsson eitt hver. Gísli
Bjömsson skoraði eina mark
Selfyssinga.
Höttur geröi jafntefli, 1-1, við
Dalvíkinga á Egilsstöðum. Grótta
tapaði síðan á Seltjarnamesinu
fyrir Þrótti úr Neskaupstað, 2-3.
Reynir S. Staðan 3 3 0 0 12-1 9
Dalvík 3 2 1 0 7-3 7
Þróttur N. 3 2 0 1 8-5 6
Víöir 3 2 0 1 10-8 6
Grótta 3 1 1 1 5-6 4
Selfoss 3 1 1 1 8-12 4
Ægir 3 1 0 2 7-4 3
HK 3 1 0 2 2-4 3
Höttur 3 0 0 3 4-13 1
Fjölnir 3 0 0 3 6-13 0
Handknattleikur:
ísland komst
ekki áfram
íslenska landsliðið í hand-
knattleik, skipað leikmönnum 20
ára og yngri, tók um helgina þátt
í forkeppni að úrslitum Evrópu-
mótsins í Danmörku um helg-
ina.
Slagurinn um sæti í úrslita-
keppni Evrópumótsins, sem verð-
ur í Rúmeníu í ágúst, stóö á milli
Islendinga og Dana. ísland varð
undir í þeirri baráttu við Dani,
35-19, en í hálfleik var staðan
18-10 fyrir Dani. Arnar Péturs-
son skoraði 8 mörk gegn Dönum.
ísland vann Finna, 26-19, í
fyrsta leiknum á laugardag en í
hálfleik var staðan 13-11 fyrir ís-
lenska liðið. í þeim leik var Am-
ar Pétursson markahæstur með 7
mörk og Lárus Long skoraöi 6
mörk.
-JKS