Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 5
24
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996
25
íþróttir
1. deild
ÍA 8 7 0 1 24-8 21
KR 7 6 1 0 22-5 19
Leiftur 8 3 3 2 16-15 12
ÍBV 8 4 0 4 14-16 12
Stjarnan 8 3 2 3 9-12 11
Valur 7 2 2 3 5-7 8
Grindavík 7 2 2 3 7-13 8
Fylkir 6 1 0 5 11-12 3
Keflavík 6 0 3 3 5-12 3
Breiðablik 7 0 3 4 7-20 3
Markahæstir:
Guömundur Benediktsson, KR .. . 9
Mihajlo Bibercic, lA..............7
Bjarni Guðjönsson, ÍA ............7
Ríkharður Daðason, KR ............6
Haraldur Ingólfsson, ÍA ..........5
Rastislav Lazorik, Leiftri .......5
Einar Þór Daníelsson, KR..........4
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV .........4
Þórhallur D. Jóhannsson, Fylki . . 4
Alexander Högnason, ÍA............3
Baldur Bragason, Leiftri..........3
Kjartan Einarsson, Breiðabliki ... 3
Sverrir Sverrisson, Leiftri ......3
Goran Kristófer Micic, Stjörnu. . . 3
Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV .... 3
Versti í sex ár
Skellur Eyjamanna gegn KR í
gærkvöldi er sá stærsti sem þeir
hafa orðið fyrir á heimavelli
síðan þeir töpuðu fyrir Fram,
0-4, í 1. deildinni í maí árið 1990.
4. deild
A-riðill:
Afturelding-KSÁÁ 4-3
GG-Njarðvík . , 1-6
Framherjar-Léttir 0-1
HB-ÍH 2-5
Léttir 7 5 1 1 17-7 16
Afturelding 7 5 0 2 21-16 15
Njarövík 7 4 1 2 24-14 13
ÍH 7 4 1 2 21-18 13
GG 7 3 1 3 17-18 10
KSÁÁ 7 2 0 5 19-24 6
Framherjar 7 1 2 4 10-14 5
HB 7 0 2 5 9-27 2
B-riðill:
Haukar-Smástund..............5-0
Víkingur Ó.-Ármann...........8-3
Haukar-Smástund............5-0
Víkingur Ó.-Ármann.........8-3
Skautafélag Rvk.-Smástund .. . 1-12
Haukar 6 4 2 0 30-6 14
Víkingur Ó. 5 4 1 0 37-6 13
Smástund 5 3 1 1 27-11 10
Ármann 6 2 3 1 18-16 9
Bruni 6 2 0 4 12-26 6
TBR 6 1 1 4 12-23 4
Skautafél.R. 6 0 0 6 2-50 0
V-riðill:
Ernir-BÍ . . 2-4
Reynir Hn.-Geislinn . 3-1
Bolungarvík 4 3 1 0 16-4 10
BÍ 4 3 1 0 13-3 10
Reynir Hn. 4 2 0 2 7-8 6
Geislinn 4 1 0 3 12-20 3
Ernir 4 0 0 4 8-21 0
Hörður hætti við þátttöku.
C-riðill:
Neisti H.-Tindastóll 0-3
SM-KS . . 2-2
Hvöt-Kormákur 0-2
KS 6 4 1 1 17-5 13
Tindastóll 6 4 1 1 15-8 13
Magni 6 4 1 1 14-9 13
Neisti H. 6 2 1 3 4-13 7
SM 6 2 1 3 12-10 7
Kormákur 6 2 0 4 8-14 6
Hvöt 6 0 1 5 5-16 1
D-riðill:
KVA-Leiknir F. 3-1
Einherji-Huginn .. 3-3
KVA 6 6 0 0 26-5 18
Sindri 4 3 0 1 15-9 9
Einherji 6 2 1 3 16-17 7
Huginn 6 1 1 4 8-24 4
Leiknir F. 6 1 0 5 15-25 3
f kvöld
Knattspyma - 2. deild:
KA-Völsungur................20.00
Skallagrímur-Þróttur R......20.00
Fram-Þór Ak................20.00
Víkingur-Leiknir R..........20.00
Frískir Blikar máttu
sætta sig við
jafntefli gegn Leiftri
- Hajrudin Cardaklija varði vítaspyrnu þegar liðin skildu jöfn, 1-1
Cardaklija setti met
Hajrudin Cardaklija, markvorður Breiðabliks, varði í gærkvöldi sína
þriðju vítaspymu í 1. deildinni i sumar. Það er met í deildinni og það þó
aðeins séu sjö umferðir búnar. Þetta er fjórða vítaspyrnan í röð sem
Cardaklija ver í 1. deild og hann hefur varið 8 spyrnur af 14 sem hann
hefur fengið á sig frá því hann gekk til liðs við Kópavogsfélagið fyrir
nokkrum árum.
Það voru frískir Blikar sem tóku á móti Leifturs-
mönnum og gerðu liðin 1-1 jafntefli í prýðisgóðum
leik á Kópavogsvelli í gærkvöldi.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Breiðablik því
Radenko Maticic, sem er nýkominn til liðs við
Blika, þurfti að fara af leikvelli vegna meiðsla og
var slæmt að missa þennan reynda leikmann út af.
Breiðabliksmenn voru miklu frískari í fyrri
hálfleik og er langt síðan maður sá þá spila svona
vel. Leiftursmenn voru á hælunum og virtust vera
með hugann við eitthvað annað en að spila fótbolta
en samt tókst þeim að krækja sér í vítaspyrnu.
Cardaklija braut á Sverri Sverrissyni og kom það
í hlut Péturs B. Jónssonar að taka spyrnuna en
Cardaklija gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega.
Blikar komu tvíefldir til leiks eftir vítið og átti
Kjartan Einarsson skalla fram hjá í dauðafæri þar
sem þrír Blikar voru lausir inni í teig Leifturs. Síð-
asta færið í fyrri hálfleik átti Rastislav Lasorik
þegar honum tókst að skjóta fram hjá í
upplögðu færi.
Leiftursmenn komu sterkir til
leiks í seinni hálfleik og fékk
Lasorik algjört dauðafæri eftir að
Theódór Hervarsson hafði misst
boltann yfir sig en Cardaklija var
enn og aftur réttur maður á
réttum stað. Blikar náðu að
komast meira inn í leikinn og
spiluðu þeir mjög
skemmtilega á köflum.
Eitt besta færi leiksins *'Á
átti varamaðurinn ívar I
Sigurjónsson hjá Blikum.
Eftir góða sókn náði Krist-
ófer Sigurgeirsson föstu
skoti sem markvörður Leift-
son sem skapaði oft hættu þegar hann fékk boltann
og Sævar Pétursson sem var sterkur á miðjunni.
Leiftursliðið var frekar jafnt en Slobodan Milisic
átti sæmilegan leik í vörninni.
-JGG
Theodór Hervarsson og félagar í
Breiðabliki voru óheppnir að gera
aðeins jafntefli við Leiftur í
gærkvöldi en þeir sitja áfram á botni
1. deildarinnar.
urs, Atli Knútsson, náði ekki að halda, ívar náði
boltanum en lét verja frá sér í algjöru dauðafæri.
Það hlaut að koma að því að Blikar skoruðu og
var markið einstaklega glæsilegt hjá Kjartani
Einarssyni sem hamraði boltann viðstöðulaust
upp í þaknetið . En eins og svo oft áður bökkuðu
Blikar eftir mark
sitt I stað þess að halda góðum sóknarleik sínum
áfram og Leiftursmenn nýttu sér það. Daði Dervic
skoraði ekki síðra mark, hann þrumaði boltanum
í þverslána og inn eftir hornspyrnu .
Blikarnir fengu margar ágætar sóknir eftir að
Leiftursmenn jöfnuðu en þær runnu allar út í
sandinn og eru þeir því enn á botni deildarinnar
en þess má geta að þetta var fyrsta
stig Blika á heimavelli.
í liði Breiðabliks átti
Cardaklija frábæran
leik, ívar Sigur-
jónsson var frískur frammi sem og Arnar Grétars-
Skagamenn
gerðu það
sem þeir
þurftu
- unnu Grindavík létt, 0-2
DV, Suðurnesjum:
Skagamenn þurftu ekki hafa mik-
ið fyrir þvi að ná í þrjú stig í safnið
og halda efsta sætinu í 1. deildinni
þegar þeir sóttu Grindvíkinga heim
í gærkvöldi. Leiknum lauk með 0-2
sigri Akurnesinga með tveimur
skemmtilegum mörkum Haralds
Ingólfssonar og Ólafs Adolfssonar
undir lok fyrri hálfleiks.
Lið Skagamanna minnti mest á
lið Þjóðverja þar sem leikmenn
voru ekki að gera meira en til
þurfti, og það geta góð lið. Þeir voru
einfaldlega betri á öllum sviðum og
voru nær því að bæta við mörkum
en Grindvíkingar að skora.
„Já, það er rétt að við spiluðum
ekki á fullu en þetta var alveg nóg.
Það bíður okkar erfitt verkefni.
Þetta var fyrst og fremst vinnusigur
og hann öruggur. Aðstæður voru
erfiðar en við fengum fleiri mark-
tækifæri sem við hefðum átt að
nýta,“ sagði Guðjón Þórðarson,
þjálfari Skagamanna, við DV eftir
leikinn.
Áður en mörk Skagamanna komu
var lítið að gerast í leik beggja liða.
Þó áttu Skagamenn þrjú ágætis
marktækifæri, Ólafur Þórðarson
tvö þeirra og Bjarni Guðjónsson
eitt.
í síðari hálfleik var nánast um
einstefnu að ræða. Skagamenn tóku
öll völd á vellinum og hefðu auð-
veldlega getað bætt við fleiri mörk-
um. Um tíma komust Grindvíkingar
ekki yfir miðju vallarins og áttu að-
eins tvö marktækifæri. Fyrst var
Guðmundur Torfason með hörku-
skot sem Þórður Þórðarson varði og
síðan skaut Ólafur Ingólfsson rétt
yflr mark ÍA.
Grindvíkingar mættu einfaldlega
ofjörlum sínum í þessum leik. Varn-
armenn liðsins stóðu upp úr en ef
þeir hefðu átt jafn dapran leik og
aðrir hefði leikurinn endað með
skelfingu fyrir Grindvíkinga. Þá var
Albert Sævarsson öruggur í mark-
inu nema þegar fyrra markið kom,
þá mistókst honum að slá b oltann
frá.
Skagamenn réðu yfir miðju vall-
arins og lítið reyndi á varnarmenn
liðsins. Það sem þeir höfðu fram yf-
ir mótherja sína var að leikmenn-
irnir voru hreyfanlegir og þurftu
ekki á neinum stjörnuleik að halda
til að sigra.
„Þetta var ekki nógu gott. Þetta
var dapur leikur hjá okkur og við
fengum ódýr mörk á okkur. Við
náðum ekki að spila boltanum á
milli manna og því fór sem fór,“
sagði Ólafur Ingólfsson, fyrirliði
Grindvíkinga, sem lék með þó hann
væri enn að jafna sig eftir meiðsli.
-ÆMK
Breiðablik-Leiftur (O-O) 1-1
1-0 Kjartan Einarsson (59.) átti
glæsilegt skot frá vinstri upp i þak-
netið eftir góða sendingu frá Guð-
mundi Þ. Guðmundssyni. Gullfallegt!
1-1 Daði Dervic (75.) skoraði ekki
síðra mark þegar hann hamraöi bolt-
anum í þverslána og inn eftir horn-
spymu, mjög vel afgreitt.
Lið Breiðabliks: Hajrudin Carda-
klija @@ - Theódór Hervarsson,
Radenko Maticic (ívár Sigurjónsson
11. @@), Hreiðar Bjamason @,
Hákon Sverrisson © - Pálmi Har-’
aldsson, Sævar Pétursson ©©,
Amar Grétarsson @@, Guðmundur
Þ. Guömundsson, Kristófer Sigur-
geirsson (Anthony Karl Gregory 77.)
- Kjartan Einarsson ©.
Lið Leifturs: Atli Knútsson -
Auðun Helgason, Slobodan Milisic
@, Daði Dervic @, Júlíus Tryggva-
son (Páll Guðmundsson 69.) - Sverrir
Sverrisson ©, Pétur Björn Jónsson
©, Baldur Bragason (Matthías Sig-
valdason 84.), Gunnar Oddsson -
Rastislav Lazorik, Gunnar Már Más-
son.
Markskot: Breiðablik 7, Leiftur 7
Hom: Breiðablik: 7, Leiftur: 9.
Gul spjöld: Cardaklija, Theódór
og Kjartan hjá Blikum en Július hjá
Leiftri.
Rauð spjöld: Engin
Dómari: Pjetur Sigurðsson og
dæmdi hann sæmilega en virtust
línuverðir vera eilitið utan við sig
hvað varðaði rangstöður.
Skilyrði: Veður var ágætt og völl-
urinn prýðisgóður.
Áhorfendur: Um 300.
Maður leiksins: Hajmdin Car-
daklija, Breiðabliki, sem varði
glæsilega víti frá Pétri og bjargaði
oft sínum mönnum með frábærri
markvörslu.
KR-ingar fóru á
kostum í Eyjum
- léku ÍBV sundur og saman og unnu stórsigur, 4r-0
DV, Eyjum:
„Ég get ekki kvartað yfir neinu. Við
fundum formið og rétta liðið í maí og
höfum veriö betri aðilinn í öllum leikj-
um okkar hingað til og erum taplaus-
ir í þrjá mánuði. í dag léku strákamir
mínir mjög vel miðað við aðstæður,
spiluðu stutt og einfalt. Ég hef trú á
mínum strákum og hef enga trú á
öðru en við munum fara alla leið á
toppinn í sumar. Mórallinn í liðinu er
frábær, þeir eru líkamlega sterkir og
spilið á toppnum. Flestir þeirra hafa
tekið miklum framforum og við erum
að spila skemmtilegasta fótboltann í
dag. Eins og staðan er í dag eru tvö lið
að berjast um titilinn. Okkur er nú al-
vara með að fá titilinn í vesturbæinn
í fyrsta skipti í þrjátíu ár,“ sagði Lúk-
as Kostic, þjálfari KR, eftir frábæran
sigur KR á ÍBV í EYjum, 4-0. KR-ing-
ar léku eins og þeir sem valdið hafa,
fóru á kostum og hreinlega gerðu grín
að ömurlega slökum Eyjamönnum á
köflum. Þetta var sjötti sigur KR í röð
í deildinni en þriðja tap ÍBV í röð.
KR fékk óskabyrjun, eins og ÍBV í
fyrra, og sótti án afláts og skoraði tvö
mörk, Einar Þór það fyrra eftir aðeins
tvær mínútur. Guðmundur Benedikts-
son fékk tvö dauðafæri til að skora en
Friðrik varði vel. I lok hálfleiksins
kom besti kafli ÍBV. Tryggvi komst
einn inn fyrir en missti boltann of
langt frá sér og Hlynur átti þrumuskot
rétt yfir.
í seinni hálfleik bættu Eyjamenn
manni í sóknina en spiluðu með
þriggja manna vörn sem þeir réðu
ekkert við. ÍBV sótti meira eftir rok-
inu án þess að skapa sér eitt einasta
tækifæri allan seinni hálfleik. KR-ing-
ar léku vel í vörn og stutta spilið
þeirra splundraði götróttri vörn ÍBV
hvað eftir annað enda uppskáru þeir
tvö mörk í lokin. Guðmundur komst
svo í þriðja sinn einn inn fyrir en
Friðrik varði vel.
Sigur KR var síst of stór því þeir
hefðu hæglega getað bætt við mörk-
um. Hvergi var veikan hlekk að finna
og spilið einfalt og skemmtilegt. Heim-
ir fór hamförum á miðjunni, var sem
kóngur í ríki sínu og hrissti Nökkva,
sem var settur honum til höfuðs, auð-
Heimir Guðjónsson átti frábæran leik
með KR-ingum í Eyjum í gærkvöldi.
veldlega af sér. Kantmennirnir Einar
Þór og Hilmar voru stöðug ógnun og
Guðmundur skeinuhættur frammi.
Ekki verður séð hvemig KR-ingar
verða stöðvaðir úr þessu og aðeins
gamli KR-draugurinn getur komið í
veg fyrir að titillinn verði þeirra.
Hjá ÍBV stóð ekki steinn yfir steini
og aðeins Friðrik forðaði liðinu frá
stærra tapi. Fréttir berast að eitthvað
mikið sé að i herbúðum ÍBV þessa
dagana og það endurspeglast í leik
liðsins. ÍBV er heillum horfið og farið
að krauma í stuðningsmönrium liðs-
ins.
„Við fengum tvö mörk á okkur í
byrjun sem var einmitt það sem KR
þurfti að fá. Við erum að spila illa,
ekkert í gangi hjá okkur og eins og
vanti eitthvert sjálfstraust í liðið. Það
segir sig sjálft að eitthvað mikið er að
eftir svona stórt tap og við verðum að
setjast niður, ræða málin og brjóta til
mergjar," sagði Hlynur Stefánsson,
fyrirliði ÍBV, við DV eftir leikinn.
Heimir í Smástund
Heimir Hallgrímsson, varnarjaxl-
inn úr ÍBV, er hættur i 1. deildinni og
farinn að leika með Smástund í 4.
deild. Þá vantaði Magnús Sigurðsson í
Eyjaliðið í gærkvöldi en hann er
meiddur.
-ÞoGu
Barátta en
sanngjörn
úrslit
- markalaust hjá Val og Stjörnunni
ÍBV-KR (0-2) 0-4
0-1 Einar Þór Danlelsson (2.) með
góðu hægri fótar skoti rétt utan
markteigs eftir fyrirgjöf Guðmundar
Benediktssonar.
0-2 Ríkharður Daðason (19.) af
stuttu færi eftir að Friðrik hafði var-
ið en missti frá sér boltann eftir skot
Einars Þórs úr aukaspyrnu
0-3 Guðmundur Benediktsson
(77.) var aleinn í teignum eftir fallega
fyrirgjöf Hilmars Björnssonar og
skoraði með viðstöðulausu skoti.
04 Heimir Guðjónsson (87.) úr
vítaspymu eftir að Lúðvík Jónasson
slæmdi hendi klaufalega í boltann eft-
ir fyrirpjöf Einars Þórs.
Lið IBV: Friðrik Friðriksson © -
ívar Bjarklind, Jón Bragi Amarsson
(Kristinn Hafliðason 46.), Hermann
Hreiðarsson, Lúðvik Jónasson -
Hlynur Stefánsson, Nökkvi Sveinsson
(Friðrik Sæbjömsson 87.) Bjamólfur
Lámsson, Leifur Geir Hafsteinsson,
Tryggvi Guðmundsson - Steingrímur
Jóhannesson (Sumarliöi Árnason föj
Lið KR: Kristján Finnbogason ©
- Brynjar Gunnarsson © (Björn
Skúlason89.), ÞormóðurEgilsson@,
Sigurður Örn Jónsson ©, Ólafúr H.
Kristjánsson © (Bjami Þoreteins-
son 80.) - Hilmar Björnsson ©, Þor-
steinn Jónæon (Þorsteinn Guðjóns-
son lú ©), Heimir Guðjónsson
©©©, Einar Þór Danielsson
©© - Guðmundur Benediktsson
Ríkhai-ður Daðason @.
Markskot: ÍBV 14, KR 13.
Horn: ÍBV 3, KR 6.
Gul spjöld: Brynjar (KR), Þor-
steinn J. (KR), Lúðvík (tBV), Jón
Bragi (tBV), Leifur Geir (ÍBV).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Gylfl Þór Orrason, mjög
góður.
Skilyrði: Strekkingsvindur að
austan eftir endilöngum vellinum
sem haíði töluverð áhrif á leikinn.
Áhorfendur: 820.
Maður leiksins: Heimir Guð-
jónsson, KR. Fór á kostum á miðj-
unni, braut niður sóknir Eyja-
manna, var allt í öllu í spilinu og
skapaði oft usla í vöm IBV með
frábærum sendingum.
„Stjömumenn komu mun beittari
til leiks en í bikarnum á fimmtudag-
inn og við voram ekki eins öflugir.
Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri
hálfleik en Bjarni kom í veg fyrir að
við settum mark í þeim síðari. En
stig er alltaf stig í baráttunni,“ sagði
Lárus Sigurðsson, markvörður
Vals, eftir markalaust jafntefli gegn
Stjörnunni á Hlíðarenda í gær-
kvöldi.
Stjömumenn tóku öll völd í byrj-
un leiks og léku mjög vel fyrsta hálf-
tímann í leiknum. Lárus varði vel í
tvígang skot frá þeim Baldri Bjama-
syni og Valdimar Kristóferssyni á
þessum kafla. Valsmenn náðu sínu
fyrsta skoti á mark Stjörnunnar eft-
ir 26. mín. en þá átti Heimir Porca
gott skot beint úr aukaspyrnu sem
Bjami Sigurðsson varði vek
Valsmenn mættu vel stemmdir til
siðari hálfleiks og á 53. min. komst
Arnljótur-Davíðsson einn inn fyrir
vöm Stjörnunnar en var alltof seinn
að klára. Aðeins tveimur mín. síðar
átti Goran Micic gott skot sem Lár-
us varði frábærlega. Arnljótur fékk
skömmu síðar tvö tækifæri til að
gera mark en hann var ekki á skot-
skónum í gærkvöldi. Valsmenn
náðu smá saman undirtökunum á
miðjunni en í síðari hálfleik mynd-
aðist of mikið bil milli sóknar og
vamar Stjömunnar. En þrátt fyrir
að Valsmenn hafi sótt meira og ver-
ið meira með knöttinn undir lok
leiksins áttu Stjörnumenn hættuleg-
asta færið. Goran Micic átti skalla
að marki Vals á 89. mín. en Láras
varði vel og sá til þess að Stjömu-
menn færu ekki með öll stigin i
Garðabæinn.
Leikur liðanna einkenndist af
mikilli baráttu og oft meira af kappi
en forsjá. „Þetta var baráttuleikur,
en i heildina séð held ég að úrslitin
hafi verið sanngjörn," sagði Baldur
Bjarnason, miðvallarleikmaður
Stjörnunnar, en hann var besti mað-
ur liðsins eins og svo oft áður í sum-
ar. Reynir Bjömsson átti einnig
ágætan leik í vörninni og Goran
Kristófer var ógnandi frammi.
Lárus var besti maður Vals-
manna, varnarleikur liðsins var
góður þegar á leið og athygli vakti
góður leikur Gunnars Einarssonar í
stöðu miðvarðar. Heimir Porca
komst einnig vel frá leiknum.
-ÞG
íþróttir
Grindavík-ÍA (0-2) 0-2
0-1 Haraldur Ingólfsson (42.)
með viðstöðulausu skoti í stöng-
ina og inn eftir fyrirgjöf Ólafs
Þórðarsonar frá hægra kanti.
0-2 Ólafur Adolfsson (45.)
með skalla í stöngina og inn eft-
ir sendingu Jóhannesar Harðar-
sonar frá hægri.
Lið Grindavíkur: Albert
Sævarsson - Guðlaugur Jónsson,
Guðmundur Torfason @, Guð-
jón Ásmundsson @, Júlíus Dan-
íelsson @ - Zoran Ljubicic,
Hjálmar Hallgrímsson (Gunnar
Már Gunnarsson 53.), Ólafur
Örn Bjarnason, Siusa Kekic (Sig-
urbjörn Dagbjartsson 88.), Ólafur
Ingólfsson - Grétar Einarsson
(Bergur Eggertsson 76.).
Lið ÍA: Þórður Þórðarson -
Steinar Adolfsson @, Ólafur Ad-
olfsson, Zoran Miljkovic, Sigur-
steinn Gíslason @ (Sturlaugur
Haraldsson 85.) - Ólafur Þórðar-
son @, Alexander Högnason @,
Jóhannes Harðarson @ - Bjarni
Guðjónsson, Mihajlo Bibercic,
Haraldur Ingólfsson @.
Markskot: Grindavík 6, ÍA 16.
Horn: Grindavík 2, ÍA 1.
Gul spjöld: Sigursteinn (ÍA),
Grétar (Grindavík).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Bragi Bergmann,
ágætur.
Skilyrði: Suðaustan strekk-
ingsvindur, kalt, völlurinn háll
en þó ekki þungur.
Áhorfendur: Um 250.
Maður leiksins: Ólafur
Þórðarson, ÍA. Lék geysilega
vel á miðjunni, var hreyfan-
legur og baráttuglaður allan
tímann og Grindvíkingar áttu
í erfiðleikum með að stöðva
hann.
Frestað um mánuð
Leik Fylkis og Keflavíkur
sem tilheyrði umferðinni f
gærkvöldi var frestað um einn
mánuð vegna þátttöku
Keflvíkinga í Inter-toto-
keppninni.
Valur-Stjarnan
(0-0) 0-0
Lið Vals: Láms Sigurðsson
@@ - Bjarki Stefánsson, Jón
Grétar Jónsson @, Gunnar Ein-
arsson @, Nebojsa Corovic -
Sigurbjörn Hreiðarsson (Krist-
ján Halldórsson 60.), Salih Heim-
ir Porca @, ívar Ingimarsson
(Sigurður Grétarsson 76.), Jón S.
Helgason, Sigþór Júliusson -
Arnljótur Davíðsson.
Lið Stjörnunnar: Bjami Sig-
urðsson @ - Hermann Arason,
Helgi Björgvinsson, Reynir
Björnsson @, Birgir Sigfússon -
Ingólfur Ingólfsson (Ragnar
Ámason 60.), Baldur Bjarnason
@, Rúnar Páll Sigmundsson,
Valdimar Kristófersson, Krist-
inn Lárusson - Goran Kristófer
Micic @.
Markskot: Valur 12, Stjarnan
16.
Horn: Valur 4, Stjarnan 6.
Gul spjöld: Gunnar (Val),
Rúnar Páll (Stjörnunni), Her-
mann (Stjörnunni).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Gísli H. Jóhannsson,
dæmdi ágætlega.
Skilyrði: Léttur vindur á ann-
að markið, þungbúið en nánast
þurrt. Völlurinn í góðu ásig-
komulagi.
Áhorfendur: 246.
Maður leiksins: Lárus Sig-
urðsson, Val. Geysilega örugg-
ur í marki Hlíðarendaliðsins
og varði nokkrum sinnum
glæsilega.
Baldur Bjarnason úr Stjörn-
unni lék 100. leik sinní 1.
deild í gærkvöldi.