Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 íþróttir_______________________________dv Meistaramótið í frjálsum íþróttum: FH-ingar sigruðu með miklum mun Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram um helgina á Laugardalsvelli en of mik- ill vindur setti strik í reikninginn. FH-ingar sigruðu á þessu meistaramóti með miklum mun, fengu alls 231,5 stig. í 100 m hlaupi karla sigraði Jóhannes Már Marteinsson, ÍR, og hljóp á 10,62. í 100 m hlaupi kvenna sigraði Geirlaug B. Geirlaugs- dóttir, Á, og hljóp á 11,87. Vindur var allt of mikill á mótinu og var þetta hlaup bæði hjá konum og körlum því ólöglegt. í 400 m hlaupi karla sigraði Friðrik Amar- son, Á, á 49,43, Ingi Þór Hauksson, UMFA, varð annar á 49,97 og Björn Traustason, FH, þriðji á sléttum 50,00. í 400 m hlaupi kvenna voru einungis þrír keppendur og sigraði Helga Halldórsdóttir, FH, á 57,33, Steinunn Leifsdóttir, Á, varð í öðru sæti á 59,75 og Ema Dögg Þorvaldsdóttir, HSÞ, varð þriðja á 60,14. Stefán Guðjónsson, ÍR, sigraði í 1500 m hlaupi karla á 4:05,67 og varð Sigurbjörn Á. Arngrímsson,, HSÞ, annar á 4:05,99 en Smári Björn Guðmuiidsson, FH, þriðji á 4:09,31. Hjá konunum sigraði Fríða Rún Þórðardóttir, Á, á 4:45,48, Bima Björnsdóttir, FH, varð önnur og hljóp á 4:49,45 og Laufey Stefánsdóttir, FH, varð þriðja á 4:49,65. í 110 m grindahlaupi karla sigraði Ólafur Guðmundsson, HSK, örugglega á 14,44 en vindur var einnig of mikill í þessari grein. í 3000 m hindrunarhlaupinu var ekki mikil þátttaka. Björgvin Friðriksson, UMFA, var sá eini sem hljóp það og var tími hans 9:59,49. í 4 x 100 m boðhlaupi karla sigraði A-sveit FH á 43,4 en sveit Breiðabliks varð önnur á 43,8 og A-sveit ÍR þriðja á 44,5. B-sveit FH sigraði í sama hlaupi hjá konunum á 49,68, A-sveit ÍR varð önnur á 50,80 en sveit Ár- manns endaði í þriðja sæti á 50,96. í hástökkinu stökk Einar Kristjánsson, FH, hæst, 2,01. Hjá konunum stökk Þórdís Lilja Gísladóttir, ÍR, hæst, 1,75. Vindur var mjög mikill í langstökkinu en Jón Oddsson, FH, stökk þar 7,04 lengst. Það sama var að segja í langstökki kvenna en þar stökk Sigríður Anna Guðjónsdóttir lengst, 5,96. Jón A. Sigurjónsson, FH, sigraði örugglega í sleggjukastinu og kastaði 61,28. í sleggjukasti kvenna sigraði Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, kastaði lengst allra, 39,68, en Unnur Sigurðar- dóttir, FH, varð önnur með 34,26. Friðgeir Halldórsson, USAH, var eini kepp- andinn í spjótkasti karla og kastaði hann 53,66 en hjá konunum kastaði Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, lengst, 44,92, Halldóra Jónasdóttir, UMSB, varð í öðru sæti með 44,80 en Unnur Sigurðardóttir, FH, varð þriðja og kastaði 38,68. Bjami Þór Traustason, FH, sigraði í hörku- spennandi 200 m hlaupi karla á 22,41, Jóhann- es Már Marteinsson, ÍR, varð annar á 22,44 en Friðrik Arnarson varð þriðji á 22,73. I 200 m hlaupi kvenna varð Sunna Gestsdóttir, USAH, fyrst í mark á 24,78 en Geirlaug B. Geirlaugs- dóttir, Á, varð önnur á 25,08, Helga Halldórs- dóttir, FH, varð svo þriðja á 25,10. I 800 m hlaupi karla varð Finnbogi Gylfa- son, FH, fyrstur í mark á 1:57,2 í sjötta sinn sem hann sigrar í þessari grein, Björn Mar- geirsson, UMSS, varð annar á 1:58,15 og Sigur- bjöm Á. Amgrímsson, HSÞ, þriðji á 1:59,27. Hjá konunum sigraði Fríða Rún Þórðardóttir, Á, í 800 m hlaupinu á 2:18,98, Laufey Stefáns- dóttir, FH, varð önnur á 2:20,11 og Bima Bjömsdóttir, FH, varð þriðja í mark á 2:22,11. Sigmar Gunnarsson, UMSB, varð langfyrst- ur í 5000 m hlaupi karla á 15:28,06, næstur í mark varð Sveinn Margeirsson, UMSS, á 15:42,37 og Jóhann Ingibergss. þriðji á 15:52,11. í 400 m grindahlaupi karla sigraði Egill Eiðsson, Breiðabliki, á 55,46 en Gunnhildur Hinriksdóttir, HSÞ, sigraði hjá konunum í þessari gi'ein á 66,14. í kúluvarpinu kastaði Eggert Bogason, FH, lengst, 14,85, en Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, kastaði lengst hjá konunum, 11,80.. 100 m grindahlaup kvenna var einnig ólög- leg út af vindi en Helga Halldórsdóttir, FH, hljóp það best á 14,22. Þrístökk kvenna var einnig ólögleg sökum vinds en Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, stökk lengst þar, 12, 66. í kringlukasti kvenna sigraði Guðbjörg Við- arsdóttir, HSK, með 40,36. -JGG I m i - m w ,^4 líB&eA ■ (t P i Á % } \ i Lið FH sigraði glæsilega á meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina og hér sjáum við allan hópinn eins og hann leggur sig. Þetta var frekar erfitt mót því vindur var alltof mikill og gerði það keppendum erfitt fyrir. DV-mynd S í 200 m hlaupi karla sigraði Bjarni Þór Traustason, FH, í æsispennandi hlaupi á meistaramótinu í frjálsum íþróttum. DV-mynd S Löng feröalög hjá öllum íslensku liðunum: Erfiðir leikir en öll eiga möguleika - Skagamenn sennilega með snúnasta verkefnið íslensku félögin þrjú, sem taka þátt í Evrópumótum félagsliða í knattspyrnu, eiga öll nokkur ferða- lög fyrir höndum í forkeppninni en til hennar var dregið á laugárdag- inn. Þau ættu þó öll að eiga mögu- leika á að komast áfram, Eyjamenn þó sennilega mesta. ÍA leikur gegn Sileks frá Makedóníu i UEFA-bikarnum og verður fyrri leikurinn á Akranesi 17. júlí en sá síðari í Makedóníu 24. júlí. IBV leikur gegn Lantana frá Eist- landi í UEFA-bikamum og fer fyrri leikurinn fram i Eistlandi 17. júlí en sá síðari í Eyjum 24. júlí. KR mætir MPKC Mozyr frá Hvíta-Rússlandi í Evrópukeppni bikarhafa og fer fyrri leikurinn fram ytra 8. ágúst en sá síðari hér heima 22. ágúst. Erfitt verkefni hjá Skagamönnum Svo virðist sem Skagamenn eigi erfiðasta verkefnið fyrir höndum. Sileks varð í vor meistari i Makedóníu í fyrsta skipti en hafði fram að því ávallt hafnað í öðru sæti á eftir Vardar Skopje. Þessi tvö lið hafa haft mikla yfir- burði á önnur í Makedóníu og Is- lendingar vita eftir jafnteflið á Laugardalsvellinum í júníbyrjun að makedónískir knattspymumenn era sýnd veiði en ekki gefin. Nokkrír landsliðsmannanna koma einmitt frá Sileks. Búast má við því að útileikurinn í borginni Kratovo verði Skagamönnum sérlega erfið- ur. Sileks mætti Mönchengladbach frá Þýskalandi í Evrópukeppni bik- arhafa í fyrrahaust og tapaði þá 3-0 á útivelli og 3-2 á heimavelli. Lantana eingöngu skipað rússneskum leikmönnum Lantana, mótherji ÍBV, kemur frá höfuðborginni, Tallinn og er eitt af toppliðunum í Eistlandi. Það er nán- ast eingöngu skipað rússneskum leikmönnum sem ekki eru gjald- gengir í landslið Eistlands. Félagið var stofnað á síðasta ári í stað ann- ars félags sem hét Nikol Tallin og varð bikarmeistari Eistlands fyrir þremur árum. Nikol tók þátt í Evr- ópukeppni bikarhafa 1993-94 og tap- aði þá fyrir Lilleström frá Noregi, 4-0 heima og 4-1 í Noregi. Mozyr er spútnikliö Hvít- Rússa MPKC Mozyr, mótherji KR-inga, er spútniklið í hvít-rússnesku knatt- spymunni. Félagið er aðeins 9 ára gamalt en vann 2. deildina með yfir- burðum 1995 og lék í fyrsta skipti í 1. deild á nýliðnu timabili. Þar hafn- aði Mozyr i öðru sæti, á eftir meist- uram Dinamo Minsk, og var eina liðið sem náði að sigra Minsk á tímabilinu. Mozyr tekur nú þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.