Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1996, Síða 8
tómstundir og útivist
alyöru'+*s»
I Switchback
|/ Fullt verð kr. 36.820
Útsöluverð kr. 22.091
Brúsi, brúsahaldari og stelltaska fylgja
með í kaupum á Switchback.
Alta
Fullt verð kr. 59.852
Útsöluverð kr. 47.881
20% afsláttur
mag
Hilltopper
Fullt verð kr. 46.851
Útsöluverð kr. 37.481
20% afsláttur
talckf«@rkBð mag
Sycamore
Fullt verð kr. 39.900
Útsöluverð kr. 31.919
20% afsláttur
Threshold
Fullt verð kr. 29.900
Útsöluverð kr. 20.930
30% afsláttur
Maneuver
Fullt verð kr. 25.556
Útsöluverð kr. 17.889
30% afsláttur
iðlciTtoricsiS magn
30% afsláttur af öllum fylgihlutum s.s. brettum, dekkjum, hraðamælum,
hnökkum, bögglaberum, brúsahöldurum, demparastömmum, táklemmum ofl
PKufi.50%
■_* afsláttur
G.A.PETURSS0N ehf
Faxafeni 14 • Sími 568 5580
af hjálmum
sértilboð á fylqihlutum
MIÐVIKUDAGUR. 7 ÁGÚST 1996 J3"V
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli:
Bjóðum byrjendum
upp á lautarferðir
íHeiðmörk
- segir Björn Finnsson, Fjallahjólaklúbbi Islands
Við verðum sífellt okkur meira
meðvitandi um að góð hreyfing er
nauðsynleg, bæði fyrir líkama og
sál. Sumir eru auðvitað meira með-
vitandi en aðrir og hreyfa sig reglu-
lega en svo eru aðrir sem eru alltaf
á leiðinni að byrja, það vantar bara
herslumuninn til að koma sér af
stað. Það eru ýmsir hópar starfandi
í dag sem bjóða upp á spennandi
möguleika, ekki síst fyrir þá sem
langar til að hreyfa sig lítið eitt og
skoða umhverfi sitt á annan hátt en
út um bílrúðuna. Einn af þessum
hópum er Fjallahjólaklúbbur ts-
lands sem hefur verið starfræktur í
nokkur ár. í klúbbnum er ekki ein-
göngu fólk sem þeysist á sínu
„fiallahjóli“ um óbyggðir landsins
heldur er markmið klúbbsins að
reyna að fá fólk til að taka hjólin úr
geymslunni, dusta af þeim rykið og
komast í nánara samband við móð-
ur náttúru.
Einn þeirra sem hefur verið hvað
ötulastur við að fá fólk með sér út
að hjóla er Björn Finnsson en hann
hefur undan-
farið boðið
upp á ferðir
fyrir byrjend-
ur.
„í sumar
hef ég farið
með byrjend-
ur í lautar-
ferð í Heið-
mörk þar
sem umhverf-
ið er skoðað
og nesti borð-
að. Það er
mikið kapps-
mál fyrir mig
að kynna
fólki þennan
ferðamáta og
það er svo
margt sem
skiptir máli
sem fólk al-
mennt gerir
sér ekki
grein fyrir
þegar það er
að kaupa sér
hjól. Til
hvaða nota er
hjólið? Ef ætl-
unin er að
hjóla mest
innanbæjar
eða á stígum í nágrenninu þarf ekki
að kaupa dýrt hjól með flóknum
gírabúnaði og stórum og grófum
dekkjum. Annað er að rétt stilling á
hjólinu er mjög mikilvæg. Ef hjólið
er ekki rétt stillt þá er áreynslan of
mikil á handleggi og bak og það
verður erfiðara að hjóla, sem getur
svo leitt til þess að fólk gefst upp.
Þessar stillingar, sem ég er að tala
um, varða hæð hnakksins og fjar-
lægð sætis frá stýri.“
„Oft verður fólk mjög aumt eftir
fyrstu skiptin, hnakkurinn særir og
það eru ýmsar lausnir til við því
vandamáli. Hægt er að fá sérstaka
púða á hnakkana og svo eru auðvit-
að til sérstakir hnakkar fyrir konur
sem eru styttri og breiðari og mun
hentugri fyrir þær. Fyrst við erum
farin að minnast á konur er rétt að
geta þess að innan Fjallahjóla-
klúhbsins er starfandi kvennaklúbb-
ur sem er mjög virkur.“
Margar nýjar og
skemmtilegar leiðir
„Þegar búið er að ganga úr
skugga um að hjólið sé rétt stillt og
hjálmurinn kominn upp er tíma-
hært að ákveða hvaða leið á að
velja. í Reykjavík og nágrenni eru
margar skemmtilegar leiðir sem
hægt er að fara og má t.d. nefna að
eftir að
brú var
byggð yfir
Kringlu-
mýrar-
braut er
hægt að
hjóla frá
mótum
Hofsvalla-
götu og
Ægissíðu
alla leið
upp í
Heið-
mörk,
nánast án
þess að
fara yfir
götu. Það
er hægt
að fara
góðan
hring um
Breið-
holts-
hverfin,
Árbæjar-
hverfi,
Kópavog
og víðar,
það sem
vantar
einna
helst er
tenging milli bæjarfélaga. Það er af
nógu að taka hvað hjólaleiðir varð-
ar, hjólakerfið er alltaf að batna,
þannig að það er hægt að komast
ferða sinna nokkuð auðveldlega án
þess að vera hræddur um að vera
keyrður niður.“
-gdt
Björn Finnsson fer allra sinna ferða á fjallahjólinu
sínu og hefur engan áhuga á því aö eignast bíl.
Hans markmiö er aö reyna aö vekja áhuga al-
mennings á því hve skemmtilegur og góður
ferðamáti þetta er.
Félagar í Fjallahjólaklúbbnum, sem eru um fjögur hundruð, leggja stundum
land undir fót. Hér er hluti þeirra í Skorradal, á hátíö sem klúbburinn hélt.