Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Page 2
- tvær eftir á árinu
Pulp-ieikinn á Pottþétt 5 meö topplagi ísienska listans úr síöustu viku. Þaö
er úr kvikmyndinni Trainspotting og heitir Mile End.
með lýkur fyrri plötunni.
Dans og rapp
Seinni platan innheldur síðan lög
með tönlistarmönnum úr dans- og
rappheiminum.
Fugees-hljóðblöndunin af Cypress
Hill-laginu Boom Biddy Bye Bye
opnar þessa hlið. Píanópopparinn
Robert Miles spilar Fable og plötuna
prýðir einnig eitt vinsælasta
Toni Braxton er sykursæt.
danslag ársins til þessa, nefnilega
Born Slippy, með Underworld úr
Trainspotting.
Drengirnir í Backstreet Boys
kynna nýtt lag, auk þess sem þar
má finna lög með: Mr. President,
The Lisa Marie Experience, Busta
Rhymes, Mark Morrisson, Quad
City, Pizzaman, Appollo Four Forty,
Livin’ Joy, JX, Reel 2 Reel, Roh ’n’
Raz, Klubbheadz, M-Beat ásamt
Jamiroquai, Lost Boys og toppsölu-
sveitinni Bone Thugs-N-Harmony.
Sjötta Pottþétt-platan er síðan
væntanleg frá Spor-mönnum fyrir
jól, auk þess sem Skífumenn fá
heiðurinn af því að velja saman
bestu lög ársins 1996 á eina tvö-
falda.
Hinn skapstóri og sérlundaði
söngvari Oasis, Liam Callhager
braut odd af oflæti sínu og
ákvað að ganga til liðs við aðra
hljómsveitarmeölimi en Oasis
er nú á fullri ferð í tónleikaferð
um Bandaríkin. Bróðir Liams,
Noel Callhager, söng í stað hans
á tónleikum vestanhafs. Þó
nokkuð margir fengu miða sína
á Oasis-tónleika endurgreidda
vegna þess að Liam söng ekki
með,
Liam neitaði í fyrstu að fara
til Bandaríkjanna með félögum
sínum og bar því við að hann
nn^
væri upptekinn við að leita sér
að húsnæði. Þegar hann lenti í
Chicago á dögunum sagði hann
að það væri tóm vitleysa að
hann hygðist hætta í Oasis eins
og orðrómur hafði hermt. Hann
krossbölvaði fréttamönnum
sem spurðu hann um ástæður
þess að hann hefði ekki farið
meö hinum þegar í upphafi. „Ég
ræð mér sjálfur og geri það sem
mér sýnist," sagði hinn upp-
reisnargjami söngvari og rauk
við svo búið á dyr eins og hon-
um er von og vísa.
-JHÞ
Velgengni Pottþétt-seríunnar á
sér ekki marga líka hér á landi,
enda ekki oft sem ægir saman
tveimur útgáfuveldum í safnplötu-
útgáfu. Spor og Skifan skipta útgáf-
unum hins vegar bróðurlega á milli
sin. Spor setti saman Pottþétt 4 og
nú er komið að Skífumönnum.
(Man einhver eftir Now-seríunni?)
Poppið
Sem fyrr innineldur fyrri platan
allt það besta sem fáanlegt er í popp-
inu hverju sinni. Pulp hefur þá hlið
með topplagi íslenska listans úr síð-
ustu viku, lag sem er tekið úr kvik-
myndinni Trainspotting og heitir
Miíe End. Ný smáskífa frá Suede
(sem flestir muna vonandi eftir)
birtist hér og ber nafnið Trash.
Það poppaðasta af öllu poppuðu
eru hinar feikivinsælu Spice Girls,
enda litur út fyrir að lagið Wannabe
hafi að minnsta kosti tryggt þeim
sæti á One Hit Wonders-veggnum í
frægðarsal popparanna. Robbie
Williams úr Take That endurgerir
hér frekar nýlegt George Michail-
lag, nánar tiltekið Freedom, og
Lemon Tree-strákarnir í Fools Gar-
den kynna nýja smáskífu, Wild
Days. The Cardigans syngja um
Lovefool og Kula Shaker syngur um
eitthvað sem kallast Tattva.
Leikarinn Jim Carrey fer á kost-
um úr Cableguy: Somebody to Love
er hans framlag á Pottþétt 5. Súper
5 sveitin SSSÓL læðist af annarri
safnplötu yfir á þessa með lagið Það
eru álfar inní þér. Presidents of The
United States of America syngja
Dune Buggy og Manic Street Pr-
eachers segja Everything Must Go.
Ash er hér með smáskífu af 1979, Oh
Yeah, og Primitive Radio Gods eiga
lagið með lengsta titlinum: Standing
outside a Broken Phone Booth with
Money in My Hand.
Skunk Anansie á lagið Charity á
Pottþétt 5 og Björn Jörundur og
Margrét Vilhjálmsdóttir syngja lag-
ið Á sama tíma að ári úr samnefndu
leikriti sem sýnt er í Loftkastalan-
um.
Toni Braxton og Peter André eru
bæði sykursæt. Þau höfða til popps-
ins í okkur öllum í lögunum You’re
Makin’ Me High og Mysterious Girl.
Louise syngur um það sem allir
vilja vera, Naked, og Simply Red á
lagið We’re in This together. Þar
Það poppaðasta af öllu poppuðu eru hinar feikivinsælu Spice
Girls.
Peter André höföar til poppsins Robert Miles flytur lagiö
í okkur öllum. Fable á Pottþétt 5.
Mikiö af skrautlegum tónlistarmönnum kemur fram á Pottþétt 5.
-GBG