Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1996, Síða 4
i8 4ónlist FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 UV ísland — plötur og diskar— t 1.(4) Pearl Jam No Code # 2. (1 ) Stone Free Ýmsir | 3. ( 3 ) Alanis Morissette Jagged Little Pill t 4. ( 6 ) Trainspotting Úr kvikmynd | 5. ( 2 ) Cypress Hill Unrealcased and Rewamped t 6. ( - ) Tracy Chapman New Beginning $ 7. ( 5 ) Pottþétt 4 Ýmsir t 8. ( 9 ) Nas It Was Written t 9. (15) Unplugged Alice in Chains 110. ( 8 ) Gling gló Björk 4 11. ( 7 ) The Score Fugees 4 12. (10) Sunburntand Paranoid Skunk Anansie 4 13. (12) Salsaveisla aldarinnar Ýmsir 114. (14) Dúkka upp Greifarnir 415. (11) Metallica Load 4 16. (13) Falling into You Celine Dion 117. (Al) The Great Escape Blur 118. (Al) Older George Michael 119. ( - ) Supersexy Swingin’so 4 20. (16) To the Faithfully Departed Cranberries London —lög - | 1. (1 ) Wannabe Spice Girls t 2. (- ) Hey Dude Kula Shaker t 3. ( - ) One to Another The Charlatans t 4. (- ) l've go a little Puppy The Smurfs 4 5. ( 3 ) Virtual Insanity Jamiroquai | 6. ( 2 ) Spinning the Wlieel George Michael | 7. ( 7 ) Macarena Los Del Rio t 8. ( 8 ) How Bizarre OMC t 9. ( - ) Me and You Versus the World Space 4 10. ( 9 ) We'vo Got it Going’on Backstreet Boys NewYork —i— — lög — __ | 1.(1) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 2. ( 6 ) Moseley Shoals Ocean Colour Scene t 3. (-) NoCode Pearl Jam | 4. ( 4 ) (What’s the Story) Morning Glory? Oasis 4 5. ( 2 ) Recurring Dream -the very Best... ÍCrowded House t 6. ( 7 ) Older George Michael 4 7. ( 3 ) The Smurfs Go Pop! The Smurfs t 8. ( 9 ) The Score Fugees 4 9. ( 5 ) The Ultimate Collection Neil Diamond 4 10. ( 8 ) Free Peace Sweet Dodgy Bretland ---------— plötur og diskar-=— 1 | 1.(1) Jagged Little Pill Alanis Morissette t 2. ( 6 ) Recurring Dreams -The Very Crowded House 4 3. (1 ) Mosely Shoals Ocean Colour Scene | 4. ( 4 ) The Smurfs Go Pop! Smurfs (4 5. ( 2 ) Falling into You Celine Dion t 6. ( 7 ) The Score Fugees 4 7. ( 3 ) Older George Michael t 8. ( 9 ) Raise the Pressure Electronic 4 9. ( 5 ) (Whats the Story) Morning Glory Oasis 4 10. ( 8 ) 1977 Ash Bandaríkin -----plöturog diskar— 1. (1 ) Alanis Morisette Jagged Little Pill | 2. ( 2 ) Celine Dion ÍFalling into You | 3. ( 3 ) Nas It was Written t 4. ( 5 ) No Doubt Tragic Kingdom 4 5. ( 4 ) Leann Rimes Blue | 6. ( 6 ) Fugees Tho Score | 7. ( 7 ) Toni Braxton Secrets | 8. ( 8 ) Soundtrack The Crow:City of Angels t 9. ( - ) Keith Sweat Kcitli Sweat 410. ( 9 ) Metallica Load v> í I n j i 11 f II u II i -vJjíU_ Hljómsveitin R.E.M. sendir frá sér nýja plötu 9. september. Nýi gripurinn heitir New Adventures in Hi-Fi og er aö mestu leyti saminn á hinni erfiöu tónleikaferö hljómsveitarinnar sem var farin í fyrra. R.E.M. gefur út nýja plötu Ævintýraleg tónlist - hljómsveitin sterkari eftir mikla erfiðleika Hljómsveitin R.E.M. átti ekki sjö dagana sæla á tón- leikaferð sinni á síðasta ári. Allir nema gítarleikari sveitarinnar, Peter Buck, lentu á sjúkrahúsi á meðan hún stóð yfir. Þrátt fyrir þetta tókst sveitinni að semja tónlist fyrir nýja plötu, New Adventures in Hi-Fi, í ferð- inni. Platan kemur út um allan heim þann 9. september. Sú tínnda Nýja platan er tíunda plata R.E.M. en tvær síðustu plötur sveitarinnar, Automatic for the People og Monst- er, hafa báðar verið feikivinsælar. Þær þykja þó nokkr- ar andstæður, sú fyrmefnda þykir innhverf og róleg. Sú síðamefnda er einfaldlega rokkplata. New Adventures in Hi-Fi mun vera fjölbreytt blanda af alls konar tónlist- arstefnum sem hafa haft áhrif á hljómsveitina. Langaði til að ná frumleikanum „Upphaflega hugmyndin var sú að hljóðrita 12 ný lög uppi á sviði og gefa út nýja plötu viku seinna,“ segir Pet- er Buck. Hann segir að þetta hafi verið gert áður, þannig hafl kappar eins og Jackson Brown og Neil Young gert slíka hluti. Þetta á reyndar ekki bara við um gamla jaxla. Buck bendir á að Pearl Jam hafi gert svip- aða hluti. „Það er virkilega flott að sjá þá í lok langrar tónleikaferðar taka upp mörg ný lög, sem þeir hafa ver- ið að æfa í hljóðprufum, á þremur dögum. Okkur lang- aði til þess að ná þessum frumleika fram í okkar upp- tökum. Við emm nefnilega nokkuð gott tónleikaband en náum því ekki í hljóðveri. Bassaleikari R.E.M., Mike Mills, segir að aðrar og ekki eins göfugar hvatir hafi leg- ið að baki. „Sennilega var hugmyndin svo aðlaðandi eins og raun bar vitni af því að við emm latir. Með þessu er hægt að gera sem mest á tónleikaferðalagi og sloppið við hljóðversvinnu.“ Ekta amerísk hljómsveit Eftir hina átakamiklu tónleikaferð í fyrra voru þeir félagar í R.E.M. orðnir 19 lögum ríkari. Af þeim voru sjö þeirra tilbúin. Þá fannst meðlimum sveitarinnar tími til kominn að drífa sig í hljóðver. „Við ætluðum að hafa það þannig að við værum ekta amerísk hljómsveit sem mætti til að djamma á fullu í einhverju hótelherbergi. Þannig vildum við ná hinum stórfurðulega anda sem Sól Dögg um helgina: Á skólaballi Leikiir á Akranesi og Selfossi Hljómsveitin Sól Dögg hefur verið iðin við kolann nú í sumar og komið fram á fjölmörgum dcmsleikjum um allt land. Nú er komið að því að þeir drengir haldi uppi stuði á skólaballi á Akranesi. Þeir verða þar föstudags- kvöldið 6. september. Laugardaginn 7. september verður dúndurstuð á Gjánni á Selfossi en þá verða drengirnir í Sól Dögg þar með hörkuball. Hljómsveitin Sól Dögg gaf út geisladiskinn Klám í sumar og hlaut hann góðar viðtökur tónlistarunnenda. Sveitina skipa þeir Bergsveinn Arilíusson söngur, Ás- var ríkjandi i tónleikaferðinni. Nýja platan er blanda af Monster og Automatic for the People, auk þess eru ný og skemmtileg „ævintýri“ á henni,“ segir Mills. Undir þetta tekur Buck. „Platan er í rauninni sýnishorn af því sem við höfum verið að gera í gegnum árin en líka er margt á henni sem við höfum aldrei reynt áður,“ segir Buck. Á tímamótum Eins og frægt er orðið var R.E.M. að skrifa undir risa- samning við Warner útgáfufyrirtækið en New Adventures in Hi-Fi er fimmta platan sem sveitin gerir undir merkjum Wamer. Hún er líka sú fyrsta sem sveit- in gerir eftir að löngu samstarfi hennar lauk við um- boðsmann og framkvæmdstjórcmn Jefferson Holt. Því samstarfi lauk eftir langvinnar persónulegar deilur milli hans og meðlima R.E.M. en þeir segjast nú vera sáttir og vilja lítt tjá sig um þau mál. Hljómsveitin hef- ur líka þurft að eiga við gamlan draug en það eru um- mæli sem annaðhvort trommuleikarinn Bill Berry eða bassaleikarinn Beck létu hafa eftir sér fyrir nokkrum árum. „Annaðhvort ég eða Bill sögðu að R.E.M. myndi hætta 31. desember 1999. Ég man ekki hvor sagði þetta en svo mikið er víst að þetta var bara brandari. Það er eiginlega hlægilegt að taka svona grín alvarlega en núna eru þetta taldar því meiri fréttir eftir því sem þessi dagsetning nálgast. Við vorum bara að reyna að vera fyndnir en aðalatriðið er að þegar hljómsveitir hætta er sjaldnast einhver einn sem ræður því. Því er fáranlegt að vera að hugsa um þetta,“ segir Buck. Engin hljómleikaferð Það er ljóst að það verður engin hljómleikaferð í kringum New Adventures in Hi-Fi. Sennilega hefur hljómsveitin fengið nóg af slíku í bili eftir hina ógurlegu Monster tónleikaferð. Meðlimir R.E.M. hafa samt ekki verið í neinni afslöppun enda hefur nýja platan verið unnin í hálfgerðum spreng. Síðustu vikuna í júlí tók hljómsveitin upp tvö myndbönd, fór í ljósmyndun (ár- angurinn má sjá hér á síðunni) og hefur farið í fjölda- mörg fjölmiðlaviðtöl. R.E.M. er á fullri ferð eftir sem áður. JHÞ/Billboard geir Ásgeirsson, gítar, Eiður Alfreðsson, bassi, Baldwin A.B. Aaalen, trommur, og Stefán H. Henrýsson, hljóm- borð. B Rúnar Þór fer norður Trúbadorinn kunni, Rúnar Þór, verður I Kjallaranum á Akureyri föstudaginn 6. og laugardaginn 7. september. Ultraá Skagaströnd Hljómsveitin Ultra mun leika í Kántrýbæ á Skagaströnd laug- ardaginn 7. september. Þar er auðvitað ætlunin að leika kán- trýtónlist og mun kántrýdans- hópur sýna listir sínar undir léttleikandi spili þeirra i Ultra. Greifar í Stapa Það verða engir aðrir en' Greifarnir sem munu halda uppi stuðinu í Stapa laugardag- inn 7. september. Ásamt Greif- unum munu sýningarstúlkur frá tískuvöruverslunni Mangó sýna glæsilegan klæðnað. Það ætti að verða spennandi að sækja Greifana og undurfagrar sýningarstúlkur heim í Stapann, enda búið að bæta og breyta staðnum svo um munar. Glans í danshúsi Breski söngvari Paul Somers ætlar að halda uppi ljúfu fjöri á Danshúsinu föstudaginn 6. og laugardaginn 7. september. Hann hefur starfað í skemmt- anaiðnaðinum undanfama tvo áratugi. Síðast starfaöi hann á Caharet-bamum á Benidorm. Paul hefur skemmt víða um heim á ferlinum, þar á meðal í Ástraliu og gleðiborginni Las Vegas. Á dagskrá hans er tón- list eftir snillinga eins og Barry Manilow, Neil Diamond, Tom Jones, Elvis Presley, The Platt- ers, The Drifters, Roy Orbison, Smokie og Betty Wright. Gullöld hjá Stefáni P. Hljómsveit Stefáns P. mun leika á Gullöldinni fóstudaginn 6. og laugardaginn 7. septem- ber. Það verður engin lognmolla í kringum Stjórnina þegar hún spilar í Kjallaranum og Miðgarði um helgina. Stjórnarstuðið um helgina Engin lognmolla verður í kringum Stjómina frekar en fyrri daginn. Fólk ætti samt að hafa það í huga að sumarvertíð stjórnarinnar er að ljúka og er mánaðarfrí fyrirhugað. Föstudaginn 6. september heldur hljómsveitin á heima- slóðir og leikur í sjálfum Kjall- aranum. Laugardagskvöldið 6. seþtember fer Stjómin í Skaga- fjörðinn og heldur dúndurball í Miðgarði. Enginn vafi er á því að Skagfirðingar notuðu tæki- færið til þess að hrista ærlega úr klaufúnum og hita sig vel fyr- ir veturinn. Eftir þetta fer stjórnin i mánaðarhlé. Hún mun svo snúa aftur í október. Hljómsveitina skipa þau Sig- ríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Jón Hafsteinsson, Halldór Hauksson og Þórður Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.